Morgunblaðið - 29.05.2009, Síða 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009
✝ Guðmundur ÖrnSverrisson fædd-
ist 10. maí 1982. Hann
lést af slysförum 19.
maí sl. Foreldrar
hans eru Þórdís
Ágústa Guðmunds-
dóttir og Sverrir Pét-
ursson. Fósturfaðir er
Alfons Jónsson. Hálf-
systur hans eru Krist-
rún Jenný og Marisa
Vala. Föðurforeldrar
eru Valgerður Sig-
urðardóttir og Pétur
Þorbjörnsson. Móð-
urforeldrar eru Kristrún J. Valdi-
marsdóttir og Guðmundur Guð-
varðarson, d. 2. maí 1987.
Útför Guðmundar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 29. maí, kl. 13.
Elsku Gummi minn.
Litli, stóri sólargeislinn minn. Þetta
er afskaplega þung ganga, sem ég
hefði gjarnan vilja sleppa, en lífið er
skrítið fyrirbæri sem enginn ræður
nema sá sem öllu ræður. Ég veit þú
ert kominn á betri stað, þar sem vel
var tekið á móti þér. Farðu vel með
þig, elska þig af öllu mínu hjarta.
Sjáumst síðar. Hvíl í friði.
Þín mamma,
Þórdís Ágústa Guðmundsdóttir.
Gummi var fóstursonur minn og er
ég þakklátur fyrir að hafa gengið með
honum þá lífsleið sem faðir, þar sem
pabbi hans býr erlendis. Þau ár sem
ég fékk með elsku Gumma mínum
voru góð og gáfu okkur meðbyr gegn-
um lífið. Gummi var mikill bílaáhuga-
maður, elskaði flotta og kraftmikla
bíla. Hann fór vel með þá bíla sem
hann átti, og ef hann heyrði einhver
hljóð kom hann strax til mín til að
skoða hvað væri að. Nú er elsku
Gummi minn farinn frá okkur, sem
kom alltaf til mín með öll hljóð, stór
eða smá. Ég þakka þér Guð faðir fyrir
að hafa fengið að hafa Gumma minn
þessi ár sem ég var með honum. Guð-
mundur Örn, ég mun ávallt sakna þín,
þú varst mér sem sonur.
Hvíl í friði.
Alfons Jónsson.
Það er svo erfitt að meðtaka þetta
elsku Gummi minn. Hvað ég á eftir að
sakna þín elsku drengur, eins ljúfur
og yndislegur og þú varst.
Þegar Gummi litli fæddist þurfti að
setja gifs á annan fótinn á honum.
Vegna þessa þurfti hann að fara í ótal
aðgerðir á fætinum sínum. Það var al-
veg aðdáunarvert hversu duglegur
hann var, þótt stundum væri erfitt
fyrir hann að hreyfa sig, sér í lagi
skólagangan þar sem hann þurfti að
styðja sig við hækju, koma svo til
ömmu og afa og þurfa að labba stig-
ana, en ekki gafst hann upp. Hann var
mikið afa- og ömmubarn og eyddi
mörgum kærkomnum stundum með
okkur, sat við eldhúsborðið að læra,
borðaði brúnköku og drakk kalda
mjólk. Hann hafði gaman af því að
mála enda með eindæmum vandvirk-
ur.
Elsku hjartans strákurinn minn,
vona að þér líði betur, elsku vinur.
Hvíl í friði.
Þín amma,
Kristrún Valdimarsdóttir.
Elsku Gummi frændi.
Hvað er hægt að segja á svona
stundu? Það eina sem maður getur
gert er að hugsa um gömlu góðu dag-
ana. Ég man eftir þegar þú komst til
okkar 1988 til Bandaríkjanna, við vor-
um alltaf að keppa um hvor okkar ætti
að sitja í aftursætinu í húsbílnum okk-
ar. Alltaf þurftum við að vilja það
sama í gamla daga. Þegar við fjöl-
skyldan fluttum aftur heim tókuð þú,
mamma þín og amma á móti okkur
með opnum örmum sem þú gerðir við
alla sem þú kynntist. Hugsaðir vel um
okkur Atla Inga þegar við vorum að
fóta okkur í nýju umhverfi. Svo kom
Hagaskóli, hjólabrettin og svo auðvit-
að stelpurnar. Við höfð-
um nú alltaf gaman
hvor af öðrum og
skemmtun okkur vel
saman, hvort sem það
var á djamminu eða
bara í fjölskylduboðum.
Daginn sem við Hild-
ur giftum okkur varstu
meira en til í að stússast
í kringum okkur og
vera bílstjórinn minn í
þann tíma sem ég
þurfti. Skötuveislan
sem þú hélst hjá ömmu
var alveg frábær. Takk
fyrir allar góðu stundirnar. Hvíldu í
friði elsku frændi.
Kári Ingi Atlason.
Elskulegi bróðir minn, hví varstu
tekinn frá mér? Hví ert þú ekki hjá
mér? Ég skil ekki, veit ekki, hví ert þú
ekki hér.
Þó veit ég að þú ert á fallegum stað,
þar sem engin neikvæðni eða hatur
eiga sér stað.
Hin eina sanna paradís.
Þar sem himinninn er blár, fallegri
en nokkru sinni fyrr, Þar sem grasið
er grænt sem aldrei fyrr.
Þar sem bjórinn er kaldur sem jök-
ull og ferskari en nýblómstraður
ávöxtur.
Eitt veit ég fyrir víst, að á endanum
munum við hittast á ný, sú ást og
hamingja mun umvefjast mér að vera
komin til þín á ný.
Kristrún Jenny Alfonsdóttir.
Það er erfitt að trúa að þú sért far-
inn frá okkur, man svo vel eftir því
þegar þú passaðir mig í Hagaskóla,
finnst eins og það hefði skeð í gær.
Kenndir mér á hjólabretti, svo var það
tímabilið sem allt snerist um körfu-
boltamyndir. Við skiptumst á mynd-
um, svo lést þú mig fá helling af þínum
myndum sem ég á ennþá. Það eru
engin orð sem lýsa því hversu mikið
ég mun sakna þín frændi, ég mun
aldrei gleyma þér og öllum þeim
skemmtilegu stundum sem við áttum
saman. Ég veit að þú ert kominn á
betri stað og þér líður vel. Þar til við
hittumst næst kveð ég þig.
Hvíl í friði.
Atli Ingi Atlason.
Í dag kveðjum við Gumma frænda
okkar. Mikið getur lífið verið óréttlátt,
en á svona sorgartíma reynir maður
að hugsa um góðu og skemmtilegu
tímana. Frændi minn fékk hjá mér
viðurnefnið litli glókollur, hann var svo
ljóshærður og sætur. Gummi var
snyrtipinni alheimsins, það sást best á
honum sjálfum, bílnum hans og her-
bergi. Hann vildi alltaf hafa hreint og
flott í kringum sig. Hann var greiða-
gjarn ef hann mögulega gat og unni
mömmu sinni systur og ömmu mikið.
Hann var vinmargur, og á hans yngri
árum var alltaf mikið að gerast í
kringum hann og hans vini. Hann
missti besta vin sinn árið 2000 og eftir
það var einsog öll hans lífsorka væri
horfin. Það vantaði þennan lífsneista
sem hann hafði alltaf.
Elsku frændi, við vonum svo inni-
lega að þér líði betur núna og engl-
arnir taki utan um þig, elski þig og
varðveiti.
Elsku systir mín, Rúna og Alli, það
er mikill missir að missa hann
Gumma, það er stórt skarð komið í
þessa litlu fjölskyldu. Við höldum
áfram og höldum minningu hans í
hjarta okkar. Takk fyrir samveruna,
elsku frændi.
Hvíl í friði.
Guðrún V. Guðmundsdóttir.
Gummi minn, ég man það vel þegar
ég hitti þig fyrst. Ætli ég hafi ekki ver-
ið fjögurra ára. Það var mikill snjór úti
og ég sé lítinn ljóshærðan, bláeygðan
strák koma labbandi til mín á planinu
fyrir utan húsin okkar sem spurði
hvort ég vildi leika, svo bauðst þú mér
heim til þín. Ég man ennþá að þú varst
með fullt af litlum dótabílum og búinn
að raða þeim saman í röð og reglu sem
var svo einkennandi fyrir þig. Upp frá
þessu þróaðist mikil vinátta sem varð
að dögum, mánuðum og árum.
Þegar ég rifja upp gamlar minning-
ar man ég sérstaklega eftir að við vor-
um með lítið upptökutæki og tókum
upp raddirnar okkar og sungum há-
stöfum. Ég man að við skellihlógum
þegar við heyrðum í sjálfum okkur.
Við hlustuðum oft á Michael Jackson
og hoppuðum í sófanum og hlupum
um stofuna, svo kom mamma þín og
hægði á leiknum en um leið og hún var
farin hófust lætin að nýju. Við gerðum
nánast allt saman. Hvort sem það var
fótbolti, körfubolti eða hjólabretti að
ógleymdu karatenámskeiðinu og í ein-
um karatetímanum vorum við eitthvað
þreyttir og geispuðum mikið. Við höf-
um getað hlegið fram á þennan dag
þegar við rifjum upp svipinn sem kom
á þjálfarann þegar hann sá geispana,
en hann fór eftir ströngum japönskum
agavenjum. Ég minnist margra
prakkarastrika sem við gerðum og
skemmtum okkur við að rifja upp. Ég
man þegar systir þín fæddist, hún
Kristrún, hvað þú varst spenntur og
stoltur.
Þetta er bara lítið brot af öllum
þeim góðu minningum sem ég á. Við
vorum litlir, reynslulausir pottormar
og alvara lífsins ekki ennþá tekin við.
Ég finn að þessar minningar vekja
með mér hlýju og hve sárt ég sakna
þín. Ég er í raun ekki búinn að átta
mig á því að þú sért farinn, en þú ert á
góðum stað og fylgist með okkur og
gefur okkur styrk. Þú varst ávallt
minn besti vinur og það varst þú sem
alltaf stóðst með mér þegar ég átti í
erfiðleikum, en ég gat alltaf leitað til
þín hvort sem það var dagur eða nótt.
Þú varst mér góður vinur.
Ég votta Ágústu, Kristrúnu, Alfons
og fjölskyldum ykkar mína dýpstu
samúð.
Þinn vinur,
Örn.
Elsku Gummi minn.
Að setjast niður og skrifa þessi orð
tekur mig þyngra en tárum taki. Ég
hef þekkt þig frá fæðingu og það að
þurfa að kveðja þig í dag er óraun-
verulegt.
Ég man svo vel þegar ég passaði
þig lítinn dreng. Ætli það hafi ekki
verið fyrsta ábyrgðarfulla verkefnið
mitt þegar ég fékk stundum að sækja
þig í leikskólann með strætó.
Ég man þegar Summi bróðir dró
þig um allt á snjóþotu, man þegar þú
fórst í allar aðgerðirnar á fætinum,
man hve mikið þér þótti bílskúrinn hjá
pabba spennandi. Ég hugsa til allra
gamlárskvöldanna á Brekkustíg og
hversu oft þú heimsóttir mig í blóma-
búðina. Ég minnist þess hve montinn
þú varst þegar þú eignaðist litlu syst-
ur þína Kristrúnu og hversu óendan-
lega góðhjartaður þú varst.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Við erum öll vanmáttug gagnvart
dauðanum og lífið hefur sinn gang.
Eftir standa minningar um góðan
og fallegan dreng sem ég var svo
heppin að fá að kynnast.
Ég mun alltaf sakna þín Gummi
minn. Guð geymi þig.
Elsku Gústa, Alli, Kristrún Jenný,
Kristrún og Sverrir, Guð styrki ykkur
í sorginni.
Ágústa Valdís Jónsdóttir.
Nú sit ég hér elsku Gummi minn
með þungt fyrir brjósti og reyni að
átta mig á þessu öllu saman. Ég trúi
þessu ekki ennþá. Aldrei nokkurn
tímann grunaði mig að ég ætti eftir að
skrifa minningargrein um þig. Þú
varst alltaf svo glaður þegar þú komst
og hittir okkur og varst alltaf að bralla
eitthvað nýtt í sambandi við bíla. Ég
gleymi aldrei stundunum sem við átt-
um saman elsku frændi minn, en ég
hef ákveðið að ég vil eiga þær fyrir
sjálfan mig.
Við kynntumst ekki af alvöru fyrr
en seint á þinni stuttu ævi en gerðum
margt skemmtilegt saman. Ég gleymi
því heldur aldrei hversu góður þú
varst við Védísi mína, gafst henni allt-
af jólagjafir og í hvert skipti sem við
töluðum saman var eitt af því fyrsta
sem þú spurðir hvernig hún hefði það.
Sambandið á milli okkar hafði minnk-
að því miður seinustu mánuðina en ég
hélt alltaf að við hefðum allan tíma í
veröldinni til að bæta úr því. Því finnst
mér óendanlega sárt að hafa ekki tek-
ið upp símann og slegið á þráðinn. Við
höfðum alltaf ráðgert að hittast í léttu
spjalli og tala saman um daginn og
veginn eða fara út og skemmta okkur
saman. Núna verður aldrei af því. Ég
veit að þú ert núna á mun betri stað
með bros á vör. Loks þegar hlutirnir
voru farnir að líta betur út hjá þér þá
fellur þú frá. Lífið er ekki sanngjarnt.
Ég veit þó að þú munt vaka yfir Védísi
og passa upp á hana á hennar lífsleið.
Elsku Sverrir, Ágústa, Alli, Rúna
og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur
mína dýpstu samúð. Guð gefi ykkur
styrk á þessum erfiðu tímum. Þinn
frændi,
Egill.
Guðmundur Örn
Sverrisson
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
MAGNÚSAR FINNBOGASONAR
frá Lágafelli,
Gilsbakka 2,
Hvolsvelli.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins
Kirkjuhvols fyrir góða umönnun.
Auður Hermannsdóttir,
Vilborg Magnúsdóttir, Gunnar Hermannsson,
Finnbogi Magnússon, Þórey Pálsdóttir,
Ragnhildur Magnúsdóttir, Guðmundur Erlendsson
og barnabörn.
✝
Konan mín,
SONJA GUÐLAUGSDÓTTIR,
Sandholti 7,
Ólafsvík,
verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn
30. maí kl. 14.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Helgi Kristjánsson.
✝
Elskulegur faðir minn og sonur,
ÁRNI RAGNAR ÁRNASON,
Þrastargötu 8,
Reykjavík,
sem lést af slysförum fimmtudaginn 21. maí,
verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn
2. júní kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim
sem vildu minnast hans er bent á reikning 0115 -14-750663
kt. 250797-2579.
Elmar Freyr Árnason,
Ingigerður R. Árnadóttir.
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN ERLINGUR ÞORLÁKSSON
tryggingastærðfræðingur,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti fimmtu-
daginn 28. maí.
Sigrún Brynjólfsdóttir,
Brynjólfur Jónsson, Dagný Guðnadóttir,
Þorlákur Jónsson, Anna Guðrún Ívarsdóttir,
Þorgerður Jónsdóttir,
Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir,
Jón Erlingur Jónsson, Anna Stefánsdóttir,
Þuríður Jónsdóttir, Atli Ingólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.