Morgunblaðið - 07.06.2009, Síða 33
Reuters
Nýtt upphaf? Barack Obama veifar til viðstaddra í sal Kaíró-háskóla eftir að hafa flutt ræðu sína á fimmtudag þar sem hann boðaði nýtt upphaf í
samskiptum Bandaríkjanna við múslima. Ræðan uppfyllti að mörgu leyti væntingar en erfitt verður fyrir forsetann að fylgja henni eftir.
R
æða Baracks Obama, for-
seta Bandaríkjanna, í
Kaíró á fimmtudag var af-
rek. Allt frá því að hryðju-
verkin voru framin í New
York og Washington 11.
september 2001 hafa sam-
skipti Bandaríkjamanna –
og fyrir vikið Vesturlanda
– við múslimaríki verið á
rangri braut. Með ræðunni á fimmtudag vildi
Obama slá nýjan tón. Ræðunnar var beðið með
mikilli eftirvæntingu, ekki síst fyrir botni
Miðjarðarhafs. Ísraelar finna til mikils örygg-
isleysis þessa dagana vegna þess að þeir vita
ekki hvar þeir hafa hinn nýja forseta. Palest-
ínumenn eru eðlilega tortryggnir í garð Banda-
ríkjamanna og það mun þurfa meira en orð til
að eyða þeirri tortryggni, en tónninn í ræðu
Obama skipti sköpum. Obama vildi í ræðunni
rétta múslimum sáttahönd án þess þó að gefa
eftir í grundvallarmálum.
Leitað eftir nýju upphafi
Obama viðurkenndi í upphafi ræðunnar að nú
væri spenna í samskiptum Bandaríkjanna og
múslíma og hún ætti sögulegar rætur, sem
væru mun dýpri en deilur okkar tíma. „Sam-
bandið milli íslams og vestursins byggir á sam-
býli og samstarfi í aldanna rás, en einnig ágrein-
ingi og trúarbragðastríðum,“ sagði hann. „Á
seinni tímum hefur spennan nærst á ný-
lendustefnu, sem svipti marga múslima rétt-
indum og möguleikum, og köldu stríði þar sem
allt of oft var farið með lönd með múslima í
meirihluta sem staðgengil án tillits til þeirra
væntinga. Að auki hafa róttækar breytingar,
sem fylgt hafa nútímanum og hnattvæðingu,
verið mörgum múslimum ástæða til að líta á
vestrið sem fjandsamlegt hefðum íslams.“
Obama sagði að öfgamenn hefðu nýtt sér
þessa spennu með því að höfða til minnhluta
múslima. Hryðjuverk hefðu leitt til þess að í
Bandaríkjunum væri fólk, sem teldi íslam ekki
aðeins fjandsamlegt Bandaríkjunum og vestr-
inu heldur mannréttindum. Þetta hefði alið á
meiri ótta og vantrausti.
„Ég er hingað kominn til að leita eftir nýju
upphafi í samskiptum Bandaríkjamanna og
múslima um allan heim sem byggist á sameig-
inlegum hagsmunum og sameiginlegri virðingu
og byggist á þeirri staðreynd að Bandaríkin og
íslam útiloka ekki hvort annað og þurfa ekki að
vera í samkeppni. Öllu fremur skarast þau og
eiga grundvallaratriði sameiginleg – grundvall-
aratriði réttlætis og framfara, umburðarlyndi
og reisn allra mannvera.“
Obama kvaðst hins vegar gera sér grein fyrir
því að árum tortryggni yrði ekki eytt með einni
ræðu.
Obama lagði áherslu á níu liði í ræðunni.
Fyrst gerði hann að umtalsefni nauðsyn þess að
bregðast við herskárri öfgahyggju í öllum sín-
um myndum. Hann lagði áherslu á að Bandarík-
in væru ekki í stríði við íslam: „Við munum hins
vegar án afláts bregðast við ofbeldisfullum öfga-
mönnum, sem ógna öryggi okkar, vegna þess að
við höfnum því sem fólk af öllum trúarbrögðum
hafnar: morðum á saklausum körlum, konum og
börnum. Og það er frumskylda mín sem forseta
að vernda bandarísku þjóðina.“
Hann sagði að enginn ætti að líða öfgamenn-
ina og benti á að í Kóraninum segði að dræpi
einhver sakleysingja væri sem hann hefði myrt
allt mannkyn. „Viðvarandi trú rúms milljarðs
manna er miklu umfangsmeiri en hatur fárra,“
sagði hann. „Íslam er ekki hluti af vandamálinu
í baráttunni við ofbeldisfulla öfgahyggju, heldur
mikilvægur þáttur í að stuðla að friði.“
Obama réttlætti aðgerðirnar gegn Al-Qaeda í
kjölfar 11. september 2001 og sagði að enn
legðu samtökin á ráðin um ný hryðjuverk þar
sem saklausir borgarar væru skotmarkið. Hann
gekkst hins vegar einnig við því að Bandaríkja-
menn hefðu farið út af sporinu. „Og loks, rétt
eins og Bandaríkin geta aldrei þolað ofbeldi
öfgamanna, megum við aldrei breyta frá grund-
vallarreglum okkar. 11. september var gríð-
arlegt áfall fyrir land okkar. Óttinn og reiðin,
sem spratt fram, voru skiljanleg, en urðu til
þess að við gengum þvert á hugsjónir okkar. Nú
höfum við gripið til aðgerða til að breyta um
stefnu. Ég hef afdráttarlaust bannað beitingu
Bandaríkjamanna á pyntingum og fyrirskipað
að snemma á næsta ári verði búið að loka fang-
elsinu í Guantanamo-flóa.“
Þarna ítrekar Obama að hann ætli að leið-
rétta það mál, sem kallaði hvað mesta skömm
yfir stjórn George W. Bush, forvera hans, og
segir um leið að hryðjuverkamönnum verði eng-
inn afsláttur gefinn.
Staða Palestínumanna er óþolandi
Næst tók Obama fyrir málefni Ísraela, Palest-
ínumanna og arabaheimsins. Hann byrjaði á að
segja að í aldanna rás hefðu gyðingar verið of-
sóttir og andúð í þeirra garð í Evrópu hefði náð
hámarki í helförinni. Að neita því væri til-
hæfulaust og hatursfullt. „Hins vegar er heldur
engin leið að neita því að palestínska þjóðin –
múslimar og kristnir menn – hafa þjáðst í sókn
sinni eftir heimkynnum,“ sagði Obama. „Í rúm
sextíu ár hafa þeir mátt þola þjáningu vegna
þess að eiga ekki samastað. Margir bíða í flótta-
mannabúðum á Vesturbakkanum, Gaza og í ná-
grannalöndunum eftir lífi friðar, öryggis, sem
þeir hafa aldrei átt. Þeir þola daglega niðurlæg-
ingu – í stóru og smáu – sem fylgir hernámi.
Tökum öll tvímæli af því að staða Palest-
ínumanna er óþolandi. Bandaríkjamenn munu
ekki snúa baki við vonum Palestínumanna um
virðingu, tækifæri og sitt eigið ríki.“
Obama hefur verið ómaklega gagnrýndur
fyrir að hafa með orðum sínum lagt að jöfnu hel-
förina og stöðu Palestínumanna. Hins vegar er
nýlunda að forseti Bandaríkjanna skuli tala um
hlutskipti Palestínumanna með þessum hætti.
Nú veltur allt á því hvernig þessum orðum verð-
ur fylgt eftir. Fyrir botni Miðjarðarhafs eru
Palestínumenn hin hernumda þjóð og Ísraelar
hernámsliðið. Vissulega stendur ógn af hryðju-
verkum Palestínumanna, en staðreyndin er sú
að aðgerðir Ísraela hafa verið miklu skæðari. Af
þeim hefur bæði hlotist mun meira mannfall og
meiri eyðilegging. Aftur á móti hefur alltaf verið
mun meiri þrýstingur á Palestínumenn að
leggja niður vopn og stöðva hryðjuverk, en Ísr-
aela að slaka á klónni.
Í ræðunni sagði Obama að nú myndu Banda-
ríkjamenn laga stefnu sína að þeim, sem leita
eftir friði, og „segja opinberlega það sem við
segjum í einkasamtölum við Ísraela og Pal-
estínumenn og araba. Við getum ekki fyrir-
skipað frið. Í einkasamtölum viðurkenna hins
vegar margir múslimar að Ísrael muni ekki
hverfa á braut. Að sama skapi viðurkenna
margir Ísraelar þörfina á palestínsku ríki. Það
er kominn tími til að framkvæma í samræmi við
það sem allir vita að er staðreynd.“
Þriðja umfjöllunarefni Obama var Íran. Hann
sagðist reiðubúinn að ganga til viðræðna án
skilyrða og á grunni gagnkvæmrar virðingar,
þótt ljóst væri að komið væri að mörkunum
hvað varðaði kjarnorkuvopn. Málið snerist ekki
bara um hagsmuni Bandaríkjamanna, heldur að
koma í veg fyrir kjarnorkuvopnakapphlaup í
Mið-Austurlöndum.
„Ég skil þá, sem mótmæla og segja að sum
lönd hafi vopn og önnur ekki,“ sagði hann.
„Engin ein þjóð ætti að velja og hafna hvaða
þjóðir búi yfir kjarnorkuvopnum. Þess vegna
hef ég ítrekað skuldbindingu Bandaríkjamanna
við að engar þjóðir skuli búa yfir kjarn-
orkuvopnum.“
Obama nefndi engin önnur ríki á nafn, en Ír-
anar hafa án efa saknað þess að hann skyldi
ekki nefna Ísrael. Það hefur verið stefna Banda-
ríkjamanna að láta eins og kjarnorkuvopn Ísr-
aela séu ekki til, en á því varð breyting þegar
embættismaður Obama nefndi Ísrael meðal
kjarnorkuvopnaðra ríkja í ræðu hjá Sameinuðu
þjóðunum. Koma mun í ljós hvort Obama er
tilbúinn að beita Ísraela þrýstingi í þessum efn-
um til að fá Írana til að hætta við kjarn-
orkuvopnaáætlun sína. Hitt er ljóst að Ísraelum
finnst þeir ekki búa við slíkt öryggi gagnvart
grönnum sínum að þeir séu tilbúnir að gefa
kjarnorkuvopn sín upp á bátinn möglunarlaust.
Útbreiðsla lýðræðis
Þá gerði Obama lýðræði að umfjöllunarefni.
„Ég veit að deilt hefur verið um útbreiðslu lýð-
ræðis undanfarin ár og deilan tengist að stórum
hluta stríðinu í Írak,“ sagði hann. „Þannig að ég
ætla að tala skýrt: ein þjóð getur ekki þvingað
aðra þjóð til að taka upp tiltekið stjórnarfar.“
Hann sagði að það drægi ekki úr sannfær-
ingu sinni um að ríkisstjórnir ættu að end-
urspegla vilja fólksins. „Bandaríkin ætla sér
ekki að vita hvað öllum sé fyrir bestu, rétt eins
og við ætlum okkur ekki að geta séð hver úrslit
friðsamlegra kosninga verða,“ sagði hann. „En
ég hef þá óbilandi trú að allir menn þrái
ákveðna hluti: að geta sagt hug sinn og hafa um
það að segja hvernig þeim er stjórnað; að geta
treyst á lög og reglu og jafnrétti gagnvart
dómskerfinu; gagnsæja ríkisstjórn, sem ekki
stelur af fólki; frelsi til að lifa eins og þeim sýn-
ist. Þetta eru ekki bara bandarískar hugmyndir,
þetta eru mannréttindi og þess vegna munum
við styðja þær alls staðar.“
Langt er frá að þessi gildi séu í hávegum höfð
í mörgum múslimaríkjum og spurning hvernig
gestgjöfum Obama í Kaíró leið að sitja undir
orðum hans, sérstaklega þegar hann sagði að
ríkisstjórnir ættu að halda völdum „með sam-
þykki, ekki valdboði“ og „kosningar einar og sér
skapa ekki raunverulegt lýðræði“. Þeim gæti
líka hafa þótt ræðan kunnugleg því að margir
forverar Obama hafa látið svipuð orð sér um
munn fara, án þess að vera tilbúnir að standa
við þau þegar leiðtogar, sem þeim voru ekki
þóknanlegir, voru kjörnir til valda.
Virðing fyrir réttindum kvenna
Obama ræddi einnig trúfrelsi og varaði við því
að gera það að mælistiku eigin trúar að hafna
trúarbrögðum annarra. Hann hætti sér einnig
út á hið viðkvæma mál kvennréttinda og tókst
þar vel til. Hann gagnrýndi þau viðhorf, sem
finna mætti í vestrinu, að kona sem kysi að hylja
hár sitt væri með einhverjum hætti ekki jöfn
öðrum, en kvaðst um leið telja að konu, sem
neitað væri um menntun, væri neitað um jafn-
rétti. Hann lagði áherslu á að jafnrétti kvenna
væri ekki bara mál múslima, konur þyrftu líka
að berjast fyrir jafnrétti í Bandaríkjunum og
öðrum löndum heims.
„Dætur okkar geta lagt jafn mikið af mörkum
til samfélagsins og synir okkar og sameiginlegri
velsæld okkar verður náð með því að leyfa öllu
mannkyni – körlum og konum – að njóta sín til
fullnustu,“ sagði hann. „Ég held ekki að konur
þurfi að velja sömu kosti og karlar til að verða
jafnar og ég virði þær konur, sem velja að lifa lífi
sínu í hefðbundnum hlutverkum. En það á að
vera þeirra val.“ Það hefur án efa glatt marga í
múslima – ekki síst konur – að heyra þessi orð
forsetans vegna þess að uppgangur bókstafs-
trúarmanna hefur verið á kostnað kvenna og
þaggað niður í röddum hófsemi í röðum múslima.
Samskipti Bandaríkjamanna við múslima
verða ekki löguð með einni ræðu. Hægt er að
gagnrýna einstök atriði í ræðunni, en tóninn var
hárréttur því að auðvitað er það rétt að baráttan
gegn hryðjuverkum nær þvert á þjóðir, trúar-
brögð og kynþætti. Til þess að mannkyn geti
búið í sátt og samlyndi þarf hins vegar að vera
ljóst að þjóðir heims hafi sanngirni og réttlæti
að leiðarljósi, ekki síst sú voldugasta. Með ræð-
unni í Kaíró gaf Obama tóninn. Það verður erfitt
að fylgja ræðunni eftir, en það er fyrirhafnar-
innar virði. Orð eru til alls fyrst.
Orð eru til alls fyrst
33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009
Reykjavíkurbréf
060609
1,1
áætlaður fjöldi
múslima í heim-
inum í milljörðum
manna
22%
hlutfall múslima
af íbúum jarðar
vöxtur múslima
á ári hverju
2,9%