Morgunblaðið - 08.06.2009, Síða 6

Morgunblaðið - 08.06.2009, Síða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2009 ÞÆR Veronika Von og Brynja Sól tóku tæknina í sína þágu þegar þær fóru á hornsílaveiðar í andapollinum í Seljahverfi. Voru þær með myndarlegan háf og hann skilaði sínu, nokkrum hornsílum, enda gat ekki farið hjá því, að þær fengju eitthvað, jafneinbeittar og þær voru við veiðiskapinn. Ungar og efnilegar veiðiklær Morgunblaðið/Ómar Sílin í Seljahverfi háfuð upp úr andapollinum Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „ÞÓTT aðeins standist ein af hverjum tíu ásök- unum á hendur íslensku útrásar- víkingunum, er líklega um að ræða stærsta svikamál Evrópu frá síðari heims- styrjöld.“ Þetta segir í grein sem birtist í vefútgáfu viðskiptablaðs Berlingske Tidende í gær. Greinin ber heitið „Leitin að milljörðum útrásarvíkinganna“. Í greininni segir m.a. að Glitnir hafi ráðið til sín erlenda einka- spæjarafyrirtækið Kroll. Fyrirtækið er þekkt fyrir að hafa grafið upp fé sem einræðisherrar á borð við Saddam Hussein höfðu komið undan. Verkefni fyrirtækisins hér á landi mun vera að rannsaka útlán Glitnis og hafi eitthvað athugavert verið við þau á fyr- irtækið að reyna að endurheimta hluta fjárins. Blaðið fer einnig yfir meðhöndlun Hannesar Smárasonar og Pálma Haraldssonar á málefnum flug- félagsins Sterling og tengslum þess við FL Group. Þá segir að málið sé alls ekki eina dæmið um að fyrirtæki á hlutabréfamarkaði í eigu Jóns Ás- geirs Jóhannessonar hafi gert sér- kennilega lélega samninga en Jón Ásgeir eða einhver úr hans innsta hring hafi grætt gríðarlega. Samlíking við Enron-hneykslið Í grein blaðsins er ennfremur haft eftir Gylfa Magnússyni viðskipta- ráðherra, að hruni íslensks efnahags megi líkja við Enron-hneykslið margfræga í Bandaríkjunum. Því hefði verið haldið að fólki að íslensk- ir bankar hefðu búið til magnað við- skiptamódel sem skýrt gæti gríðar- legan og óvenjulegan vöxt þeirra. Slíkar staðhæfingar hefðu auðvitað verið á sandi byggðar. Greinarhöfundur tekur undir með orðum Gylfa og segir í lokin að eng- inn vafi sé á því að hér á landi sé þörf á aðstoð einkaspæjara sem venjulega starfi við að eltast við falda fjársjóði einræðisherra. Stærsta svika- mál Evrópu frá heimsstyrjöld Rannsókn á hruninu til umfjöllunar í BT Jón Ásgeir Jóhannesson Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is JÖKULSÁRLÓN er nánast fullt af ís, en Einar Björn Einarsson, eig- andi og framkvæmdastjóri sam- nefnds fyrirtækis, sem býður upp á siglingar á lóninu, segir að ísinn hafi ekki enn haft áhrif á við- skiptin. Einar Björn er með fjóra báta á lóninu og framundan er helsti annatími ársins. Hann segir að meðan austlægar áttir ríki sé allt í lagi að sigla á lóninu þrátt fyrir ís- inn. Reyndar hafi vestanáttin ekki heldur hreyft ísinn og því hafi sigl- ingaleiðin haldist opin. „Við höfum sloppið til þessa,“ segir hann en bætir við að ekki þurfi mikið að breytast til þess að sigl- ingarnar leggist af. Hins vegar sé ekkert hættuástand á svæðinu. „Við förum ekki inn í ísinn heldur siglum meðfram honum,“ heldur hann áfram. Einar Björn segir að fari allt á versta veg geti það gerst yfir nótt, „en við vonum það besta“, segir hann. Siglingaleiðin á Jökuls- árlóni er ennþá opin EITT björgunarskipa Slysavarna- félagsins Landsbjargar sigldi stjórnlaust af stað frá bryggjunni í Grindavík á laugardaginn á hátíðinni Sjóaranum síkáta. Björgunarmenn sýndu mikið snarræði með því að stökkva um borð í skipið og ná aftur stjórn á því. Þannig komu þeir í veg fyrir hugs- anlegt slys því í höfninni voru fleiri bátar á siglingu, meðal annars með börn. Þá var mikið af fólki saman- komið á bryggjunni sjálfri. Í tilkynningu frá Slysavarnafélag- inu Landsbjörgu segir að gangsetn- ing skipa fari fram í vélarrúmi og fyrir hana var farið yfir stjórntæki í brú. Ekkert hefur komið fram sem gefur til kynna að stjórntækin hafi verið í ólagi og líklegast er talið að einhver hafi átt við þau þar sem mik- ill gestagangur var í skipinu. haa@mbl.is Átt var við tækin Björgunarskip sigldi stjórnlaust af stað Skip Björgunarskip fór óvænt af stað. MAÐUR á fimmtugsaldri var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur í gær eftir að hann hafði ekið bifreið sinni á brúarstólpa við Ljósavatns- skarð rétt austan við Stórutjarnir um áttaleytið á laugardagskvöld. Ekki fengust nánari upplýsingar um líðan mannsins. Þá flutti þyrla Landhelgisgæsl- unnar mann á þrítugsaldri, sem slas- ast hafði á Snæfellsjökli, á Landspít- alann í Fossvogi á laugardag. Maðurinn hafði lent í hremmingum á vélsleða. Björgunarsveitarmenn sóttu manninn. Maðurinn náði sjálfur að hringja í neyðarlínu úr gsm-síma og láta vita af sér. Hann var talinn fótbrotinn en ekki í lífshættu að sögn talsmanns björgunarsveitarinnar. haa@mbl.is Tveir með sjúkraflugi Í TILEFNI af opnun bílaverkstæðisins Eðalbílar í B&L- húsinu var þar til sýnis um helgina breskur MG TF 1500-sportbíll frá árinu 1955. Aðeins 17 eintök voru framleidd með stýri vinstra megin í bifreiðinni. Sport- bíllinn fágæti er í eigu Erlu Gísladóttur en upphaflega var það Thor Thors, fyrrverandi sendiherra, sem flutti bílinn til landsins. Á þeim tíma voru bílar háðir svo- nefndum innflutningsleyfum og þótti mörgum kynlegt að Thor skyldi eyða leyfinu í einungis tveggja manna bíl. Fyrrverandi starfsmenn B&L hafa stofnað Eðalbíla. Morgunblaðið/Ómar Aldinn eðalvagn í B&L-húsinu FRANCH Michelsen úrsmíðameistari lést í gærmorgun eftir stutt veikindi. Franch var 95 ára, fæddur 31. desem- ber árið 1913. Saga úraverslunar Franchs Michelsens úr- smíðameistara spann- ar nær heila öld. Jörg- en Frank Michelsen, faðir Franchs, stofnaði fyrirtæki kennt við sig hinn 1. júlí árið 1909 og nú situr sonarsonur hans, Frank Ú. Mic- helsen, við stjórnvölinn. Franch lærði úrsmíðar hjá föður sínum og fór í framhaldsnám til Danmerkur. Að námi loknu starfaði hann hjá konunglega hirðúrsmiðn- um Carl Jonsén í Kaupmannahöfn. Þegar nasistar hertóku Dan- mörku sneri hann heim til Íslands og sigldi með Esjunni frá Petsamo í Finnlandi. Hann gekk á land hinn 15. október 1940. Árið 1943 opnaði hann úr- smíðaverkstæði og verslun á Vesturgötu 21a í Reykjavík. Faðir hans, Jörgen Franch, rak þá verslun á Sauð- árkróki og þeir samein- uðu reksturinn þegar Jörgen fluttist suður árið 1946. Þeir störfuðu saman uns Jörgen Franch féll frá árið 1954. Síðar var versl- unin flutt að Laugavegi 39 og þar rak Franch fyrirtækið í 49 ár. Franch hafði frum- kvæði að mörgu innan skátafélag- anna hér á landi. Hann sat í 18 ár í varastjórn og aðalstjórn Bandalags ísl. skáta, stofnaði Skátablaðið og var ritstjóri Foringjablaðs skáta um átta ára skeið. Hann var einnig rit- stjóri Bálsins, málgagns eldri skáta á Íslandi. Hann sat jafnframt í stjórn Úrsmiðafélagsins í sex ár. Franch lætur eftir sig eiginkonu, Guðnýju Guðrúnu Jónsdóttur, og sex börn á lífi. Andlát Franch Michelsen úrsmíðameistari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.