Morgunblaðið - 29.05.2009, Side 4

Morgunblaðið - 29.05.2009, Side 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009 Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „EF þessi breyting fer í gegn, og að öðrum þáttum óbreyttum, þá hækkar áfengi um 6-11%,“ segir Sig- rún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, um skattahækkanir sem samþykktar voru á Alþingi í gærkvöldi. Áfengisgjald hækkar um 15% og sé tekið mið af algengum tegundum gæti bjór hækkað um 6,6% og léttvín um 7,2%. Brennd vín rokka hins vegar meira eftir tegundum en þar gæti hækkunin verið á fyrrnefndu bili, 6-11%. Ekki kemur því á óvart að örtröð var í sumum vínbúðum í gærkvöldi þegar almenningur áttaði sig á því hvað var í vændum. Þórarinn Tyrfingsson, yf- irlæknir á Vogi, segir þetta þekkta leið til að draga úr neyslu áfengis og að hún virki. Tilgangurinn sé hins vegar annar að þessu sinni, en hann gagnrýnir aðgerðina ekki, út frá sjónarhóli síns starfsvett- vangs. Bensíngjald hækkar um 10 krónur á lítrann en olíugjaldið um fimm krónur. Þá hækka bif- reiðagjöld um 10%. Hermann Guðmundsson, for- stjóri N1, segir álögurnar á eldsneyti nú í hæstu hæðum. „Þessar tekjur eru teknar úr vasa atvinnulífsins, sem þegar hefur tekið á sig miklar byrðar. Okkar viðskiptavinir margir hverjir, sem hafa atvinnu af því að sinna þjónustu sem kallar á keyrslu bifreiða, það er óvíst að þeirra rekstur geti staðið undir þessum hækkunum.“ Hann sagði að verði yrði breytt strax í gærkvöldi, þegar lögin hefðu verið samþykkt. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, sagði í umræðum á Alþingi í gærkvöldi að frumvarpið þýddi 2,7 milljarða króna tekjuauka ríkisins á þessu ári, en átta milljarða hækkun á skuldum heimila. Hagfræðingar sem rætt var við í gærkvöldi rengja ekki þessa fullyrðingu, hún sé nokkuð nærri lagi, enda skuldir heimilanna um 1.400 milljarðar fyrr á þessu ári. Engin skattlagningarleið er mjög fýsileg Þórólfur Matthíasson prófessor bætir því þó við að tekjuaukinn komi strax í ríkissjóð en skulda- aukningin leggist á á næstu tíu til tuttugu árum. Tryggvi beri því saman epli og appelsínur. Gylfi Zoëga prófessor segir engan góðan kost í stöðunni, þótt mismunandi skattahækkanir hafi mismunandi áhrif. Með því að hækka neysluskatta sé fólk hvatt til að draga úr neyslu, en þær tekjur fólks sem fari í að borga af lánum séu ekki skatt- lagðar frekar. Hækkun neysluskatta hafi hins veg- ar áhrif á vísitölu neysluverðs. Hækkun tekjuskatts hefði ekki þessi áhrif á vísitöluna, en skattlegði hins vegar þær tekjur sem fólk aflar til að borga niður skuldir og bæta fjárhagsstöðu sína. Færa milljarðana í ríkiskassann  Áfengi hækkar um 6-11% með skattahækkunarlögunum sem þingið afgreiddi með flýtimeðferð í gær  Eldsneytið hækkaði strax í gærkvöldi en lengri tíma tekur fyrir hækkanir að skila sér í áfengisverði Í HNOTSKURN »Algengt rauðvín hækkarúr 1.698 krónum í 1.821 krónu. »Stór bjór hækkar úr 269krónum í 287. Það hækk- ar sex staka bjóra úr 1.614 krónum í 1.722 krónur. »700 millilítra vodkaflaskahækkar úr 3.880 í 4.317 krónur. »700 millilítra koníaks-flaska hækkar úr 7.499 krónum í 7.966 krónur. Tryggvi Þór Herbertsson ALLS var 18 prósenta verðmunur á hæsta og lægsta verði á mat- vörukörfunni þegar verðlagseftirlit Alþýðusambands Ísland, ASÍ, kann- aði verð í fjórum lágverðsverslunum síðastliðinn þriðjudag. Vörukarfan var ódýrust í Bónus þar sem hún kostaði 14.188 krónur en dýrust í Kaskó eða 16.719 krónur. Í Krónunni kostaði vörukarfan 15.358 krónur en 16.680 í Nettó. Mikill verðmunur var á lægsta kílóverði á heilhveitibrauði eða 84 prósent. Verðið var lægst í Bónus eða 179 krónur kílóið en hæst í Kaskó, 330 krónur kílóið. Verðmunur á grænmeti var einnig mikill. Ódýrasta kínakálið kostaði 219 krónur kílóið í Bónus en það dýrasta kostaði 375 krónur kílóið og fékkst það í Kaskó. Verðmunurinn á kínakálinu er 71 prósent. Á forverðmerktum Gouda mildum 26 prósenta osti var verðmunurinn 25 prósent. Hann var ódýrastur í Krónunni á 1.002 krónur kílóið en dýrastur í Nettó og Kaskó á 1.253 krónur kílóið. Lægsta fáanlega stykkjaverð af bleium fyrir 10 kílóa barn var 23 krónur í Krónunni en 36 krónur í Nettó. Munurinn er 57 prósent. Vörukarfan samanstendur af 43 almennum neysluvörum til heimilis- ins, svo sem mjólkurvörum, osti, brauði, morgunkorni, ávöxtum, grænmeti, áleggi, kjöti, drykkjar- vörum, ásamt fleiru, að því er segir í fréttatilkynningu frá ASÍ. Við útreikning á verði vörukörf- unnar er tekið mið af því hvar neyt- andinn fær mest magn af ákveðinni matvöru og geta vörumerki í sumum tilvikum verið mismunandi. Karfan ódýrust í Bónus Könnun ASÍ kannaði verð í fjórum lágverðsverslunum. Bónus ódýrast.         18% munur á hæsta og lægsta verði MIKIL verð- lækkun bílaum- boðanna Ingvars Helgasonar og B&L á svoköll- uðum eftirárs- bílum mun ekki hafa mikil áhrif á sölu nýrra bíla hjá öðrum um- boðum, að sögn Úlfars Steindórs- sonar, forstjóra Toyota á Íslandi. „Staðreyndin er sú að sala á nýjum bílum var orðin nær engin og því gat útsalan ekki breytt því mikið.“ Hins vegar segir hann að lækkunin muni hafa töluverð áhrif á verð notaðra bíla. „Verð á notuðum bílum getur, eins og gefur að skilja, aldrei verið hærra en á nýjum bílum. Þegar um- boð lækkar verð á nýjum bílum hef- ur það áhrif á virði þeirra bíla, sem þegar eru á götunni.“ Segir Úlfar að vissulega hafi þetta áhrif á Toyota, þar sem fyrirtækið eigi nokkuð af notuðum bílum frá IH og B&L. „Þetta getur hins vegar haft áhrif á þá, sem tekið hafa bíla- lán og lánveitendurna sjálfa.“ Þegar útsalan hófst hjá IH og B&L sagði Loftur Ágústsson, mark- aðsstjóri, að gera þyrfti allt til að halda lífi í fyrirtækjunum. Að sjálf- sögðu yrði tap þegar bílarnir væru seldir svo langt undir kostn- aðarverði, en verið væri að reyna að bjarga þeim verðmætum sem enn væru til staðar. bjarni@mbl.is Virði not- aðra bíla lækkar Sala Lítið selst af nýjum bílum. HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt ís- lenska ríkið til að greiða fyrrver- andi tollverði þrjár milljónir króna í bætur en manninum var vikið úr starfi vegna gruns um að hann væri í vitorði með mönnum sem stálu áfengi. Í sakamáli voru þeir sak- felldir en tollvörðurinn sýknaður. Í kjölfarið fór hann í skaðabótamál vegna ólöglegrar brottvikningar. Dómur Gæslunni fylgir aðgangur að ólöglegu góssi og því ábyrgð. Þrjár millj- ónir í bætur FIMMTÁN börn útskrifuðust frá leikskólanum Hraun- borg í Hraunbergi, Efra-Breiðholti, í gær. Hér fagna þær Margret Mirra, Marín Imma og Hrefna Magndís áfanganum. „Þetta er alltaf rosalega skemmtileg stund,“ segir Sigurborg Sveinbjörnsdóttir leik- skólastjóri. Þótt börnin hafi nú fengið skrautskrifað viðurkenningarskjal og blóm við útskriftina kveðja mörg ekki skólann fyrr en í haust. LEIKSKÓLABÖRN ÚTSKRIFAST Morgunblaðið/hag TÆPLEGA 300 börn fengu leik- skólapláss á einu bretti í Reykjavík síðastliðið haust. Eftir bankahrunið var allt í einu hægt að fullmanna leikskólana. Meirihluti þessara barna var hjá dagforeldrum eða á biðlista hjá þeim. „Það hefur aldrei gerst í þau 30 ár sem ég hef verið dagmamma að ég hafi ekki verið með barn á bið- lista, fyrr en nú. Núna sé ég fram á að verða með færri börn en venju- lega í haust,“ segir Inga Hanna Dagbjartsdóttir. Hún segir þjónustutrygging- arnar, sem eru 35 þúsund króna styrkur sem foreldrar geta ráð- stafað að vild vegna gæslu barna sinna, einnig hafa haft þau áhrif að börnum hjá dagforeldrum hafi fækkað. „Við erum allar að verða atvinnu- lausar,“ segir Inga Hanna. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, for- maður leikskólaráðs Reykjavíkur, minnir á að mikill þrýstingur hafi verið á kerfinu í langan tíma vegna skorts á þjónustuúrræðum. „Við vissum að með fullmannaða leik- skóla og fullnýtt dagforeldrakerfi væru um 1.000 börn samt án þjón- ustu. Þess vegna var þjón- ustutryggingunum komið á í sept- ember. Sumir hafa þá kannski ákveðið að bíða eftir leikskóla í stað þess að fara inn í dagforeldrakerf- ið.“ Að sögn Þorbjargar Helgu greið- ir Reykjavíkurborg þjónustutrygg- ingu fyrir 700 börn. Hún gerir ráð fyrir því að þessi tala eigi eftir að lækka í haust. „Við tökum ekki börn inn í leikskólana fyrr en á haustin. Nú eru um 200 fleiri börn sem þurfa þjónustu heldur en í fyrra. Foreldrar þeirra munu líka sækja inn í dagforeldrakerfið.“ Þorbjörg Helga kveðst hafa full- an skilning á því að dagforeldrar hafi áhyggjur. „Það getur tekið talsverðan tíma fyrir dagforeldra að byggja kerfið aftur upp eftir svona breytingar. Nú erum við að ganga frá samningi við dagforeldra þar sem tekið er á ýmsum málum sem brunnið hafa á þeim. Það á meðal annars að hjálpa þeim að verða raunverulegt þjónustuúrræði.“ ingi- bjorg@mbl.is Dagmömmur óttast atvinnumissi 300 börn komust á einu bretti inn í leikskóla eftir bankahrun Leikskólar fullmannaðir eftir hrunið Biðlistar hjá dagmömmum tæmdust 700 fá styrk vegna barnagæslu Gengið frá samningi við dagforeldra Verði raunverulegt þjónustuúrræði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.