Morgunblaðið - 08.06.2009, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 08.06.2009, Qupperneq 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2009 ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SÚSANNA KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR, Lækjasmára 6, Kópavogi, lést í Sunnuhlíð mánudaginn 1. júní. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðviku- daginn 10. júní kl. 13.00. Páll Ólason, Þuríður Pálsdóttir, Knútur Kristinsson, Súsanna Kristín Knútsdóttir, Auðunn Jónsson, Hólmfríður Knútsdóttir, Ingólfur Finnbogason, Páll Óli Knútsson, Knútur Þór og Agnes Lind Auðunsbörn. ✝ Elskulegur bróðir minn, mágur og frændi, SVANLAUGUR MAGNÚSSON, Lilli, Ægisgrund 19, Garðabæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudag- inn 28. maí. Útför hans verður gerð frá Háteigskirkju miðviku- daginn 10. júní kl. 15.00. Ragnheiður Magnúsdóttir, Friðgeir Hallgrímsson, Eva Friðgeirsdóttir, Bjarni Gunnarsson, Hallgrímur Friðgeirsson, Þorbjörg Dögg Árnadóttir, Sesselja Friðgeirsdóttir, Magnús Pétur, Friðgeir Óli og Sigríður Dís Bjarnabörn, Árni Freyr, Anton Hrafn og Karen Dögg Hallgrímsbörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, SIGRÍÐAR EYMUNDSDÓTTUR sjúkraliða, frá Flögu í Skriðdal, sem lést fimmtudaginn 14. maí. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku amma mín. Ég sakna þín svo óendanlega mikið. Ég man þegar ég kom til þín og afa á hverjum morgni og fékk að kúra á milli ykkar fram eftir morgni. Ég man þegar ná- grannakonurnar mættu í kaffi til þín á morgnana og spjölluðu um málefni líðandi stundar. Ég man þegar ég faldi mig undir stofuborð- inu á hverjum degi og vildi ekki fara á leikskólann því ég vildi miklu frek- ar vera hjá þér, elsku amma. Ég man þegar ég, Nói og Óskar fengum að gista hjá ykkur um helgar, borða sætindi og leika okkur í garðinum. Ég man eftir þér við borðstofu- borðið að tala í símann með kaffi- bolla í hendi. Ég man eftir þér í víð- um „jasmín“-pilsum að dunda í stóra garðinum þínum. Ég man eftir frábærum matarboðum um helgar, fullu húsi af fólki og mikilli gleði. En fyrst og fremst man ég hversu góð, gjafmild, sterk og glaðlynd kona þú varst. Þú vildir allt fyrir alla gera og varst besti vinur og hlustandi sem völ var á. Elsku amma, þú varst svo sann- arlega með stærsta hjartað og hlýj- asta faðminn. Þú varst sú allra besta amma sem nokkur gat óskað sér. Ég mun sakna þín mikið og hugsa til þín daglega. Það voru mik- il forréttindi að fá að kynnast svo stórbrotinni og ástríkri konu. Ég mun aldrei gleyma þér og mun ætíð geyma fallegar minningar um þig í huga mér og hjarta. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (Vald. Briem) Þín Anna Ósk. Amma, 21. maí leið í móðu. Ég trúi því ekki enn að hann hafi átt sér stað. Ég vaknaði við þær fréttir að þú værir dáin og yfir mig skall gríðarleg sorg. Nei, þetta gat ekki verið að gerast. Þú varst vön að ná þér alltaf aftur, við meira að segja töluðum um að þú værir eins og kisi, með níu líf. Amma Lambó fer aldrei frá mér, amma nær sér alltaf aftur, sama hvernig líkurnar eru. Þessar fréttir komu svo aftan að mér. Ég er enn að átta mig á þessu. Á ég að trúa því að þú eigir aldrei eftir að hringja heim og spjalla við mig, á ég aldrei eftir að koma á Lambó og finna þig þar í „hásætinu“, þar sem þú drekkur 10 dropa og býður manni allt sem er til í eldhúsinu? Á ég aldrei eftir að heyra skemmti- legan hlátur þinn þegar þú segir frá einhverju eða spyrð um nýjustu fréttir? Þetta bara getur ekki verið! Af hverju kom ég ekki oftar í heimsókn? Fyrir skömmu þá sagð- irðu við mig að það væri nú gaman ef ég kæmi bráðlega ein í heimsókn og við gætum átt stelpuspjall. Ég var sammála því og við plönuðum að fljótt myndum við eiga stelpudag. Aldrei varð neitt úr því. Þegar ég útskrifaðist úr Hússtjórnarskólan- um þá hugsaði ég hvað mig langaði að sýna þér dótið sem ég hafði búið til, en þar sem þú komst ekki á sýn- inguna þá ætlaði ég að koma með sýninguna heim til þín. Ég vissi að þú hefðir gaman af því og við gæt- um þá átt stelpuspjallið okkar. Dót- ið var í bílnum mínum í 5 daga, en aldrei gaf ég mér tíma til að koma. María Þórhildur Óskarsdóttir ✝ María ÞórhildurÓskarsdóttir fæddist í Reykjavík 18. júní 1931. Hún andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 21. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaða- kirkju 3. júní. Meira: mbl.is/minningar Aldrei varð neitt úr því frekar en öðru. Ég býst við því að ég hafi lært ansi beiska lexíu um að láta hlutina aldrei bíða og sérstak- lega ekki mikilvæga hluti eins og fjölskyld- una. Ég veit núna að maður veit aldrei hvað gerist í náinni framtíð. Síðast þegar ég sá þig, þá varstu á spít- alanum og svafst er ég kom. Ég settist hjá þér, tók í höndina þína og bara horfði á þig sofa. Þú varst svo yndisleg. Fljótlega vakn- aðir þú og við spjölluðum saman um lífið og tilveruna og þú talaðir svo fallega við mig. Þú talaðir eins og ég væri fallegust og best í heimi. Þú varst alltaf svo lunkin í því að láta manni líða vel og finna að maður var elskaður. Og mikið varst þú elskuð á móti. Ég man er ég gekk út af spít- alanum eftir þessa heimsókn, að ég hugsaði: Mikið kvíði ég fyrir að missa hana, það á eftir að verða hræðilegt. Og það er rétt. Þessi tími er kominn og hann er hræðilegur. Síðustu daga hef ég verið að hugsa um stundir okkar saman. Það skemmtilegasta sem ég vissi var að gista hjá ykkur afa, við frænkurnar. Allt kvöldið fór í að við klæddum okkur í hverja einustu flík sem þú áttir, grömsuðum í öllu skartinu þínu og héldum sýningu fyrir þig. Og alltaf varst þú áhugasöm, sast í sófanum allt kvöldið og klappaðir. Þetta voru bestu kvöldin. Mikið á ég eftir að sakna þín, elsku amma mín. Ég vildi bara að við hefðum átt fleiri stundir saman. Þú varst og ert fallegasta og besta kona sem ég hef kynnst og stærra hjarta og meiri hlýju hef ég aldrei vitað um. Þú átt öruggan og stóran stað í hjarta mínu og ég mun geyma þig þar alltaf. Ég elska þig, fallega amman mín. Þín Fjóla Dögg. Elsku amma okkar. Við þökkum Guði fyrir að hafa skapað þig. Við þökkum Guði fyrir að hafa valið okkur stað nærri þér. Við þökkum Guði fyrir að hafa gefið okkur tækifæri til að alast upp nærri þér. Við þökkum Guði fyrir það besta í lífinu. Við þökkum Guði fyrir þær stundir sem við höfum átt saman. Við þökkum Guði fyrir þá gleði sem þú hefur veitt okkur. Við þökkum Guði fyrir að hafa átt þig á okkar gleðistundum. Við þökkum Guði fyrir að hafa átt þig í okkar sorgum og erfiðleikum. Við þökkum Guði fyrir allt sem við höfum upp- lifað saman. Við þökkum Guði fyrir að hafa gefið okkur tækifæri til að elska þig. Við þökkum þér fyrir að elska okkur. Undanfarna daga höfum við bognað, og það töluvert. Við reynum samt að brotna ekki. Það er fátt sem gefur okkur meira en að geta staðið beinir í baki, borið höfuð hátt og sagt hreyknir: „Við erum afkom- endur Maríu Þórhildar Óskarsdótt- ur.“ Elsku amma, takk fyrir lífið. Þínir Arnór Bjarki Blomsterberg – Nói og Óskar Maríus Blomsterberg. Elsku hjartans amma mín. Þegar ég hugsa um þig kemur alltaf sama myndin upp í huga mér: Þú sitjandi við borðið á Lambó í há- sætinu þínu. Ég sé fallega breiða brosið þitt sem tók á móti mér í hvert skipti sem ég kom til ykkar afa og ég heyri hlýju röddina þína sem alltaf bauð mér eitthvert nasl úr eldhúsinu. Það er svo erfitt að horfast í augu við það að þú sért far- in. Það er erfitt að sætta sig við það að fá ekki að sjá fallega brosið þitt aftur eða heyra hlýju röddina þína aftur. Það er sárt að vita það að ég geti ekki farið á Lambó, sest á móti þér og spjallað við þig um lífið og tilveruna, jafnvel slúðrað svolítið við þig. Það sem hjálpar mér í sorginni er að hugsa til þess að einn daginn sjáumst við aftur og ég er viss um að þá munum við setjast niður sam- an og halda áfram að spjalla. Elsku fallega amma mín, ég trúi því ekki enn að ég þurfi að kveðja þig. Þú varst einstök kona með stórt hjarta og ég var ein af þeim heppnu sem fengu að njóta nærveru þinnar og það væri svo margt sem ég gæfi fyrir það að geta fengið að sjá þig og faðmað þig einu sinni enn. Ég vil þakka þér fyrir allt það sem þú kenndir mér og ég vil þakka þér fyrir að elska mig. Ég mun sakna samverustunda okkar og spjallsins okkar en mest af öllu mun ég sakna þín. Af heitu hjarta allt ég þakka þér, þínar gjafir, sem þú veittir mér. Þín blessun minning býr mér ætíð hjá, ég björtum geislum strái veg minn á. (Höf. ók.) Heimurinn er fátækari án þín, minning þín verður geymd í hjört- um okkar allra. Þín Erna Ýr. Elsku amma Maddý. Ég á ofboðslega erfitt með að trúa því að þú sért í alvörunni farin úr lífinu mínu. Þú varst alltaf svo góð við mig og alla og vildir allt fyrir alla gera. Ég gat talað við þig um alla mögulega hluti, þótt fámælt sé, en einn af þín- um bestu eiginleikum var sá að þú varst svo góður hlustandi, og maður gat sagt þér frá mistökum sínum en þú álasaðir manni ekki fyrir þau. Einnig gat ég deilt með þér hlutum sem ég deildi ekki með mörgum. Hverju sem ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini sem aldrei svíkja. (Davíð Stefánsson) Að vita það að ég muni aldrei aft- ur koma á Lambastekkinn og sjá þig í glugganum hlustandi á frétt- irnar og biðjandi mig um að segja þér eitthvert slúður er ólýsanlega sárt og virkilega óraunverulegt. Þótt missirinn sé mikill og sökn- uðurinn mjög sár, þá verða minn- ingarnar alltaf til staðar. Minningarnar eru margar en ég á erfitt með að koma þeim niður á blað. Einnig eru þakkirnar sem ég skulda þér margar, en betra er seint en aldrei, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Það voru forréttindi að fá að þekkja þig og þú varst svo sannarlega með stærsta hjarta í heimi og er ég ekki ein á þeirri skoðun. Hvíldu í friði elsku amma mín. Þín Írena. Í dag er til moldar borin kær vin- kona okkar og góður granni, María Þórhildur Óskarsdóttir, Lamba- stekk 2. Fjölskylda okkar og fjölskylda Maddýjar, eins og við kölluðum hana, fluttum í Breiðholtið á vor- dögum 1968. Fljótlega tókst með okkur og fjölskyldu hennar góður og einlægur vinskapur sem hefur haldist óslitið í þau fjörutíu og eitt ár sem við höfum verið nágrannar. Oft var farið yfir til Maddýjar og Blomma, eins og við köllum hann, og rætt um landsins gagn og nauð- synjar yfir góðum kaffisopa. Maddý var alltaf glöð og létt í lund og leit ávallt á björtu hliðarnar í lífinu. Undanfarin ár átti Maddý við van- heilsu að stríða, en í hennar augum var það bara eitthvað sem maður varð að vinna bug á og hún leit alltaf björtum augum fram á veginn. Hinn 21. maí sl. fengum við þær sorg- arfréttir að Maddý væri látin og þá brast strengur í hjörtum okkar. Með þessum fáu orðum viljum við minnast okkar góðu vinkonu sem sárt er saknað og þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Við viljum votta Blomma og fjölskyldu hans okkar dýpstu sam- úð. Megi góður Guð halda sinni verndarhendi yfir þeim í þeirra stóru sorg. Sigrún (Rúna) og Grétar. Eftir erfið og langvin veikindi kvaddi Maddý hinn 21. maí síðast- liðinn. Oftar en ekki háði hún harða baráttu við sinn sjúkdóm, en varð að láta í minni pokann þennan örlaga- ríka dag í maí. Ég væri ekki hissa þótt Guð hefði gefið henni aukatíma hérna á jörð- inni því betri og yndislegri mann- eskju var ekki hægt að hugsa sér. Ég kynntist henni árið 1968 þeg- ar við foreldrar mínir og systkini fluttum í Breiðholtið og beint á móti bjuggu Maddý og Blommi með barnahópinn sinn. Hún bankaði upp á og bauð mömmu að nota þvotta- snúrurnar því hún sæi að hún ætti svo marga stráka og þarna lagði hún grunninn að ævarandi vináttu. Mikið fannst manni alltaf gaman þegar hún kom í kaffi til mömmu að spjalla. Hún talaði ekki minna við okkur krakkana og sýndi mikinn áhuga á því sem við vorum að gera. Og seinna þegar móðir mín var orð- in ekkja og lasin var mikið öryggi að hafa Maddý svo nálægt, því hún kom á hverjum degi til hennar og stundum oft á dag. Mér fannst ég aldrei geta fullþakkað það og þegar mamma dó sýndi hún okkur mikla hlýju og samúð. Allar stundirnar sem ég hef átt með henni þakka ég. Ég bið algóðan Guð að styrkja Blomma og fjölskylduna í sorginni. Minningin lifir. Auðbjörg Kristvinsdóttir. Á kveðjustund er við hæfi að staldra við og líta yfir farinn veg og minnast góðra stunda. Þegar við systurnar vorum ungar námsmeyjar í höfuðborginni vorum við svo lánsamar að kynnast Maddý, Blomma og þeirra góðu fjölskyldu í gegnum Hans Pétur son þeirra. Alltaf var tekið á móti okkur af mik- illi gestrisni á fallega heimilinu þeirra. Oft var boðið í mat eða kaffi og borðið dekkað með flottum mat- ar- og kaffistellum frá Bing og Gröndal eða því Konunglega. Þótt móttökurnar væru höfðinglegar var það samt sú hjartahlýja, lífsgleði, kærleikur og vinátta sem hún auð- sýndi okkur sem var minnisstæðust. Heimili þeirra var oft eins og fé- lagsmiðstöð, einn að koma og annar að fara. Einhvern veginn var eins og vinir barnanna þeirra væru líka vin- ir hjónanna. Alltaf var hlustað á öll vandamál, skoðanir okkar virtar og svo var hún óspör á hrós og hvatn- ingu og lét sig alla tíð hag okkar varða. Yfir heimilinu sveif danskur blær, ef svo má að orði komast, og eflaust hefur danskur uppruni hús- bóndans haft sitt að segja. Þótt margt yrði henni mótdrægt í lífinu missti hún aldrei móðinn. Sviplegt fráfall elsta sonar og löng og erfið veikindi tóku sinn toll. Lífsglaði hláturinn hennar Maddýjar er nú hljóðnaður nema í huga okkar þar sem minningin um yndislega mann- eskju mun lifa. Bjart blik augna hennar mun alltaf fylgja okkur. Megi henni verða verðskulduð hvíld vær. Við systur á Skaganum þökkum henni samfylgdina, umhyggjuna og vináttuna sem hún auðsýndi okkur. Eftirlifandi aðstandendum vottum við einlæga samúð. Elísabet og Guðjóna Kristjánsdætur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.