Morgunblaðið - 29.05.2009, Síða 12

Morgunblaðið - 29.05.2009, Síða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is ÍBÚAR í Hveragerði, Ölfusi og Ár- borg eru enn að vinna úr afleið- ingum jarðskjálftanna sem urðu fyr- ir réttu ári, 29. maí 2008. Skemmdir eru enn að koma í ljós og ekki er lokið uppgjöri allra tjóna. Fólk er að gera við hús og byggja ný og búist er við að margir vinni að end- urbótum í sumar. Þá eru margir enn að vinna úr sálrænu áfalli. Gríðarlegt tjón varð á mann- virkjum í jarðskjálftunum fyrir ári. Á þriðja tug íbúa slasaðist og talin er mesta mildi að enginn skyldi lát- ast, miðað við hvað jarðskjálftinn var öflugur. Dýrasti jarðskjálftinn Viðlagatrygging Íslands hefur fengið tilkynningar um tjón á liðlega 3.500 mannvirkjum. Mikill hluti þeirra hefur verið gerður upp. Þá hefur innbústjón verið greitt út. Ás- geir Ásgeirsson framkvæmdastjóri áætlar að tjónabætur sjóðsins verði 7,5 milljarðar kr. í heildina. Er tjón- ið meira að meðaltali en í upphafi var áætlað. Til samanburðar má geta þess að tjónabætur eftir Suður- landsskjálftana árið 2000 voru á fimmta milljarð á núgildandi verð- lagi. Þótt skjálftarnir fyrir níu árum hafi verið sterkari varð tjónið meira í síðasta skjálfta. Skjálftarnir 2008 urðu á þéttbýlla svæði en 2000, í ná- grenni Hveragerðis og Selfoss. Þótt samanburður sé erfiður má með sanni segja að skjálftinn í fyrra hafi verið dýrasti jarðskjálfti Ís- landssögunnar. Suðurlandsskjálft- arnir 1896 og 1784 voru mun öflugri og margir bæir féllu og því má búast við að hlutfallslega meira tjón hafi þá orðið miðað við heildarverðmæti eigna í landinu á þeim tíma, auk þess sem fólk lést. Auk tjónabóta Viðlagatryggingar lagði ríkisstjórnin til rúmlega 700 milljónir kr. vegna tjóns, sem féll ut- an tryggingakerfisins, bæði til sveit- arfélaga og einstaklinga. Þjónustu- miðstöð vegna Suðurlandsskjálfta hefur haft milligöngu um styrki til einstaklinga. Ólafur Örn Haraldsson verkefnisstjóri segir að greiddir hafi verið styrkir vegna niðurrifs húsa, endurmats og hækkunar á bruna- bótamati og ótryggðra innbúa og verið sé að vinna úr umsóknum um styrki til fólks sem orðið hafi fyrir tjóni utan dyra sem ekki er hægt að tryggja. Þó er ljóst að bætur og styrkir taka ekki til alls fjárhagslegs tjóns einstaklinga. Þrátt fyrir allt má segja að tjónið hafi orðið minna en styrkur jarð- skjálftans gaf til kynna. Benedikt Halldórsson, jarðskjálftaverkfræð- ingur hjá Jarðskjálftamiðstöðinni á Selfossi, vekur athygli á því að jarð- skjálftarnir á Ítalíu fyrr á þessu ári hafi verið svipaðir að stærð en af- leiðingarnar ólíkt verri. Um 30 íbúðarhús hrundu á Suð- urlandi eða voru metin það illa farin að ekki borgaði sig að gera við þau. Tjón sem Viðlagatrygging hefur greitt út í Hveragerði samsvarar 3,3% af brunamótamati eigna þar. Benedikt segir að skjálftinn hafi ekki staðið lengi og mannvirki á Suðurlandi séu almennt lágreist og tiltölulega sterk. Það telur hann meginástæðu þess að ekki fór verr. „Hér er nokkuð vel staðið að bygg- ingu húsa. Þau þola meiri hreyfingu en búast mátti við,“ segir Benedikt. Mikið tjón varð vegna þess að inn- anstokksmunir fóru af stað. „Við bú- um í landi þar sem jarðskjálftar geta orðið og þurfum að ganga þannig frá málum á heimilum okkar að tjón verði sem minnst,“ segir Benedikt. Minningin lifir „Ég held að við séum flest búin að jafna okkur ágætlega. En minningin lifir í huga fólks,“ segir Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri sveitar- félagsins Árborgar. Fólk hefur átt kost á áfallahjálp frá fyrsta degi og enn nýtir nokkur hópur einstaklinga þessa þjónustu hjá heilsugæslunni. Þar koma eldri áföll einnig til og svo kreppan sem ekki bætti úr. Jafnframt er unnið að mikilli rannsókn á áhrifum jarðskjálftans á einstaklinga. Berglind Guðmunds- dóttir, sálfræðingur á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, segir að 78% þeirra sem taka þátt í rannsókninni hafi upplifað jarðskjálftana sem áfall, fundið fyrir verulegum ótta eða bjargarleysi. Þetta líði fljótt hjá, sérstaklega þegar enginn deyr eða slasast alvarlega. Tveim til þrem mánuðum eftir skjálftann hafi meg- inhlutinn öðlast öryggi á ný. Þó upp- lifðu 7% þátttakenda enn einkenni áfallastreituröskunar. Telur Berg- lind líklegt að það hlutfall hafi minnkað um helming frá þeim tíma. Unnið úr afleiðingum Suðurlandsskjálftanna Ár er liðið frá hamförunum, sem ollu miklu tjóni í Hveragerði, Ölfusi og Árborg Húsin í Hveragerði höfnuðu 15-20 sentimetrum norðvestan við fyrri stað í jarðskjálftunum í lok maí 2008. Upplýsingar sem náðust á ICEARRAY, mælaneti sem Jarðskjálftamiðstöð HÍ hafði komið upp í Hveragerði, sýna að bærinn færðist fram og til baka í þær 4-5 sekúndur sem skjálftinn varði. Unnið er að rannsóknum á eðli jarðskjálftanna á Suðurlandi 29. maí 2008 og áhrifum þeirra á mannvirki og íbúa svæðisins. Í HNOTSKURN »78% íbúanna urðu fyriráfalli við jarðskjálftann, upplifðu verulegt óöryggi eða bjargarleysi. »Flestir náðu sér fljótt enþó voru 7% enn með ein- kenni áfallastreituröskunar 2 til 3 mánuðum eftir skjálfta. »Skemmdir á húsum eruenn að koma í ljós. Húseig- endur hafa frest til loka árs 2012 til að tilkynna.         !"# $  #  $  %                  & #    "# '$ #  !( " )  *!  +"  !# "# '  !,"                    !" #$%&"' % &  RISIÐ er nýtt og glæsilegt hús í Hveramörk 10 í Hveragerði. Húsið sem þar var fyrir eyði- lagðist í jarðskjálftunum fyrir ári og var rifið. Dagný S. Sigurmundardóttir, eigandi hússins, segist hafa fundið fyrir óöryggi á meðan beðið var eftir mati á tjóninu og tjónabótum. „Ég var að setja vörur úr innkaupapokanum í ísskápinn. Þá var eins og mér væri skellt á gólfið,“ segir Dagný þegar hún rifjar upp jarð- skjálftann í fyrra. Hún fékk yfir sig mjólk, súr- mjólk og pottrétt úr ísskápnum, blóm og mold úr hillum í eldhúsinu og allt í kring komu nið- ur uppskriftabækur og lausir hlutir. Dagný segist ekki hafa áttað sig strax á því hvað var að gerast. Síminn hringdi þar sem hún sat enn á gólfinu og hún beðin að mæta strax í vinnuna í eldhúsinu á dvalarheimilinu Ási þar sem allt umturnaðist í skjálftanum. Þá var hringt í son hennar og hann beðinn að fara til vinar síns að bjarga honum undan stórri hillusamstæðu. Ekki sáust miklar skemmdir á húsinu í fyrstu enda erfitt að skoða þær á meðan allt var í óreiðu. Húsið var steinsteypt í hólf og gólf. Fljótlega fóru að sjást sprungur í loftplöt- unni og voru settar tréstoðir undir loftið í stof- unni til að hægt væri að búa í húsinu. „Þegar sprungur fóru að koma í ljós í eldhúsloftinu líka var ekkert annað að gera en henda dótinu í kassa og koma sér út,“ segir Dagný. Hún hef- ur verið í „flóttamannabúðum“ undanfarna sjö mánuði. Eftir óþægilega langan tíma, að mati Dag- nýjar, kom lokadómurinn. Húsið var metið ónýtt þar sem talið var dýrara að gera við það en byggja nýtt. Það var sl. haust. Hún ákvað að byggja nýtt. Gamla húsið var sagað af sökkl- unum og brotið niður og nýtt byggt á grunn- inum. Hún ákvað síðan að láta byggja ris ofan á til að hafa þar vinnuaðstöðu en Dagný vinn- ur við sauma í aukavinnu. Þótt frágangi hússins sé ekki lokið hyggst Dagný flytja inn næstu daga til að þurfa ekki að greiða húsaleigu á öðrum stað. Ofan á þessa erfiðleika bættist bankahrunið í haust þannig að lánin hækkuðu og tekjur hennar minnkuðu. „Ég hef fengið minn skammt af erfiðleikunum en er að vinna mig út úr þessu,“ segir Dagný. Óöryggið var verst  Nýtt hús risið í Hveramörk 10 í stað þess gamla sem eyðilagðist í jarðskjálftunum fyrir ári Morgunbalðaið/RAX Ólokið Ýmsu er ólokið við nýtt hús Dagnýjar S. Sigurmundardóttur. RÓSIR verða ekki framleiddar í garð- yrkjustöðinni Fagrahvammi í Hveragerði á næstunni. Gróðurhúsin skemmdust mikið í jarðskjálftunum í fyrra og þessa dagana er verið að rífa húsin sem Fagrahvammsrós- irnar voru ræktaðar í. Þar með er farinn drjúgur hluti rúmlega áttatíu ára uppbygg- ingarstarfs fjölskyldunnar. Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri hóf uppbyggingu garðyrkjustöðvar í Fagra- hvammi seint á þriðja áratug síðustu aldar. Var hann meðal frumbyggja Hveragerðis. Við tók Ingimar sonur hans og Sigurður sonur Ingimars. Nú vinna við garðyrkjuna Helga og Ragna, dætur Sigurðar, fjórði ætt- liðurinn í Fagrahvammi. Þar hafa aðallega verið ræktuð blóm og rósirnar eru lands- þekktar. Miklar skemmdir urðu á gróðurhúsunum í skjálftunum enda liggur nýja jarðskjálfta- sprungan úr Reykjafjalli rétt við endann á húsunum. Gróðurlamparnir féllu niður og Helga Sigurðardóttir heyrði glerið brotna úr hliðum húsanna þegar hún hljóp út úr íbúðarhúsi sínu eftir skjálftann. Helga segir dýrt að gera við húsin og sér- staklega að setja upp gróðurlýsingu að nýju. „Það voru tímamót hér og ákveðið að byggja ekki elsta hlutann upp að sinni,“ seg- ir Helga. Til stóð að skipuleggja landið fyrir byggingar en engir kaupendur eru að lóðum nú um stundir. Sigurður reiknar ekki með að úr því rætist næstu þrjú til fjögur árin. Að sögn Sigurðar er verið að rífa um 2.700 fermetra gróðurhús. Eftir að búið verður að hreinsa mannvirkin í burtu verður sáð í hluta landsins en hluti tekinn undir matjurtagarða fyrir fjölskylduna. Sigurður er kominn á eftirlaunaaldur en Helga og Ragna ætla að byggja stöðina upp aftur hægt og rólega og sjá hvernig það gengur. Enn eru nokkur gróðurhús þar sem ræktuð eru sumarblóm og fleira. Engar rósir ræktaðar  Unnið að niðurrifi gróðurhúsa sem skemmdust í Fagrahvammi  Óvíst um uppbyggingu Ævistarfið Helga og Sigurður Ingi- marsson sjá eftir rósahúsunum. 15.45 tímasetning jarðskjálfta í Ölfusi 29. maí 2008 6,3 á Richter – stærð tveggja jarðskjálfta í Ölfusi 2008 6,6 á Richter – stærð tveggja Suðurlandsskjálfta 2000 7-7,5 á Richter – áætluð stærð Suðurlandsskjálfta 1896 7,0 á Richter – áætluð stærð Suðurlandsskjálfta 1784 3.516 tilkynningar um tjón á húseignum vegna Suður- landsskjálfta 2008 2.350 innbústjón hafa verið gerð upp 7,5 milljarðar – áætlaðar heildarbætur Við- lagatryggingar vegna Suðurlandsskjálfta 2008

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.