Morgunblaðið - 07.06.2009, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 07.06.2009, Qupperneq 23
Mánudaginn 8. júní hefst í Heilsugarði Gauja litla nýtt 8 vikna aðhaldsnámskeið fyrir þá sem vilja ná miklum árangri á skömmum tíma. Hér er um að ræða nýtt æfingakerfi sem er byltingarkennt og styrkjandi bæði fyrir líkama og sál. Sérstakar teygju- og styrktaræfingar sem efla starfssemi líkamans, regluleg gönguþjálfun sem miðar að auknu úthaldi þátttakenda. Persónuleika efling og styrking sjálfsmyndar. Mikið aðhald og ströng markmiðasetning. Þetta er námskeið fyrir þá sem þora að taka á sínum málum. Skráning í síma: 5618585 eða 660 8585 Innifalið: Vikuleg viktun, fituprósentumælingar, ítarleg kennslugögn, vikulegar leiðbeiningar varðandi fæðið, matardagbækur, næringarfyrirlestur, góð hreyfing 3 sinnum í viku, aðgangur að aðhaldsvefnum www.gauilitli.is, mikið aðhald og eftirfylgni, sundtaska og brúsi. Sumarið er tíminn Nýtt æfingakerfi á Íslandi! MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009 140 bæir um allt land bjóða upp á gistingu, máltíðir og afþreyingu. Fjölbreytt gisting: Heimagisting, gistihús, sveitahótel, sumarhús og tjaldsvæði. Verið velkomin! Bændur selja búvörur beint frá býli. Fjölbreytt framboð af íslenskum mat við allra hæfi. Verði þér að góðu! Bændahöllinni 107 Reykjavík sími 563-0300 www.beintfrabyli.is www.bondi.is Síðumúli 2 108 Reykjavík sími 570-2700 www.sveit.is Komdu í heimsókn til bænda og kynntu þér nútímabúskap og fjölbreytta starfsemi í íslenskum sveitum. Fyrir börn og fullorðna á öllum aldri! Velkomin í sveitina Allt sem þú þarft að vita um gistingu, mat og afþreyingu í sveitinni Bæklingurinn liggur frammi á öllum helstu áningarstöðum á landinu. Pantið bækling á www.uppisveit.is Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Íslendingar hafa undanfarið ver-ið vanir því að vera mikið á far-aldsfæti og liggur leiðin þá oftum flugvöllinn í Kastrup í Kaupmannahöfn. Fyrir aðeins nokkrum mánuðum prýddu veggi flughafnarinnar auglýsingar frá ís- lenskum útrásarfyrirtækjum og verslunum í eigu Íslendinga. Þær eru nú farnar fyrir löngu þótt enn sjáist auglýsingar frá flugfélaginu Sterling, sem nú reyndar gengur undir nafninu Cimber Sterling eftir nýlega uppstokkun og enn ein eig- endaskiptin. Blaðamaður átti leið um flughöfnina á dögunum og þótti af því tilefni tilvalið að spyrja aðra ferðalanga um viðhorf þeirra til Ís- lands, nánar tiltekið hvað væri það fyrsta sem fólki dytti í hug þegar Ís- land væri nefnt á nafn. Nokkur vonbrigði Það var nokkuð auðvelt að gera hagnýtan samanburð á þessari óformlegu könnun og eldri við- horfum útlendinga þar sem blaða- maður hefur undanfarin ár umgeng- ist mikið af erlendu fólki og iðulega spurt fólk hvort það þekki til Íslands eða hafi komið þangað. Í gegnum tíðina hefur verið hægt að sjá ákveð- ið þekkingarmynstur hjá erlendu fólki hvað Ísland varðar. Fólk sem er um og yfir fertugt nefnir t.d. iðu- lega tónlistarkonuna Björk Guð- mundsdóttur en yngra fólkið nefnir frekar hljómsveitirnar Sigur Rós eða Múm. Sigur Rós virðist reyndar hafa náð ótrúlegri útbreiðslu og hef- ur blaðamaður t.d. hitt konu frá Ist- anbúl sem hafði meira að segja Sig- urrósarhúðflúr á öxlinni. Þá þekkja Danir, og reyndar Þjóðverjar líka, vel til íslenska hestsins en að auki hefur blaðamað- ur rekist á þýska stúlku sem vissi allt um Nonna og Manna vegna sjón- varpsþáttanna sem sýndir voru í þýsku sjónvarpi. Þá hafa breskir þegnar iðulega minnst á náttúru landsins en hún virðist höfða sérlega mikið til þeirra. „Finanskrisen“ Í flughöfninni í Kastrup voru nið- urstöður könnunarinnar hins vegar mikið litaðar af atburðum síðustu mánuða. Nánast allir Danir sem voru spurðir hvað væri það fyrsta sem þeim dytti í hug þegar Ísland væri nefnt nefndu „finanskrisen“ eða efnahagskreppuna alræmdu. Ekki varð unað við þá niðurstöðu og voru því fleiri spurðir þangað til annað svar fékkst og loksins, þegar búið var að ganga á sex manns, fund- ust tvær ungar stúlkur sem nefndu Íslendingasögurnar. Það kom und- irrituðum á óvart þar sem hann hafði fastlega búist við því að ein- hver nýmóðins hljómsveit yrði fyrir valinu. Nei, þegar allt kemur til alls eru það Íslendingasögurnar sem enn hefja okkur til vegs og virðingar. Ennfremur má vera ljóst af þess- ari óformlegu könnun að það er ekki bara sjálfsmynd Íslendinga sem er í molum heldur hefur ímynd lands og þjóðar líka beðið hnekki. Líklegast er lærdómurinn sá að erfitt er að gera garðinn frægan á hverfulli svið- um lífsins eins og viðskiptum og list- um en þegar það tekst þá límist það í minni þeirra sem þekkja eitthvað til landsins svo um munar og skiptir þá litlu hvort það er að góðu eða illu. Jafnvel festist orðspor landsins svo rækilega í hugmótum fólks að jafn- vel ein mesta hneisa sem þjóðin hef- ur staðið frammi fyrir megnar ekki að skyggja á Íslendingasögurnar, ef nógu oft er spurt það er að segja. Ekki bara sjálfs- myndin í molum Óvænt Niðurstöður óformlegar könnunar í flughöfninni í Kastrup leiddi í ljós að efnahagskreppan yfirgnæfir afrek þjóðarinnar á öðrum sviðum. ’ Hvað efnisleg gæði snertir, þá er nægju- semin engin, aðeins græðgi, græðgi, græðgi, kröfur og kröf- ur. En við sýnum því hinsvegar lítinn áhuga að rækta okkar innri mann. Dalai Lama, trúarleiðtogi Tíbeta. Á krepputímum á að lækka skatta og örva neyslu, en hækka skatta og draga úr neyslu á þenslutímum. Ætlum við aldrei að læra svo einfaldan hlut? Halldór I. Elíasson stærðfræðingur, í grein í Morgunblaðinu. Þetta eru stærstu þáttaskilin í Íslands- sögunni frá styrjaldarárunum og því draumur sagnfræðinga með áhuga á samtímanum að ráðast í svona skrif. Guðni Th. Jóhannesson, lektor við Háskól- ann í Reykjavík, um efni nýrrar bókar sinn- ar „Hrunið“. Nú erum við víst orðnir norðurbæingar á Akureyri. Hríseyingar eru þá miðbæ- ingar og allir hinir innbæingar. Garðar Ólason, oddviti Grímseyinga, eftir sameiningu Grímseyjar og Akureyrar. Ég óttast að það verði hrikalegar upp- sagnir framundan ef svo heldur fram sem horfir. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Í stað hjálpar búa þessi heimili við sér- tækar, flóknar og jafnvel lítillækkandi aðgerðir af hálfu stjórnarinnar. Teygju- lán, bómullargjaldþrot og þvíumlíkt. Þráinn Bertelsson, þingmaður Borg- arahreyfingarinnar. Töfralausnirnar og yfirboðin og popúl- isminn hjálpar ekki nokkrum manni nokkurn skapaðan hlut heldur raunhæf- ar aðgerðir, sem eru í samræmi við getu þjóðarbúsins. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráð- herra. Það má segja að það sé komið á kart- öflustríð milli okkar, Þykkbæinga og „Kalla kartöflukóngs“. Markús Ársælsson í Hákoti, en ágreiningur er á milli landeigenda nokkurra jarða í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra og Karls Ólafssonar í Háfi um landskikann Borg- artúnsnes. Obama leitar sátta við múslima og Ísr- aelar munu verða að borga brúsann. Ísraelskur fréttaskýrandi. Íslendingar sitja ekki og væla yfir hlut- unum. Bretar hata ekki Íslendinga og aðrir eiga eftir að skilja út af hverju þegar þeir sjá þessa mynd. Breska kvikmyndagerðarkonan Heather Millard, sem gerir heimildarmynd um Ís- land eftir bankahrunið. Mér varð hugsað til konunnar, en hún stóð á kajanum og horfði á þetta allt saman. Karl Einar Óskarsson, annar tveggja manna sem voru í hafnsögubátnum Auð- uni, sem sökk í Sandgerðishöfn. Okkur er umhugað um að heildarmark- miðum sé náð, en ekki um smáatriði eins og hver vaxtaprósentan er, hversu mikið henni er breytt og hvenær. Slíkar ákvarðanir eru komnar undir Seðla- bankanum sjálfum og peninga- stefnunefnd. Franek Rozwadowski, fastafulltrúi IMF á Íslandi. Mín skilaboð til stjórnvalda eru þessi: Hendið hugmyndinni og byrjið að bjarga þjóðinni. Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte, um fyrningarleiðina, á fundi um auðlindanýtingu í Vestmannaeyjum. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.