Morgunblaðið - 07.06.2009, Side 44
44 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009
Við kveðjum í dag
okkar ástkæru systur
Sonju með hryggð og
söknuð í huga. Sonja
var elst í níu systkina hópi. Á langri
samferð er svo sannarlega margs að
minnast. Sonja var fyrirmyndarsyst-
ir að öllu leyti og bar hag okkar fyrir
brjósti fram á síðasta dag. Við ólumst
upp á mannmörgu heimili, sjómenn í
fæði og mikill gestagangur. Sonja
sem unglingur annaðist heimilis-
verkin með mömmu af stakri prýði
og hún gekk okkur í móðurstað þeg-
ar mömmu naut ekki við. Hún var
okkur því meira en góð systir. Heim-
ili Sonju og Helga stóð okkur alltaf
opið og þangað var eins og að koma
heim. Þau voru höfðingjar heim að
sækja og Sonja mikil matmóðir. Mik-
ið var skeggrætt um þjóðfélagsleg
málefni og oft slegið á létta strengi
Sonja Guðlaugsdóttir
✝ Sonja Guðlaugs-dóttir fæddist í
Ólafsvík 10. desem-
ber 1939, í húsi því
sem nefnt var Betle-
hem. Hún lést á heim-
ili sínu aðfaranótt 24.
maí síðastliðins og
var jarðsungin frá
Ólafsvíkurkirkju 30.
maí.
því þau voru fundvís á
spaugilegar hliðar
mannlífsins. Ógleym-
anlegar eru glímurnar
sem Helgi háði við
börnin sem öll sigruðu,
ekki síst fyrir mikla
hvatningu Sonju. Sam-
verustundirnar á
Fróðá skipa sérstakan
sess í huga okkar því
þar gerðust mikil æv-
intýri. Sonja var nokk-
urs konar „veiðistjóri“
sem var umhugað um
að allir fengju fisk. Þar
voru háðar veiðikeppnir og þar fór
Sonja fremst í flokki við að skapa þá
stemningu að öllum hljóp kapp í
kinn. Á kvöldin voru sagðar sögur,
farið yfir atburði dagsins og gjarnan
aðeins fært í stílinn. Sonja var mjög
starfsöm og sérlega trygg sínum
vinnuveitendum. Hún starfaði m.a. á
símstöðinni og þótti það í þá daga
ábyrgðarmikið starf vegna þess að
þá var símstöðin ekki sjálfvirk. Hún
vann lengi við fiskvinnslu og neta-
vinnu hjá pabba og um árabil í versl-
uninni hjá Siggu Tótu, vinkonu sinni.
Ung að árum var hún kokkur á síld-
arbátnum Tý. Það var einstök alúðin
sem hún lagði í allt sem hún tók sér
fyrir hendur enda var hún eftirsótt
til vinnu. Sonja var drífandi, hafði
létta lund og vinsæl meðal vinnu-
félaganna. Hún bar velferð Ólafsvík-
ur fyrir brjósti og atvinnugreinarinn-
ar sem samfélagið byggðist á. Hún
lagði ríka áherslu á að versla í heima-
byggð. Sonja lét sér annt um sam-
ferðamenn sína og lagði mörgum lið
þótt ekki færi hátt. Sonja stundaði
sjóstangaveiði af miklum áhuga og
tók þátt í mótum víða um land og
naut mikils stuðnings Helga varð-
andi það. Á vetrarkvöldum var hugað
að veiðidótinu, það gert klárt fyrir
komandi mót og ýmis „leynitrix“
útbúin.
Verðlaunabikarar hennar eru vitn-
isburður um keppnisskap og metnað.
Hún lét veikindi ekki aftra sér frá að
taka þátt í mótum síðustu árin, svo
mikill var áhugi hennar á íþróttinni
og einnig var vinátta veiðifélaganna
henni mikils virði.
Sonja og Helgi voru í senn góðir
uppalendur og vinir barnanna sinna.
Eftir að börnin fóru að heiman og
stofnuðu fjölskyldur var mikill sam-
gangur þeirra á milli. Sonja tók virk-
an þátt í lífi þeirra og hlúði að þeim á
allan hátt. Tengdabörnin urðu sem
hennar eigin og ömmubörnin og
langömmubörnin voru henni sem
dýrmætar perlur.
Við vottum Helga, börnum,
tengdabörnum, barnabörnum og
barnabarnabörnum okkar dýpstu
samúð.
Blessuð sé minning Sonju.
Óttar, Steinþór, Guðmunda,
Rafn, Sólveig, Björg og Guðlaug
Sandra.
Glæsileiki og glaðværð fylgdi
Sonju frá æsku. Þessa mynd hafði
hún alla sína tíð.
Mynd hennar var fyllri en þetta.
Hjartahlýja, gestrisni, dugnaður
og viljastyrkur var hennar gerð.
Þessir eiginleikar hennar voru
alltaf til staðar, hvort sem lífið bauð
upp á góða eða erfiða tíma. Lífið gaf
og tók.
Sonja og Helgi eignuðust mynd-
arlega og góða fjölskyldu sem þau
hafa ræktað af umhyggju.
Sonja naut sín meðal fólks. Var
gjarnan hrókur alls fagnaðar, hvort
sem var á skemmtunum eða við önn-
ur tækifæri.
Einna best naut hún sín með sjó-
veiðistöngina, enda veiðiskapur í
blóð borinn, samanber föður og
systkini.
Við sjóstöngina var ekkert gefið
eftir, enda var Sonja landskunn fyrir
veiðiskapinn og félagsskapinn meðal
þátttakenda á sjóstangveiðimótum.
Góð heilsa er ekki sjálfgefin á lífs-
leiðinni. Um árabil tókst Sonja á við
krabbamein með æðruleysi og vilja-
styrk. Annaðist hún heimili sitt svo
lengi sem nokkur möguleg geta var
til og kannske rúmlega það.
Síðustu vikurnar naut hún þess að
Ísafold dóttir hennar, sem komin var
heim frá læknisnámi í Danmörku,
fékk þess kost að annast móður sína
sem var heima.
Elsku bróðir og mágur. Þegar þú
hafðir samband og sagðir frá andláti
eiginkonunnar tókstu svo til orða:
„Hetjan mín kvaddi klukkan fjögur í
nótt.“
Já, Sonju var sannarlega rétt lýst
sem hetju.
Við þökkum fyrir að hafa tengst og
kynnst Sonju.
Helgi, börn, barnabörn, tengda-
börn og öll fjölskyldan eiga samúð
okkar alla.
Svanur og Edda.
Bjart er oft við Breiðafjörðinn
blessar vorsól lífið allt.
Blikar fögur strönd og straumur
stenst það ekkert hjarta kalt.
Undir sól í aftanljóma
eyja má þar Bjarg og Skor
glitra í fjarska og innar eyjar,
allt er lifir dýrkar vor.
(G.Þ.G.)
Þessi texti lýsir vel útsýninu úr
eldhúsglugganum í Sandholti 7 þar
sem við mágkonurnar sátum löngum
stundum og ræddum málin við dúkað
borð og ávallt kveikt á kerti, gott
uppáhellt kaffi og meðlæti sem skorti
aldrei. Við fylgdumst með bátunum
koma að landi og spáðum í aflann.
Þar voru líka teknar ákvarðanir um
næsta veiðimót eða verið að minnast
góðra móta þar sem við höfðum aflað
vel, en sigurinn var ekki síður sá að
komast á mót og fagna með góðum
vinum. Skipstjórarnir okkar víðs
vegar um landið höfðu sérstakan
sess í okkar huga og ræddum við
mikið um þá enda voru þeir hetjur
hjá Sonju, sama hver var, allir svo
góðir.
Mörgum stundum eyddum við
saman að skoða veiðarfærin og spá í
þau, hvað mun reynast best hér og
þar. Félagsskapurinn í Sjósnæ gaf
okkur margar ógleymanlegar gleði-
stundir; þegar hugurinn var þungur
var leitað í góðu minningarnar og þá
var bara gleði og hlátur.
Eina ferð fórum við saman til Ír-
lands á Evrópumót EFSA í sjóstöng,
sú ferð var okkur eftirminnileg.
Sonja var mikil keppnismanneskja
og mikil veiðikona en var ávallt tilbú-
in að aðstoða keppinautinn ef svo bar
við.
Frá fyrstu kynnum okkar höfum
við verið bestu vinkonur og hún verið
mér sem besta systir. Hjá henni fékk
ég hvatningu og styrk í blíðu og
stríðu, frá henni fór ég léttari í lundu,
allt var skemmtilegt sem við gerðum
saman.
Gott samband var á milli systkin-
anna, Sonja elst, svo mikið var leitað
til hennar af stóra hópnum, mér
fannst ég vera ein af þeim.
Sonja var falleg og glæsileg kona,
það var hún til hinstu stundar. Þótt
krabbameinið hafi herjað hart á hana
hélt hún reisn sinni, hún stóð meðan
stætt var og sinnti sínum heimilis-
verkum ótrúlega lengi og aldrei
kvartað. Eftir að kraftar þrutu var
hún umvafin ástúð og umhyggju eig-
inmanns, barna og tengdabarna.
Einkadóttirin, Ísafold, „rósin hennar
mömmu“, útskrifaðist sem læknir
fyrr á þessu ári og var það Sonju
mikil hamingja að geta tekið þátt í
þeirri gleði. Setti hún sér það tak-
mark frá upphafi máms hennar að
komast til Danmerkur og upplifa
stundina, henni tókst það og það var
stór sigur. Ísafold annaðist móður
sína frá byrjun apríl til hinstu stund-
ar af svo mikilli ást og alúð að unun
var að sjá. Þá mynd mun ég geyma í
hjarta mér.
Sunnudagsmorguninn 24. maí við
sólarupprás þegar Breiðafjörðurinn
skartaði sínu fegursta þá var stundin
komin, Frelsarinn góði breiddi út
faðminn og tók á móti mágkonu
minni og ég sé hana sem fallegan
engil með fallega ljósa hárið og tveir
litlir englar í örmum hennar.
Elsku Helgi bróðir, börnin og fjöl-
skyldur, Guð styrki ykkur í sorginni,
þið eruð hetjur.
Mágkonu minni og vinkonu þakka
ég alla tryggð við mig og fjölskyldu
mína, sjáumst síðar.
Sigurbjörg Kristjánsdóttir.
Við sem urðum þeirrar gæfu að-
njótandi að fá að vera Sonju sam-
ferða, kynnast henni frá unga aldri
og eiga hana sem frænku verðum
ævinlega þakklát fyrir þá gjöf.
Margar góðar minningar um
Sonju koma upp í hugann nú þegar
hún hefur kvatt þennan heim. Minn-
ingar um allt það sem ég sem krakki
og síðar fullorðin fékk að upplifa með
henni og líta upp til hennar alla tíð.
Það var alltaf gott að koma til Sonju
frænku, venjulega allt fullt af kræs-
ingum, hveitikökum með hangikjöti,
heimabakað brauð og sætabrauð.
Sonja klikkaði aldrei á að hringja í
okkur eða vilja hitta okkur þegar við
vorum í Ólafsvík. Þegar einhver í
fjölskyldunni átti afmæli sögðu börn-
in svo oft að nú ætti Sonja eftir að
hringja, þá væri dagurinn fullkom-
inn. Það verður skrýtið á næstu af-
mælisdögum að hún hringi ekki, en
ég hugsa þá til hennar og ég veit að
hún verður hjá mér. Það var sama
hvort við hittum Sonju eða heimsótt-
um hana á Fróðá, í Sandholtið eða
Stekkjarholtið, alltaf var gott og
gaman að koma til hennar og Helga.
Hún hugsaði alla tíð vel um sitt fólk
og sá til þess að allir færu mettir úr
heimsóknum hjá henni.
Ég hugsa oft um þá stund þegar
Sonja og amma Inga hittu mig á
sjoppunni eitt skiptið, fyrir mörgum
árum, og ungur maður kom gang-
andi eftir Ólafsbrautinni í Ólafsvík.
Sonja sagði við mig að ég ætti eftir að
eiga hann sem eiginmann, vittu bara
til sagði hún og amma Inga tók und-
ir. Allt gekk þetta eftir og Sonju hef-
ur alla tíð þótt hún eiga fyrir vikið
eitthvað í mínu hjónabandi.
Okkur þykja eftirfarandi ljóðlínur
eiga vel við þegar við hugsum til
Sonju frænku:
Þegar ég hugsa um þig
sé ég glampandi bros.
Þegar ég hlusta eftir þér
heyri ég innilegan hlátur.
Þegar ég reyni að sjá þig
sé ég fallegan engil
engil sem brosir
og hlær innilegum hlátri.
(Höf. ók.)
Við fjölskyldan þökkum Sonju
frænku fyrir samfylgdina, góð
frænka hefur kvatt okkur. Blessuð sé
minning hennar.
Drífa og fjölskylda.
Hún Sonja er dáin eftir langa og
hetjulega baráttu í veikindum sínum.
Það er langt síðan ég sá fyrst þessa
glæsilegu konu, leiðir okkar lágu
fyrst saman þegar við fluttum í
næsta hús við þau hjón. Dætur okkar
eru jafnaldra og voru saman í skóla.
Þá vorum við sonur hennar saman á
litlu Auðbjörginni. Seinna fórum við
að stunda sjóstangaveiði ásamt mág-
konu hennar, henni Sibbu, en þetta
hafa alltaf verið hetjur í félaginu okk-
ar. Það er margs að minnast þegar
ég lít til baka. T.d. á einu mótinu sem
ég var mótsstjóri og sé að einn bát-
urinn kemur í land strax aftur, þá
hafði Sonja orðið fyrir því óláni að fá
öngul í gegnum fingur. Við brunum
heim til læknisins og vekjum hann
því þetta var mjög snemma, hann vill
fá okkur á heilsugæslustöðina og
taka öngulinn, en nei það var enginn
tími til slíks, báturinn beið og hún
þurfti að komast strax aftur um borð.
Læknirinn stóð á náttfötunum í for-
stofunni og tók öngulinn. Þetta sýnir
hvernig Sonja var. Sonja var mikil
aflakló og var alltaf með þeim hæstu í
öllum keppnum.
Sonja var í stjórn Sjósnæ um ára-
bil og mikil áhugamanneskja um sjó-
stangaveiði. Hún hefur sýnt það og
sannað að hún var ekki minni veiði-
maður en bræður hennar sem hafa
verið skipstjórar og miklir veðimenn.
Kæri Helgi og fjölskylda, ég vil
fyrir mína hönd, fjölskyldu minnar
og Sjóstangafélags Sjósnæ votta
ykkur dýpstu samúð.
Sigurður Arnfjörð, formaður
Sjósnæ.
Margar af mínum
minningum úr barn-
æsku tengjast Steina
og fjölskyldu og þá
ekki síst ógleymanleg-
ar ferðir vinafjölskyldnanna í Húsa-
Steinn Hlöðver
Gunnarsson
✝ Steinn HlöðverGunnarsson fædd-
ist í Reykjavík 19.
nóvember 1953. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í Kópa-
vogi 25. maí 2009 og
fór útför hans fram
frá Kópavogskirkju 5.
júní.
fell. Þar áttum við
saman góðar stundir
og kemur sá staður
alltaf til með að minna
á þennan fallega og
góða mann. Það er erf-
itt að hugsa til þess að
eiga ekki eftir að hitta
hann aftur og veit ég
að söknuður vinanna
er mikill.
Elsku Björk, Gunn-
ar, Ragnar og Guð-
mundur Steinn, hugur
minn er hjá ykkur á
þessum erfiðu tímum.
Árdís Hulda Stefánsdóttir.
! "# $!% & '
(!!%
! $)
(!!*% !! +! (
(!!*% , ( '$
(!!*% - $ .! $
(!!*% / 0
(!!*% 0 1 !
(!!*%