Morgunblaðið - 08.06.2009, Page 15
15BLOGG.IS
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2009
Bjartir dagar Ekki var amalegt að líta út um glugga á Stjórnarráðinu er Icesave-samningarnir voru kynntir þar. Sól og sumar og iðandi mannlíf.
Golli
ÁRIÐ 1850 fengu íslenskar konur jafnan
erfðarétt á við bræður sína. Árið 1874 var
Kvennaskólinn í Reykjavík stofnaður og þá var í
fyrsta skipti boðið upp á formlega menntun fyrir
stúlkur. Árið 1900 fengu giftar konur í fyrsta sinn
yfirráð yfir sínum eigin tekjum og eignum. Árið
1920 fengu íslenskar konur kosningarétt til jafns
á við karla og fyrsta konan var kjörin á þing árið
1922.
Á árunum í kringum aldamótin 1900 unnust
margir merkir sigrar í kvenréttindabaráttunni.
Ísland var alls ekki eyland því að víða um heim
hófu konur upp raust sína og settu fram sam-
bærilegar kröfur og íslenskar konur gerðu á
þessum árum. Konur voru í fyrsta skipti kosnar í
sveitarstjórnir og á þing hér á landi, kvenfélögum
var komið á fót, fyrsta fótboltafélagið stofnað,
fyrstu ljóðin eftir konur gefin út og svo mætti
lengi telja. Alla 20. öldina hösluðu íslenskar kon-
ur sér völl á sviðum þar sem karlar höfðu áður
ráðið lögum og lofum. Rauðsokkur háðu mikla
baráttu fyrir jafnrétti og kvenfrelsi og smám
saman var ofbeldi gegn konum dregið út fyrir
þykka þagnarmúrana. Varla þarf að minna á for-
setakjör Vigdísar Finnbogadóttur árið 1980 og
merkilegan þátt Kvennaframboðsins og Kvenna-
listans í að breyta pólitísku landslagi á Íslandi.
Misjöfn staða kvenna og karla á Íslandi er því
ekki nýtt viðfangsefni og alls ekki einangrað fyr-
irbæri. Þvert á móti er fjármagni og völdum
skipt ójafnt á milli kynjanna um allan heim og
þannig hefur það verið í gegnum aldir.
Kynjakerfið skalf
Bankahrunið sem varð hér á landi á síðasta ári
snerist ekki aðeins um peninga heldur um hug-
myndafræðilegt hrun. Um leið skalf kynjakerfið.
Fyrir hrunið höfðu völd í samfélaginu smátt og
smátt verið færð frá stjórnmálum og inn í fjár-
málalífið. Þar réðu ákveðin karllæg gildi för og
ekki mátti „eyða tíma“ í vangaveltur um nokkuð
annað en hvernig hægt væri að hækka tölur sem
fæstir skildu og engin raunveruleg verðmæti
bjuggu að baki.
Þá, rétt eins og áður, var því haldið á lofti að
kyn skipti engu máli heldur ættu hæfustu ein-
staklingarnir alltaf að veljast til verka. Eina
breytingin sem hafði orðið laut að skilgreiningu á
hæfasta einstaklingnum. Eitt sinn var menntun
aðalatriðið þegar flokka átti einhvern sem „hæf-
an einstakling“ en nú þegar konur voru orðnar
jafnmenntaðar og karlar kvað við nýjan tón og
huglægir eiginleikar fóru að skipta mestu máli,
eiginleikar á borð við „áhættusækni“ og „að vera
fljótur að taka ákvarðanir“.
Karlarnir skömmtuðu síðan sjálfum sér svim-
andi há laun og þessir áður mikilsmetnu karl-
lægu eiginleikar áttu ríkan þátt í að keyra Ísland
í þrot. Afleiðingarnar finna Íslendingar á eigin
skinni, enda situr almenningur eftir með skulda-
baggann.
Alvarlegasta birtingarmyndin
Ísland nýfrjálshyggjunnar viðhélt þannig
þeirri ríku hefð að karlar fóru með völdin. Þessu
verður að breyta og fyrir því eru margar ástæð-
ur. T.d. má nefna að með því að viðhalda þeirri
miklu kynskiptingu vinnumarkaðarins sem er
hér á landi búum við einfaldlega til litlausara
samfélag. Börn hafa ekki fyrirmyndir af báðum
kynjum í ólíkum störfum og velja sér að líkindum
starfsvettvang eftir því. Þannig geta miklir hæfi-
leikar farið til spillis, sem er hvorki gott fyrir ein-
staklinginn né samfélagið.
Viðfangsefnið er þó öllu alvarlegra. Mismun-
andi staða kvenna og karla býr til valdamisræmi
milli þeirra. Kynmótun og hefðbundin kynhlut-
verk viðhalda misræminu og er þetta mynstur vel
greinanlegt um allan heim. Karlar fara með völd-
in, fjárhagsleg og samfélagsleg, og konur verða
þeim háðar á einn eða annan hátt. Þar með skap-
ast jarðvegur fyrir misbeitingu valds og alvarleg-
asta birtingarmyndin er kynbundið ofbeldi.
Nú væri óskandi að geta haldið því fram að
kynbundið ofbeldi eigi sér aðeins stað í útlöndum.
Því vildu líka margir halda fram þegar bar-
áttukonur fóru að vekja athygli á heimilisofbeldi,
sifjaspelli og nauðgunum hér á landi á níunda
áratug síðustu aldar. Fram að því hafði þögnin
verið alger. Þessum baráttukonum eigum við að
þakka viðamiklar réttarbætur fyrir þolendur
kynferðisbrota og þau félagslegu úrræði sem nú
standa til boða. Þessar umbætur breyta þó ekki
þeirri staðreynd að enn búum við í samfélagi þar
sem nauðganir eiga sér stað að minnsta kosti
annan hvern dag.
Kvenfrelsi er ekki málaflokkur
Jafnréttisbaráttan snýst því ekki um svo-
nefndar hausatalningar þar sem krafan er jafn
hlutur kynjanna í stjórnum, nefndum, ráðum og
alls staðar þar sem valdið hefur búið um sig.
Jafnréttisbaráttan snýst um að breyta heilu kerfi
sem á sér sterkar rætur á Íslandi og um allan
heim. Hausatalningarnar eru hins vegar hluti af
þessari baráttu því að með þeim bendum við á
valdamisræmið, sem við hljótum öll að vilja út-
rýma.
Femínismi er þess vegna ekki málaflokkur
heldur grundvallarsýn á alla málaflokka. Þannig
eru menntamál, utanríkismál, byggðamál, um-
hverfismál, efnahagsmál og heilbrigðismál í
kjarna sínum femínísk
viðfangsefni.
Eins og á öllum öðr-
um tímum mannkyns-
sögunnar heyrast þær
raddir að nú sé ekki
rétti tíminn til að tala
um jafnrétti kynjanna
og hvað þá að vinna að
því. Brýnni verkefni
bíði úrlausnar og að
kynjajafnrétti sé hvort
eð er rétt handan við
hornið. Þetta eru ekki
nýjar raddir. Í heila öld
hefur því verið haldið fram að jafnrétti hafi
annaðhvort verið náð eða það sé alveg að nást.
Eigi slík hugsun að ráða för verður aldrei rétti
tíminn. Staðreyndin er sú að þau réttindi sem
konur hafa hér á landi komu ekki af sjálfu sér
heldur var þvert á móti um áratuga og jafnvel
aldalanga baráttu að ræða.
Það væri því í hæsta máta óeðlilegt að láta
staðar numið í baráttunni og hætta á að standa í
stað eða færast aftur á bak. Staðreyndin er sú að
jafnrétti kynjanna útilokar ekki neitt af þeim
verkefnum sem framundan eru. Þvert á móti úti-
lokar ójafnrétti kynjanna sanngjarna og góða
endurmótun íslensks samfélags.Tíminn er ein-
mitt núna. Stundin er runnin upp.
Eftir femínista í Vinstri grænum.
» ...nú þegar konur voru
orðnar jafnmenntaðar
og karlar kvað við nýjan
tón og huglægir eig-
inleikar fóru að skipta
mestu máli, eiginleikar á
borð við „áhættusækni“ og
„að vera fljótur að taka
ákvarðanir“.
Stundin er runnin upp
Auður Alfífa
Ketilsdóttir
Auður Lilja
Erlingsdóttir
Halla
Gunnarsdóttir
Helga Björg
Ragnarsdóttir
Kristín
Tómasdóttir
Kristján Ketill
Stefánsson
Davíð
Stefánsson
Hlynur
Hallsson
Margrét
Pétursdóttir
Gestur
Svavarsson
Ingibjörg
Þórðardóttir
Sigurður
Magnússon
Auður Alfífa Ketilsdóttir
Auður Lilja Erlingsdóttir
Davíð A. Stefánsson
Gestur Svavarsson
Grímur Atlason
Guðrún Jónsdóttir
Halla Gunnarsdóttir
Helga Björg Ragnarsdóttir
Hlynur Hallsson
Ingibjörg Þórðardóttir
Ingunn Snædal
Kristín Halldórsdóttir
Kristín Tómasdóttir
Kristján Ketill Stefánsson
Margrét Pétursdóttir
Sigurður Magnússon
Sóley Tómasdóttir
Steinunn Rögnvaldsdóttir
Þorgerður Agla Magnúsdóttir
öll femínistar í Vinstri grænum.
Sóley
Tómasdóttir
Steinunn
Rögnvaldsdóttir
Grímur
Atlason
Guðrún
Jónsdóttir
Ingunn
Snædal
Kristín
Halldórsdóttir
Þorgerður Agla
Magnúsdóttir
Gunnar Waage | 7. júní 2009
Fellið nauðungar-
samningana!
Ég verð að ráðleggja
þingheimi að fella þessa
samninga eftir helgi.
Ástæðurnar eru margar
en í fyrsta lagi þá mun
ekki ríkja sátt um samn-
ingana meðal þjóð-
arinnar. Það er rangt að það sé orðið of
seint að gera neitt annað í málinu og
fólk sem heldur slíku fram gengur ekki
til verks af heilindum. Þetta eru nauð-
ungarsamningar sem kröfuhafar hafa
fengið í gegn með þvingunum, hót-
unum, valdníðslu og hryðjuverkalögum
á saklausa þjóð.
Það verður því engin sátt um af-
greiðslu málsins með þessum hætti
heldur verður þetta eins og að hella
bensíni á eld. Hér mun ríkja ófriður á
götum úti.
Meira: gunnarwaage.blog.is