Morgunblaðið - 29.05.2009, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Þingsályktun-artillagasjálfstæð-
ismanna og fram-
sóknarmanna um
undirbúning um-
sóknar um aðild að
Evrópusambandinu ætti að
geta orðið grundvöllur að tals-
vert víðtækri pólitískri sátt um
málið.
Samstöðuleysi ríkisstjórn-
arflokkanna um þetta mik-
ilvæga mál og margvíslegir
ágallar á þingsályktun-
artillögunni, sem Össur Skarp-
héðinsson utanríkisráðherra
mælti fyrir á þingi í gær, opn-
uðu stjórnarandstöðunni leið til
að ná frumkvæði í málinu.
Flestar af tillögum sjálfstæð-
ismanna og framsóknarmanna
eru skynsamlegar. Þeir vilja
fela utanríkismálanefnd Al-
þingis annars vegar að setja
saman greinargerð um mik-
ilvægustu hagsmuni Íslands í
viðræðum við ESB og hins veg-
ar vegvísi vegna mögulegrar
umsóknar, sem taki til álita-
mála vegna upphafs aðild-
arviðræðna og hvaða ráðstaf-
anir þurfi að gera vegna
staðfestingar aðildarsamnings-
ins.
Fyrra atriðið er fljótunnið
verk. Upplýsingar um hags-
muni Íslands í viðræðum við
ESB liggja fyrir í ótal skýrslum
utanríkisráðuneytis og Evrópu-
nefnda, sem starfað hafa und-
anfarin ár. Ísland hefur auk
þess tekið þátt í meiripartinum
af öllu samstarfi ESB-ríkjanna í
gegnum EES- og Schengen-
samningana undanfarinn einn
og hálfan áratug. Líklega hefur
ekkert ríki verið betur undir að-
ildarviðræður búið
eða vitað betur að
hverju það gengur
með aðild að Evr-
ópusambandinu.
Hvað vegvísinn
varðar eru stærstu
álitaefnin væntanlega hvernig
standa skuli að þjóðaratkvæða-
greiðslu um aðildarsamning og
hvaða stjórnarskrárbreytingar
séu nauðsynlegar vegna ESB-
aðildar og hvernig þær skuli
gerðar. Á þessu sviði hefur
einnig verið unnin mikil vinna í
stjórnkerfinu og af hálfu fræði-
manna, auk þess sem marg-
vísleg fordæmi frá nágranna-
löndunum liggja fyrir.
Sá frestur til að ljúka þessari
vinnu, sem í þingsályktun-
artillögu stjórnarandstöðu-
flokkanna er miðaður við ágúst-
lok, er því rúmur ef eitthvað er
og sennilega má ljúka þessu
verki á mun skemmri tíma ef
viljinn er fyrir hendi.
Í Samfylkingunni vilja sumir
leggja inn aðildarumsókn strax
í júní eða júlí. Nokkurra vikna
eða mánaða frestun á því skiptir
miklu minna máli en það að ná
víðtækri, pólitískri samstöðu
um málið. Og nú gefst færi á
því.
Össur Skarphéðinsson áttar
sig sennilega á þessu. Alltént
fagnaði hann tillögu stjórn-
arandstöðunnar er hann mælti
fyrir sinni eigin á þingi í gær.
Nú virðist liggja beint við að
hann gangi til viðræðna við
stjórnarandstöðuna um breyt-
ingar á annarri hvorri tillög-
unni, sem tryggja um hana víð-
tæka samstöðu, eða þá nýja
tillögu, sem getur fengið góðan
meirihluta á Alþingi.
Nú liggur beint við
að stjórn og stjórn-
arandstaða gangi til
viðræðna}
Sátt um ESB-umsókn?
Knattspyrnufer-ill Eiðs Smára
Guðjohnsen er með
ólíkindum og náði
hann nýjum hæðum
þegar hann hóf
verðlaunabikarinn í Meist-
aradeild Evrópu á loft í Róm á
miðvikudagskvöld eftir yf-
irburðasigur Barcelona á Man-
chester United.
Eiður Smári hefur komið víða
við á ferli sínum. Hann hefur
leikið með tveimur knatt-
spyrnuliðum á Íslandi, einu í
Hollandi, tveimur á Englandi og
er nú hjá FC Barcelona, sem
sennilega er besta knatt-
spyrnulið heims um þessar
mundir.
Eiður Smári lék stórt hlut-
verk í liði Chelsea þegar það
varð enskur meistari í tvígang,
2005 og 2006. Hann hefur ekki
gegnt sama hlutverki hjá
Barcelona, en þó komið reglu-
lega við sögu þrátt fyrir að
keppa við marga af bestu knatt-
spyrnumönnum heims um að
komast í lið. Hjá Barcelona er
nú að baki eitt glæsilegasta
tímabil í sögu fé-
lagsins. Aldrei áður
hefur liðið orðið
spænskur deild-
armeistari,
spænskur bik-
armeistari og Evrópumeistari.
Það er ekki lítið afrek að eiga
þátt í þeirri sögu. Eiður Smári
hefur einnig gegnt mikilvægu
hlutverki í íslenska landsliðinu
og skorað 23 mörk í 57 leikjum,
en næstur kemur Ríkarður
Jónsson með 17 mörk.
Þegar Eiði Smára tekst vel
upp er unun að fylgjast með
honum. Hann hefur fullkomið
vald á boltanum og næmt auga
fyrir meðspilurum sínum og
gangi leiksins. Hann er martröð
hvers varnarmanns, marka-
skorari af guðs náð og getur
með einfaldri sendingu splundr-
að vörn andstæðingsins.
Eiður Smári hefur fyrir löngu
skipað sér á bekk með helstu
knattspyrnumönnum Íslands og
það verður bið á því að annar Ís-
lendingur komist á sama stall
og hann hefur gert hjá Barce-
lona.
Í liði með bestu
knattspyrnumönn-
um heims}
Eiður Smári í fremstu röð
R
íkisstjórnin stendur frammi fyr-
ir verkefni sem þarf mikinn
dugnað til að leysa. Skera þarf
niður í ríkisfjármálum um
a.m.k. 50 milljarða fyrir næsta
fjárlagaár. Um málið hefur verið rætt í all-
an vetur. Þó tókst stjórnmálaflokkunum að
segja ósköp lítið um þetta mál í aðdraganda
kosninga enda er óvinsælt að tala um nið-
urskurð rétt áður en þjóðin gengur að kjör-
borði. Ríkisstjórnarflokkarnir eyddu meiri
tíma og orku í að lýsa því yfir hvar ætti
ekki að skera niður heldur en hvar sparn-
aður ætti að fást. Í kosningabaráttunni kom
til dæmis skýrt fram að ekki ætti að skera
niður í menntamálum, málefnum fatlaðra,
umhverfismálum og þetta var svo allt toppað með lof-
orði um „velferðarbrú“ sem hljómar frekar eins og
eitthvað sem kallar á aukin útgjöld í stað nið-
urskurðar. Að mínu mati hafa ráðandi stjórnarflokkar
ekki enn tekið af skarið um hvar eigi að skera niður.
Ég vil leyfa mér að líkja Samfylkingu og Vinstri
grænum við lækni sem fær til sín fársjúkan mann.
Læknirinn skoðar sjúklinginn og segir kumpánalegur:
„Heyrðu félagi. Við erum bara í góðum málum. Við
þurfum ekki að skera úr þér lifrina, hjartað, magann
né augun. Við þurfum ekki einu sinni að klippa þig því
þú ert með svo rosalega flotta klippingu!“ Eftir situr
sjúklingurinn fársjúkur, mögulega með eitt eða tvö
óstarfhæf líffæri sem læknirinn þorði ekki að snerta á,
en frábært hár. Á næstu dögum þarf rík-
isstjórnin að sanna sig. Er hún George
Clooney að leika lækni eða er hún alvöru
skurðlæknir sem fær kekkjóttar blóðgusur
í andlitið? Alvöru læknar þurfa að lykta af
alvöru blóði.
Ég verð örugglega óvinsæll fyrir að
segja þetta, en að mínu mati eiga hin svo-
kölluðu samræðustjórnmál síst við um
ákvörðun um niðurskurð. Umræðurnar
geta aldrei náð því plani að vera málefna-
legar. Það er fáránlegt að fá álit stjórnsýsl-
unnar eða starfsmanna hennar á því hvar
eigi að skera niður. Hvert einstakt stjórn-
sýsluembætti hugsar einungis um eigin
hagsmuni þegar kemur að áliti um nið-
urskurð. Þetta hefur verið margítrekað af fræðimönn-
um. Ákvarðanir um niðurskurð eru, því miður fyrir
umræðuflokkana Samfylkingu og Vinstri græna,
hreinar pólitískar ákvarðanir. Pólitískar ákvarðanir
sem þarf að taka hratt og örugglega eftir skýrri pýra-
mídaleið. Jóhanna Sigurðardóttir getur ekki komist
upp með að láta undirmenn sína taka ákvarðanir um
niðurskurð. Hún mun þurfa að taka þessar ákvarðanir
sjálf og bera ábyrgð á þeim. Að öðrum kosti er hún
ekki leiðtogi þjóðarinnar. Ég gef lítið fyrir yfirlýs-
ingar hennar um hvaða hluta velferðarkerfisins eigi að
vernda ef hún getur ekki sagt skýrum orðum hvar eigi
að skera niður um 50 milljarða fyrir næsta fjárlagaár.
bergur.ebbi.benediktsson@gmail.com
Bergur Ebbi
Pistill
Upp með hnífinn
FRÉTTASKÝRING
Eftir Bergþóru Njálu
Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
B
ágt efnahagsástand, at-
vinnuleysi og örvænting
eru aðstæður sem auka
hættu á ofbeldisbrotum
og ránum af ýmsu tagi,
að sögn afbrotafræðings. Hins vegar
ber að forðast að draga of víðtækar
ályktanir af nýlegum innbrotum í
Garðabæ og á Seltjarnarnesi þar sem
ráðist var með fólskulegum hætti á
eldri borgara á heimilum sínum.
Friðrik Smári Björgvinsson, yf-
irmaður rannsóknardeildar lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu, segir
að umrædd tilvik séu ekki sambæri-
leg nema að litlu leyti. „Á Arnarnes-
inu var ásetningur að ráðast inn á fyr-
irfram ákveðið fólk með valdi og því
m.a. hótað lífláti en á Seltjarnarnes-
inu kom húseigandinn að mönnum
sem voru að athafna sig við innbrot.
Ég held því að við ættum ekki að
draga þær ályktanir af þessum mál-
um að ofbeldi sé að aukast sér-
staklega.“
Undir þetta tekur Helgi Gunn-
laugsson, afbrotafræðingur og pró-
fessor í félagsfræði við Háskóla Ís-
lands. „Það má segja að ákveðnar
tegundir rána komi í bylgjum. Á
tímabili virtust pitsusendlar verða
mikið fyrir barðinu á ræningjum, svo
voru það bankaránin og þá klukku-
búðaránin. Núna gæti svo virst sem
heimilin væru í skotlínunni. Séu þessi
tvö tilvik skoðuð kemur hins vegar í
ljós að á þeim eru vissar skýringar. Í
öðru málinu virðast vera ákveðin fjöl-
skyldutengsl og í hinu er um að ræða
úrsmið sem er með verkstæði heima
hjá sér sem gerði hann e.t.v. að
ákveðnu skotmarki.“
Friðrik Smári segir að innbrotum
og þjófnuðum hafi klárlega fjölgað
undanfarið og einnig séu merki um að
handrukkarar komi við sögu í
tengslum við aðrar kröfur en fíkni-
efnaskuldir. „Það er orðrómur um
það þótt ekkert sé staðfest í þeim efn-
um,“ segir hann.
Áhrifin óbein og koma seint
Helgi bendir á að í tíðaranda eins
og nú ríkir, þegar atvinnuleysi og ör-
vænting fari vaxandi, sé aukin hætta
á afbrotum. „Þessi mál hafa þó alltaf
verið til staðar, líka þau sem eru
fólskuleg. Við megum því ekki skella
skuldinni á bankahrunið eingöngu
enda sýna rannsóknarniðurstöður og
reynsla annarra þjóða að þessi áhrif
eru ekki svona bein. Hins vegar
seytla aðstæður á borð við efnahags-
hrun, atvinnuleysi eða breytingar í
efnahagsumhverfi inn í þjóðfélagið.
Það skapar áhættuþætti sem í sam-
spili við annað geta smám saman
grafið undan trausti og virðingu og
valdið ákveðinni örvæntingu og
spennu sem brýst út í fjölgun mála af
þessu tagi. Það veldur þó ekki mikilli
aukningu strax heldur fara áhrifin
lengri leið og eru óbein.“
Hann bætir því við að það sem ein-
kennir ofbeldisrán hérlendis er að
þau hafa ekki verið mjög fagleg. „Þau
eru nær alltaf mjög örvæntingarfull
og tengjast vímuefnum með ein-
hverjum hætti. Stóri kosturinn er
hins vegar að lögreglunni hefur tekist
mjög vel að upplýsa þessi mál fljótt
og örugglega, sem slær mjög á her-
miáhrifin af þeim.“
Morgunblaðið/Þorkell
Afbrot Innbrotum og þjófnuðum hefur klárlega fjölgað en lögregla telur sig
þó ekki verða vara við aukið ofbeldi í þeim málum sem hún kemur að.
Afbrotahætta eykst
er illa árar hjá fólki
Tvö fólskuleg innbrot á heimili
eldri borgara nýlega vekja spurn-
ingar um hvort aukin harka sé að
færast í afbrot. Sérfræðingar
segja þó ekki hægt að draga of
víðtækar ályktanir af málunum.
LÖGGÆSLA verður efld úti í
hverfum samkvæmt skipulags-
breytingum sem tóku gildi um síð-
ustu mánaðamót. Að sögn Friðriks
Smára felast breytingarnar í því að
fimm lögreglustöðvar sjá nú hver
um sitt svæði. „Með þessu erum við
að efla löggæsluna og færa hana
nær íbúunum. Á þessum stöðvum
eru rannsóknardeildir eða einingar
sem rannsaka þau brot sem koma
upp í hverfunum og þannig teljum
við að lögreglumenn verði í nánari
tengslum við sitt svæði og íbúana.“
Við breytingarnar voru lög-
regluþjónar færðir frá aðalstöðinni
og út á hverfastöðvarnar að hans
sögn. En eru þessar breytingar við-
brögð við aukningu á innbrotum og
þjófnuðum að undanförnu?
„Kannski ekki sérstaklega en í og
með,“ er svarið. Þá sé stöðugt unn-
ið að öðrum verkefnum, s.s. við efl-
ingu nágrannagæslu í hverfunum.
LÖGGÆSLA
Í HVERFUM
››