Morgunblaðið - 07.06.2009, Síða 2

Morgunblaðið - 07.06.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009 ostur Ríkur af mysupróteinum Bra gðg óð nýju ng 9% aðeins Prófaðu nýja braðgóða Fjörostinn, fituminnsta kostinn í ostaúrvali dagsins. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HÁTÍÐ hafsins hófst í 11. sinn í Reykjavík í gær í tilefni af sjómannadeg- inum og dagskráin er vegleg að vanda. Margir lögðu leið sína á Bótar- bryggju þar sem til sýnis voru allir helstu nytjafiskar við Ísland auk fjöl- margra sjaldgæfra fisktegunda sem finnast í úthafinu. Þessi ungi maður gaf karfanum sérstakan gaum í karinu. haa@mbl.is Morgunblaðið/Golli Íslenskt sjávarfang til sýnis við höfnina ÁGÚST Einars- son, rektor Há- skólans á Bifröst, er þeirrar skoð- unar að kanna eigi með form- legum hætti hvort stofna eigi nýjan háskóla með sameiningu Háskólans á Bif- röst, Listaháskól- ans og Háskólans í Reykjavík. Þetta kom fram í ræðu rektors við útskrift á Bifröst í gær, laugardag. Tvær nefndir, önnur skipuð er- lendum sérfræðingum og hin inn- lendum, skiluðu nýlega áliti um upp- stokkun háskólastigsins og voru niðurstöðurnar þær að fækka ætti háskólum niður í tvo eða þrjá. Í máli Ágústs kom fram að niðurstöðurnar gæfu hugmyndinni um samstarf byr í seglin. Þá sagði Ágúst jafnframt að Bif- röst hefði nú keypt aftur stærstan hluta fasteigna skólans. Skólinn hafði selt þær til fjárfestingafélags- ins Nýsis fyrir tveimur árum en fyr- irtækið var tekið til gjaldþrotaskipta í mars. haa@mbl.is Vill sam- einingu háskóla Bifröst kaupir aftur hluta eigna sinna Ágúst Einarsson FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is LAGNING Sundabrautar, tvöföld- un Suðurlandsvegar og tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi eru meðal verklegra framkvæmda sem ræddar eru í vinnuhópi samtaka á vinnumarkaði og stjórnvalda. Þá er bygging hátæknisjúkrahúss og gerð Hvalfjarðarganga og Vaðla- heiðarganga á borðinu í viðræðun- um í Karphúsinu. Skv. heimildum Morgunblaðsins er litið svo á að þessar fjárfestingar gætu átt sér stað í einkaframkvæmd. Umfang þeirra gæti verið frá 18 til 22 millj- arðar á ári. Enn eru þetta þó eingöngu út- færðar hugmyndir en fljótlega ætti að vera hægt að taka ákvarðanir um hvort í þær verður ráðist. Þá eru fjölmörg verkefni í orkugeir- anum til skoðunar, þó enn sé óvissa um orkuöflunina. Búðarhálsvirkjun er ein af stærstu framkvæmdum sem horft er til. Fjárfestingin er áætluð 30 milljarðar og ársverkin 650 til ársins 2012. Gagnaver á Norðurlandi og Suðvesturlandi eru til skoðunar (ársverkin á áttunda hundraðið), sólarkísilverksmiðja (600 ársverk) og koltrefjaverk- smiðja (400 ársverk) eru sömuleiðis til skoðunar. Spurningin snýst um fjár- mögnun, sérstaklega vegna mögu- legra framkvæmda orkufyrirtækja. Fram hefur komið að viðræður eiga sér stað milli lífeyrissjóða og Landsvirkjunar um mögulega að- komu sjóðanna að fjármögnun Búð- arhálsvirkjunar. Áhersla er lögð á mannaflsfrekar framkvæmdir, s.s. Helguvíkurálver (3.300 ársverk), stækkun álversins í Straumsvík (360 ársverk), mögu- legar virkjunarframkvæmdir Orku- veitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja (2.500 ársverk) og sjúkrahús á Landspítalalóðinni (898 ársverk). Stór verk í einkafram- kvæmd?  Rætt um Sundabraut, orkuver, jarð- göng, álver og gagnaver í Karphúsi Morgunblaðið/ÞÖK Tvöföldun Meðal verka á listanum er tvöföldun Vesturlandsvegar. Ef öll fjárfestingarverkefni, sem til skoðunar eru í viðræðunum um stöðugleikasáttmála, verða að veruleika, þýddi það fjárfest- ingu upp á 245 milljarða á næsta ári og yfir 3.500 ársverk yrðu til. MAÐURINN sem varð fyrir alvar- legri líkamsárás á Grettisgötu á fimmtudag er á batavegi og hefur nú verið fluttur af gjörgæslu yfir á al- menna deild á Landspítalanum við Hringbraut. Tveir karlmenn og tvær konur voru á föstudag úrskurðuð í gæsluvarðhald til 15. júní vegna málsins. Þá er líðan mannsins, sem lagt var til með hnífi á föstudag í íbúð í Hafn- arstræti á Akureyri, eftir atvikum góð. Búist var við að hann yrði út- skrifaður af Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri síðdegis í gær. Karl á sex- tugsaldri er grunaður um að hafa stungið manninn í bakið en báðir voru þeir gestir í íbúðinni. haa@m- bl.is Á batavegi eftir árásir Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is TVEIR karlmenn og ein kona voru handtekin í gær í tengslum við eld sem kom upp á Kleppsvegi 102 í gærmorgun. Eru þau grunuð um að skvett bensíni yfir innanstokksmuni. Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu. Eldur kviknaði í tvílyftu einbýlis- húsi en slökkviliði höfuðborgarsvæð- isins tókst fljótlega að ráða niðurlög- um eldsins. Að sögn slökkviliðs gekk starfið á vettvangi vel og vandræða- laust. Þegar slökkvilið kom á vett- vang hafði eldurinn náð að teygja sig upp í ris hússins. Eldurinn var nokkuð umfangs- mikill. Búið var í húsinu og einn mað- ur var inni í því þegar eldurinn kviknaði. Hann átti fótum sínum fjör að launa en komst heilu og höldnu út og ekki þurfti að flytja hann á slysa- deild. Að sögn lögreglu og slökkvi- liðs eru umtalsverðar skemmdir á húsinu eftir brunann. Morgunblaðið/Golli Bruni Slökkvilið náði fljótlega að ráða niðurlögum eldsins á Kleppsvegi. Þrír eru grunaðir um að hafa lagt eld að húsinu snemma í gærmorgun. Átti fótum sínum fjör að launa út úr logandi húsinu Þrír grunaðir um íkveikju í húsi á Kleppsveginum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.