Morgunblaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009 Þingmenn Vinstri grænna hafaflutt ófáa reiðilestra yfir þing- heimi og kvartað sáran yfir því að Alþingi sé ekki upplýst um mikilvæg mál.     Þeir hafa talað manna hæst umhversu veikt þingið er gagnvart framkvæmdavaldinu og að virðing þess hafi farið þverrandi.     Oft hefur sú gagnrýni hitt í mark ogátt rétt á sér. Því var spennandi að sjá breytingar til betri vegar þegar VG kæmist til valda í ríkisstjórn.     Í ljósi þess biðu þingmenn í gærspenntir eftir því að fá upplýs- ingar úr skýrslum Deloitte og Oliver Wyman um eignasöfn nýju bank- anna á fundi viðskiptanefndar.     Málið varðar mikla hagsmunifólksins í landinu og gefur vís- bendingar um hversu illa stödd fyr- irtækin eru.     Þegar þingmenn mættu á fundinnkom í ljós að það mátti ekki upp- lýsa þá um eitt né neitt. Þeim er áfram haldið úti í kuldanum.     Guðlaugur ÞórÞórðarson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, sagðist aldrei hafa farið á fund þar sem ekki mætti kynna einn dagskrárliðinn eða ræða hann.     Það var mjög erfitt að ræða þanndagskrárlið fundarins sem eng- ar upplýsingar fengust um, sagði hann í samtali við mbl.is.     Mun Álfheiður Ingadóttir, þing-maður VG og formaður við- skiptanefndar, verða trúverðug næst þegar hún kvartar yfir upplýs- ingagjöf til þingmanna. Guðlaugur Þór Þórðarson Leynd yfir dagskrárliðnum Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 10 skýjað Lúxemborg 18 skýjað Algarve 26 heiðskírt Bolungarvík 10 rigning Brussel 18 skýjað Madríd 29 heiðskírt Akureyri 13 léttskýjað Dublin 20 skýjað Barcelona 22 léttskýjað Egilsstaðir 14 léttskýjað Glasgow 16 skýjað Mallorca 26 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 8 rigning London 21 skýjað Róm 25 léttskýjað Nuuk 2 alskýjað París 18 skýjað Aþena 28 heiðskírt Þórshöfn 12 skúrir Amsterdam 17 léttskýjað Winnipeg 12 léttskýjað Ósló 16 heiðskírt Hamborg 14 léttskýjað Montreal 15 alskýjað Kaupmannahöfn 16 heiðskírt Berlín 16 heiðskírt New York 16 alskýjað Stokkhólmur 13 skúrir Vín 18 skýjað Chicago 15 alskýjað Helsinki 14 skýjað Moskva 24 léttskýjað Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 29. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4.00 0,5 10.11 3,4 16.12 0,7 22.35 3,7 3:30 23:22 ÍSAFJÖRÐUR 6.11 0,3 12.13 1,7 18.17 0,4 2:53 24:08 SIGLUFJÖRÐUR 1.49 1,3 8.15 0,1 14.46 1,2 20.27 0,3 2:34 23:53 DJÚPIVOGUR 1.06 0,6 6.57 1,9 13.12 0,4 19.43 2,1 2:50 23:00 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á laugardag og sunnudag (hvítasunnudagur) Suðvestan 5-10 m/s og skúrir um vestanvert landið, annars víða bjart. Hiti 6 til 12 stig, hlýj- ast á Austfjörðum. Á mánudag (annar í hvíta- sunnu), þriðjudag og mið- vikudag Útlit fyrir vestlæga átt með dá- lítilli vætu af og til vestanlands og á annesjum norðantil, ann- ars bjart með köflum. Áfram milt í veðri. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 10-18 og væta sunnan- og vestanlands en annars bjart. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norð- austantil. VEGAGERÐIN hefur á undanförnum dögum opnað tilboð í vegagerð á fjórum stöðum á landinu. Eins og í fyrri útboðum á þessu ári hafa flest til- boðin verið undir kostnaðaráætlun. Hið stærsta af þessum fjórum verkum er gerð hringvegar í Skriðdal nálægt Egilsstöðum, frá Litla-Sandfelli að Haugaá. Átta tilboð bárust í verkið og voru öll undir kostnaðaráætlun, sem var 494 milljónir. Lægsta tilboðið átti Héraðsverk ehf. á Egilsstöðum, 321 milljón, sem er 65% af kostn- aðaráætlun. Hin þrjú verkin eru minni í sniðum. Sextán til- boð bárust í endurgerð 3,6 kílómetra kafla Lax- árdalsvegar í Dölum. Lægsta tilboðið átti Bíla- drangur ehf., Nykhóli, 37,5 milljónir, sem er 57,9% af kostnaðaráætlun. Í verkið færsla hrinvegarins við Hellu bárust 11 tilboð. Hið lægsta kom frá Þjótanda ehf., Hellu. Það hljóðaði upp á 39,7 millj- ónir og er 86,7% af kostnaðaráætlun. Loks bárust 15 tilboð í 3,2 kílómetra endurgerð Langholtsveg- ar á Suðurlandi, frá hringvegi að vegamótum Ár- móta og Langholtsbæja. Lægsta tilboðið átti fyr- irtækið Ísgröfur ehf., Flúðum, 32,5 milljónir, sem er 57,9% af kostnaðaráætlun. sisi@mbl.is Enn berast lág tilboð í vegagerð Lægstu tilboðin sem bárust námu 59,7% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar Morgunblaðið/Sverrir Ferðinni er heitið til Tíróls í Austurríki og Bæjaralands í Suður-Þýskalandi með viðkomu í Sviss. Þetta er ferð fyrir alla þá sem hafa áhuga á að njóta fjöllóttra byggðalaga Alpanna, kynnast sérstæðri menningu og einstöku landslagi. Hér hafa innfæddir búið við erfiða búskaparhætti í gegnum aldirnar og er sérstök upplifun að koma í sel. Flogið er til München og haldið sem leið liggur til Austurríkis þar sem gist er í 2 nætur. Siglt verður yfir vatnið Bodensee, sem er á meðal stærstu vatna í Evrópu. Seinni hluta ferðar verður gist í 5 nætur í syðstu borg Þýskalands, Kempten. Í ferðinni verða heimsfrægir ferðamannastaðir skoðaðir, en auk þess munum við njóta einstaks ævintýralandslags og notalegrar menningar og mannlífs. Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir Verð: 158.200 kr. á mann í tvíbýli Örfá sæti laus! Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu, hálft fæði og íslensk fararstjórn. SUMAR 7 6. - 13. ágúst Sp ör eh f. s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar Í fjallasölumAlpanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.