Morgunblaðið - 29.05.2009, Síða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009
Þetta helst ...
● VELTA á skuldabréfamarkaði nam
10,7 milljörðum króna í viðskiptum
gærdagsins og hækkuðu nær allir
skuldabréfaflokkar ríkissjóðs og Íbúða-
lánasjóðs í verði. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins má rekja hluta
hækkunarinnar til þess að nýir verð-
bréfasjóðir bankanna sæki nú í auknum
mæli í styttri ríkisskuldabréf, sem leiði
til verðhækkunar. bjarni@mbl.is
Eftirsótt skuldabréf
● Í Morgunblaðinu í gær var fjallað um
tengsl Jóns Kr. Sólnes og Jóns Þor-
steins Jónssonar í gegnum félagið
Njarðarnes. Rétt er að árétta að Njarð-
arnes er 100% í eigu Byrs sparisjóðs
og gegna þeir störfum fyrir félagið
vegna starfa og stjórnarsetu í spari-
sjóðnum. Er því ekki um persónuleg
fjárhagsleg tengsl að ræða, að því er
segir í athugasemd frá sparisjóðnum.
Njarðarnes var áður í eigu Sparisjóðs
Norðlendinga og var sett á laggirnar á
sínum tíma vegna fasteignaverkefna,
samkvæmt upplýsingum frá Byr.
thorbjorn@mbl.is
Njarðarnes í eigu Byrs
Eftir Helga Vífil Júlíusson
helgivifill@mbl.is
GJALDEYRISEFTIRLITIÐ, ný
deild hjá Seðlabankanum, tekur til
starfa eftir helgi til þess að auka eft-
irlit með gjaldeyrishöftum, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Ingibjörg Guðbjartsdóttir lög-
fræðingur mun leiða þennan þriggja
manna starfshóp. Hún starfaði áður
hjá Straumi fjárfestingarbanka.
Gjaldeyriseftirlitið mun fylgjast
með krónueignum erlendra aðila og
skilaskyldu innlendra aðila. Hafa ber
í huga að gjaldeyrismiðlun er leyf-
isskyld starfsemi frá Fjármálaeftir-
litinu.
Slíkt eftirlit er þó ekki nýlunda hjá
Seðlabankanum. Hann hefur haft
eftirlit með þessum þáttum og vísað
nokkrum málum til Fjármálaeftir-
litsins, sem bíða niðurstöðu. Morg-
unblaðið fékk ekki upplýsingar um
hve mörg mál er að ræða frá Seðla-
bankum.
Gjaldeyrishöftum var komið á í
nóvember í kjölfar bankahrunsins
síðastliðið haust til þess að stemma
stigu við útflæði erlends gjaldeyris
með það fyrir augum að styrkja
krónuna, en gengi krónu féll við
bankahrunið. Höftin voru aukin í
apríl því gengi krónu hafði sigið,
þrátt fyrir gjaldeyrishöft.
Talsverður munur hefur verið á
gengi krónu hér á landi og erlendis.
Hann hefur þó minnkað. Það er því
hægt að hagnast á mismuninum.
Samkvæmt upplýsingum Reuters
kostar evran 210 krónur en 178 sam-
kvæmt Seðlabankanum.
Seðlabankinn herðir eftir-
lit með gjaldeyrishöftum
Eftirlit stofnað hálfu ári eftir setningu laga um gjaldeyrishöft
is Íslandsbanka á Árvakri í þessu
samhengi.
Landsbankinn mun fara með eign-
arhlut sinn í Teymi í samræmi við
svokallaða Lundúnaleið, en bankinn
hefur stofnað sérstök eignaumsýslu-
félög til að fara með eignir sem bank-
inn tekur yfir vegna erfiðleika skuld-
ara. Um er að ræða Regin ehf. undir
stjórn Helga Gunnarssonar, fyrrver-
andi framvæmdastjóri Portusar, og
Vestia ehf. sem Steinþór Baldursson
stýrir, en hann var yfir fyrirtækjaráð-
gjöf Landsbankans og kom að und-
irbúningi Icesave-reikninganna.
Færeyingar vilja
kaupa Vodafone
Þreifingar átt sér stað milli Landsbankans og Føroya Tele
Morgunblaðið/Golli
Skútuvogur Føroya Tele hefur haft samband við Landsbankann vegna
Vodafone Íslandi, en bankinn fer með 57,2% hlutafjár í móðurfélaginu.
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
FÆREYSKA fjarskiptafyrirtækið
Føroya Tele er meðal þeirra fyrir-
tækja sem hafa haft samband við
Landsbankann með það fyrir augum
að kaupa Vodafone á Íslandi, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
í gær hafa fjölmörg fyrirtæki haft
samband við bankann og lýst yfir
áhuga á Vodafone á Íslandi. Fyrir-
tækið er eitt af níu dótturfélögum
Teymis en sem kunnugt er hefur fyr-
irtækið leitað nauðasamninga.
Ef nauðasamningur Teymis verður
samþykktur á fundi lánardrottna á
fimmtudaginn í næstu viku mun
Landsbankinn eignast 57,2% í félag-
inu og þar með sama eignarhlut í
Vodafone, en Landsbankinn var lang-
stærsti kröfuhafi félagsins.
Í samkeppni í Færeyjum
Ef Vodafone yrði selt Føroya Tele
myndi það setja félagið í athyglis-
verða stöðu, því helsti samkeppnis-
aðili þess í Færeyjum er Vodafone
Føroya, sem er einmitt í eigu Teymis.
Ekki fékkst uppgefið hjá Lands-
bankanum í gær hvort eða hvenær af
sölu Vodafone verður. Samkvæmt
upplýsingum frá Landsbankanum
verður tilboðsferli, ef af því verður,
opið og gegnsætt og tilkynnt með
formlegum hætti. Er vísað til söluferl-
Í HNOTSKURN
»FjarskiptafyrirtækiðFøroya Tele er það
stærsta sinnar tegundar í
Færeyjum og er í eigu fær-
eyska ríkisins.
»Fyrirtækið er í beinni sam-keppni við Vodafone Föro-
ya, sem starfaði áður undir
nafninu Kall P/F. Vodafone
Föroya er í eigu Teymis.
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
STÍFAR viðræður hafa staðið yfir undanfarna tvo
daga á milli Exista og kröfuhafa félagsins um
hvernig framtíðarskipulagi þess verði háttað.
Meðal annars var haldinn stór kröfuhafafundur á
miðvikudagsmorgun þar sem fulltrúar stærstu er-
lendu kröfuhafa félagsins voru mættir að borðinu.
Stærstu innlendu kröfuhafarnir, skilanefndir
gömlu bankanna og Nýja Kaupþing, hafa þó ekki
slegið af kröfum sínum um að þeir vilji taka félagið
yfir og að stjórnendur þess víki.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins
skiptast kröfuhafarnir í tvær fylkingar. Skila-
nefndir gömlu bankanna vilja ganga fram af hörku
og taka yfir Exista en erlendu kröfuhafarnir og líf-
eyrissjóðirnir vilja stíga varlegar til jarðar. Í miðj-
unni er svo Nýja Kaupþing.
Nýja Kaupþing og skilanefndirnar sendu Ex-
ista bréf fyrir síðustu helgi þar sem bankarnir
fóru fram á að fá að taka yfir félagið og að stjórn-
endur þess myndu víkja. Þeirri kröfu var hafnað
og Exista-menn brugðust harkalega við henni. Af-
staða deiluaðila hvors til annars hefur þó mildast
töluvert á síðustu dögum. Í viðræðunum er samt
lögð ofuráhersla á að kröfuhafar muni ráða ferð-
inni hjá Exista, en ekki þykir ráðlegt að setja fé-
lagið í þrot. Ástæðan er sú að nauðsynlegt þykir að
halda rekstri dótturfélaga Exista, eins og Síman-
um og VÍS, eðlilegum. Viðmælendur Morgun-
blaðsins úr hópi kröfuhafa virðast þó á einu máli
um að eign hluthafa í Exista verði líklegast færð
niður og að kröfuhafarnir eignist það að fullu.
Framtíð Exista undir
Stífir fundir síðustu daga um framtíð Exista
Kröfuhafar krefjast enn að fá að stjórna félaginu
Morgunblaðið/Eggert
Stjórnendur Áhersla er lögð á að setja Exista
ekki í þrot vegna mikilvægis dótturfélaga.
SAMKVÆMT upplýsingum frá
Teymi hefur fyrirtækið svarað fyr-
irspurnum Kauphallarinnar vegna
meintra brota á reglum um upplýs-
ingaskyldu og afkomuviðvörun og
telur að málið sé í eðlilegum far-
vegi.
Teymi lítur svo á að fyrirtækið
hafi uppfyllt upplýsingaskyldu um
tilkynningu á bakfærslu hækkunar
á bókfærðu verði farsímakerfis
Vodafone. Í fylgiskjali með nauða-
samningi félagsins sem stjórn
Teymis samþykkti 17. apríl var
hækkun á bókfærðu verði kerfisins
bakfærð, en kerfið var fært upp til
gangvirðis á fyrsta ársfjórðungi í
fyrra og við það hækkaði verðmæti
þess um 5,4 ma.kr. Kauphöllin er
nú að athuga hvort Teymi hafi ekki
verið skylt að tilkynna þessa
ákvörðun um leið og hún var tekin,
enda er fyrirtækið með skráð
skuldabréf í Kauphöllinni og um að
ræða upplýsingar sem kunna að
vera verðmótandi.
Algengir skilmálar í lánasamn-
ingum eru ákvæði um gjaldfelling-
arheimildir vegna lækkunar á eig-
infjárstöðu. Við uppfærslu á virði
farsímakerfis Vodafone hækkaði
eigið fé Teymis um 4,6 milljarða
króna. Engar vísbendingar eru um
að tengsl séu á milli hækkunar bók-
færðs virðis farsímakerfisins og
lánasamninga Teymis.
thorbjorn@mbl.is
Telja sig
uppfylla
skyldur
Teymi svarar
Kauphöllinni
()* ()*
+
+
()* .,*
!"#$
$"
%
+
+
-.!
""/
$!& &
!#
%'
%
+
+
012
-*
&!'$$
&!''
&
+
+
()*/
()*03
"
#
%
+
+
Viðskipti með krónur eiga sér
stað erlendis sem Seðlabanki
Íslands getur ekki fylgst með.
Ekki er vitað hversu umfangs-
mikil þessi viðskipti eru. Ekkert
óeðlilegt þarf að vera við þessi
viðskipti ef ekki er um að ræða
gjaldeyri innlendra aðila sem
lúta skilaskyldu.
Fyrrverandi bankastarfsmenn
hér á landi hafa séð tækifæri í
því að para saman fólk sem vill
selja krónur og fá gjaldeyri í
staðinn, til dæmis evrur. Þetta
geta verið erlendir aðilar sem
vilja losna við krónurnar og Ís-
lendingar sem eiga gjaldeyri og
þurfa krónur. Þá er betra að
kaupa ódýrar krónur erlendis en
skipta þeim á Íslandi.
Kringum höftin
KAUPHÖLLIN hefur ákveðið að
áminna Stoðir/FL Group, Eglu,
Nýsi, Landic Property og Existu
opinberlega og beita þau févíti
vegna brota á reglum fyrir útgef-
endur fjármálagjörninga. Févítin
eru allt að 1,5 milljónir króna. Brot-
in eru vegna þess að félögin birtu
ekki ársreikninga sína opinberlega
fyrir árin 2008 innan þeirra tíma-
marka sem þeim bar að gera það.
Stoðir/FL Group, Exista, Landic
Property og Nýsir þurfa öll að
greiða 1,5 milljónir króna í févíti
auk þess að þau verða áminnt op-
inberlega. Egla þarf að greiða eina
milljón króna.
Félögin ákváðu öll að nýta sér
undanþáguheimilid í lögum um
verðbréfaviðskipti til að skila ekki
ársreikningum sínum, en það áttu
þau að gera í síðasta lagi fyrir apr-
íllok samkvæmt samningi sínum við
Kauphöllina. Stoðir mótmæltu
áminningunni í gær og sögðu hana
órökstudda. Félagið hefði sinnt
upplýsingaskyldu. thordur@mbl.is
Fimm félög
áminnt
Morgunblaðið/G.Rúnar
● Nokkrir stofn-
fjáreigendur í Byr
sparisjóði eru að
að skoða þann
möguleika að
krefjast sérstaks
fundar stofnfjár-
eigenda. Eig-
endur 10%
stofnfjár geta
óskað eftir slíkum
fundi á grundvelli
samþykkta Byrs.
Séu skilyrði
uppfyllt þarf stjórn Byrs að boða til fund-
arins innan fjórtán daga.
Óánægja er meðal ákveðinna stofn-
fjáreigenda í Byr vegna umboðs sem
Ágúst Ármann fékk til að greiða at-
kvæði á aðalfundi sparisjóðsins 13. maí
síðastliðinn fyrir Karen Millen. Efast þeir
um lögmæti umboðsins. Millen hafi ekki
verið á lista yfir stofnfjáreigendur í sam-
ræmi við 8. grein samþykkta Byrs. FME
er með málið til skoðunar.
Skoða boðun fundar
stofnfjáreigenda