Morgunblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 15
Reuters
Kapphlaup Rússneskt rannsóknarskip með smákafbáta um borð siglir í
Norðurskautshafinu, en miklu er til kostað í rannsóknir á svæðinu.
gamlan keppinaut sinn:
„Bretlandsdrottning hefur engin
völd, en það hefur franski forsetinn.“
En verkefnin eru ærin sem blasa
við á norðurskautinu, þar sem ísinn
hopar vegna hlýnunar jarðar og til
stendur að skipta hafsvæðunum sem
opnast. Það verður að líkindum í síð-
asta skipti sem slík skipting fer fram
á stórum alþjóðlegum hafsvæðum.
Og samningaviðræðurnar eru mun
flóknari en varðandi Suðurskauts-
landið. „Þar voru bara mörgæsir og
engir kjósendur,“ segir Rocard bros-
andi. „Við stöndum hinsvegar frammi
fyrir því að það búa um fjórar millj-
ónir norðan heimskautsbaugs.“
„Með hlýnun sjávar má gera ráð
fyrir að ný fiskimið verði til og að fiski-
skiptaflotinn fylgi í kjölfarið,“ segir
Rocard. „En þarna eru engir vitar,
engir björgunarbátar, engin sjúkra-
þjónusta, engin landamæri og ekkert
aflahámark. Áður var siglingaleiðin
lokuð frá Evrópu til Japans um nyrsta
haf, en nú er sú leið fær nokkrar vikur
á ári. Það mun áreiðanlega kalla á
aukna umferð. Það þarf að styrkja
bátana og setja alþjóðlegar reglur um
öryggiskröfur. Svo skapast hætta af
ferðum kafbáta, eins og kom á daginn
þegar franskur og breskur kafbátur
rákust saman fyrr á árinu. Ekkert tjón
varð, en þetta sýnir að kafbátar búa
yfir frábærri tækni til að greina hreyf-
ingu 30 til 40 km frá sér, en sjá ekkert
í nánasta umhverfi! Og spurning vakn-
ar hvernig eigi að tryggja öryggi
þeirra og yfirborðsskipa – hvað gerist
ef það verður slys?“
Hver á að ráða?
Norðurskautsráðið var stofnað ár-
ið 1996 með sameiginlegri yfirlýsingu
aðildarríkjanna átta, sem eru Norð-
urlöndin fimm, Bandaríkin, Rússland
og Kanada. Þrjú af stofnríkjunum
eiga ekki landamæri að norðurskaut-
inu, en það eru Ísland, Finnland og
Svíþjóð.
Auk aðildarríkjanna eiga samtök
frumbyggja fastafulltrúa og ýmis
önnur ríki áheyrnarfulltrúa, þar á
meðal Frakkland, sem á fyrst og
fremst hagsmuna að gæta vegna öfl-
ugs vísindastarfs, svo sem hjá
frönsku heimskautastofnuninni.
„Þegar ég var skipaður var spurt í
frönsku blöðunum af hverju væri ver-
ið að skipa sendiherra mörgæsanna,“
segir hann. „Ég hef engar áhyggjur
af þeim, en annað gildir um ísbirnina
– þeirra tilveru er ógnað vegna hlýn-
unar jarðar. Svo tel ég mikilvægt að
eitt af samráðsríkjunum eigi ekki
beinna hagsmuna að gæta, því standa
þarf vörð um hag heimsbyggð-
arinnar.“
Rocard segir að Norðurskauts-
ráðið geti greitt götu samráðs um
málefni norðurskautsins, enda sé þar
kominn vísir að samráðsferli, sem
hægt sé að styðjast við. Hingað til
hefur það einkum beitt sér á sviði um-
hverfismála, einkum vegna loftslags-
breytinga. „Ég er ánægður með að
það sé til,“ segir hann. „Vandinn er sá
að það er einungis ráðgefandi, en til
þess að unnt sé að vernda fiskimiðin
og hafa eftirlit með hafsvæðum þarf
það að hafa formlegt vald, sem ríkin
verða að hlíta.“
Hann yppir öxlum.
„En hvernig er það hægt? Að ein-
hverju leyti má horfa til Alþjóðasigl-
ingamálastofnunarinnar eða Mat-
vælastofnunar SÞ, en það er ljóst að
margt er óleyst – hverjir ráða og eftir
hvaða leiðum? Það verður mitt verk-
efni að taka þátt í að leiða það til
lykta.“
Svo ratar þetta eins og önnur al-
þjóðamál inn á borð Evrópusam-
bandsins. „Meirihluti íbúa Evrópu-
sambandsins vill ekki að það vasist í
utanríkismálum vegna þess að það er
kostnaðarsamt og það hentar Banda-
ríkjunum ágætlega, segir Rocard.
„En ég er þeirrar skoðunar að Evr-
ópusambandið eigi að verða annað og
meira en Stóra-Sviss, sem skiptir sér
ekki af heimsmálunum.“
Átökin um hafsvæðin
Að sögn Rocards er þegar hafin
glíma meðal þeirra ríkja sem eiga
lögsögu að norðurskautinu um for-
ræði yfir hafsvæðum. Það sést meðal
annars á því að Rússar hafa komið
fyrir rússneskum fána undir ísnum á
norðurskautinu.
Samkvæmt hafréttarsamningi
Sameinuðu þjóðanna eiga strandríki
sjálfkrafa landgrunn að 200 sjómíl-
um, sem eru jafnframt ytri mörk
efnahagslögsögunnar. En ef ríki eiga
víðáttumeiri landgrunn geta þeir far-
ið fram á að lögsagan verði útvíkkuð
sem því nemur gagnvart alþjóðlega
hafsbotnssvæðinu sem liggur þar fyr-
ir utan.
„Það er talað um aðra Sádí-Arabíu
á norðurskautinu og Rússar og Norð-
menn ætla sér stóra hluti þar,“ segir
Rocard. „ Það er ákveðin smuga milli
Rússlands og Noregs sem þjóðirnar
deila um. Norðmenn hafa fengið kröf-
ur sínar samþykktar að hluta, en ósk-
að hefur verið eftir ýtarlegri gögnum
frá Rússum. Kanada, Grænland og
Bandaríkin hafa einnig farið fram á
stærra landgrunn og ef það gengur
eftir hjá öllum þessum ríkjum, þá
verður aðeins afmarkað svæði frjálst,
en öll hin óháð reglum um alþjóðleg
hafsvæði.“
Rocard gerir lítið úr því að Norð-
menn hafi áhyggjur af samningunum
við Rússa eins og sumir vilji vera láta.
„Besta dæmið um góða samvinnu
ríkjanna er Norðurskautsráðið, þar
sem vísindamenn þjóðanna hafa unn-
ið náið saman. Nýverið hittust for-
sætisráðherrar og utanríkisráðherr-
ar ríkjanna á löngum fundi. Ég held
að þeir myndu ekki skrifa undir slíka
skoðun.“
En hann játar þó að deilan sem
virðist í uppsiglingu um Svalbarða sé
að minnsta kosti forvitnileg. „Það var
gengið frá samningi um forræði Nor-
egs yfir Svalbarða árið 1921, en nú
segja Rússar að sá samningur eigi að-
eins við um landið sjálft, en ekki hafið
í kring. Það væri þá einsdæmi í heim-
inum.“
15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009
HORFUM TIL ALLRA ÁTTA
Höfðatorg brúar bilið milli gamla Laugavegar
og Borgartúns, þar sem samfélag íbúa, athafnalífs,
menningar, verslunar og þjónustu sameinast.
Taktu þátt í mótun þessa nýja kjarna Reykjavíkur
ásamt þeim 500 starfsmönnum sem nú þegar
sækja vinnu sína á Höfðatorg.
Áhugasamir hafi samband sem fyrst svo sníða
megi húsnæðið að þörfum hvers og eins, hvort
sem um er að ræða veitingahús í turninum með
einstöku útsýni, læknamiðstöð, ferðaþjónustu,
verslun, líkamsrækt, skrifstofustarfsemi,
bankaútibú, hárgreiðslustofu, kaffihús eða hvað
annað sem gerir lítið samfélag að einni heild.
www.hofdatorg.is · sími: 595 4400