Morgunblaðið - 07.06.2009, Page 47
Auðlesið efni 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009
Dalai Lama, trúar-leiðtogi
Tíbeta, kom í þriggja daga
heim-sókn til Íslands í síðustu
viku og er þetta í fyrsta skipti
sem Dalai Lama heim-sækir
landið. Hann tók þátt í
sam-trúarlegri
bæna-samkomu í
Hallgríms-kirkju í boði biskups
Íslands. Þá kom Dalai Lama á
sérstaka sam-komu í Háskóla
Íslands þar sem mikið
fjölmenni var. Hann sagði
meðal annars í ræðu sinni að
hann teldi að menntun væri
mann-kyninu afar mikil-væg
en nauðsynlegt væri að vekja
meiri athygli á siðferði-legum
gildum. Einnig heim-sótti
Dalai Lama Alþingi þar sem
forseti Alþingis tók á móti
honum og færði honum
heklað sjal og hraun-mola frá
Þing-völlum. Dalai Lama færði
forsetanum fallegan síðan
trefil. Leiðtoginn hitti einnig
utanríkis-mála-nefnd Alþingis
og þar með fulltrúa allra
stjórn-mála-flokka á Alþingi.
Í Laugardals-höll var
sneisa-fullur salur af fólki sem
hlýddi á og með-tók
vísdóms-orð Dalai Lama.
Boð-skapurinn var
kærleiks-ríkur, fléttaður
saman við kímni og gátu
áheyrendur í sal borið fram
spurningar.
Dalai Lama í heimsókn á Íslandi
Morgunblaðið/Kristinn
Mat-vöru-verð hefur hækkað
um fjórðung til þriðjung
undan-farið ár, skv.
verð-mælingum ASÍ á
vöru-körfu lág-verðs-verslana
frá apríl í fyrra. ASÍ birti
saman-burð á verð-könnun
sem gerð var í síðustu viku í
lág-verðs-verslunum við
verð-könnun frá í febrúar. Þar
kom m.a. fram að verð á
ung-nauta-hakki hafði
hækkað um allt að 67% á
þessu tíma-bili. Hins vegar
lækkuðu vörur á borð við
ávexti, grænmeti og fisk.
Verð á mat-
vöru hækkar
Airbus A330 flug-vél flug-félagsins
Air France, sem hvarf yfir Atlantshafi
síðastliðinn mánudag, fór yfir þekkt
óveðurs-svæði nálægt mið-baug þar
sem vindar frá norður- og suður-hveli
jarðar mætast.
Flug-vélin lenti í ókyrrð um fjórum
stundum eftir að hún fór frá Rio de
Janiero í Brasilíu. 14 mínútum síðar
sendi vélin frá sér sjálf-virk boð um
bilun í raf-kerfi. Air France segir
lík-legt að flug-vélin hafi orðið fyrir
eldingu.
Brasilíski flug-herinn hefur fundið
brak á floti í Atlants-hafinu úti fyrir
norð-austur-strönd Brasilíu.
Sam-kvæmt upp-lýsingum
Miklir haf-straumar eru á þessu
svæði og að-stæður neðan-sjávar
mjög erfiðar.
228 manns voru um borð í vélinni,
þar á meðal var einn Íslendingur.
Hann hét Helge Gustafsson, fæddur
árið 1964. Helge var bú-settur í
Björgvin í Noregi um ára-tuga-skeið
en er íslenskur ríkis-borgari. Hann
bjó síðastliðin fimm ár í Brasilíu, þar
sem hann á eigin-konu og eitt barn.
Fyrir átti hann tvö börn í Noregi.
Helge starfaði hjá fyrirtækinu FMC
Technologies og var á leiðinni frá Rio
de Janiero til Angóla þar sem hann
átti að stýra verk-efnum á vegum
fyrir-tækisins.
brasilíska flug-hersins er brakið á
um 5 km svæði. Þar hefur m.a. sést
7 metra málmbútur og um 20 km
olíu-brák.
Talið er að flak flug-vélarinnar geti
legið á allt að 3,700 metra dýpi.
Þota hrapaði í Atlants-hafið
Reuters
Efnahags-brota-deild ríkis-
lögreglu-stjóra hefur tekið til
rannsóknar aðkomu FL
Group, sem síðar varð Stoðir,
að kaupunum á danska
flug-félaginu Sterling. Verið er
að rannsaka hvort við-skipti
með Sterling hafi brotið í
bága við lög um hluta-félög
og hvort kaup og sala á
Sterling milli tengdra aðila
stangist á við
umboðs-svika-ákvæði
almennra hegningar-laga.
Hús-leit fór fram í húsnæði
tengdu Hannesi Smárasyni
og Logos lög-manns-stofu.
Rannsóknin kemur í kjölfar
þess að embætti
skatt-rannsóknar-stjóra
vísaði bókhalds-gögnum frá
FL Group til efna-hags-brota-
deildarinnar. Lagt var hald á
gögnin í hús-leit í nóvember.
Rannsaka
kaup FL Gro-
up á Sterling
Lista-safn Íslands hefur gengið frá
kaupum á verki eftir Sigurð
Guðmundsson, Mountain. Um er að
ræða ljós-mynd af gjörningum
lista-mannsins frá upp-hafi níunda
ára-tugarins. Kaup- verðið er tíu
milljónir, og segir Halldór Björn
Runólfsson að hærra verð hafi safnið
ekki greitt fyrir verk til þessa en verkið
sé eitt af helstu verkum íslenskrar
sam-tíma- listar á síðustu öld. Hug-
myndin að baki Mountain er
endur-sköpun á kjörum og til-vist
verka-mannsins, en á myndinni liggur
Sigurður undir hrúg-aldi af slitnum
skóm, bókum og brauði.
Dýrasta verkið
Ólafur Stefánsson, lands-liðs-maður í
hand-knattleik og leik-maður Ciudad
Real, lék sinn síðasta leik með
spænska liðinu um síðast-liðna helgi
þegar liðið mætti Alfreð Gíslasyni og
læri-sveinum hans í Kiel í seinni
úrslita-leik liðanna um
Evrópu-meistara-titilinn. Ólafur og
félagar höfðu betur í leiknum, unnu
33:27 og samtals 67:66 þar sem Kiel
sigraði 39:34 í fyrri leiknum sem fram
fór í Þýska-landi.
Ólafur átti fínan leik með Ciudad og
var marka-hæsti maður liðsins og gerði
síðasta mark leiksins og gull-tryggði þar
með sigurinn.
Guðmundur Guðmundsson,
landsliðs-þjálfari í hand-knattleik, sagði
við Morgun-blaðið að íþrótta-ferill Ólafs
væri glæsilegur enda var þetta fjórði
Evrópu-meistara-titill Ólafs, þrisvar
hefur hann orðið meistari með Ciudad
og einu sinni með Magdeburg, þá undir
stjórn Alfreðs Gíslasonar.
Meistarakveðja
Til-kynningum í barna- verndar-málum
hefur fjölgað um 21,9% milli ára.
Hlut-fall til-kynninga er hæst í Reykja- vík
en þar er aukningin tæp 40% sé borið
saman við fyrstu fjóra mánuði 2008.
Flestar til-kynninganna, 48,1%, voru
vegna vegna neyslu vímu-efna, af-brota,
of-beldis eða slæ-legrar skóla-sóknar. Í
rúmum 32% tilfella var til-kynnt um
van-rækslu á börnum. Að sögn Braga
Guðbrands- sonar, forstjóra Barna-
verndar-stofu, er ekki hægt að segja að
að-stæður barna hafi versnað sam-fara
efna-hags- kreppunni en að ástæða sé
til að fylgjast vel með þeim sem minna
mega sín og þá ekki síst börnum, sem
kannski búa við erfið- leika.
Fjölgun barna-
verndar-mála