Morgunblaðið - 08.06.2009, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2009
Vöruhótelþjónusta Eimskips
Vöruhótelið býður upp á heildarþjónustu frá því
vara kemur til landsins þar til viðskiptavinur þinn
fær hana í hendurnar.
EIMSKIP VÖRUHÓTEL
Frekari upplýsingar eru veittar í síma 525 7600 eða sendið fyrirspurnir á netfangið vh@eimskip.is
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
9
0
2
9
6
Bonito ehf. Friendtex,
Faxafen 10, 108 Reykjavík,
sími 568 2870 – www.friendtex.is
ÚTSALA
Opið mánudaga frá kl. 11.00-18.00
laugardaga frá kl. 11.00-16.00
Útsalan er hafin
á vor- og sumarlista Friendtex
Rýmum fyrir nýjum vörum
Lín Design Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið.
Sími 533 2220 www.lindesign.is
Rúmfatnaður, púðar, dúkar, baðsloppar, lök ásamt mörgu
öðru með 20–50% afslætti.
Tilboðin gilda fram á laugardag.
Íslensk hönnun á frábæru verði!
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
2006
10. október Icesave-reikningarnir
fyrst kynntir í Bretlandi. Þótt Lands-
bankinn eigi þarlent dótturfélag, Her-
itable-bankann, eru reikningarnir
opnaðir sem útibú. Þeir eru því
tryggðir af hinum íslenska trygg-
ingasjóði innstæðueigenda.
2007
15. október Fjöldi Icesave-reikninga
nær því að verða 105 þúsund.
2008
29. maí Icesave-reikningarnir opn-
aðir sem útibú í Hollandi. Markmiðið
er að ná inn 500 milljónum evra fyrir
árslok. Fjórtán þúsund reikningar
opnaðir fyrstu vikuna.
7. október FME tekur yfir Landsbank-
ann og Icesave-reikningunum er lok-
að. Fjöldi þeirra var þá 343.306 í
Bretlandi og Hollandi. Heildar-
innstæður á Icesave voru þá 1.156
millljarðar króna og af þeim mun 650
milljarða króna höfuðstóll lenda á Ís-
lendingum.
8. október Bresk yfirvöld ákveða að
beita ákvæðum hryðjuverkalaga gegn
Landsbankanum, setja bankann á
válista vegna hryðjuverkaógnar og
frysta eignir hans þar í landi.
4. desember Alþingi ályktar að fela
ríkisstjórn að leiða til lykta samninga
vegna Icesave-innstæðna. Viðræður
hefjast samstundis. Baldur Guð-
laugsson, þáverandi ráðuneytisstjóri
í fjármálaráðuneytinu, stýrir þeim
fyrir Íslands hönd.
2009
24. febrúar Fjölmiðlar skýra frá því
að Svavar Gestsson hafi verið skip-
aður til að veita nýrri samninganefnd
Íslands vegna Icesave-reikninganna
forystu.
15. apríl „Landsbankaaðferðin“ svo-
kallaða kynnt fyrir fulltrúum Breta og
Hollendinga í viðræðunum. Und-
irtektir dræmar.
3-5. júní Aðilar málsins funda stíft.
samkomulag næst að kvöldi föstu-
dagsins 5. júní um „Landsbanka-
aðferðina“.
6. júní Forsætis- og fjármálaráðherra
kynna samkomulagið sem náðst hef-
ur vegna Icesave-reikninganna.
15. júní Frystingu eigna Landsbank-
ans verður aflétt og Landsbankinn
verður tekinn af lista yfir hryðju-
verkamenn.
SKIPTAR skoðanir eru um hvort ís-
lenska ríkið eigi yfirleitt að ábyrgj-
ast nokkuð vegna reikninganna.
Svavar segir það enda liggja fyrir að
regluverk Evrópusambandsins
(ESB) sé mjög ófullkomið þegar
kemur að innstæðutryggingum. Ís-
lendingar hafi þó tæplega átt neitt
val. „Öll aðildarríkin að Evrópska
efnahagssvæðinu (EES), öll Norð-
urlöndin, Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn (IMF). Allir þessir aðilar voru
sammála um að við ættum að standa
við þessa skuldbindingu okkar. Við
vorum fjarska ein í heiminum á
þessari stundu. Það hefði verið úti-
lokað að virða ekki vilja alþjóða-
samfélagsins. Þegar seðla-
bankastjóri [Davíð Oddsson innsk.
blm.] kom fram í fjölmiðlum og sagði
„við borgum ekki“ þá var það ekkert
skrýtin afstaða miðað við þær að-
stæður sem uppi voru. Ég er í raun
sammála henni en það kom í ljós að
leiðin var ekki fær. Spurningin var
aldrei hvort við borguðum, heldur
hvernig við gerðum það.“
EES-samningurinn titraði
Mikið hefur verið rætt um það að
Bretar og Hollendingar hafi beitt
áhrifum sínum innan IMF gegn Ís-
lendingum í þessu máli. Aðspurður
hvort nefndin hafi fundið fyrir því
svarar Svavar ekki afdráttarlaust.
„Ég mun greina nákvæmlega frá því
síðar hvernig þetta gerðist. Ég get
þó sagt að á lokasprettinum var það
stuðningur Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins við okkar lausn sem skipti veru-
legu máli, en ekki öfugt. Það var
auðvitað allt undir. Það var allt
skjálfandi og titrandi hér fyrr í vetur
að mér skilst, líka EES-samning-
urinn, þótt ég kunni þá sögu ekki ná-
kvæmlega. Við stóðum einfaldlega
frammi fyrir tveimur leiðum. Ann-
ars vegar leið A, sem snerist um að
ná sátt við alþjóðasamfélagið. Hins
vegar var leið B, sem var að brjóta
sig frá því. Þá hefði hættan verið sú
að Ísland myndi einangrast og þá
held ég að fátæktin og erfiðleikarnir
hefðu orðið mun sárari.“
Spurður hvort hann hafi fengið
innsýn í hvað hefði gerst ef Íslend-
ingar hefðu valið leið B segir Svavar
það aldrei hafa verið valmöguleika
frá því að hann kom að viðræðunum.
Því hafi sú leið aldrei verið rædd.
„Það lá fyrir samþykkt Alþingis og
ríkisstjórnarinnar um að við ættum
að fara leið A. Að við ættum að gera
upp þessa skuldbindingu með einum
eða öðrum hætti. Ég tók við verkinu
á þeim forsendum. Að neita að borga
var ekki í þeim kortum sem umboð
þessarar nefndar byggðist á. Hvað
mér finnst í þessum efnum er algjört
aukaatriði. En ég get þó sagt að ég
held að við höfum ekki átt neinn ann-
an kost en að klára þetta mál. Þegar
Bretar settu Ísland á hryðjuverka-
listann og frystu eignir Landsbank-
ans kviknaði rautt ljós á Íslandi á öll-
um heimskortum og öllum kaup-
höllum. Það rauða ljós þýddi „ekki
skipta við Ísland“.“
Samkvæmt samkomulaginu verða
eignir Landsbankans í Bretlandi af-
frystar mánudaginn 15. júní. Svavar
telur skilaboðin sem það muni senda
ekki síður mikilvæg en aðgengi að
eignunum. „Þá mun ljósið breytast
úr rauðu í grænt. Það verður orðið í
lagi að skipta við Ísland og því fylgir
stórkostleg breyting, sérstaklega
fyrir íslenskt efnahagslíf, sem hefur
verið svelt lengi. Ég er til dæmis viss
um að gengið mun styrkjast fljót-
lega.“
Morgunblaðið/Golli
Órói „Allt var skjálfandi og titrandi
hér […] líka EES-samningurinn.“
EES-samstarfið var
í töluverðri hættu
Annaðhvort að borga eða einangrast