Morgunblaðið - 08.06.2009, Síða 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2009
!"
"#$ %&'&
(' $)* )*## + ,## )*)*
Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan.
Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við
húsnæði. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði.
Hámarkslán eru 20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru
á þessum lánum og almennum lánum Íbúðalánasjóðs.
Eftir Björn Björnsson
Sauðárkrókur | Það var glæsilegur
100 manna hópur fólks af íslenskum
ættum frá Norður-Ameríku sem
heimsótti Hofsós á laugardaginn.
Tekið var á móti gestunum við inn-
keyrsluna að Hofsósi, en þaðan fór
fyrir hópur hestamanna undir blakt-
andi þjóðfánum.
Við Vesturfarasetrið var mót-
tökuathöfn og setrið skoðað, en síð-
an héldu gestirnir að íslensku fána-
saumastofunni þar sem þeim var
sýnt hvernig þjóðfáninn er fram-
leiddur og voru fjölmargir sem
nýttu sér það tækifæri að eignast
sinn eigin fána. Að aflokinni þeirri
heimsókn var haldið að listasetrinu í
Bæ, síðan voru ný og glæsileg hest-
hús skoðuð og knapar tóku tvo gæð-
inga til kostanna við mikla aðdáun
gestanna.
Áfangastaður í hringferð
Um kvöldið var móttaka í félags-
heimilinu Höfðaborg, þar sem m.a.
kom fram Skólakór Kársnesskóla og
söng þjóðlög undir stjórn Þórunnar
Björnsdóttur, Gunnar Eyjólfsson
leikari las íslenskar þjóðsögur í
enskri þýðingu en dagskráin var í
höndum Þórhalls Sigurðssonar leik-
ara. Veislunni stýrði Helgi Ágústs-
son, fyrrverandi sendiherra.
Nelson Gerrard, sem er íslenskur
í móðurætt en skoskur að föðurnum,
hefur komið til Íslands á hverju ári
frá 2001 að einu ári undanskildu, en
hann var nemandi við Háskóla Ís-
lands á árunum 1973-1976 með það
að markmiði að kenna íslensku á
heimaslóðunum. Nelson hefur und-
anfarin sumur komið og dvalið á
Vesturfarasetrinu og sinnt ætt-
fræðiþjónustu, enda mjög mikill
áhugi vestan hafs og vaxandi hér
heima á að ná sambandi við fjar-
skylda ættingja. Sagði hann að mjög
mikil vinna hefði farið fram í vetur í
tengslum við þennan hóp sem nú er
á Íslandi að finna ættingja víðs veg-
ar um landið, en Hofsós er einn
áfangastaðurinn á hringferð um
landið þar sem ættarslóðir þátttak-
enda eru heimsóttar.
Nelson segir mjög mikilvægt að
hafa háskóla í Kanada með tengsl til
Íslands, enda það unga fólk sem nú
sæki skólana ef til vill sjötti til átt-
undi ættliður frá þeim sem fluttu til
landsins, og því gerist það æ sjald-
gæfara að þetta fólk heyri íslensku
talaða. Hann segir áhrif Þjóðrækn-
isfélagsins mikil og mjög nauðsyn-
leg til að viðhalda tengingunni með
skipulagningu ferða milli landanna
og að aðstoða þá nema frá Kanada
sem koma vilja til Íslands. Þá segir
hann stað eins og Vesturfarasetrið
mjög mikilvægan, hann sé nokkurs
konar áfangastaður fyrir það fólk
sem leitar tengsla eða ætlar að
heimsækja landið, líkt og Gimli er
miðpunktur Íslendingabyggðar
vestra. Hann segir starfsemi seturs-
ins hafa skilað ótrúlega miklu, þ.e.
almenningsfræðslu beggja vegna
hafsins, hér heima með sýningum og
umfjöllun um þennan þátt í sögu
þjóðarinnar þegar stór hluti hennar
tók sig upp og fluttist til annarrar
heimsálfu vitandi að í fæstum til-
vikum átti það afturkvæmt.
„Það sem ég er að gera hér,“ segir
Nelson, „tengist mjög vel því sem ég
er að vinna fyrir vestan,“ en hann er
nú með í smíðum þrjár bækur Giml-
ungasögu um frumbyggjana.
Valgeir Þorvaldsson, for-
stöðumaður Vesturfarasetursins,
segir að þessi hugmynd um sér-
stakan dag til að heiðra minningu
þeirra sem forðum sigldu vestur sé
bara einn liður í því að viðhalda og
reyna að efla þau góðu tengsl sem
séu á milli Íslands og Kanada og hafi
í raun kviknað á Íslendingadegi fyr-
ir vestan sem hann segir að sé í raun
bara ævintýraleg upplifun.
„Ég finn fyrir vaxandi áhuga Kan-
adamanna á Íslandi, þeir hafa sam-
band, þeir vilja sýna okkur samstöðu
í þeim þrengingum sem nú eru að
ganga yfir hjá okkur, og þeir vilja
vita hvernig við höfum það og hvort
ekki fari að birta bráðum til hjá okk-
ur og vilja gjarna sýna samstöðuna
með því að heimsækja okkur.“
Vesturfarar leita íslenskra ættingja
Minningardagur um íslenska vesturfara á Hofsósi um helgina Um 100 manna hópur úr
Vesturheimi staddur hér á landi Starfsemi Vesturfarasetursins á Hofsósi hefur skilað miklu
Ljósmynd/Linda Fanney Valgeirsdóttir
Vesturfarar Hópurinn samankominn fyrir utan Félagsheimilið Höfðaborg.
Í HNOTSKURN
»Nelson Gerrard, íslensk-skoskur fræðimaður, sinn-
ir upplýsingagjöf fyrir þá sem
leita vilja tengsla milli Íslands
og N-Ameríku og Kanada.
Hann segir þjóðræknisfélgaið
vinna geysiöflugt starf til við-
halds tengslum þjóðanna.
»Valgeir Þorvaldsson, for-stöðumaður Vesturfara-
setursins, segist finna mikinn
samhug Kanadamanna af ís-
lensku bergi brotinna vegna
þeirra þrenginga sem nú
ganga yfir íslensku þjóðina og
að menn vilji sýna samhug.