Morgunblaðið - 08.06.2009, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 08.06.2009, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2009 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Sannleikurinn (Stóra sviðið) Söngvaseiður. Aukasýning 13. júní Við borgum ekki (Nýja sviðið) Uppsetning Nýja Íslands. Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust. Djúpið (Litla sviðið) Munið afslátt fyrir viðskiptavini Vodafone! Lau 20/6 kl. 19:00 stóra svið Lau 27/6 kl. 19:00 stóra svið Fös 3/7 kl. 19:00 stóra svið Lau 11/7 kl. 19:00 stóra svið Lau 18/7 kl. 19:00 stóra svið Fim 11/6 kl. 20:00 U Fös 12/6 kl. 20:00 U Lau 13/6 kl. 14:00 U Lau 13/6 kl. 18:00 Ný aukasÖ Sun 14/6 kl. 16:00 U Fös 4/9 kl. 19:00 Ö Lau 5/9 kl. 19:00 Ö Sun 6/9 kl. 19:00 Ö Mið 9/9 kl. 19:00 U Fim 10/9 kl. 19:00 Ö Fös 18/9 kl. 19:00 Ö Lau 19/9 kl. 19:00 Ö Fim 11/6 kl. 20:00 Fös 12/6 kl. 20:00 Fim 18/6 kl. 20:00 Fös 19/6 kl. 20:00 Mið 10/6 kl. 20:00 Ö Fim 11/6 kl. 20:00 Ö Fös 12/6 kl. 19:00 Ö Lau 13/6 kl. 19:00 Ö Sun 14/6 kl. 20:00 Ö Fim 18/6 kl. 20:00 GREASE – Vinsælasti rokksöngleikur allra tíma! Þri 9/6 kl. 20:00 forsýn.U Mið 10/6 kl. 20:00 forsýn.U Fim 11/6 kl. 20:00 frums. U Fös 12/6 kl. 20:00 2. sýn Ö Lau 13/6 kl. 20:00 3.sýn U Sun 14/6 kl. 16:00 4. sýn Ö Lau 20/6 kl. 16:00 5. sýn Ö Sun 21/6 kl. 16:00 6.sýn Ö Fös 26/6 kl. 20:00 7.sýn Lau 27/6 kl. 20:00 8.sýn Sun 28/6 kl. 16:00 9.sýn Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is Fúlar á móti ATH! sýnt í Íslensku Óperunni Sími 511 4200 Sýningum lýkur í júní Fim 11/6 kl. 20:00 Ný aukas. Fös 12/6 kl. 20:00 Ný aukas Það er eðlilegt að Jón Atlihafi hugsað sér frá upp-hafi að Ingvar Sigurðs-son léki hlutverk sjó- mannsins í Djúpinu. Fáir leikarar eru jafn beintengdir við íslenskan veruleika og Ingvar; hann sækir ekki fyrirmyndir sínar í erlendar kvikmyndir heldur notar athygl- isgáfuna á umhverfi sitt. Auk þess sem Ingvar hefur þá sterku ná- lægð og útgeislun sem nauðsynleg er til að halda utan um heilan sal í eintali. Tími verksins verður líka afstæður þegar hann, miðaldra, segir frá í nútíð ungs manns. Upp- brot í verkinu þegar leikið er á pí- anó, almanak á vegg frá 1964, ár- gerð bifreiðar leggja einnig sitt af mörkum til þess að undirstrika óvissu stundarinnar. Það er aðeins einn stóll, skuggi af píanói sem Árni Páll setur á hringsviðið og eintal leikarans er annars aðeins stutt af snilldarlýs- ingu Björns Bergsteins og tónlist Hilmars Arnar en þeir búa jafnvel til andartök þar sem áhorfanda finnst hann hverfa inn í „alheims- geim“. Af mikilli kyrrð, í knöppum setningum, án skreytinga byrjar Ingvar epíska frásögn í fyrstu persónu nútíðar af því er hann vaknar í dögun í litlu húsi, í litlu þorpi, kveður foreldra sína og gengur til skips. Hann segir frá ástinni sinni, draumi um bíl, skips- félögunum, bátnum, káetunni sem hann deilir með öðrum. Í þessum fyrsta hluta tekst honum það sem er afar sjaldgæft í íslensku leik- húsi; að sýna sjálfum sér og áhorf- endum þá virðingu að treysta þeim fullkomlega. Hann býr til sinn eigin hæga tíma og dregur áhorfandann áreynslulaust inn í hann, áreynslulaust inn í mynd af þorpi þar sem fátt er hugsað og fátt gerist nema það að karlmaður dregst að konu, það fæðast börn, mæður hafa áhyggjur af sonum sem ganga til skips, synirnir geta rakið af nákvæmni lokin á kvik- mynd fyrir káetufélaga, sem verð- ur að nokkurs konar forspá um það sem koma skal: Dögun hverf- ist í nótt, hlýja í kulda, ró í ofsa, ótta, epík í dramatík. Þar býr Ingvar einnig til myndir sem sitja í huganum. Þessi óður Jóns Atla til íslenska sjómannsins byggist sumpart á lýsingum Guðlaugs Friðþórssonar á þeirri nóttu er hann þreytti kapp við dauðann, samtalið við sjófugla er ágætt dæmi um það. En þessi sjómaður er ekki Guð- laugur, hann hefur almennari skír- skotun. Leikurinn með tímann, aldur, bygging eintalsins er áhugaverð og aldrei hefur mér þótt Jón Atli vinna betur og kannski djarfar en hér: kyrralífs- mynd þorps sem teflt er gegn ein- staklingnum einum í baráttu við náttúruöflin og sú mynd rofin í eitt skipti með píanóleik og söng í nútíð áhorfandans. Myndin sem dregin er upp af hinum „týpíska“ fáorða sjómanni hefði þó mátt vera dýpri, blæbrigðameiri, lokin sömuleiðis. Textann undir orðfær- inu, sem hljómar ákaflega eðlilega af munni, hefði einnig mátt vinna betur. Sumt hefði líka mátt stytta. Eins og vofa útrásarvíkinganna stæði aftast í salnum og öskraði: Koma svo! þá risu menn úr sætum og fögnuðu aðstandendum í lokin. Ég stóð upp af tregðu. Svo oft hef ég verið neydd til að rísa úr sæti fyrir hvers kyns vitleysu og sjálf- umgleði í leikhúsum undanfarin ár að mér þótti ég nánast óvirða þessa sýningu með því. Það hefði verið einhvern veginn meira við hæfi að strákarnir hefðu bara gengið fram og sest á sviðs- brúnina og Ingvar hefði spurt: Jæja? Kannski hefðu áhorfendur ekki verið tilbúnir til að hefja ró- legt samtal um þessa flottu til- raun, sem hver leiksýning ætti ávallt að vera. Kannski við hefðum bara setið og íhugað hvað okkur fannst; sumir jafnvel bara brosað innan í sér eins og oft var hægt að gera á þessari sýningu, þar til ein- hver hefði staðið kurteislega upp og farið. Það hefði rímað betur við stundina og þá nýju tíma sem leik- húsið þarf að eiga þátt í að skapa. Kyrrð Borgarleikhúsið Djúpið Höfundur og leikstjóri: Jón Atli Jón- asson. Leikmynd: Árni Páll Jóhannsson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmunds- son. Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson. Leikari: Ingvar E. Sigurðsson. Litla sviðið, föstudaginn 5. júní kl. 20.00 MARÍA KRISTJÁNSDÓTTIR LEIKLIST Morgunblaðið/Ómar Djúpið „Auk þess sem Ingvar hefur þá sterku nálægð og útgeislun sem nauðsynleg er til að halda utan um heilan sal í eintali,“ segir í dómnum. Leikritið Við borgum ekki,við borgum ekki (Non Sipaga! Non Si paga!) varskrifað af ítalska nób- elsverðlaunahafanum Dario Fo árið 1974. Á Ítalíu í byrjun áttunda ára- tugarins voru átök í þjóðfélaginu, loft var lævi blandið og lítið um traust og í Mílanó kom til átaka milli uppreisn- armanna og lögreglu. Fo er þekktur fyrir sín pólitísku gamanleikrit og fá- ir eru jafn beittir í gagnrýni sinni á valdníðslu og óréttlæti í þjóðfélag- inu. Það er því ekki furða, í ljósi at- burða síðustu mánaða hér á Íslandi, að aðstandendur sýningarinnar hafi hugsað til Dario Fo og verksins Við borgum ekki, við borgum ekki, þar sem þessi orð hafa verið hrópuð á Austurvelli í Búsáhaldabyltingunni fyrir nokkru. Einnig hefur verið opn- uð síða á Facebook sem heitir: Við neitum að borga skuldir sem við ber- um ekki ábyrgð á! Leikritið fjallar um tvær fjöl- skyldur sem eiga í fjárhagserfið- leikum sökum kreppunnar. Kon- urnar taka til sinna ráða, ræna vörum úr hverfisversluninni og reyna að koma ránsfengnum undan án þess að eiginmenn og lögregla komist að athæfi þeirra. Þær taka það til ráðs að stinga vörunum inn á sig og líta út fyrir að vera ófrískar. Það vekur að sjálfsögðu grunsemdir lögreglu að konurnar í hverfinu verða allar kasóléttar á undra- skömmum tíma. Lygavefurinn verð- ur æ flóknari og útskýringarnar langsóttari. Magnea J. Matthíasdóttir þýddi verkið og í samvinnu við leikhópinn staðfærði hún gamanleikinn upp á Ísland í dag og eiga skírskotanir í ís- lenskan samtíma furðuvel við. Farsar af þessu tagi eru ekki auð- veldir viðureignar fyrir leikara. Þeir verða að hafa hárfínar tímasetningar og ýkt látbrag en samt þarf allt að líta út fyrir að þetta sé veruleiki og alvara. Lítið má út af bera svo að leikurinn verði of eða van. Hér hefur tekist vel til. Atburðarásin er bráð- fyndin og vitleysan er hreint út sagt yfirgengileg. Með hlutverk hjónanna Antoníu og Jóhanns fara Maríanna Clara Lúthersdóttir og Ari Matthíasson. Antonía er kona sem er einstaklega útsjónarsöm, sérstaklega þegar kemur að því að tala sig út úr vand- ræðum og er sú persónan sem er „primus motor“ í atburðarásinni. Maríanna hefur greinilega lag á kómík og fer vel með hlutverkið. Það er gaman að sjá Ara Matthíasson aftur á sviði. Hann hefur sterka sviðsframkomu og látbragðið sveifl- ast frá því að vera barnslega einlægt og dýrslegt. Með hlutverk vinahjón- anna Margrétar og Lúlla fara Þrúð- ur Vilhjálmsdóttir og Jóhann G. Jó- hannsson. Margrét og Lúlli eru trúgjörn og einföld og átta sig stund- um engan veginn á því sem er að ger- ast. Þrúður og Jóhann gera þessu góð skil. Stundum er Þrúður þó full lágstemmd miðað við aðra í sýning- unni. Síðast en ekki síst fer Halldór Gylfason með nokkur hlutverk. Hall- dór er gamanleikari af guðs náð. Hann nær að sýna breidd í per- sónum sínum með einföldum radd- breytingum og látbragði. Hann fer á kostum sem sérsveitarmaður lög- reglunnar og er atriðið þar sem hann bregður sér í hlutverk útfararstjóra óborganlega fyndið. Leikstjórinn Þröstur Leó Gunnarsson hefur feng- ist töluvert við gamanleik og er greinilegt að hans eigin reynsla kem- ur að góðum notum við uppsetningu þessa leikrits. Leikmynd Stígs Steinþórssonar er hefðbundin og lýsir venjulegu heim- ili. Hún er skemmtileg og þjónar verkinu ágætlega og ekki verður sett út á lýsingu Magnúsar Helga Kjart- anssonar. Tónlistin var í höndum Halldórs Gylfasonar og ómaði meðal annars frumsamið lag hans á milli þátta. Þessi sumarsmellur Borgarleik- hússins verður settur upp á Akur- eyri í haust en verkið er samstarfs- verkefni Borgarleikhússins, Nýja Íslands og Leikfélags Akureyrar. Við borgum ekki, við borgum ekki er bráðfyndinn sumarsmellur sem léttir lund á tímum óvissu og efna- hagsþrenginga. Kreppusmellur Borgarleikhúsið Við borgum ekki, við borgum ekki! Höfundur: Dario Fo. Leikarar: Ari Matt- híasson, Halldór Gylfason, Jóhann G. Jóhannsson, Maríanna Clara Lúth- ersdóttir og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Leikmynd og búningar: Stígur Stein- þórsson. Lýsing: Magnús Helgi Kjart- ansson. Tónlist: Halldór Gylfason. Þýð- ing: Magnea J. Matthíasdóttir. Leikstjórn: Þröstur Leó Gunnarsson. Frumsýning á Nýja sviðinu laugardag- inn 6. júní 2009. INGIBJÖRG ÞÓRISDÓTTIR LEIKLIST Morgunblaðið/Ómar Við borgum ekki „Hér hefur tekist vel til. Atburðarásin er bráðfyndin og vitleysan er hreint út sagt yfirgengileg,“ segir m.a í gagnrýninni. KARLAGRÚPPAN Take That hóf risastóra tónleikaferð um England og Írland um helgina og ætlar að leika á tuttugu tónleikum á íþrótta- leikvöngum fyrir milljónir manna á næstu vikum. Miðasala hefur gengið mjög vel og allt lítur út fyrir að þetta verði stærsta tónleikaferð sem farin hef- ur verið um Bretland. Túrinn nefn- ist Circus Live og hófst með tón- leikum í Sunderland um helgina þar sem 94.000 miðar voru seldir á tvenna tónleika. Yfir milljón miðar hafa selst í heild á túrinn. Komið hefur nokkuð á óvart hvað miðasala á Take That hefur gengið vel með tilliti til þess að miklu stærri nöfn í tónlistarheim- inum halda líka tónleika í Bretlandi í sumar. Má þar nefna Oasis, Jack- son, Britney Spears, Coldplay og Madonnu. Tónleikaferðinni lýkur á Wem- bley-leikvanginum í London með fernum tónleikum eftir mánuð. Sívinsælir Reuters Take That Jason Orange, Howard Donald, Mark Owen og Gary Barlow.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.