Morgunblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009
H
eimsmeistari í minni,
Ben Pridmore, 32 ára
bókhaldari frá Derby,
er aðeins 30 sek-
úndur að leggja
röð spilastokks á minnið og
klukkutíma 26 til viðbótar.
Sem þýðir að hann man og
getur þulið upp nákvæmlega
röð 1.404 spila, sem stokkuð
hafa verið af handahófi. Fyr-
ir vikið varð hann heims-
meistari í The World Memory
Championship 2008, rétt eins
og 2004 og 2006, en keppnin hef-
ur árlega verið haldin síðan 1991.
Samt segist Pridmore iðulega
ganga inn í herbergi og steingleyma
erindinu, opna ísskápinn og furða sig
á að hverju hann sé að leita. Að eigin
sögn er hann líka frægur fyrir að
gleyma nöfnum og andlitum fólks.
Hann bar fyrir sig minnisleysi
þegar hann á dögunum mætti of
seint til fundar við fréttamann
fréttavefjar BBC. Honum þótti af-
sökun heimsmeistarans þó frekar
slök, einkum í ljósi þess að skömmu
síðar var hann aðeins 10 mínútur að
leggja á minnið röð spilanna í 7
spilastokkum, utan reyndar að hon-
um fipaðist einu sinni í upptalning-
unni á 364 spilum.
Pridmore hefur margoft sýnt og
sannað að minni hans er óbrigðulla
en flestra. Hann hefur komið fram í
sjónvarpi og þulið upp röðina í spila-
stokki á 26,28 sekúndum, einnig lagt
á minnið 819 tölustafi á korteri og
tveggja stafa tölur með samtals
4.140 tölustöfum á hálftíma. Hann
segir hæfileikann velta á að þjálfa
minnið og slíkt útheimti alls ekki að
menn séu snillingar að eðlisfari,
sjálfur telur hann sig ekki í þeim
hópi. „Hugsið í myndum vegna þess
að heilinn man myndir betur en
nokkuð annað,“ ráðleggur Pridmore.
Þótt tækni þeirra sem keppa í
minni sé mismunandi, byggist hún
yfirleitt á að breyta upplýsingum í
myndir. Pridmore hefur þróað kerfi
með ólíkum myndum fyrir hverja
hugsanlega samsetningu tveggja
spila, sem þýðir að hann hefur búið
til 2.704 myndlíkingar í huganum.
Þótt meðaljóninum sé slíkt með öllu
ofviða og vitagagnslaust í þokkabót,
er aðferðafræðin sögð hafa margt
sér til ágætis.
„Við vitum að minni er afar sjón-
rænt og að sjónrænar minningar eru
sterkari. Ímynd-
un er góð byrj-
un,“ segir dr.
Chris Moul-
in, tauga-
sálfræð-
ingur við
Leeds-
háskólann.
Núm-
eralög-
unarkerfi
Sem dæmi
um gagnlegar
myndlíkingar,
ekki óáþekkar
þeim sem Prid-
more hugsar sér,
er svokallað
númeralög-
unarkerfi, sem
Dominic
O’Brien, átt-
faldur heimsmeistari í minni, þró-
aði og byggist á því að hann „þýðir“
tölustafi yfir í myndir, sem minna á
lögun þeirra:
0 = Fótbolti, hringur, hjól.
1 = Kerti, götuljós, stafur.
2 = Svanur, snákur.
3 = Varir, handjárn.
4 = Seglbátur, flagg.
5 = Snákur, sæhestur.
6 = Fílsrani, einglyrni.
7 = Bjúgverpill, öxi, hamar.
8 = Snjókarl, stundaglas, kona.
9 = Blaðra í bandi, snara.
Fyrrgreind dæmi eru úr bókinni
How to Develop A Brilliant Memory
(Hvernig á að þróa frábært minni)
eftir O’Brien, en hann hefur skrifað
nokkrar bækur um sama efni og
starfar sem minnisþjálfari.
Efalítið þætti mörgum langt seilst
að tileinka sér aðferðir O’Briens til
að muna pin-númerið sitt. Sé það til
dæmis 1580, ráðleggur hann að
ímynda sér að maður gangi inn í
banka með kertastjaka (1) í hönd-
Sumir hafa
fílsminni.
Minni í mörgum
Hálfgert Obama-æði virðisthafa gripið Þjóðverja,sem hafa mikið dálæti áhinum nýkjörna forseta
Bandaríkjanna. Kaupsýslumenn
ganga í broddi fylkingar eins og við
er að búast, en þeir hafa séð sér
leik á borði og framleitt húfur, boli,
könnur og flest sem nöfnum tjáir að
nefna með myndum af forsetanum.
Einnig krúttleg tuskudýr, sem eru
nákvæm eftirlíking Bos, portúgalska
hvolpsins, sem forsetahjónin gáfu
dætrum sínum þegar fjölskyldan
hreiðraði um sig í Hvíta húsinu.
Leikfangaframleiðandi í Bad Kö-
sen átti hugmyndina og gengur
tuskuhundurinn því undir nafninu
Bo frá Kösen. Einkaleyfið er tryggt
og segir talsmaður fyrirtækisins að
500 stykki til viðbótar séu vænt-
anleg í hillur verslana á næstu dög-
um.
Smekksatriði
Æðið náði hæstu hæðum í vikunni
þegar Barack Obama steig fæti á
þýska grund. Hann staldraði þó svo
stutt við að framleiðanda Bo frá Kö-
sen gafst ekki ráðrúm til að hitta
forsetann og færa honum tuskudýr-
ið að gjöf.
Myndir og styttur af öllum stærð-
um og gerðum í líki Obama blasa
víða við og eru misjafnlega smekk-
legar eins og gengur með vörur af
þessu tagi. Til að mynda sýnist sitt
hverjum um Obama-fingur sem fást
tilbúnir á pönnuna með karrý-dýfu.
Þessir kjúklingastautar eru sagðir
sannkallaður herramannsmatur og
fást nokkrir saman, 500 grömm í
pakka. Hrifningin á forsetanum end-
ar ekki í verslunum, því í haust verð-
ur settur upp í Frankfurt söngleikur-
inn „Hope – Yes We Can“, sem
hverfist um forsetann vinsæla.
Þýskir Obama-fingur
Sykursnúður Afgreiðslustúlka í bakaríi með sætabrauð sem bakað var í til-
efni heimsóknar Obama til Þýskalands sl. föstudag.