Morgunblaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009 ✝ Ríkharð S. Krist-jánsson fæddist á Siglufirði 3. mars 1940. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 24. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru: Engilgerður Sæ- mundsdóttir, f. 22.4. 1919, d. 14.1. 1991 og Kristján Ægir Jóns- son. Engilgerður gift- ist síðar Trausta Jónssyni sjómanni, f. 24.10. 1921, d. 24.2. 2007. Systir Ríkharðs var Ásdís Traustadóttir, f. 16.5. 1950, d. 12.1. 2001. Gift Hilmari Þór Sveinssyni, f. 7.6. 1960. Ríkharð kvæntist Brynhildi Þor- steinsdóttur, f. 21.4. 1944, d. 20.7. 2007. Dætur þeirra eru: a) Gerður, f. 14.6. 1963, gift Óskari Erni Jóns- syni, f. 11.9. 1963, börn þeirra eru Telma Dögg, Jón Andri og Harpa Eik. b) Svandís, f. 16.7. 1970, gift Valdimar Erni Júlíussyni, f. 25.1. 1973, synir þeirra eru Ísak Örn og Brynjar Bogi. Ríkharð bjó á Siglufirði þar til hann fluttist til Ólafsvíkur ásamt Brynhildi og hófu þau búskap sinn þar haustið 1961. Þau giftu sig 29.9. 1962. Um vorið 1963 fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu þar alla tíð. Ríkharð lærði renni- smíði, var vélstjóri en lærði einnig tækni- teiknun. Ríkharð var vélstjóri á millilandaskipi og björgunarskip- inu Goðinn. Hann starfaði á og rak bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafs- sonar á árunum 1980-1994. Ríkharð keypti sér trillu og gerði út frá Arn- arstapa en þar átti hann einnig sumarhús sem þau hjónin unnu heitt. Útför Ríkharðs fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 29. maí, og hefst athöfnin kl. 15. Elsku pabbi. Nú ert þú lagður af stað í sigl- inguna miklu yfir hafið til mömmu. Við vitum að það verður gleðistund þegar þið hittist enda fundum við systurnar mikið fyrir þeirri miklu ást sem var á milli ykkar. Eftir að við stelpurnar fluttum að heiman og byrj- uðum okkar búskap var alltaf jafn yndislegt að koma í mat eða heimsókn í Tungubakkann því þar var alltaf svo mikil hjartahlýja í loftinu enda tekið á móti manni með stóru faðmlagi. Í minningunni er mjög sterk sú upplifun að hafa byggt með ykkur sumarbústaðinn, Hálsakot, í Þverár- hlíð. Við munum vel eftir gamla gula A-tjaldinu sem við gistum ófáar næt- ur í, þar myndaðist oft skemmtileg fjölskyldustemning. Hver áfangi í því ferðalagi var merkilegur og margar ánægjustundirnar í bústaðnum í kjöl- farið. Elsku pabbi, þú elskaðir náttúruna og allt dýralíf var þér kært. Þú varst mjög handlaginn (gast gert við alla hluti) og taldir það ekki eftir þér að hjálpa afa Trausta að byggja sumar- húsið, Nónhól, á Arnarstapa, sem þú seinna eignaðist. Það kom okkur því ekki á óvart að þú ákvaðst að gera út trilluna þína frá Arnarstapa en hún bar nafnið Krían. Þú gast setið stund- um saman og horft á Kríuna enda þekktir þú manna best fuglalífið þar. Síðustu tíu árin tókst þú á móti Krí- unni og undir lokin vildum við Svandís reyna að fara með þig á Arnarstapa en þá varst þú orðinn of veikur enda yf- irgafst þú okkur rúmri viku síðar. Það er táknrænt að Krían settist við Nón- hól sama dag og þú kvaddir. Ég veit að mamma er búin að und- irbúa komu þína og þið nýtið tímann vel þar til við komum til ykkar. Þínar dætur, Gerður og Svandís. Í dag kveðjum við okkar besta vin, Ríkharð Kristjánsson. Við hjónin kynntumst Rikka og Binnu á Spáni þegar við vorum komin hátt á þrítugsaldur. Þau voru aðeins eldri, en við vorum ávallt jafningjar. Binna hafði komið í heimsókn til Nerja þar sem við dvöldum með son- um okkar og foreldrum og bauð hún okkur að koma til Torremolinos í heimsókn. Þegar við bönkuðum upp á nokkrum dögum síðar ómaði lifandi tónlist innan úr íbúðinni og til dyra kom Rikki á stuttbuxunum með gít- arinn í hendi. Sælar elskurnar, eruð þið ekki Kalli og Margrét? Hún Binna mín var búin að segja mér að ég gæti átt von á ykk- ur og verið þið velkomin. Þannig voru móttökurnar þá og ætíð síðan. Við dvöldum hjá þeim hjónum í nokkra daga og það var eins og við hefðum alltaf þekkst. Rikki og Binna voru miklir og ein- lægir vinir og miklir gleðigjafar og voru alltaf tilbúin að rétta hjálpar- hönd og taka þátt í því sem við vorum að gera. Þau litu á sig sem part af okk- ar fjölskyldu og fóru fram á það að fá að taka þátt þegar eitthvað stóð til. Það er einhvern veginn ekki hægt annað en að nefna þau bæði þegar tal- að er um þau, því að Rikki og Binna voru eitt, svo samrýnd voru þau og eftir að Binna dó dró hægt úr mætti hans bæði andlega og líkamlega. Rikki kom reglulega norður á Ak- ureyri og þá áttum við góðar stundir, fórum út á trillunni og renndum fyrir fisk, brunuðum á Kjólstaði eða áttum bara góða stund yfir góðum mat sem Rikki galdraði fram af snilld. Það kemur margt upp í hugann á kveðju- stund en dýrmætustu minningarnar eru frá Stapanum. Þar áttu þau sitt annað heimili og þeim leið hvergi bet- ur en þar. Rikki var mikið náttúrubarn og undi sér bezt úti í náttúrunni til fjalla eða úti á sjó. Hann reri nokkur sumur frá Arnarstapa og lenti þá oft í honum kröppum. Ógleymanlegar eru stundirnar með þeim vinum okkar við pallasmíði á fjöllum, ferðalögum í eyðifjörðum og í óbyggðum, Mexíkóferðin og aðr- ar utanlandsferðir, m.a. til Færeyja þar sem Rikki stakk sér hvað eftir annað af hæsta palli í sundlauginni í Þórshöfn. Þá var eins gott að frú Brynhildur var að leggja sig. Rikki og Binna voru bæði dýrindis kokkar og ráku þau veiðihúsið við Þverá í Borgarfirði nokkur sumur ásamt dætrum sínum. Við látum hér staðar numið að sinni og kveðjum okkar elskulega og góða vin með mikilli eftirsjá og söknuði. Við hjónin, synir okkar og fjöl- skyldur þeirra sendum dætrunum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Karl og Margrét. Ríkharð S. Kristjánsson ✝ Kristján FalurHlynsson fæddist í Keflavík 15. janúar 1991. Hann lést af slysförum 20. maí sl. Foreldrar hans eru Hlynur Steinn Krist- jánsson húsasmíða- meistari, f. 27. maí 1966, og Helga Sig- ríður Halldórsdóttir bókari, f. 1. maí 1967. Bróðir hans er Ragnar húsasmíða- nemi, f. 14. janúar 1992. Föðurafi og -amma hans eru Kristján Sigurðs- son, f. 29. janúar 1942, og Ingunn Guðbjartsdóttir, f. 18. maí 1943. Móðurafi og -amma hans eru Halldór A. Brynjólfsson, f. 22. nóvember 1932, og Elísabet Ólafs- dóttir, f. 19. júlí 1937. Kristján Falur ólst upp í Njarð- vík. Hann lauk grunnskólagöngu árið 2007, var for- maður nemenda- félags Njarðvík- urskóla í 10. bekk. Það sama ár hóf hann nám við Fjöl- brautaskóla Suð- urnesja á húsa- smíðabraut. Hann tók virkan þátt í hestamennsku með fjölskyldu sinni, var félagi í Hestamanna- félaginu Mána og vann ýmis afrek í hestaíþróttum. Kristján Falur var mikil fé- lagsvera og átti marga trausta og góða vini. Hann var duglegur til vinnu og alls staðar vel liðinn. Kristján Falur verður jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju í dag, 29. maí, og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Elsta barnabarnið er horfið frá okkur og við erum enn að reyna að ná áttum. Strákurinn okkar sem við héldum í örmum okkar litlum, var svolítið bústinn og krúttlegur, óx upp og varð að háum og grönnum unglingi, fallegum og sífellt bros- andi. Hann var ömmu og afa ávallt til mikillar gleði. Við minnumst þess þegar hann, og síðar Ragnar, bróðir hans, dvöldu dag- og næturlangt hjá okkur, ferðalaganna til Stokkseyrar og útileganna, ætíð tilbúnir að koma með. Þegar komið var fram á ung- lingsár fækkaði ferðunum eðlilega, annað fangaði hugann. En hann átti það til að koma bara í spjall, athuga hvort hann gæti rétt okkur hjálp- arhönd, gert okkur greiða. Hann var aldrei feiminn við að faðma okkur og knúsa. Á mánudagskvöld, 18. maí, kom fjölskyldan saman, amma átti afmæli. Kristján kom beint úr vinnunni, vildi ekki láta bíða eftir sér. Þetta var yndislegt kvöld sem aldrei gleymist. Hestamennskan var númer eitt. Afi, foreldrar, Ragnar og stundum Systa frænka stunduðu þetta áhuga- mál með honum af mikilli ánægju, amma og Íris frænka fylgdust með. Hestaferðirnar, umönnun hestanna og félagsskapurinn var honum mik- ils virði. Það sýndi sig líka við lát hans hversu vel hann var liðinn hjá Hestamannafélaginu Mána, einnig á meðal félaganna, í skólanum og á vinnustað. Við viljum þakka öllu þessu góða fólki sem með heimsóknum, símtöl- um, kveðjum og faðmlögum hefur sýnt okkur ástúð og hlýju síðan þetta hræðilega slys varð sem eng- inn gat séð fyrir. Einnig þökkum við læknum og hjúkrunarfólki Land- spítalans í Fossvogi sem kom að umönnun hans og reyndi allt sem í mannlegu valdi stóð til að bjarga lífi hans. Það var í hans anda að for- eldrar og bróðir tóku ákvörðun um að gefa þau líffæri hans sem hægt væri að nota til bjargar öðrum. Við viljum líka trúa því að Guð hafi þurft ungan og hraustan verkmann til til- tekta þarna uppi. Megi góður Guð styrkja okkur og styðja í gegnum sorgarferlið, höldum áfram að halda hvert utan um annað. Ingunn amma og Kristján afi. Það virðist allt vera eins en þó er allt breytt. Sólin kom upp í morgun og hún settist í gær, lífið heldur áfram sinn vanagang fyrir okkur flest. Þó ekki öll. Kristján Falur frændi minn er dáinn. Þessi frábæri strákur, glaðvær og glettinn, orku- mikill og framtakssamur, hefur lokið hlutverki sínu hér á jörð, allt of fljótt. Öll hefðum við viljað njóta fleiri samverustunda með honum, sjá brosið hans og hlæja hátt í fé- lagsskap hans en svo verður ekki. Eftir situr í hjarta hryggð og sár söknuður en einnig þakklæti fyrir þær frábæru minningar sem lifa í brjósti manns og munu aldrei fölna. Ég var svo heppin að eignast tvo bróðursyni með aðeins eins árs milli- bili. Þeir Kristján og Ragnar lífguðu sannarlega upp á tilveru fjölskyld- unnar, litlir og búttaðir í bernsku og stórir og stæltir á unglingsárum. Ég dáðist alltaf að því hversu samrýnd fjölskyldan var, Hlynur bróðir, Helga mágkona og strákarnir. Þau gerðu allt saman, einnig það sem viðkom áhugamálinu, hestamennsk- unni, og svo hélst áfram þegar strák- arnir uxu upp. Kristján var orku- boltinn í hópnum, alltaf á útopnu og aldrei kyrr. Hann var alltaf léttur í skapi, átti auðvelt með að koma manni til að hlæja og svolítið stríð- inn á stundum. Ósjaldan tókst hon- um að stríða frænku sinni með því að koma inn á málefni sem hann vissi að kveiktu í henni, og svo hló hann hátt á eftir. En stríðninni fylgdi aldrei ill- girni eða kaldhæðni, einungis glettni sem var til þess gerð að skemmta. Ég man hversu hjálpsamur og dug- legur hann var, það þurfti ekki mikl- ar fortölur til að fá hann til að gera hlutina. Ég man hvað hann var mikil félagsvera, honum leið örugglega aldrei betur en í hópi fólks. Og ég man innileikann og kærleikann sem streymdi frá honum. Hann var ófeiminn við að faðma og kyssa mann við komu og í kveðjuskyni og það þótti mér afskaplega vænt um. Við fjölskyldan áttum yndislegt kvöld hvert með öðru daginn áður en Kristján lenti í slysi. Mamma átti af- mæli og við snæddum kvöldverð saman. Ég tók þrjá frændur mína, þá Kristján, Ragnar og Snorra, í smásalibunu á mótorhjólinu, okkur öllum til mikillar gleði og ánægju. Systa systir fékk líka að fara á bak. Þessi atburður var enn ferskur og bjartur í huga mér þegar ég fékk fréttir af slysinu daginn eftir. Og að- eins sólarhring síðar kvaddi elsku frændi. Þrátt fyrir þá miklu hryggð og sorg sem fyllir hug og hjarta er ég svo afskaplega þakklát fyrir það sem ég þó fékk notið í návist frænda míns. Og ég öfunda Drottin Guð yfir að eiga samfélag með honum núna, því það veit ég, trúi og treysti, að í hans faðmi hvíli hann. Ég bið góðan Guð um að blessa, styrkja og umfaðma Hlyn, Helgu og Ragnar á þessum erfiða tíma. Missir þeirra er mikill. Ragnar frændi minn hefur ekki einungis misst bróður sinn heldur einnig sinn besta vin og félaga. Guð blessi einnig þau öll önn- ur í fjölskyldunni sem syrgja og sakna. Megi hans kærleikur umvefja okkur öll. Íris Kristjánsdóttir. Elsku frændi. Ég efast ekkert um að þér líði vel en ég var lengi að átta mig á þessu. Heimurinn virkar víst svona, okkur er einungis ætlaður viss tími hér á jörðu og eftir það liggur leiðin í ann- an heim, þar bíður okkar nýtt hlut- verk. Ég efast ekki um að þú passir upp á okkur öll og fylgist með okkur næstu árin. Þú varst ótrúlegur, ávallt bros- andi, hlæjandi og með hendurnar á lofti. Svo sannarlega hrókur alls fagnaðar. Að venju sagðir þú brand- ara eða eitthvað fyndið og vildir allt- af láta mann hlæja og ef það tókst ekki varstu mættur með grettu eða hreinlega bara skrýtnar hreyfingar. Þú faðmaðir mann ávallt og sparaðir aldrei faðmlögin. Þú varst góður piltur, vildir öllum vel og varst fljót- ur á staðinn ef vantaði hjálp við eitt- hvað. Sennilega sá fljótasti sem ég hef þekkt. Orkan var þvílík, hvar í ósköpunum fékkstu hana? Jæja Kristján minn, takk fyrir all- ar góðu minningarnar sem við eigum um þig, takk fyrir öll hlátursköstin, takk fyrir öll brosin, brandarana og orkuna sem þú sveipaðir í kringum þig. Hvíldu í friði elsku frændi, þín verður sárt saknað. Elsku Helga, Hlynur, Ragnar og aðstandendur, ykkur votta ég samúð mína. Minning um einstakan dreng lifir. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þóra Björg Jóhannsdóttir og Sveindís Árnadóttir. „Þannig hjálpar og andinn oss í veik- leika vorum. Vér vitum ekki hvers vér eigum að biðja eins og ber en sjálfur andinn biður fyrir oss með andvörp- um sem ekki verður orðum að kom- ið.“ (Rómverjabréfið 8.26.) Þessi orð hafa verið mér mikill styrkur er ég minnist elsku frænda míns hans Kristjáns Fals. Það er nær ógerningur að hugsa sér lífið án þessa yndislega orkubolta. Á þessari stundu koma margrar góðar og skemmtilegar minningar í hugann. Alltaf var líf og fjör í kringum Krist- ján, hann var alltaf til í tuskið, ótrú- lega mikill prakkari en um leið boð- inn og búinn að gera allt fyrir mann. Ég minnist þess þegar hann var lít- ill, hve við Íris systir vorum rosalega stoltar yfir því hvað hann og Ragnar bróðir hans voru góðir drengir. Allt- af svo ljúfir, tilbúnir að hjálpa öðrum og heilsteyptir í því sem þeir gerðu. Og það voru þvílík forréttindi að hafa þá báða nálægt mér í leikskól- anum sem ég starfaði þá í. Við fjölskyldan minnumst allra fjölskylduboðanna sem við vorum í, þar sem hann var hrókur alls fagn- aðar. Þar var mikið gert grín að óg- urlegu kartöfluáti hans og þessu líka ótrúlega magni af ís sem hann gat innbyrt. Kristján Falur var hörku- duglegur og handlaginn, það var sama að hverju hann kom, eljan og krafturinn var sá sami. Hann hafði gríðarlegan áhuga, eins og faðir hans og afi, á smíðum og stefndi á þá braut. Þar var hann heldur betur í essinu sínu og gerði margt á met- hraða eins og skólafélagar hans og vinnufélagar geta vitnað um. Hesta- maður var hann mikill frá unga aldri og þar naut hann sín meðal vina, hvort sem þeir voru hestar eða menn. Kristján átti sérstakan sess í lífi barnanna okkar, alltaf gaf hann sér tíma til að leika við þau og sprella með þeim. Þolinmæði hans og gæska var stundum ótrúleg en þannig var hann, gaf þeim bæði athygli og tíma. Nú er svo sannarlega gott að eiga Ragnar frænda sem ekki síður er mikilvægur í lífi þeirra. Við kveðjum Kristján Fal frænda með þakklæti í huga fyrir allt sem hann gaf okkur með nærveru sinni og gleði. Hvíli hann í friði með Guðs blessun og í hans varðveislu. Elsku Hlynur, Helga og Ragnar, Guð styrki ykkur og varðveiti og gefi ykkur allt sem þið þurfið á að halda. Sigurbjört, Þorsteinn, Snorri og Lilja. Elsku besti Kristján okkar, við sitjum hér frændsystkin þín og bróðir þinn og rifjum upp góðar stundir sem við höfum átt með þér. Frá því við vorum krakkar hefur þú alltaf verið mjög brosmildur, ein- lægur, hress og svakalega stríðinn. Okkur frænkunum fannst mjög gaman að passa ykkur bræðurna, þú heimtaðir alltaf að fara í bíló og varðst svo að fá þitt litla klór á bakið fyrir svefninn. Eigum við öll margar Kristján Falur Hlynsson Elsku frændi og vinur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Nærvera þín og fallega brosið þitt hlýjaði öllum um hjartarætur. Við munum varðveita minningu um góð- an vin og frænda í hjörtum okkar. Hafðu þökk fyrir allt. Böðvar Már Styrmisson og Ólafur Ólafsson. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.