Morgunblaðið - 08.06.2009, Page 8

Morgunblaðið - 08.06.2009, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2009 Innritun fyrir haustönn 2009 Öflugur skóli með mjög fjölbreytt nám! Skoðið heimasíðuna! www.fg.is Skólameistari. Eftir Þorbjörn Þórðarson og Þórð Snæ Júlíusson „Í HAUST, þegar ímynd Íslands hrundi, þá langaði mig til þess að gera gagn. Þess vegna var ég svo forhertur að ég tók að mér þetta svakalega verkefni ásamt samstarfsmönnum, eitt stærsta efnahagslega verkefni sem Ísland hefur nokkurn tímann glímt við,“ segir Svavar Gestsson, sem stýrði samninganefnd íslenska ríkisins vegna Icesave-reikninganna. Samkomulag náðist á milli Íslands annars vegar og Breta og Hollend- inga hins vegar á föstudag. Viðræður undir forystu Svavars hófust um miðjan mars. „Þegar ég kem að þessu verki þá stöndum við frammi fyrir þeirri nánast óleys- anlegu gátu að upphæðirnar sem þarf að greiða eru til staðar, en geta Ís- lands til að greiða þær er engin. Hver einasta króna sem við hefðum tekið úr ríkissjóði til að greiða fyrir þetta, hún hefði verið tekin að láni. Það er hins vegar ekki til neinn sem vill lána okk- ur í dag. Þetta hefði því þýtt seðla- prentun, verðbólgu og fallandi gengi.“ Fyrri viðræðunefndin, undir for- ystu Baldurs Guðlaugssonar, hafði reifað ýmsar hugmyndir um hvernig ætti að gera skuldina upp. Í desember á síðasta ári var Bretum og Hollend- ingum boðið að taka Landsbankann í London upp í skuldina, en þeirri hug- mynd var hafnað. Ákveðin tímamót áttu sér stað hinn 15. apríl síðastliðinn þegar formenn samninganefndanna funduðu á heimili Svavars í Kaup- mannahöfn. „Það var í raun úrslita- fundur í málinu því þá datt okkur í hug þessi leið sem var farin, að ábyrgðarröðin yrði með þeim hætti að ríkið væri aftast, á eftir Landsbank- anum og Tryggingasjóði innstæðu- eigenda,“ segir Svavar. „Landsbanka-aðferðin“ Leiðin sem Svavar talar um varð síðar þekkt sem „Landsbanka- aðferðin.“ Hún snýst í raun um að Tryggingasjóður innstæðueigenda sé útgefandi skuldabréfs fyrir allri upp- hæðinni (um 650 milljarðar króna), Landsbankinn beri ábyrgð á greiðslum sjóðsins og íslenska ríkið loks ábyrgð á greiðslum Landsbank- ans. Greiðslutími lánsins skiptist síð- an upp í tvö tímabil: eitt sjö ára og annað til átta ára. „Á fyrstu sjö ár- unum borgar Landsbankinn, eða eignasafn hans, höfuðstólinn niður. Hann lækkar stöðugt á þeim tíma. Hann byrjar í 650 milljörðum króna, en ef áætlanir ganga eftir þá verður hann kominn niður í 170 milljarða króna í lok þessa sjö ára tímabils. Á þessum sjö árum fer ekki ein króna úr ríkissjóði í þessar greiðslur,“ segir Svavar. Við þetta komist Íslendingar í skjól frá því efnahagslega fárviðri sem geysi úr öllum áttum í heiminum. „Í fyrsta lagi komum við hagkerfinu í skjól í sjö ár í miðri kreppunni. Í öðru lagi er mikilvægt að hafa í huga að þessi ákvörðun opnar fjármálaheim- inn aftur fyrir Íslandi. Þegar fryst- ingunni verður aflétt [hinn 15. júní], þegar Ísland fer af hryðjuverkalista, opnast hinn alþjóðlegi fjármála- heimur að nýju.“ Hann segir að í þriðja lagi muni þetta styrkja gengi íslensku krónunnar og að það hafi gætt ákveðins misskilnings hjá sum- um þingmönnum sem hafi haldið því fram að samkomulagið kæmi til með að veikja gengið. „Allar þessar eignir Landsbankans eru í erlendum gjald- eyri og verða nýttar til að greiða skuldir í erlendum gjaldeyri. Þær koma því aldrei til Íslands.“ Getum endurfjármagnað lánið Þegar umrædd sjö ár eru liðin þá bætast við höfuðstólinn vaxta- greiðslur vegna þessara ára, en þær eru 5,5 prósent á höfuðstól hvers árs. Svavar segir að þar verði örugglega um mjög háar upphæðir að ræða. „Ef sú upphæð verður til dæmis 180 millj- arðar króna þá erum við með 350 milljarða króna fjall sem þarf að tak- ast á við árið 2016. Það fjall eigum við síðan að greiða niður með átta jöfnum afborgunum. Það er ekki víst að ríkið þurfi að byrja að greiða af bréfinu fyrr en seint á þeim tíma, því við ger- um ráð fyrir að það verði enn eftir eignir frá Landsbankanum eftir þetta sjö ára tímabil. Þegar þær eignir eru uppurnar, þá kemur að því að ákveða með hvaða hætti ríkissjóður greiðir niður það sem eftir stendur. Það gæti því orðið á tímabilinu 2020 til 2023. Þá kemur annað atriði til skjalanna. Strax og íslenska ríkið getur fengið hagstæðari lán á alþjóðlegum mörk- uðum þá getum við endurfjármagnað þetta lán. Ég spái því að þetta verði gert. [...] Það stórkostlega við þessa niðurstöðu er að ekki þarf að loka einu einasta sjúkrarúmi eða einni ein- ustu skólastofu næstu sjö árin fyrir þessa lausn. Það þarf ekki að skerða hár á höfði velferðarkerfisins næstu sjö árin.“ Andað ofan í hálsmál Vextirnir á láninu hafa verið gagn- rýndir fyrir að vera of háir. Að- spurður hvað réttlæti þessa vexti seg- ir hann að í upphafi samningaviðræðna hafi Bretar og Hollendingar gert kröfu um 250 punkta álag ofan á vaxtaprósentu OECD. „Við náðum þeirri tölu veru- lega niður. Þetta er til þess að ná yfir kostnað og áhættu hjá ríkjunum. Þetta er mjög algengt í lánasamn- ingum en auðvitað er hægt að segja að það réttlæti þetta ekki.“ Sú vaxtaprósenta sem fyrst var nefnd, 6,7 prósent, var rædd sem hluti af bráðabirgðasamkomulagi við Hollendinga, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Í fyrstu var jafnframt gert ráð fyrir að því ís- lenska ríkið eitt og sér myndi bera ábyrgð á láninu og það yrði til 10 ára á 6,7 prósent vöxtum. Svavar segist að nokkru leyti bundinn trúnaði hvað þetta varðar. „Ég get hins vegar sagt það að þessar tölur frá því í vetur voru að anda ofan í hálsmálið á mér alveg til síðustu stundar í þessum samningaviðræðum. Það er ósann- gjarnt að bera þessar tölur, 5,5 pró- sent, saman við breytilega vexti á skammtímalánum í London. Það villir um fyrir fólki. Þeir vextir sem nú er samið um eru lægstu föstu vextir frá því í síðari heimsstyrjöld.“ Hagkerfið kemst í skjól  Svavar Gestsson segir að ríkið muni ekki greiða af Icesave í að minnsta kosti sjö ár  Stóð frammi fyrir „óleysanlegri gátu“ Fjármálamarkaðir munu opnast Morgunblaðið/Golli Varkárt mat Svavar segir nefndina reikna með að eignir Landsbanks dugi fyrir 75 prósent af höfuðstóli lánsins. Meðan á viðræð- unum við Breta og Hollendinga stóð ræddu emb- ættismenn land- anna um ýmislegt fleira en Icesave- reikningana. Svavar staðfestir að rætt hafi verið við Breta um að- stoð við að upp- lýsa um hugsanleg eignaundanskot Íslendinga á Jómfrúreyjum. „Við töl- uðum um það allt en um það get ég ekki sagt margt. Bretar samþykktu að aðstoða okkur við að ná þeim upp- lýsingum sem við þurfum. Þetta er eitt af því sem fjármálaráðuneytið mun vinna nánar. Fundur Össurar Skarphéðinssonar með David Mili- band, utanríkisráðherra Breta, skipti mjög miklu máli í þessu ferli. Ég fór fyrst á fund í breska fjármálaráðu- neytinu hinn 30. mars sl. og átti lang- an fund með helsta samningamanni Breta, Gary Roberts. Þar kynnti ég þessa Landsbanka-aðferð fyrir hon- um og honum leist mjög illa á hana. Á sama tíma var Össur á fundi með Miliband og kynnti fyrir honum þessa leið. Það var greinilegt að breska utanríkisráðuneytið vildi fara þá leið sem var árangursríkust, þeim var al- veg sama um tegundina. [Eftir fund Össurar og Milibands] var hægt að taka þetta úr þessum fasa og á nýtt stig. Utanríkisráðuneytið hjálpaði okkur að víkka myndina. Og ég býst við því að utanríkisráðuneytið muni halda viðræðum við Breta um sam- starf á ýmsum sviðum áfram. Sam- starf um upplýsingagjöf á sviði fjár- mála fellur þar undir,“ segir Svavar. Hann segir að á síðustu metrunum hafi íslenska nefndin átt viðræður við Hollendinga um svipaða hluti, þ.e upplýsingagjöf um skattaskjól. Bretar hjálpa við að upplýsa undanskot Össur Skarphéðinsson Þegar Svavar er spurður hvernig þessi leið sem Landsbankinn fór í fjármögnun sinni, að safna inn- lánum erlendis, horfi við honum eftir að hafa verið í samninga- nefndinni segist hann fyrst og fremst reiður. „Ég er ofsalega reiður eins og aðrir Íslendingar eru eflaust. Ég væri til í að hlaupa með potta og pönnur á eft- ir þeim ef ég vissi hverjir það væru sem báru ábyrgð á þessu í smáatriðum. Það er alveg hræði- legt að hneppa Íslendinga í þessar skuldbindingar. Þessi leið sem við erum að fara gerir hins vegar að verkum að við getum fetað okkur út úr þessu. Uppreisn ærunnar er hins vegar það sem við þurfum. Auðvitað er ástandið alveg hrylli- legt. Við verðum kannski með þrjátíu þúsund manns á atvinnu- leysisbótum og ungt hæfileikaríkt fólk fer úr landi. Það er flókið við svona aðstæður að kynna lausn eins og þessa því það finnst mörg- um allt vont sem er gert. En þetta var sennilega það skásta sem var í stöðunni.“ Til í hlaup með potta og pönnur Samningar um Icesave Fjölmargir, þar á meðal Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, hafa gagnrýnt harðlega að ís- lenska ríkið sé að taka ábyrgð á Icesave-reikningunum. Svavar segir að hann skilji þá gagnrýni vel. „Það voru bankar hér á Ís- landi sem voru orðnir tíu sinnum stærri en hagkerfið, samt störfuðu þeir samkvæmt tilskipunum Evrópusambandsins. Það er ekki hægt að segja að þeir hafi brotið þær tilskipanir í sjálfu sér. Hvernig áttum við að taka á þessu? Áttum við að gera það með betra Fjármálaeftirliti? Já. Áttum við að gera það með betri Seðlabanka? Já, en hversu gott hefði eftirlitið þurft að vera og hversu góður hefði Seðlabankinn þurft að vera til að stöðva þetta? Höfðu þessar stofnanir úrræði til að stöðva þennan vöxt bankanna? Átti að segja að enginn banki mætti vera stærri en þjóðarframleiðslan? Það hefði ekki verið samkvæmt EES-samningnum. Veruleikinn er sá að það frelsi sem fólst í honum var of mikið fyrir þetta land nema því hefði fylgt öflugri eftirlitsaðgerðir. Það þýðir einfaldlega að ESB þarf að endurskoða sínar reglur,“ segir Svavar. Pólitísk niðurstaða Svavar segir niðurstöðuna að vissu leyti vera pólitíska. „Það voru allir þeirrar skoðunar að réttast væri fyrir okkur að semja um þessa reikninga. Það var ekkert land sem studdi okkur í því að virða þessar skuldbindingar að vettugi. Þannig séð er niðurstaðan pólitísk því allt hið pólitíska umhverfi sem við erum hluti af lagði áherslu á þessa lausn. Íslensk stjórnvöld hafa ekki ákveðið að segja sig úr því pólitíska umhverfi sem við erum í. Fyrrver- andi og núverandi ríkisstjórn eru sammála um að við séum hluti af þessu pólitíska umhverfi. Ég held að athugasemdir Stefáns Más, sem ég hef kynnt mér vandlega, væru réttar ef um væri að ræða aðstæður þar sem einn banki væri farinn á hliðina og Tryggingarsjóður innstæðueigenda hefði ekki bolmagn eða getu til að bjarga honum. Hér var það hins vegar allt hag- kerfið sem hrundi.“ Berum heimsins syndir eins og Kristur Svavar segir að ef reikningarnir hefðu ekki verið gerðir upp hefði allt inn- stæðutryggingakerfið í Evrópu hugsanlega hrunið. „Við erum í rauninni að bera burt syndir heimsins, eins og sagt var um Jesú Krist,“ segir Svavar. Erum að bera burt syndir heimsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.