Morgunblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 51
Menning 51FÓLK
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2009
Með leyfi AVALON PROMOTIONS & LIBERTY BELL
GRUMPY OLD WOMEN LIVE
í Íslensku óperunni
„Edda er meistari sem unun er að sjá og heyra. Ég hef lengi dáðst að
„replikkunni“ hennar Eddu, hvað hún er flink við að skjóta tilsvörunum beint
í mark; það eitt að heyra hana spýta bröndurunum út í salinn er leikhús-
ferðarinnar virði.“ JVJ DV
„Mér fannst allar leikkonurnar fyndnar - en ég hló mest af Björk - hún er
æðislega fyndin!“ Róbert Gíslason - áhorfandi
„Þær Helga Braga og Edda eru gamanleikarar af guðs náð; eitt bros hér
og mjaðmahnykkur þar segir stundum meira en þúsund orð.“ Mbl.
„Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn og hér eru þeir allir traustir.
Allar þrjár verulega Fúlar á móti“ S. Mbl.
Þrjár fyndnustu leikkonur landsins saman á sviðinu!
Sýningum lýkur í júní
- tryggðu þér miða
LEIKKONAN Jennifer Aniston
mun vera sú stjarna sem flestir
Bandaríkjamenn myndu treysta
hvað best fyrir gæludýrinu sínu.
Það kom í ljós þegar starfsmenn
vefsíðunnar PawNation.com
spurðu notendur sína hvaða stór-
stjarna yrði fyrir valinu ef þeir
þyrftu að finna pössun fyrir hund-
inn sinn, páfagaukinn eða köttinn.
Aniston vann yfirburðasigur í
könnuninni en rúmlega 70% að-
spurðra myndu helst vilja geyma
gæludýrið sitt í umsjá Aniston ef
þeir þyrftu að bregða sér af bæ. Þó
fengu Pamela Anderson, Nicole
Richie og Mickey Rourke einnig
nokkur atkvæði.
Sjálf á Aniston hund af tegund-
inni corgi-terrier og er hann henni
afar kær. Svo kær að hún ku eyða
reglulega um 30 þúsund krónum í
nudd handa snata.
Flestir vilja
Aniston
Reuters
Dýravinur Margir myndu treysta
Aniston fyrir hundinum sínum.
SVEITABALLAHLJÓMSVEITIN sívinsæla
SSSól, með Helga Björnsson í fararbroddi, ætlar
að slá upp risasveitaballi í Offiseraklúbbnum
með Sprengjuhöllinni næstkomandi laugardag.
Helgi rekur leikhús í Berlín og á liðnum vetri
léku drengirnir í Sprengjuhöllinni hjá Helga og
nú hafa þeir félagar ákveðið í sameiningu að
bjóða Íslendingum upp á eitt gott ball.
Ballið fer fram á gömlu herstöðinni í Keflavík
laugardaginn 13. júní eins og áður segir. Sæta-
ferðir verða frá BSÍ kl. 23, sem ætti að skila
Reykvíkingum í Offiseraklúbbinn í tæka tíð fyrir
fyrsta band á svið.
Það er yfirlýst stefna Einars Bárðarsonar,
herforingja í Offiseraklúbbnum, að nota sumarið
í sumar til að endurvekja alvöru sveitaböll og því
spennandi að fylgjast með hvaða hljóm-
sveitakokteil hann býður upp á næst.
Sveitaball með SSSól og Sprengjuhöllinni
Morgunblaðið/Þorkell
Í þá gömlu góðu SSSól er vinsæl á böllum.Sprengjuhöllin Halda uppi góðu stuði.
Morgunblaðið/Valdís Thor
HASARINN er aftur byrjaður á milli
Lindsay Lohan og Samönthu Ron-
son. Lohan elti fyrrverandi unnustu
sína á milli klúbba í London á mið-
vikudaginn og reyndi mjög örvænt-
ingarfull að tala við hana um fram-
tíð þeirra saman.
Ballið byrjaði á Bloomsbury
Ballroom þar sem Samantha var
með útgefandanum sínum að horfa á
tónlistarmann. Þegar Lohan mætti á
staðinn tóku þau leigubíl á annan
klúbb, Bungalow 8. Þau höfðu verið
þar skemur en tuttugu mínútur þeg-
ar Lohan hringdi í Ronson og sagð-
ist vera á leiðinni til að fá sér drykk
með þeim. Þá kölluðu þau aftur á
leigubíl og Ronson fór heim á hótelið
sitt. Stuttu síðar mætti Lohan þang-
að og var að lokum hleypt inn í her-
bergi Ronson um miðja nótt.
Heimildarmaður sagði Daily Mirr-
or að ekkert gæti haldið Lohan í
burtu frá Ronson. Þær eyddu nokkr-
um klukkustundum saman á her-
berginu, Lohan yfirgaf það síðan
með bros á vör og virtist hafa notið
tímans með Ronson.
Reuters
Í eltingarleik Lindsay Lohan.
Örvænting-
arfull Lohan