Morgunblaðið - 08.06.2009, Page 20
20 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2009
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Garðar
Túnþökusala
Oddsteins
Túnþökur og túnþökurúllur til
sölu í garðinn eða sumarbú-
staðinn! Steini, sími 663 6666,
Kolla, sími 663 7666.
Visa/Euro
l
t i
Túnþökur og túnþökurúl ur til sölu
í garðinn eða sumarbústaðinn!
Kolla, sími 663 7 66,
Steini, sími 3 6666.
Visa/Euro
Heilsa
Smart Motion hlaupastíls-
námskeið
Viltu læra að hlaupa á léttari máta?
Með minna álagi á fætur, liði og
mjóbak? Komdu á hlaupastíls-
námskeið. www.smartmotion.org
s. 896 2300.
Húsnæði í boði
Íbúð til leigu
í vesturbænum
3ja herbergja íbúð til leigu á
góðum stað í vesturbænum, nál.
Háskólanum. Góðar suðursvalir.
Verð 110 þús. á mán. Geymsla
fylgir. Laus strax.
Upplýsingar í síma 669 1170.
Sumarhús
Sumarhúsalóðir í Kjósinni
Til sölu eignarlóðir Möðruvöllum 1
(Norðurnes) í Kjós. Upplýsingar í síma
561 6521 og 892 1938.
Spennandi gisting
Ættarmót, fyrirtækjahópar, golfhópar,
saumaklúbbar, kínahópar, hvata-
ferðir o.fl. o.fl. Bjóðum upp á frábæra
aðstöðu fyrir alla hópa og fjölskyldur.
Heitir pottar og grill. Stutt í sundlaug.
Allar sjónvarpsstöðvar -líka ef þú ert
boltanörd.
www.minniborgir.is
og Gsm 868-3592.
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum.til sölu
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Óska eftir
KAUPI GULL
Ég Magnús Steinþórsson, gull-
smíðameistari er að kaupa gull,
gullpeninga og gullskartgripi og
veiti ég góð ráð og upplýsingar.
Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og
illa farið. Upplýsingar hjá
demantar.is og í síma 699-8000,
eða komið í Pósthússtræti 13.
Bókhald
Framtöl - Bókhald
Bókhaldsþjónusta, ársreikningar,
framtöl, stofnun ehf., VSK uppgjör,
erfðafjárskýrslur, fjármálaráðgjöf.
Hagstætt verð. s. 517-3977,
netfang: framtal@visir.is
Þjónusta
MÓÐUHREINSUN GLERJA
er komin móða eða raki á milli
glerja? Móðuhreinsun ÓÞ.
sími 897-9809.
Garðsláttur á betra verði
Gerum tilboð í garðslátt fyrir húsfélög
og einstaklinga, eitt skipti eða fyrir
allt sumarið. Gæði og gott verð fara
saman hjá ENGI ehf. Sími: 857-3506.
Brúðkaup á DVD
Tek að mér HD vídeóupptökur á
hátíðarstundum og klippi saman í
fallega minningu á DVD. Nánari
upplýsingar í síma 899-2320 eða á
sigridur02@simnet.is
Málarar
Málningarvinna og múrviðgerðir
Getum bætt við okkur inni- og
útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og
góð umgengni. Tilboð eða tímavinna.
Lítið Mál ehf. S. 896-5758.
Bátar
Óska eftir að kaupa
lítinn bát til handfæraveiða, trillu eða
hraðfiskibát. Upplýsingar í síma 694
9858 eða 694 5358.
Bílar
VW Touareg v-6 disel, árg ‘06.
Þessi bíll er hlaðinn aukabúnaði. Ek.
62 þús. km. Nýskoðaður og ný-
kominn úr 60 þús. km skoðun. Fæst á
góðu staðgreiðsluverði. Upplýsingar í
símum 557 2212 og 661 5806.
Til sölu Subaru Impreza WRX
Árgerð 2006, ekinn 78 þús. km.
Upplýsingar í síma 862 8551.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
KRINGLUBÓN ekið inn stóri-
litli turn. Opið mán.-fös. 8-18,
lau. 10-18. S. 534 2455
GÆÐABÓN Hafnarfirði bílakj.
Firðinum (undir verslunarm.)
Opið mán.-fös. 8-18. S. 555 3766
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, mössun, teflon,
bryngljái, djúphreinsun.
Alþrif sértilboð - 8.-12. júní
4.500 kr. Erum með sértilboð í gangi
8.-12. júní: Alþrif aðeins 4.500 kr.
Smábíll og mössun: 13.000 kr.
Hringið strax: 690 3097, ekki missa af
þessu frábæra tilboði - MAG BÓN -
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, FWD.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Bilaskoli.is
Bókleg námskeið - ökukennsla
- akstursmat - kennsla fatlaðra
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
8637493/5572493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '08.
6960042/5666442.
Snorri Bjarnason
BMW 116i ´07.
Bifhjólakennsla.
8921451/5574975. Visa/Euro.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '08.
8924449/5572940.
Húsviðhald
Tökum að okkur að leggja PVC
dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands-
byggðinni einnig. Erum líka í
viðgerðum. Uppl. í síma 659-3598.
Sisal teppi
Strönd ehf. Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík. Sími 533 5800.
www.strond.is
Atvinnuauglýsingar
Yfirvélstjóri
Vantar yfirvélstjóra á mb.Skálafell ÁR-50
sem er 148,9 brl. og gerir út á humartroll í
sumar frá Þorlákshöfn. Vélarstærð: 589 kW,
800 hö. Uppl. í síma: 897 3869 eða 852 4981.
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Vörustjórnunarfélag Íslands
Aðalfundur
Vörustjórnunarfélags Íslands verður haldinn á
9. hæð, í Húsi verslunarinnar, fimmtudaginn
18. júní 2009 kl. 17:00.
Dagskrá fundarins eru aðalfundarstörf.
Elsku afinn okkar,
þá er kallið komið og
er ég viss um að kon-
urnar í lífi þínu, Jóa
amma og Júlíana
amma, taka vel á móti
þér og einnig strákarnir þínir.Við
erum þakklát fyrir að hafa hitt þig
um daginn á sjúkrahúsinu hér fyrir
sunnan. Þá fékkstu að sjá Emil Elí,
minnsta drenginn okkar, í fyrsta
sinn og honum líkaði vel að vera hjá
langafa. Jón Þór var spenntur að sjá
þig og það er eins og hann hafi alltaf
verið í kringum þig. Honum fannst
þú svo sniðugur þegar þú sagðir að
hann hefði frekar átt að kaupa kaf-
bát með pabba sínum en lítinn fiski-
bát. Þið Alli gátuð spjallað mikið um
miðin og veðrið og ekki fannst þér
það leiðinlegt. Jón Þór grét þegar ég
sagði honum að þú værir farinn að
hitta Jóu ömmu, hann langaði að
hitta þig aftur. Við náðum þó að gera
samkomulag um að gera um ykkur
stórt og fallegt myndaalbúm þannig
að minningarnar um þig, elsku afi,
verði alltaf lifandi.
Það koma margar fallegar minn-
ingar upp í hugann þegar maður
hugsar um stundirnar með þér og
Jóu ömmu. Þið voruð yndisleg heim
að sækja. Alltaf voruð þið að hugsa
um að gefa og gleðja aðra. Þegar ég
hugsa um ykkur sé ég þig fyrir mér í
skyrtu með axlabönd og vasaklút í
vasanum og ömmu í kjólnum sínum.
Þú sast í stólnum og hún sá um að
Högni Sturluson
✝ Högni Sturlusonfæddist á Látrum
í Aðalvík 15. apríl
1919. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Ísafirði 27. maí
2009 og fór útför
hans fram frá Hnífs-
dalskapellu 6. júní.
vera leiðsögumaður
um Hlíf. Amma bauð
upp á brjóstsykurs-
mola í boxi og þú
bauðst upp á ekta
vestfirskan harðfisk,
ekkert annað drasl.
Þú leystir mann út
með fallegum smíða-
verkum og amma með
handverkum. Þessa
hluti hef ég alltaf hald-
ið mikið upp á frá því
ég var barn og fyrir
það er ég þakklát í
dag.
Elsku afi minn, ég vona að þér líði
vel núna, við munum varðveita góð-
ar minningar um þig, elsku kallinn
minn, það verður nóg að gera hjá
ykkur að sveima yfir stóra afkom-
endahópnum ykkar.
Í lokin kveðjum við þig með bæn-
inni sem tilheyrir ykkur svo sterkt.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Amen.
Hvíl í friði,
Júlíana Guðrún Þórðardóttir og
fjölskylda.
Elsku Högni afi, nú er kominn
tími til að kveðja. Við systkinin,
Júlla, Jói, Regína og Högni, eigum
margar góðar minningar um ykkur
Jóhönnu ömmu frá því að við vorum
krakkar. Þú kenndir Högna að
drekka kaffi með mikilli mjólk og
sykri þegar hann var 6 eða 7 ára. Við
munum eftir heimsóknum vestur í
Hnífsdal og til Reykjavíkur þegar
þið bjugguð þar. Alltaf áttuð þið til
brjóstsykur eða kandís handa okkur,
og við vissum að á jólunum fengjum
við bók og eitthvað handprjónað frá
ykkur ömmu. Eftir því sem árin liðu
var meira tölvu- og símasamband á
milli. Högni var mjög duglegur að
tala við þig frá San Francisco á tölv-
unni og er mjög þakklátur að þannig
gátu stelpurnar hans fengið að
kynnast þér örlítið. Þau börn okkar
sem höfðu fermst fengu handunninn
penna frá þér og varðveita hann til
minningar um þig.
Elsku Högni afi, nú hefurðu feng-
ið hvíldina og ert með Júllu ömmu,
Jóhönnu ömmu og Leifa.
Hvíl í friði.
Júlíana Guðrún Júlíusdóttir, Jó-
hann Reimar Júlíusson, Guð-
munda Regína Júlíusdóttir og
Högni Þorsteinn Júlíusson.
Elskulegur bróðir minn, Högni, er
farinn í ferðina löngu. Á síðari árum
reikar hugurinn æ oftar til æsku-
stöðvanna norður við Dumbshaf.
Ungur að árum kom hann á Horn-
strandir með mömmu, sem þá var
orðin ekkja. Þau settust að í víkinni
fögru þar sem hún hóf sambúð með
pabba. Þar fæddust þeim þrjár dæt-
ur. En lífið gaf og tók, mamma lést
þegar Högni var sextán ára og ég
aðeins sex ára. Frá fyrstu stundu
sýndi Högni hvaða mann hann hafði
að geyma, hann var vakinn og sofinn
yfir velferð okkar systra, Rúnu og
mín. Má þar meðal annars nefna
dagana og vikurnar sem hann ann-
aðist okkur meðan pabbi var hjá
mömmu á sjúkrahúsi á Ísafirði.
Högni var „stór“ í orðsins fyllstu
merkingu, ef til vill ekki á hæðina,
þar var hann meðalmaður, heldur í
einu og öllu sem hann sagði og tók
sér fyrir hendur. Mér þótti afar
vænt um hann og virti mikið. Ætt-
rækinn var hann með afbrigðum,
manni mínum vinur góður og fjöl-
skyldunni allri. Hann var duglegur
og heill. Sem dæmi um tryggð hans
við sjálfstæðisstefnuna, þá kaus
hann alla tíð sama flokkinn og
hringdi ávallt fyrir kosningar til að
minna okkur hjónin á að kjósa nú
rétt, og ekki brást það nú í vor. Ég
er mjög þakklát börnum Rúnu syst-
ur sem buðu mér vestur til að vera
við 90 ára afmælið hans Högna í vor,
sá fundur okkar var mér mikils virði.
En nú er hann Högni farinn og ég
er þess fullviss að hann hefur litið
við á æskustöðvar okkar í Rekavík
bak Höfn á leiðinni til nýrra heim-
kynna þar sem vel var tekið á móti
honum.
Samfylgdina sem aldrei bar
skugga á í 80 ár þakka ég af heilum
hug.
Ég, Júlli og dætur sendum fjöl-
skyldunni hans hugheilar samúðar-
kveðjur.
Farðu í friði minn elskulegi bróð-
ir.
Sigríður (Sigga systir).
Högni Sturluson fæddist í Reka-
vík bak Látur 15. apríl 1919. Seinna
fluttist hann til Fljótavíkur þar sem
hann kvæntist Júlíönu Júlíusdóttur,
Geirmundssonar bónda á Atlastöð-
um. Högni var einn fimm Fljótavík-
urbænda sem brugðu búi og fluttust
alfarnir úr víkinni árið 1946, og
skildu nær allar veraldlegar eigur
sínar eftir.
Undirritaður átti því láni að fagna
að kynnast Högna seinni árin, þó
hann hafi reyndar þekkt hann alla
tíð. Einstaklega ræðinn maður og
mikill sögumaður. Þegar undirritað-
ur safnaði saman fróðleik um lífið í
Fljótavík í upphafi síðustu aldar, var
Högni mikill sagnabrunnur og lýsti
lífinu og tilverunni við harðneskju á
nyrstu nöf við Dumbshaf.
Högni tilheyrði kynslóð sem
örugglega er einstök í mannkynsög-
unni. Fæddur í torfkofa án rennandi
vatns og rafmagns þar sem hand-
aflið eitt var til að berjast fyrir lífinu
við erfið skilyrði. Fyrir utan verk-
kunnáttu voru kjör þessa fólks, á
fyrri hluta tuttugustu aldarinnar,
með því lakasta sem þekktist í Evr-
ópu, og þó víðar væri leitað. Veð-
urfar með því versta sem þekkist á
Íslandi þar sem snjóa leysti í júní og
vetur skollinn á í september. Lang-
varandi óþerrar sem gerðu heyskap
og fjárhald erfitt og því treyst meira
á sjóinn en víða annars staðar.
Högni lifði mikla breytingartíma,
sennilega meiri en nokkur önnur
kynslóð í veröldinni hefur gert, að
kynnast rafmagni, vélum og síðan og
ekki síst, tölvuöld og veraldarvefn-
um. Yfirleitt þegar ég leit við hjá
honum á Hlíf, var hann að skoða
heimasíður barna sinna, senda þeim
tölvupóst eða nýbúinn að spjalla við
einhvern í Ameríku á Skype.
Fyrstu kynni mín af Högna voru
þegar ég fór ungur að árum til
Fljótavíkur í fyrsta sinn með for-
eldrum mínum ásamt hópi fólks með
Gunnhildi ÍS. Jói Júl var skipstjóri
en Högni vélstjóri. Við lentum í
hörku brælu fyrir Ritinn og Straum-
nes og ég minnist þess að vera frá-
vita að skelfingu, enda sannfærður
um að dagar mínir væru taldir.
Hnútarnir í röstinni köstuðu bátun-
um ítrekað á hliðina og tók inn fyrir
lunningar nokkrum sinnum. Þá var
þessi hressi og málglaði maður spil-
andi kátur, segjandi sögur og gant-
ast við samferðafólkið áður en hann
hvarf niður um lítinn hlera á brúar-
gólfinu, niður í ærandi hávaða og ol-
íustybbu vélarrúmsins. Þetta var
sko karl í krapinu.
Ég átti frí heima á Ísafirði um síð-
ustu jól og leit við hjá Högna, ætl-
unin var að fá hann til að koma með
okkur feðgunum á jólaskemmtun
Kiwanisklúbbsins Bása á Hlíf. En
hann treysti sér ekki og sá ég þá í
hvað stefndi. Tíðindi af brotthvarfi
hans koma því ekki á óvart. Fjöl-
skyldu hans vil ég senda bestu
kveðjur og innilega samúð á þessum
tíma.
Gunnar Þórðarson,
Kampala, Úganda.