Morgunblaðið - 07.06.2009, Síða 24
24 Hönnun
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
N
icole Nicolaus var að
leita sér að áskorun
eftir stúdentspróf og
langaði að hleypa
heimdraganum. „Mig
langaði að fara til einhvers sérstaks
lands og au-pair var góð leið til að
gera það,“ segir Nicole, sem er fædd
í Leipzig í þáverandi Austur-
Þýskalandi fyrir tæpum 28 árum.
Hún komst að því að mögulegt væri
að fara til Íslands og eftir að hafa
fengið þau svör hjá móður sinni að
þar væri mjög kalt og allt á kafi í
snjó fékk hún bara meiri áhuga.
„Allir sem ég spurði höfðu nei-
kvæðar skoðanir og það gerði mig
bara ákveðnari í að fara. Svo kom
landið mér skemmtilega á óvart og
hér er ég búin að vera í átta ár með
stuttum hléum,“ segir hún.
„Ég ætlaði að vera hér í 11 mánuði
en lenti hjá svo yndislegri fjölskyldu,
sem hjálpaði mér mikið og styrkti
mig í því sem mig langaði til að
gera,“ segir Nicole, sem fór í Mynd-
listaskóla Reykjavíkur og fékk síðar
inngöngu í Listaháskóla Íslands.
„Ég sótti líka um skóla í Þýska-
landi en þar beið mín að taka inn-
tökupróf með kannski þúsund öðr-
um,“ segir Nicole, sem ílengdist hér.
Til viðbótar komst hún sér til undr-
unar einnig inn í Listdansskóla Ís-
lands en ákvað að fara frekar í LHÍ.
Þótt dansáhuginn væri mikill var
draumurinn um að verða grafískur
hönnuður sterkari.
Eftir útskrift árið 2006 fékk hún
vinnu hjá auglýsingastofunni Fíton,
var þar í tvö ár og líkaði vel.
„Mömmu fannst þetta reyndar orðið
gott. Hún vildi fá stelpuna sína
heim,“ segir Nicole, sem er í betri
stöðu nú en áður ef hún hefði hug á
því að flytja aftur til Þýskalands, þar
sem hún hefur safnað áhugaverðri
starfsreynslu í ferilskrána sína.
Íslenskunámskeið í sjoppu
Nicole talar fyrirtaks íslensku og
auk þess að læra hana af eins og átta
ára börnunum, sem hún var að passa
þegar hún kom fyrst til landsins,
lærði hún málið í hinum ýmsu
vinnum sem hún var í samhliða námi.
„Meðan ég var í Myndlistaskól-
anum þurfti ég að útvega mér pen-
ing og vann á vídeóleigusjoppu.
Þetta var besta íslenskunámskeið
sem ég hefði getað fengið. Þarna
þurfti ég virkilega að tala og af-
greiða nammi og pulsur. Svo vann ég
líka á upplýsingamiðstöðinni niðri í
bæ.“
Hún var ennfremur eini útlend-
ingurinn í Myndlistaskólanum og í
bekknum sínum í LHÍ. „Það var ekki
í boði annað en að tala málið. Ég
þurfti að halda kynningarnar mínar
á íslensku.“
Síðustu mánuði hefur Nicole starf-
að hjá 66° Norður en skrifstofur fyr-
irtækisins eru í Miðhrauni í Garða-
bæ. Hún er ánægð í vinnunni og er
núna að vinna að því að hanna merki
og umbúðir fyrir tvær nýjar prjóna-
línur.
Nicole vann eftir útskrift sem
nemi hjá grafíska hönnunarfyritæk-
inu Buero Destruct í Bern í Sviss og
var síðan í nokkra mánuði hjá aug-
lýsingastofunni ddb í Berlín í heima-
landinu í haust. Hún flutti aftur til
Íslands í janúar og fannst mörgum
vina hennar það óðs manns æði að
koma hingað í kreppuna.
Frá Berlín beint í kreppuna
„Það var þvílík áskorun að reyna
að komast aftur inn í samfélagið, að
finna vinnu á meðan aðrir voru að
missa vinnuna. Ég sótti um á öllum
stöðum sem mér þóttu skemmtilegir
og fór ekki eftir atvinnuauglýs-
ingum,“ segir Nicole, sem telur að
jákvætt viðhorf hafi skipt máli. „Mig
langaði til að láta á þetta reyna. Og
þetta tókst, ótrúlegt en satt. Það
þýðir ekkert að grafa sig ofan í holu
og hugsa að allt sé ömurlegt.“
Segja má að 66° Norður sé mjög
íslenskt fyrirtæki á sama tíma og
það er alþjóðlegt. Hún segir vini sína
í Þýskalandi hafa þekkt vörumerkið
þegar hún sagði þeim frá nýju
vinnunni.
Hún segir að Ísland hafi haft áhrif
á hönnun sína. „Ég hugsa minna
þýskt en áður,“ segir Nicole, sem
jafnframt hefur tileinkað sér vinnu-
brögðin úr Listaháskólanum, „að
hugsa út frá hugmyndum og vinna út
frá þeim,“ en önnur vinnubrögð tíðk-
ist jafnan í Þýskalandi.
„Svo hefur það áhrif á mann að
vera við sjóinn. Hérna finnst mér
heldur ekki of mikið stress í vinnu.
Gefin fyrir áskoranir
Nicole Nicolaus kom til Íslands sem au-pair fyrir
nær átta árum. Dvölin varð lengri en til stóð en
hún fór í nám, lærði grafíska hönnun við Listahá-
skóla Íslands og vinnur nú hjá 66° Norður. Æv-
intýraþráin dró þessa ungu, þýsku konu hingað
til lands en hún hefur skemmtilega sýn á landann
og veit að hlutirnir eiga það til að reddast.
‘‘MÉR FINNST ÍSLEND-INGAR MJÖGÓSTRESSAÐIR. ÞEIRERU KANNSKI STRESS-
AÐIR MILLI NÍU OG
FIMM EN ÞAÐ GÓÐA
VIÐ AÐ VERA HÉR ER
AÐ ÞÚ VEIST AÐ ÞETTA
REDDAST ALLT Á END-
ANUM.
Morgunblaðið/Ómar
Grafíski hönnuðurinn frá Þýskalandi Nicole Nicolaus lærði íslensku með barnapössun, sjoppuvinnu og námi. Henni
líkar vel hér og hefur kynnst landinu vel. Hún hefur þegar lært að hlutirnir reddast, á íslenska vísu.
Geisja-tvíburar Veisluskreytingar
eftir Nicole með japönsku þema.
Hvað er Seðlabankinn að hugsa?
HAGFRÆÐIDEILD
TB
W
A
\R
EY
K
JA
V
ÍK
\
SÍ
A
\0
9
4
7
9
1
FÉLAGSVÍSINDASVIÐ
Í fyrirlestri sínum mun Gylfi fjalla um þá
efnahagsáætlun sem samin var í samráði
við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og hlutverk
peningastefnunnar í henni. Hann mun
einnig fjalla um vaxtaákvarðanir peninga-
stefnunefndarinnar nú í vor og þau
sjónarmið sem hafa verið lögð til grund-
vallar þessum ákvörðunum.
Fyrirlesturinn verður haldinn
þriðjudaginn 9. júní í HT 102
kl. 12-13.30
Ókeypis aðgangur – allir velkomnir
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði
við Háskóla Íslands og nefndar-
maður í peningastefnunefnd
Seðlabanka Íslands
www.hag.hi.is