Morgunblaðið - 29.05.2009, Side 26
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir mín og
systir okkar,
GUÐFINNA ÓSKARSDÓTTIR,
Höfðavegi 28,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Hvítasunnukirkjunni í Vest-
mannaeyjum laugardaginn 30. maí kl. 14.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Minningarsjóð Jóhönnu Jónasdóttur frá
Grundarbrekku – Kristniboðasjóð.
Samúðarkort fást hjá Önnu í síma 481 1711, Kristjönu í síma 481 1616
og Sigurbjörgu í síma 481 1916.
Magnús Þór Jónasson,
Þórarinn Magnússon,
Elín Ósk Magnúsdóttir,
Sævar Þór Magnússon,
Elín Jónasdóttir,
Haukur Óskarsson,
Guðlaug Óskarsdóttir.
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009
✝ Björg Steindórs-dóttir fæddist á
Þrastarhóli í Arn-
arneshreppi í Eyja-
firði 21. október 1912.
Hún lést á Kristnes-
spítala 19. maí sl.
Björg var dóttir
hjónanna Vigfúsar
Steindórs Ásgríms-
sonar, f. 20. ágúst
1883, d. 13. febrúar
1955, og Elínar Guð-
rúnar Magnúsdóttur,
f. 29. september 1871,
d. 1. janúar 1922.
Systir hennar var Guðrún, f. 7.
september 1910, d. 5. október 1971.
Eftir fráfall móður Bjargar og Guð-
rúnar ólust þær áfram upp á Þrast-
arhóli til fullorðinsára á vegum föð-
urbróður þeirra Þórhalls
Ásgrímssonar, f. 17. maí 1887, d. 5.
mars 1954, og konu hans Sólveigar
Sigjónsdóttur, f. 30. mai 1885, d. 9.
júní 1969. Faðir þeirra og fyr-
irvinna stundaði þá ýmis störf bæði
til lands og sjávar.
Hinn 7. júlí 1934 giftist Björg
Höskuldi Magnússyni bónda og
kennara í Skriðu í Hörgárdal, f. 8.
október 1906, d. 27. janúar 1944.
Sonur þeirra var Þórhallur, sókn-
arprestur á Möðruvöllum í Hörg-
árdal og síðar á Akureyri, f. 16.
Sigluvík á Svalbarðsströnd, f. 24.
apríl 1913, d. 20. september 1998.
Dóttir þeirra er Hulda hjúkr-
unarfræðingur, f. 11. ágúst 1950,
gift Gesti Jónssyni bankastarfs-
manni, f. 31. maí 1948. Synir þeirra
eru: 1) Kristján fasteignasali, f. 17.
ágúst 1974, kvæntur Ingibjörgu
Dagnýju Jóhannsdóttur kennara, f.
31. desember 1973. Börn þeirra eru
Birta Huld, f. 28. nóvember 1999,
og Karl Lúkas, f. 11. ágúst 2006. 2)
Jón Ásgeir kennari, f. 21. júní 1978,
unnusta Hrund Steingrímsdóttir
viðskiptafræðingur, f. 2. júní 1977.
3) Árni Björn háskólanemi, f. 28.
apríl 1988.
Björg var húsfreyja í Skriðu í
Hörgárdal frá árinu 1934 til 1949
en þá fluttist hún til Akureyrar þar
sem heimili hennar var frá árinu
1951 í Grænumýri 7. Hún stundaði
nám við Húsmæðraskólann á
Blönduósi veturinn 1932-1933 og
framhaldsnám í vefnaði við sama
skóla árið 1934. Björg vann ýmis
störf utan heimilis, mest við sauma-
störf, en lengst af vann hún hjá Hót-
el Eddu á Akureyri.
Hún sat í stjórn Kvenfélags
Hörgdæla í rúm 30 ár og var gerð
að heiðursfélaga þess árið 1976.
Einnig starfaði hún með Kvenfélagi
Akureyrarkirkju og Kvennadeild
Slysavarnafélags Akureyrar um
árabil.
Útför Bjargar verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag, 29. maí, og
hefst athöfnin kl. 13.30.
nóvember 1942, d. 7.
október 1995. Eig-
inkona hans er Þóra
Steinunn Gísladóttir
sérkennari og fyrr-
verandi skólastjóri, f.
1. desember 1941.
Börn þeirra eru: 1)
Björg sópransöng-
kona og hjúkr-
unarfræðingur, f. 27.
nóvember 1964. 2)
Höskuldur Þór al-
þingismaður og lög-
fræðingur, f. 8. maí
1973. Kona hans er
Þórey Árnadóttir viðskiptafræð-
ingur, f. 29. maí 1975, börn þeirra
eru Steinunn Glóey, f. 11. janúar
2003, Fanney Björg, f. 9. febrúar
2006, og Þórhallur Árni, f. 12. febr-
úar 2008. 3) Anna Kristín lækna-
kandídat, f. 26. júní 1983, unnusti
Runólfur Viðar Guðmundsson verk-
fræðingur. Sonur Þóru Steinunnar
og stjúpsonur Þórhalls er 4) Gísli
Sigurjón Jónsson vélstjóri, f. 9. júlí
1958. Sonur hans er Bjarni Þór
verkfræðingur, f. 18. apríl 1980,
kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur
kennara, f. 6. apríl 1982, dóttir
þeirra er Ingunn Erla, f. 1. ágúst
2005.
Hinn 25. desember 1949 giftist
Björg Kristjáni Sævaldssyni frá
Drjúpi dropar Drottins náðar,
á hjartans helgustu rósir.
Svo að barnsára besti gróður
endist allt þitt líf.
Þessa vísu orti Árni Björnsson,
kennari á Akureyri, til Bjargar
frænku sinnar á fermingardegi henn-
ar. Vísan var elskulegri tengdamóður
minni afar hjartfólgin eins og annað
sem frændi hennar orti og varð leið-
arstjarna á hennar löngu vegferð.
Björg eða Bogga eins og hún var
jafnan nefnd af fjölskyldu og vinum
fæddist og ólst upp á Þrastarhóli í
Arnarneshreppi. Níu ára gömul
missti hún móður sína en hún og
systir hennar nutu þeirrar gæfu að
eiga góða að og ólust þær upp við gott
atlæti hjá Þórhalli föðurbóður sínum
og Sólveigu konu hans og Ásgrími afa
sínum og Guðrúnu ömmu sinni með-
an þeirra naut við en þau voru einnig
búsett á Þrastarhóli.
Bogga var við nám í Húsmæðra-
skólanum á Blönduósi og sumarið
eftir veru hennar þar hóf hún búskap
í Skriðu í Hörgárdal ásamt fyrri
manni sínum, Höskuldi Magnússyni,
en hann lést 1944 eftir erfið veikindi.
Eftir andlát Höskuldar bjó hún
áfram í Skriðu með ungan son sinn,
Þórhall, í félagsbúi með tengdafor-
eldrum sínum, Finni mági sínum og
Ragnheiði konu hans.
Árið 1949 giftist Bogga seinni
manni sínum, Kristjáni, og fluttu þau
þá til Akureyrar, í Þórunnarstræti
103. Árið 1951 fluttu þau í Grænu-
mýri 7 og þar var hún búsett þar til
hún fór á hjúkrunarheimilið Sel við
FSA árið 2000.
Það varð Boggu þung raun þegar
sonur hennar, séra Þórhallur, lést
langt um aldur fram og Kristján eig-
inmaður hennar þrem árum síðar.
Tengdamóðir mín tók þessum miklu
áföllum af sama æðruleysi og öðrum
áföllum sem hún hafði orðið að takast
á við á lífsleiðinni og sýndi mikinn
sálarstyrk og þrek.
Bogga var heilsteypt kona og trú-
uð. Hún var dugnaðaforkur, mikil
húsmóðir, greind kona og minnug
með afbrigðum og var gædd góðum
frásagnargáfum. Heiðarleiki og rétt-
sýni var henni í blóð borin. Bogga var
félagslynd og starfaði ötullega að
ýmsum félagsmálum. Fjölskyldan
vill færa öllu starfsfólki í Seli alúðar-
þakkir fyrir alla þeirra umhyggju og
elskusemi við Björgu og fjölskyldu
hennar, en hún dvaldi í Seli í rúm 8
ár. Einnig viljum við færa starfsfólki
á Kristnesspítala innilegar þakkir
fyrir góða umönnun, en þar dvaldi
hún síðustu mánuði ævi sinnar eftir
að Seli var lokað.
Nú er komið að kveðjustund. Eftir
stendur minning um einstaka móður,
tengdamóður og ömmu. Ég þakka
fyrir allt það góða sem hún var mér
og fjölskyldu minni og allan kærleika
sem hún gaf okkur í gegnum lífið og
þá hlýju og vináttu sem hún sýndi
mér frá fyrstu kynnum. Hér fylgir
lokaerindið í ljóði sem Steindór, faðir
Bjargar, flutti við útför Elínar eig-
inkonu sinnar og móður Bjargar:
Þér voru indæl áraskifti
eftir hérvistar gengna braut;
élinu þunga loks af lyfti
liðin og unnin sérhver þraut.
Guðs englar syngja sigurlag
og sólarljóð um frelsis dag.
Megi góður Guð gefa okkur styrk
og blessa okkur allar góðu minning-
arnar.
Minningin um einstaka og stór-
brotna konu lifir.
Gestur Jónsson.
Amma mín og nafna hefur nú kvatt
þennan heim á nítugasta og sjöunda
aldursári. Þótt hjarta mitt gleðjist og
þakki að hún fékk loks hvíldina sem
hún þráði, þá er söknuðurinn mikill.
Hún var svo stór hluti af lífi okkar
allra í fjölskyldunni.
Hún átti viðburðaríka og góða ævi
og naut mikillar gæfu í lífinu þrátt
fyrir stór áföll sem mörkuðu djúp
spor á lífsgöngu hennar.
Hún var sterk kona og trúuð. Hún
bjó yfir einstöku æðruleysi og innri
styrk, auðmýkt fyrir lífinu og því sem
það hefur að færa, dugnaði og þraut-
seigju. Það ásamt hennar glaða sinni
hjálpaði henni að takast á við sorgina
og söknuðinn sem áföllunum fylgdi.
Trúin var þar hennar styrkasta stoð.
Hún sótti styrk í bænina og ljóðin
sem hún lærði á sínum yngri árum.
Það ljóð sem hafði mest áhrif á hana
og má segja að hafi verið hornsteinn
allrar hennar tilveru var ljóð frænda
hennar og uppáhaldsvinar, Árna
Björnssonar, sem hann orti til henn-
ar þegar hún var 15 ára:
Oft af lífsins geislaglóð
glampar fölna og dvína.
Reyndu að geyma í sálarsjóð
sólskinsdaga þína.
Ein er list, sem ýmsum brást
eins og fleiri gátur,
sú, að geyma yl og ást
æsku og léttan hlátur.
Ef að skyggir yfir brá
ævivonar þinnar.
Reyndu að lauga líf þitt þá
ljósi trúarinnar.
Hún var einstök amma. Umhyggja
hennar fyrir velferð okkar allra var
óendanleg. Hjá henni var alltaf opinn
og hlýr faðmur, hvatning, takmarka-
laus áhugi og óbilandi trú á hæfileika
okkar. Hún stóð alltaf með manni alla
leið, efaðist aldrei. Það var alltaf sami
fögnuðurinn þegar maður birtist og
blessunarorðin og góðu óskirnar sem
fylgdu þegar maður kvaddi hana
voru einstök. Amma var einstök
myndarkona til allra verka. Eftir
hana liggur fjöldi fallegra hannyrða
og íslenskra búninga. Hún saumaði á
mig fallega kjóla þegar ég var barn
og upphlut saumaði hún á mig þegar
ég var 8 ára. Ég fékk þá fallegan
rauðan bát á höfuðið en ég vildi fá að
vera með skotthúfu eins og amma og
mamma. Amma brást mér ekki með
það frekar en fyrri daginn, saumaði
handa mér skotthúfu og gaf mér fal-
legan silfurhólk. Bátinn setti ég aldr-
ei upp!
Síðustu orð ömmu voru bænarorð,
fallegar kveðjur og hlý orð til allra
sem hún unni og eilíf þakkarorð fyrir
allt sem fyrir hana var gert. Ég
þakka Huldu minni sérstaklega fyrir
hvernig hún af einstakri umhyggju
og alúð hugsaði um ömmu alla tíð og
af mikilli fórnfýsi hin síðustu ár. Ég
þakka Guði fyrir að hafa gefið mér
ömmu og allt það sem hún kenndi
mér og gaf. Ég kveð hana með þeim
bænarorðum sem hún hafði á vörum
þegar hún kvaddi þennan heim:
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Ég bið algóðan Guð að taka ást-
kæra ömmu mína í faðm sinn og
blessa okkur sem eftir lifum minn-
ingarnar um hana um ókomna tíð.
Björg Þórhallsdóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Hún elsku amma mín er fallin frá,
96 ára gömul. Að undanförnu hef ég
oft velt fyrir mér hvað amma hefur
lifað fjölbreytta tíma. Ekki bara að
hún hafi verið þátttakandi á mestu
umbrotatímum íslensks þjóðfélags
heldur upplifði hún bæði gleði og
sorg, vonbrigði og sigra. Ef einhver
hefur lifað lífinu lifandi með öllu því
sem það hefur upp á að bjóða þá var
það hún amma mín. Betri ævi gæti ég
sjálfur ekki hugsað mér.
Síðustu árin voru það allar hlýju
minningarnar sem voru henni efst í
huga. Öll samtölin um fólkið sem stóð
henni næst verða ómetanlegt vega-
nesti fyrir mig á komandi tímum.
Amma náði í lýsingum sínum alltaf að
draga fram bestu eiginleikana í fólk-
inu sem hafði kvatt fyrir minn tíma
þannig að það stóð ljóslifandi fyrir
framan mig. Frásagnir ömmu, sér-
staklega um hann Höskuld afa minn,
munu gera það að verkum að allt
þetta góða fólk verður hluti af mínum
eigin minningum.
Ég upplifði ömmu mína aldrei
öðruvísi en að hún væri klettur í haf-
inu. Hlýja og umhyggja sem hægt
var að ganga að vísu í Grænumýri 7.
Þar tók hún á móti manni bein í baki
með opnum örmum og bros á vör. Þú
fórst ekki svangur út frá ömmu. Það
var tryggt og hvort sem það var
steikti fiskurinn, kleinurnar, soðið
brauðið eða pönnukökurnar.
En þú fórst ekki bara saddur út
líkamlega. Amma hafði einstakt lag á
því að ná manni niður á jörðina og
koma sólargeisla inn í sálina. Hvort
sem það var ég eða aðrir í fjölskyld-
unni þá bjóst hún aldrei við öðru en
því besta af manni. Annað gat það
ekki verið.
Þessi metnaður hafði líka á sér
skemmtilega hlið. Við systkinin fór-
um oft og spiluðum við ömmu og afa
Kristján. Keppnisandinn var slíkur
að þau víluðu ekki fyrir sér að kíkja á
spilin hjá okkur og deildu svo um það
hvort þeirra væri að hafa rangt við.
Alltaf endaði spilamennskan samt í
sátt og samlyndi og allir með bros á
vör.
Minningar mínar um hana ömmu
verða alltaf líka minningar um hann
afa minn. Yfirvegunin en um leið hin
ríka réttlætiskennd voru einkenni
hans og alltaf fann maður fyrir hlýj-
unni og umhyggjunni. Einstakt sam-
band hans og pabba sem hann gekk í
föðurstað er mér ofarlega í huga. Það
einkenndist af gagnkvæmri virðingu
og órjúfanlegri samstöðu. Afi var
nefnilega eins og hún amma alltaf til
staðar og aldrei skoraðist hann und-
an að rétta manni hjálparhönd.
Festa, hlýja og umhyggja fyrir
mönnum og málefnum er veganesti
okkar afkomenda frá henni ömmu.
Ég mun alltaf búa að hlýju minning-
unum um samveru okkar og vona að
eins og ég fékk að njóta frá ömmu
minni geti ég sagt mínum afkomend-
um frá henni og öllum hinum sem
gengu á undan okkur og mörkuðu
sporin til framtíðar.
Um leið og ég þakka fyrir allar
góðu stundirnar og þá sérstaklega
stundina um páskana þegar við Eyja
hittum ömmu ásamt börnunum okk-
ar þeim Steinunni Glóeyju, Fanneyju
Björgu og Þórhalli Árna þá vil ég
einnig þakka Huldu frænku fyrir að
vera alltaf til staðar fyrir ömmu
mína. Hlýjan og umhyggjan gengur í
erfðir, um það eru þær vitnisburður.
Höskuldur Þór Þórhallsson.
Svo ljúft er allt í þessum heiða hyl,
svo hátt til lofts og mjúkur barmur
jarðar,
að víst er engin veröld fegri til
en vornótt björt í hlíðum Eyjafjarðar.
(Davíð Stefánsson.)
Í „Nei“, einu bók hins gáfaða ljóð-
skálds, Ara Jósefssonar, sem var
þekktur að því að vera ómyrkur í
máli, er að finna þennan ógleyman-
lega sannleik: „Fólk er alveg lygilega
gott“. Hann átti þarna við alþýðuna.
Franska nóbelsskáldið Albert Ca-
mus segir í sömu veru í skáldsögunni
„Pestinni“, að þrátt fyrir allt muni
búa með mönnunum meira af góðu en
illu. Hvar værum við annars stödd?
Alþýða þessa heims, öld eftir öld,
kynslóð fram af kynslóð, hefur þræl-
að sér út, varðveitt lífsneista okkar
mannanna, okkar sem nú lifum og
komandi kynslóða, af yfirmáta þraut-
seigju, auðmýkt og innbornum kær-
leika. Og gerir enn. Þótt nöfn þessa
fólks sé ekki að finna á spjöldum sög-
unnar, lifir það samt hið innra með
okkur og djúpt í þjóðarsálinni um
aldur.
Það sópaði forðum af eyfirsku al-
þýðustúlkunni, Björgu Steindórs-
dóttur, sem nú kvaddi aldin að árum.
Ung giftist hún Höskuldi Magnús-
syni, virtu prúðmenni, sem um aldur
fram varð berklunum að bráð. Einka-
sonur þeirra, séra Þórhallur, valin-
kunnur baráttumaður fyrir andleg-
um gildum og ósérhlífinn félags- og
réttlætishyggjumaður, varð bráð-
kvaddur á besta aldri, mannskaði og
harmdauði öllum. Eftirlifandi dóttir
Bjargar frá síðari hjúskap er Hulda
Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðing-
ur, hin mætasta kona.
Björgu kynntist ég fyrst sem barn
í sveitinni, á Skriðu í Hörgárdal. Hún
var sterkur persónuleiki og svipmikil
mynd hennar máist ekki. Hún var
ákveðinn og drífandi dugnaðarfork-
ur. Kröfuhörð við sjálfa sig, heil-
steypt, siðfáguð og vönd að virðingu
sinni, gædd óaðfinnanlegri snyrti-
mennsku, nægjusöm, umtalsgóð,
greind, fróð og skemmtileg og hafði
góða frásagnarhæfileika. Frænd-
rækin var hún og vinföst, lét sér annt
um annarra hag, ráðholl og hjálpfús.
Hjá henni fann maður sig velkominn
vegna gestrisni hennar, geislandi
brosmildi og viðmóts.
Slík manneskja er ein af hinum
dæmigerðu fulltrúum hins gegnheila
alþýðufólks, sem í hógværð og hlé-
drægni var og er hornsteinn hins
góða og lífvænlega með þessari þjóð.
Ég og við systkinin þökkum sam-
fylgdina og vottum hennar nánustu,
frændfólki okkar og vinum, innilega
samúð.
Magnús Skúlason
Björg Steindórsdóttir
✝
Elskuleg systir okkar og mágkona,
SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Syðstu-Fossum,
kennari í Fránsta í Svíþjóð,
er látin.
Þeir sem vilja minnast hennar láti Krabbameinsfélög njóta þess.
Þóra Stella Guðjónsdóttir, Sveinn Gestsson,
Sigríður Guðjónsdóttir, Snorri Hjálmarsson.