Morgunblaðið - 29.05.2009, Síða 29
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009
✝ Bergþóra Bene-diktsdóttir fædd-
ist á Egilsstöðum í
Vopnafirði 30. apríl
1927. Hún lést á Drop-
laugarstöðum 21. maí
sl. Foreldrar Berg-
þóru voru Benedikt
Gíslason frá Hofteigi,
f. í Vopnafirði 21. des-
ember 1894, d. 1. októ-
ber 1989, og Geir-
þrúður Bjarnadóttir
frá Akranesi, f. 30.
október 1899, d. 8.
febrúar 1978. Systkini
Bergþóru eru Bjarni (d. 1968), Hild-
ur, Lára, Sigríður, Árni, Auður,
Hrafn, Gísli Egill (d. 1967), Sum-
arliði Steinarr (d. 2008) og Einar (d.
1985).
Bergþóra giftist Sveinbirni Bárð-
arsyni flugumferðarstjóra frá Höfða
í Mývatnssveit 10. ágúst 1956. Synir
þeirra eru 1) Benedikt Geir, f. 18.
febrúar 1957, kvæntur Sólveigu
Jónsdóttur og eiga
þau fjögur börn:
Gunnar, Jón Árna,
Bergþóru og Bjarna;
2) Bárður Arnar, f. 2.
júlí 1958, kvæntur
Ingibjörgu Þór-
isdóttur og eiga þau
eina dóttur: Berglindi
Ósk, en fyrir átti Ingi-
björg þrjá syni: Þóri,
Örvar Atla og Gunn-
laug; 3) Gunnar
Hrafn, f. 1. febrúar
1960, kvæntur Þórdísi
Þórarinsdóttur og
eiga þau fjóra syni: Kristján Þór,
Sveinbjörn Ara, Freystein og Gunn-
ar Þór og 4) Jón Egill, f. 1. febrúar
1960, hann var kvæntur Hönnu
Eddu Halldórsdóttur, d. 21. desem-
ber 2008, og á eina dóttur: Hönnu
Dóru. Langömmubörnin eru þrjú.
Útför Bergþóru verður gerð frá
Garðakirkju í dag, 29. maí, og hefst
athöfnin athöfnin klukkan 13.
Ég kynntist Bergþóru haustið
1975 þegar við elsti sonur hennar
vorum að draga okkur saman og
laumuðumst stundum heim á Víg-
hólastíginn eftir að fólk var gengið til
náða. Þetta fannst Bergþóru ekki
nógu gott svo hún bauð mér formlega
í mat að kvöldlagi. Ég man þegar ég
kom að húsinu og þau hjónin, Berg-
þóra og Sveinbjörn, stóðu fyrir utan
dyrnar og buðu mig velkomna með
handabandi. Og maturinn var hátíða-
matur; hryggur og brúnaðar kart-
öflur. Ég var nítján ára og hafði aldr-
ei fengið svo fínar og formlegar
móttökur.
Við Benni fluttum norður sumarið
eftir og bjuggum í Mývatnssveit
næstu tvö árin. Gunnar litli, fyrsta
barnabarnið, fæddist þar og Begga
amma sendi margan pakkann með
alls kyns prjónlesi enda var hún mikil
hannyrðakona. Hún hélt líka stóra
veislu þegar við komum suður með
drenginn tveggja mánaða til að sýna
hann afa og ömmu – á þeim tíma var
ekki verið að flengjast landshorna á
milli til þess eins að skoða nýfædd
börn.
Bergþóra passaði Gunnar þegar
ég stundaði nám við Kennaraháskól-
ann og dagmamman sem við höfðum
ráðið til að gæta hans brást okkur.
Og amma leyfði honum allt. Við,
ungu foreldrarnir, lærðum fljótt að
allar uppeldisreglurnar sem við fór-
um svo samviskusamlega eftir máttu
sín lítils á Víghólastígnum og Begga
amma gætti þess alltaf að eiga marga
íspinna og klaka í frystinum og
ömmudrengurinn mátti fá eins
marga og hann lysti. Fyrir alla hjálp-
ina þessi fyrstu búskapar- og skólaár
í Reykjavík verðum við Bergþóru
ævinlega þakklát.
Henni var ekki létt um að ferðast
en lagði þó á sig að heimsækja okkur
nokkrum sinnum eftir að við fluttum
til Akureyrar. Þá kom hún líka fær-
andi hendi með útsaumaða púða eða
handprjónaðar peysur handa börn-
unum og gjarnan fallegan kjól fyrir
litlu nöfnu sína.
Bergþóra var skemmtileg kona og
fróð en veikindi sem hún átti við að
stríða komu oft í veg fyrir að hún nyti
sín. Þegar henni leið vel þótti henni
gaman að spjalla og oft hrutu af
vörum hennar gullkorn sem gaman
er að minnast. „Klaufinn þinn“ varð
henni að orði þegar sonur hennar
sagði frá væntanlegri barnseign
helst til ungur. Ævi tengdamömmu
var oft erfið en hún átti líka góða
daga. Hún var gædd mörgum hæfi-
leikum sem hún ræktaði á góðum
tímum; hún saumaði á sjálfa sig og
drengina sína alla fjóra þegar þeir
voru ungir, málaði myndir og prjón-
aði bæði á prjónavél og í höndunum.
Hún las líka mikið og hafði sérstakt
dálæti á ljóðum Einars Ben og Dav-
íðs Stefánssonar. Hún gaf líka barna-
börnum sínum perlur íslenskra bók-
mennta.
Það var sonum Bergþóru mikils
virði að geta verið hjá henni síðustu
stundirnar og kvatt hana áður en hún
lést. Ég kveð líka tengdamóður mína
með virðingu og þökk og bið góðan
Guð að gæta hennar á ókunnum stig-
um.
Sólveig Jónsdóttir.
Hjá ömmu var ég alla tíð prinsessa.
Ein af skýrustu æskuminningum
mínum sýnir þetta: ég er fimm ára,
nýbúin að greiða á mér hárið og
amma kemur í heimsókn. Gunnar
stóri bróðir minn á að fermast á
morgun og ég löngu búin að máta
pilsið og blússuna sem ég ætla að
vera í. En amma kallar mig til sín og
dregur upp stóran kassa – í honum er
fallegasti kjóll sem ég hef augum lit-
ið, jafn fallegur og kjólarnir sem
dúkkurnar mínar frá Edinborg klæð-
ast. Daginn eftir er ég prinsessa í
bleika prinsessukjólnum, sem enn
þann dag í dag er aldrei kallaður ann-
að. Og skýrast man ég brosið hennar
þegar ég flögra alsæl um í veislunni,
prinsessan hennar ömmu.
Á svipuðum tíma átti ég snemmbú-
ið og sem betur fer örstutt mótþróa-
skeið. Ég var ekki par sátt við nafnið
mitt sem mér fannst gamaldags,
langt og erfitt og vildi miklu heldur
heita Erla eða Rósa. Í dag og alveg
síðan mótþróaskeiðinu lauk (tveimur
vikum eftir að það hófst) þykir mér
vænst af öllu um nafnið mitt, sem líka
var nafnið ömmu minnar. Mér fannst
það tengja okkur, eins og við ættum
eitthvað sérstakt sem bara við tvær
skildum. Þessi tenging hefur alltaf
verið og mun um alla framtíð vera
mér óendanlega dýrmæt.
Ég kveð elsku Beggu ömmu mína
með allar fallegu minningarnar sem
hún gaf mér í huga.
Dagur er liðinn, dögg skín um völlinn.
Dottar nú þröstur á laufgrænum kvist.
Sefur hver vindblær sólguðs við fjöllin.
Senn hefur allt að skilnaði kysst.
Dvel hjá oss guðssól hverf ei með hraða.
Himneskt er kvöld í þinni dýrð.
Ljósgeislum tendrast lífsvonin glaða.
Lýs vorri sál er burt þú flýrð.
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Bergþóra.
Kleinuhringir og kókómjólk, svína-
kótelettur, ristað brauð með hunangi,
olsen-olsen á spil og nýbakaðar
hafrakexkökur, sem voru uppáhaldið
mitt. Þetta eru hlutir sem fyrst koma
upp í hugann þegar ég sest niður og
hugsa til baka um heimsóknir mínar
til Beggu ömmu. Ég var tíður gestur
hjá ömmu um árabil og á ég margar
góðar minningar frá þeim tíma.
Þeir sem voru fullorðnir þá hafa
sennilega haldið að ég hafi sótt til
hennar eingöngu vegna þess hversu
auðvelt var fyrir mig að fá hana til að
gefa mér aur fyrir sælgæti og fleira
góðgæti. En það var síður en svo
raunin. Við áttum mjög gott sam-
band ég og amma og áttum margar
góðar stundir sem ég gleymi aldrei.
Við byrjuðum heimsóknir mínar yf-
irleitt á því að rölta saman út í versl-
unina Straumnes og versla fyrir
helgina ofangreinda uppáhaldshluti.
Oftast komum við líka við í sjoppunni
og keyptum happaþrennur og lottó
fyrir kvöldið. Við áttum svo huggu-
legt kvöld ýmist við sjónvarpsgláp
eða spiluðum á spil. Amma kenndi
mér hin ýmsu spil en í uppáhaldi var
olsen-olsen sem ég þreyttist aldrei á
að spila og hún var alltaf til í eitt enn.
Hún kenndi mér líka að leggja kapal
og ég man vel hversu tilkomumikið
mér fannst þegar kapall „gekk upp“.
Amma var alltaf ákaflega góð við mig
og sagði mér margar góðar sögur og
fræddi mig um allt milli himins og
jarðar. Ég man alltaf sérstaklega eft-
ir síðkvöldunum þegar hún lá uppi í
rúmi og ég á dýnu á gólfinu við hlið-
ina og við lásum hvort sína bókina við
ljóstýru frá lampa og hún svaraði
hinum ýmsu spurningum frá mér inn
á milli með glöðu geði. Þessum
huggulegu kvöldstundum gleymi ég
aldrei.
Ég vil minnast góðrar konu sem
kenndi mér margt og kveð ég þig í
síðasta sinn, elsku amma Begga, með
trega í hjarta en bros á vör og veit að
þú ert á góðum stað.
Þinn sonarsonur
Kristján Þór Gunnarsson.
Elskulega systir mín. Mig langar
að kveðja þig með nokkrum orðum.
Þó ég sæti hjá þér dagstund síðasta
daginn þinn hér á meðal okkar. Þá
var svo af þér dregið, að við gátum
ekki einu sinni talað saman. Flest var
farið en samt varstu svo mild og fal-
leg. Ég minnist æsku okkar heima í
Hofteigi. Ellefu systkin, alltaf mikið
um að vera. Þetta var góður tími og
minningarnar ljúfar. Auðvitað stund-
um í mörgu að snúast og þar varst þú
oftast fremst í flokki, svo dugleg,
glöð og góð. Þarna fór eins og annars
staðar, hópurinn dreifðist og þá varð
Reykjavík framtíðar-landið og þar
hittirðu hann Sveinbjörn. Ég man
það ennþá þegar þið komuð til mín í
fyrsta skipti saman, að ég hugsaði
hvað það væri gaman að vera svona
fallegt fólk. Heimilið var stofnað í
Reykjavík, síðan fluttust þið til
Bandaríkjanna meðan Sveinbjörn
var í námi. Svo fæddust 4 drengir á
tæpum þremur árum. Þá var ekkert
orlof, hvorki fyrir föður né móður,
bara bjarga sér af eigin rammleik, og
það gerðuð þið svo vel að afkomend-
ur ykkar þurfa ekki að borga gamlar
skuldir frá ykkur. Nú eruð þið bæði
farin, en ég geymi minningarnar enn
um sinn. Góðar minningar gera lífið
betra. Ég votta samúð drengjunum
ykkar, tengdadætrum og barnabörn-
um. Svo kveð ég þig með söknuði og
þakklæti. Blessuð sé minning Berg-
þóru Benediktsdóttur og Sveinbjarn-
ar Bárðarsonar.
Lára M. Benediktsdóttir.
Bergþóra
Benediktsdóttir
yndislegar minningar um þig, þá
sérstaklega tengdar klifri og sem
löggan í löggu og bófa þegar við vor-
um yngri. Svo að sjálfsögðu um þinn
innilega og smitandi hlátri þegar við
skemmtum okkur konunglega sam-
an þó nokkrum árum seinna. Þá
verður maður að tilgreina sérstak-
lega okkar æðislegu frændsystkina-
bústaðaferðir, þar sem þú fórst á
kostum. Þú, Kolla og Elli voruð að-
alfólkið í Pictionary og þér tókst að
hræða okkur upp úr skónum, sér-
staklega Örnu Björg og Kollu, þegar
þú slökktir á ennisljósinu og faldir
þig í myrkrinu í næturgöngunni,
læddist á eftir okkur og lést vera úlf-
ur. Einnig var sérstakt hvað þú
varst einstaklega laginn við að fara
út og svo birtistu allt í einu uppi á
lofti. Eru þetta bara brot af mörgum
skemmtilegum tímum sem við höf-
um átt með þér.
Þú hefur alltaf verið rosalega gjaf-
mildur og tilbúinn í að hjálpa öllum
með hvað sem er, varst alltaf til taks.
Það var alveg einstaklega gaman að
vera í kringum þig, þú hefur gefið
okkur svo margt og við þökkum þér
fyrir allt saman og vonum að þú
haldir áfram að hrekkja okkur,
hehe.
„Við reynum að halda áfram, elsk-
um allt sem við minnumst. Í gegnum
erfiða tíma þú lyftir okkur upp. Þú
varst okkar vinur, við fylgdum þér
alla leið. Og einn daginn hittumst við
öll aftur, og skemmtum okkur sam-
an á ný.“
Þú hafðir hjarta úr gulli og við
söknum þín, hlökkum til að sjá þig
aftur.
Ragnar, Hans, Ólafur, Arna
Björg, William, Ágúst, Jóhanna
Elísabet, Kolbrún, Elísabet
og fjölskyldur.
Leiftrandi lífsorka og glettni í til-
svörum og augnaráði einkenndu
Kristján Fal Hlynsson. Hann sat á
aftasta bekk í stofunni hjá mér og oft
sá ég stríðnispúkann brjótast fram.
Það var notalegt að hafa hann í tím-
um hjá sér. Hann hafði allt til
brunns að bera sem prýða má ungan
mann. Heiðarlegur fram í fingur-
góma. Ég nappaði hann aðeins einu
sinni með óunna heimavinnu. Þá leit
hann strákslega á mig og sagði: „Ég
nennti þessu ekki í gær.“ Ég skildi
hann vel og honum var fúslega fyr-
irgefið. Hann hafði valið sér lífsstarf,
ætlaði að verða smiður. Vitnisburður
kennara í þeirri grein ber honum
fagurt vitni, þeir segja hann einn af
þeim albestu sem þeir hafa fengið í
grunndeild tréiðna Á snöggu auga-
bragði dregur ský fyrir sólu. Vinnu-
slys! Ungur maður í blóma lífsins er
að vinna við iðn sína og er hrifinn á
brott. Eftir sitja syrgjandi ástvinir,
hnípnir nemendur, vinir og kennar-
ar.
Kæru Helga, Hlynur og Ragnar.
Hátt hefur verið reitt til höggs.
Nístandi sársauki er hlutskipti ykk-
ar og fjölskyldna ykkar nú. Megi
góður Guð þerra tárin ykkar og
styrkja ykkur í þessari sáru raun.
Starfsfólk Fjölbrautaskóla Suður-
nesja þakkar Kristjáni Fal ákaflega
notaleg og góð kynni og biður góðan
Guð að leiða hann til ljóssins.
F.h. starfsfólks Fjölbrautaskóla
Suðurnesja,
Rósa Sigurðardóttir.
Margt ég vildi þakka þér
og þess er gott að minnast
að þú ert ein af þeim sem mér
þótti gott að kynnast.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Með fáum orðum langar okkur að
kveðja góðan dreng, Kristján Fal, og
þakka samfylgd í hestamennsku og
ferðalögum. Minning um glaðan,
broshýran og hlæjandi dreng líður
seint úr minni, því hann var alltaf
svo hress og kátur. Eins að ferðast
með fjölskyldunni, þar sem oft var
glatt á hjalla, og gaman að horfa á
hversu fjölskyldan hans var sam-
rýnd í öllum verkum.
Voru bræðurnir og þau hjónin
alltaf tilbúin að aðstoða og rétta
hjálparhönd þessum tveim kerling-
um, sem voru með í hópnum. Ekki
settu þeir bræður það fyrir sig þó
aldursmunur væri á ferðafélögun-
um, og aldrei fann maður fyrir því að
þeim leiddist félagsskapurinn. Þess-
ar ferðir munu ávallt vera okkur
ferskar í minni og minning liðinna
tíma ógleymanleg.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Elsku Hlynur, Helga, Ragnar og
fjölskylda, innilegar samúðarkveðj-
ur og megi guð blessa ykkur og
styðja í gegnum sorgina
Svala Rún Jónsdóttir,
Þórdís Þorvaldsdóttir.
Líf kviknar, drengur fæðist vina-
hjónum mínum fyrir rétt rúmum 18
árum. Drengurinn hlaut nafnið
Kristján Falur. Ég fylgist með hon-
um úr fjarlægð og hef af honum
fréttir í gegnum árin. Drengurinn er
léttur í lund og kátur. Hann kemur
með hópi samnemenda úr Njarðvík-
urskóla í kennslustofuna hjá mér í
Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þar
ræði ég um námið í húsasmíði og iðn-
nám almennt og spyr svo hópinn
eins og venjulega hvort einhver
hugsi sér að læra húsasmíði eða aðra
iðn. Einhverjir rétta upp hönd, þar á
meðal hann. Ég spyr hann hvað
hann hyggist læra, „húsasmíði“ seg-
ir hann og ég brosi og býð hann vel-
kominn í hópinn um haustið og
hlakka til að fá að kynnast honum
nánar. Hann hóf námið í FS haustið
2007 og sýndi strax að hann hafði
mikinn áhuga á því sem honum var
falið að gera. Hann lagði sig fram við
að gera vel og spurði spurninga ef
hann var ekki viss hvernig best væri
að leysa hlutina. Það voru forréttindi
að fá að hafa nemanda eins og Krist-
ján í tíma hjá sér. Alltaf mættur á
réttum tíma og tilbúinn í verkefni
dagsins sama hver þau voru. Síðast-
liðið haust hóf hann námið á 3. önn í
húsasmíði en á þeirri önn reisa nem-
endur timburhús og reynir þá mikið
á samvinnu nemenda. Hann varð
strax forustumaður í sínum hópi og
dró oft samnemendur sína með sér
til að klára hin ýmsu verk sem fyrir
lágu. Ég sé hann fyrir mér hlaup-
andi upp og niður þakið á sumarhús-
inu, galandi í samnemendurna til að
láta hlutina ganga og hann lagði
örugglega sitt af mörkum til að svo
yrði. Á vorönninni sýndi hann kunn-
áttu sína þegar hann smíðaði vaska-
húsinnréttingu fyrir foreldra sína.
Samnemendum hans fannst umfang
verkefnis Kristjáns nokkuð mikið og
vorum við fljótir að telja þeim trú
um að hann væri kominn í „bisness“
og hann hefði verið fenginn til að
smíða í alla raðhúsalengjuna. Þessu
trúðu drengirnir upp á hann.
Kristján kvaddi okkur í lok apríl
og sá fram á að ljúka vinnustað-
anámi sínu á næstu 18 mánuðum og
koma svo aftur til okkar í FS á vor-
önn 2011 og ljúka námi sínu í húsa-
smíði það vor með sveinsprófi. Það
er vissa mín að í því hefði Kristján
staðið sig með miklum sóma. En
ekki ganga allar áætlanir upp, frétt
um alvarlegt vinnuslys við byggingu
í Garðinum morguninn 19. maí fyllti
mig óhug og fékk ég fréttir af því í
framhaldi að þar hefði Kristján orðið
undir steypumóti sem verið var að
hífa og hann væri mjög alvarlega
slasaður. Þennan dag var maður
hálflamaður og fékk fréttir af honum
eftir því sem þær bárust. Morguninn
eftir voru fréttirnar ekki góðar og
mjög erfitt var að koma sér að verki
því hugurinn var hjá Kristjáni og
fjölskyldu. Seinnipart dags bárust
fréttir um andlát hans, var mér þá
öllum lokið. Kristján var alltaf kátur
og hress, til í smásprell ef því var að
skipta. Ég og samkennarar mínir í
FS eigum eftir að sakna hans. Kæru
Hlynur, Helga og Ragnar og aðrir
aðstandendur Kristjáns, missir ykk-
ar er mikill. Minning um góðan og
ljúfan dreng lifir með öllum þeim
sem kynntust Kristjáni. Megi góður
Guð gefa ykkur styrk til að takast á
við sorgina.
Gunnar Valdimarsson.
Þorsteinn Víðir
Valgarðsson
✝ Þorsteinn VíðirValgarðsson
fæddist í Reykjavík
29. maí 1983. Hann
varð bráðkvaddur á
heimili sínu í Reykja-
vík 6. júlí 2005 og var
útför hans gerð frá
Dómkirkjunni 14. júlí.
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is
MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM
OG FYLGIHLUTUM
Sendum myndalista
Fleiri minningargreinar um Krist-
ján Fal Hlynsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Minningar á mbl.is