Morgunblaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 8. J Ú N Í 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
153. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«MENNING
KLASSÍSKT ROKK OG
RÓL ́I NASA-VEISLU
«MEISTARINN HJÁ MILAN
KAFLASKIL ER
MALDINI KVEÐUR
Íslenska íþróttafólkið kom heim
með 81 verðlaun frá Smáþjóðaleik-
unum á Kýpur. Guðmundur, Kári
og Helga voru atkvæðamikil á loka-
degi leikanna.
ÍÞRÓTTIR
Fengu 81 verð-
laun á Kýpur
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálf-
ari í knattspyrnu, kveðst hafa lært
mikið af fyrri hálfleiknum gegn
Hollandi. Hann hafi teflt fulldjarft
og áætlanir sínar hafi hrunið.
Lærði sína lexíu af
fyrri hálfleiknum
Fimm leikmenn eru horfnir út úr
landsliðshópnum í knattspyrnu fyr-
ir leikinn gegn Makedóníu. Þrír eru
í leikbanni, Eiður Smári er meiddur
og einn er hættur með landsliðinu.
Fimm fóru ekki
með til Makedóníu
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
og Þorbjörn Þórðarson
„ÉG held að við ráðum við þetta samkomulag.
Ég held að það sé innan þolmarka íslenska hag-
kerfisins,“ segir Svavar Gestsson, sem stýrði
samninganefnd íslenska ríkisins vegna Icesave-
reikninganna.
Í ýtarlegu viðtali Morgunblaðsins við Svavar
kemur meðal annars fram að ríkissjóður greiðir
ekki eina krónu vegna Icesave-reikninganna í
að minnsta kosti sjö ár. Þær greiðslur komi ein-
ungis frá Landsbankanum í London. „Í fyrsta
lagi komum við hagkerfinu í skjól í sjö ár í
miðri kreppunni. Í öðru lagi er mikilvægt að
hafa í huga að þessi ákvörðun opnar fjár-
var auðvitað allt undir. Það var allt skjálfandi
og titrandi hér fyrr í vetur að mér skilst, líka
EES-samningurinn, þótt ég kunni þá sögu ekki
nákvæmlega. Við stóðum einfaldlega frammi
fyrir tveimur leiðum. Annars vegar leið A, sem
snerist um að ná sátt við alþjóðasamfélagið.
Hins vegar var leið B, sem var að brjóta sig frá
því. Þá hefði hættan verið sú að Ísland myndi
einangrast og þá held ég að fátæktin og erf-
iðleikarnir hefðu orðið mun sárari en ella [...]
Hvað mér finnst í þessum efnum er algjört
aukaatriði. En ég get þó sagt að ég held að við
höfum ekki átt neinn annan kost en að klára
þetta mál.“
Icesave innan þolmarka
Hagkerfið kemst í skjól 8-9
Svavar Gestsson telur okkur ráða við Icesave-samkomulagið Kemur Ís-
landi í skjól í að minnsta kosti sjö ár EES-samningurinn skalf og nötraði
málaheiminn aftur fyrir Íslandi. Í þriðja lagi
mun þetta samkomulag styrkja gengi íslensku
krónunnar.“
EES-samningurinn skjálfandi og titrandi
Svavar segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
(IMF) hafi stutt við þá lausn sem Íslendingar
lögðu fram. Það hafi skipt verulegu máli. „Það
» Ríkið greiðir ekkert í sjö ár
» Endurfjármagna má lánið
» Eignir bankans fyrst notaðar
STUÐNINGSMENN hollenska landsliðsins í
knattspyrnu settu svip sinn á borgarlífið í góða
veðrinu um helgina. Sumir þeirra höfðu uppi
skýrar kröfur, þ.e. um sigur liðsins gegn Íslend-
ingum og að peningum á Icesave-reikningum
yrði skilað til hollenskra sparifjáreigenda. Segja
má að þessum ágæta manni hafi orðið að ósk
sinni. Holland vann Ísland 2:1 og samið var um
Icesave-reikningana. | Íþróttir og 8-9
HOLLENDINGARNIR FENGU SITT
Morgunblaðið/Golli
THEÓDÓR
Elmar Bjarnason
hefur ákveðið að
draga sig út úr
íslenska lands-
liðshópnum í
knattspyrnu sem
hélt áleiðis til
Makedóníu í gær.
Í samtali við
Morgunblaðið sagði hann ástæðuna
vera mikinn skort á tækifærum
undir stjórn Ólafs Jóhannessonar
þjálfara og hyggst Elmar ekki gefa
kost á sér með landsliðinu við
óbreytt ástand, eins og hann kýs að
orða það. »Íþróttir
Theódór Elmar ósáttur og
ekki með landsliðinu í bili
LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI Ís-
lands á 12% hlut í fyrirtækinu ORF
Líftækni, sem sækist nú eftir leyfi
til að rækta erfðabreytt bygg á
Suðurlandi. Því vakna spurningar
um hagsmunatengsl þegar rann-
sóknir frá skólanum eru notaðar til
rökstuðnings við umsókn hjá Um-
hverfisstofnun. Málið er hins vegar
ekki svo einfalt, enda fyrirtækið
sprottið upp úr háskólasamfélaginu
og hlutur skólans til kominn af sér-
stökum ástæðum. »14
Einn hluthafi ORF Líftækni
er líka vísindalegur ráðgjafi
LIÐ úr franska og brasilíska
hernum er við leit á Atlantshafi,
þar sem frönsk farþegavél fórst í
liðinni viku með 228 manns innan-
borðs. Þegar hafa lík nokkurra
manna fundist og fleiri hafa sést úr
lofti. Vonir standa til að vísbend-
ingar um tildrög slyssins finnist en
getgátur eru uppi um að bilun í
hraðamæli vélarinnar hafi valdið
því að henni var flogið of hratt.
Kjarnorkukafbátur franska sjó-
hersins er væntanlegur á slysstað á
miðvikudag og á hann með aðstoð
ratsjár að leita að flugritum vél-
arinnar sem gætu innihaldið gagn-
legar upplýsingar fyrir rannsókn
málsins. »12
Enn er unnið af kappi við
leitarstörf á Atlantshafi