Morgunblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 27
unum, standi síðan í röð fyrir aftan snák (5) og horfi á snjókarl (8) sparka bolta (0) bak við afgreiðslu- borðið. Kannski væri tilveran skemmti- legri með aðferðum O’Briens til að muna margar og mismunandi sam- setningar auðkennis- og örygg- istalna í sífellt rafrænni og dulkóð- aðri veruleika. „Sáraeinfalt,“ segir Pilmore, sem stingur upp á að til að muna nöfn fólks mætti ímynda sér það í aðstæðum, sem tengjast nöfn- unum. Hægt væri að sjá George Bush fyrir sér, klæddan sem heil- agan George, ráðast á runna sem hefur verið klipptur út eins og dreki í laginu. Og pylsur, brauð og mjólk á innkaupalistanum með því að búa til í huganum mynd af mjólk, sem væri hellt yfir brauð, sem væri pakkað inní pylsur … (!)„Gerðu myndina minnisstæða,“ segir hann, „ef þú ert að reyna að muna eitthvað leiðinlegt, kryddaðu það þá pínulítið.“ Tengingar eru lykillinn Minni er samansett úr tengingum, útskýrir O’Brien og bendir á að jarð- arber kunni að ýta undir hugsanir um tennis á Wimbledon. „Veldu þína eigin jarðarberjaakra eða allt annað en skilgreininguna á jarðarberi í orðabókinni,“ segir hann. Báðir minnismeistararnir eru á því að að- gangur að þessum tengingum sé lyk- illinn að minninu og geti þannig ver- ið lykillinn að lyklunum, sem fólk er sífellt að týna. Þegar hér er komið sögu kunna einhverjir að hafa ekki einungis tapað lyklinum heldur líka þræð- inum. En Pridmore heldur ótrauður áfram á fréttavef BBC: „Sestu nið- ur, lokaðu augunum, reyndu að fara hægt yfir sviðið. Ímyndaðu þér að þú sért að fara gegnum dyr. Bættu við öllum þeim smáatriðum, sem þú getur – hugsaðu um myndirnar á veggnum, teppið – og þú gætir al- veg kallað fram minninguna af sjálf- um þér þar sem þú leggur frá þér lyklana. Minningin er til staðar, þú þarft bara að ná henni.“ Tæknin, sem flestir þátttakendur í minnisheimsmeistarakeppninni nota að einhverju leyti, á rætur aftur í aldir og gengur m.a. undir nafninu Loci-aðferðin. Pridmore nefnir sína aðferð einfaldlega „ferðatækni“. Tæknina segir hann einnig geta auð- veldað mönnum að halda ræðu, þeir þjappi henni saman í nokkur lyk- ilorð, myndgeri orðin og kalli mynd- irnar fram á mismunandi áfanga- stöðum ferðalagsins. Þannig muni þeir betur í hvaða röð og hvenær þeir vilja leggja sérstakar áherslur. O’Brien segir tæknina einfaldlega byggjast á eðlilegri aðferð manns- ins til að muna. Sé fólk beðið um að rifja upp athafnir sínar, byrji það yfirleitt á að fara yfir viðkomustað- ina. Doktor Moulin segir aðferðina ekki sveipaða neinum töfrum, í rauninni bæti hún ekki minnið sem slíkt heldur umgjörð minnisins. Og Pridmore tekur í sama streng og líkir henni við skjalavörslu; vistun skjala, sem þegar eru í heilanum, en komið fyrir í aðgengilega röð og reglu. „Í grunninn munum við allt sem við sjáum, heyrum, finnum, brögðum á og finnum lykt af. Það sem við gerum við minnið er að við lærum að vista upplýsingarnar á skynsamlegan hátt,“ segir hann. Þótt fáir fari í grafgötur um að árið er 2009, mætti prófa að búa til sögu í huganum, svona rétt til að minna sig á að árið 2007 er liðið. Til að mynda gæti 2009 birst sem snák- ur, sem glefsar í krónupening, evrumynt stæði keik og kringlótt við hlið hans og blaðra í bandi hæf- ist á loft. Nokkurn veginn þannig hugsa minnismeistarar heimsins, að því er best verður skilið. vjon@mbl.is Verðlaun fyrir minni Ben Pridmore, fékk 6.600 sterlingspund í verðlaun fyrir það, sem hann kallar furðulegt tómstundagaman. myndum 27 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009 Sjómannafélag Íslands sendir sjómönnum, sjómannsfjölskyldum og landsmönnum öllum óskir um gleðilegan sjómannadag. Megi gæfa og fengsæld fylgja okkur öllum um ókomin ár í þeim ólgusjó sem nú stendur yfir. Baráttukveðjur Sjómannafélag Íslands Netfang sjomenn.is ALLTAF Á VAKTINNI Bo Gervi-forsetahundur AP Stautar Obama-kjúklingur. Reuters Minjagripir Obama-æðið er víða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.