Morgunblaðið - 29.05.2009, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞETTA hefur gengið rosalega
vel,“ segir myndlistarmaðurinn
Curver Thoroddsen um gjörning
sinn, Sliceland – Vestustu pizzur í
Evrópu, sem stendur nú yfir í
Bjargtangavita á Vestfjörðum. Cur-
ver hefur breytt vitanum í pizzu-
stað þar sem hann bakar lundapizz-
ur í gríð og erg, gestum vitans til
mikillar gleði.
„Það hafa bæði ferðamenn og
heimamenn komið að skoða og
flestum hefur litist vel á, og flestir
hafa prófað lundapizzur. Að vísu
komu tveir bandarískir dýravernd-
unarsinnar, og þeir vildu ekki
þannig pizzu,“ segir Curver og
hlær.
Aðspurður segir listamaðurinn
að flestir þeir sem hafi fengið sér
pizzu hafi verið mjög hrifnir af
þessari nýstárlegu uppskrift að
ítölskum flatbökum.
„Lundakjöt er náttúrlega mjög
gott. Það er mikið kjötbragð af því
og það mætti segja að það væri mitt
á milli nautakjöts og túnfisks. Það
passar hins vegar einstaklega vel á
pizzur með ostinum og tómatsós-
unni.“
Ekkert samviskubit
Gjörningurinn hefur staðið yfir
frá því Listahátíð í Reykjavík hófst,
hinn 15. maí, og stendur til sunnu-
dags, 31. maí. Verkið er hluti af
verkefninu Brennið þið, vitar! þar
sem fjórir myndlistarmenn voru
fengnir til að setja upp verk í jafn-
mörgum vitum í hverjum lands-
fjórðungi.
Curver segir að fjöldi gesta á sína
sýningu sé kominn vel yfir hundrað
og fjöldi pizzusneiða sé eftir því.
„Mér finnst annars alveg magnað
hvað ferðamennirnir eru kaldir á
því, þeir koma til að skoða lundann,
fara út að bjargi og stúdera fuglinn
og koma svo og fá sér heita og ljúf-
fenga lundapizzu án þess að vera
með nokkurt samviskubit,“ segir
Curver sem ætlar að baka pizzur í
dag, á morgun og á sunnudaginn,
frá kl. 13 til 20. Sýningin sjálf
stendur hins vegar til 2. ágúst, en
þar verður hægt að skoða innrétt-
ingar listamannsins, auk mynd-
bands og ljósmynda frá gjörn-
ingnum.
Bakarinn „Lundakjöt er náttúrlega mjög gott. Það er mikið kjötbragð af því og það mætti segja að það sé mitt á
milli nautakjöts og túnfisks,“ segir Curver Thoroddsen sem sést hér baka gómsæta lundapizzu.
Lundapizzur rjúka út
Gjörningur Curvers Thoroddsen í Bjargtangavita hefur gengið
vel Bandarískir dýraverndunarsinnar vildu þó engar pizzur
Tveir vildu ekki lundapizzur
mbl.is | SJÓNVARP
Illu er best aflokið. Best aðfjalla fyrst um það neikvæðaá tónleikum Tríós Nordica íListasafni Íslands á þriðju-
dagskvöldið. Fullmikil glymjandi
var í salnum, sem gerði að verkum
að veikt spil magnaðist upp. Út-
koman var því einhæf, það var eins
og spilað væri sterkt allan tímann.
Megnið af efnisskránni samanstóð
af rómantískri tónlist, sem er öfga-
full í báðar áttir. Hún einkennist af
andstæðum, ekki síst í styrkleika.
Túlkunin var því ekki eins sann-
færandi og hún hefði getað orðið.
Það er synd, því spilamennskan
var að öðru leyti frábær. Skemmti-
legt tríó op. 7 eftir hinn finnska
Toivo Kuula (1883-1918) var nota-
lega síðrómantískt, með léttum
Skrjabín-blæ. Samleikurinn var
hárnákvæmur og hver hljóðfæra-
leikari spilaði hreint, af gífurlegum
krafti. Sömu sögu er að segja um
grípandi Allegró í D-dúr eftir Sib-
elius. Hvorugt verkið hefur heyrst
hér áður.
Ein tónsmíð var frumflutt á tón-
leikunum, Scherzo eftir Þórð Magn-
ússon. Það er glæsileg músík, form-
ið einfalt, nánast þráhyggjukennt.
Áberandi voru áleitnar hendingar,
nett fyndnar. Orðið scherzo þýðir
brandari. Brandarinn var frávik,
pása frá ofsafengnum tilfinningum
sem annars gegnsýrðu dagskrána.
Þórður er auðheyrilega gott tón-
skáld.
Tónleikunum lauk með hinu ljúfa
tríói nr. 1 í d-moll eftir Mendels-
sohn. Tríóið var snilldarlega leikið,
fyrir utan það sem nefnt var í
byrjun. Rómantíkin var aftur alls-
ráðandi, full af skemmtilegum lag-
línum og safaríkum blæbrigðum.
Hún var í furðulegri mótsögn við
kuldaleg myndverkin eftir Krist-
ján Guðmundsson sem skreyttu
veggina! Sennilega hefði mátt
hugsa staðsetningu tónleikanna
aðeins betur.
Rómantík á röngum stað
Listasafn Íslands
Kammertónleikar – Listahátíð
í Reykjavík
bbbmn
Tríó Nordica (Auður Hafsteinsdóttir,
Bryndís Halla Gylfadóttir og Mona
Kontra) flutti verk eftir Kuula, Sibelius,
Mendelssohn og Þórð Magnússon.
Þriðjudagur 26. maí.
JÓNAS SEN
TÓNLIST
Sk
ar
tg
rip
ir
C O N C E P T S T O R E
Laugavegi 7 • 101 Reykjavík
Sími 561 6262 • www.kisan.is
Servane Gaxotte
– meira fyrir áskrifendur
Glæsilegt sérblað fylgir með
Morgunblaðinu 6. júní
Garðablað
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Meðal efnis verður :
• Skipulag garða
• Garðblóm og plöntur
• Sólpallar og verandir
• Hellur og steina
• Styttur og fleira í garðinn
• Garðhúsgögn
• Heitir pottar
• Útiarnar
• Hitalampar
• Útigrill
• Matjurtarækt
• Kryddrækt
• Góð ráð við garðvinnu
• Ásamt fullt af spennandi efni
Garðablaðið verður með góðum
upplýsingum um garðinn, pallinn,
heita potta, sumarblómin,
sumarhúsgögn og grill.
Garðablaðið verður stílað inn á allt
sem viðkemur því að hafa garðinn
og nánasta umhverfið okkar
sem fallegast í allt sumar.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569-1105 eða kata@mbl.is
Tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 14.00,
þriðjudaginn 2. júní.