Morgunblaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2009 Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó SÝND Í SMÁRABÍÓI ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 750kr. 750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA Night at the museum 2 kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ Angels and Demons kl. 5:30 - 8:30 B.i. 14 ára X- Men Origins : Wolverine kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Boat that rocked kl. 5:20 - 8 B.i. 12 ára Crank 2: High Voltage kl. 10:40 B.i. 16 ára Boat that rocked kl. 10 B.i.12 ára Draumalandið kl. 6 - 8 LEYFÐ Terminator: Salvation kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára Night at the museum 2 kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ Angels and Demons kl. 6 - 9 B.i.14 ára Terminator Salvation kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12 ára Night at the museum 2 kl. 5:50 - 10:15 LEYFÐ Angels and Demons kl. 8 B.i.14 ára HÖRKU HASAR! 750k r. 750kr. S.V. MBL Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga 750k r. 750k r. Frábær ævintýra gamanmynd í anda fyrri myndar! Þegar ljósin slökkna byrjar fjörið... aftur! ... og nú í stærsta safni í heimi! SÝND Í SMÁRABÍÓI 750kr. SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI „Stórbrotinn hasar.“ SV MBL “... fínasta spennu- mynd með flottum hasaratriðum...” - V.J.V., FBL Ó.H.T., Rás 2 -M.M.J., kvikmyndir.com -T.V., - kvikmyndir.is - S.V., MBL 3 vikur á toppnum EIN af stjörnunum úr Óskarsverð- launamyndinni Slumdog Millionaire mun bráðlega senda frá sér ævisögu. Það er hin níu ára gamla Rubina Ali sem ætlar að gefa heimsbyggð- inni innsýn í fyrstu ár ævi sinnar. Líklega hefur hún frá mörgu að segja því Ali bjó í fátækrahverfi á Indlandi þegar hún var valin í hlut- verkið í Slumdog Millionaire. Í bókinni, sem Transworld mun gefa út í Bretlandi, verður sagt frá uppvaxtarárum Ali í mikilli fátækt og hvernig hún varð skyndilega al- þjóðleg stjarna. Ali var nýlega í Hong Kong þar sem hún kom fram í góðgerðarsjón- varpsþætti ásamt tveimur öðrum indverskum börnum sem léku í Slumdog Millionaire. Aðstandendur myndarinnar hafa stofnað sjóð til að styrkja menntun Ali og annarra barna sem komu fram í myndinni og hafa lofað að að- stoða við að byggja upp fátækra- hverfið sem börnin koma úr. Ævisaga Ali á að koma út í júlí og skiptast sölutekjur á milli hinnar níu ára kvikmyndaleikkonu og góðgerð- arsjóðs. Reuters Tískubörn Rubina Ali kom fram á tískusýningu í Nýju Delhi í mars ásamt meðleikara sínum úr Slum- dog Millionaire, Azharuddin Ismail. Ævisaga níu ára stúlku Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is KÆRUSTUPARIÐ Árni Þór Árna- son og Hildur Kristín Stef- ánsdóttir úr hljómsveitinni Rökk- urró láta ekki atvinnuleysi sumarsins plaga sig. Þau kjósa frekar að nýta atvinnuleysisbæt- urnar sem listamannalaun og hafa eytt dögunum í að hrinda afar ný- starlegri leið til kynningar á hljómsveit þeirra í framkvæmd. Parið ætlar að eyða sumrinu í það að hljóðrita lög eftir þekkta, er- lenda listamenn, skjóta myndbönd og setja þau upp á YouTube. Þetta er gert í von um að aðdáendur þeirra sveita njóti afurðarinnar og uppgötvi þannig í leiðinni Rökk- urró. Þau hafa nú þegar sent frá sér ábreiðslur sínar af lögunum „Skinny Love“ eftir Bon Iver og „Nantes“ eftir Beirút. „Við erum með tvö önnur lög í vinnslu núna og þau fara að koma inn fljótlega,“ segir Árni. „Við er- um bara að þessu af því að við er- um geðveikt mikið að reyna vera fræg. Okkur datt þetta í hug þeg- ar við sáum lag Bon Iver á You- Tube og það höfðu rúmlega 500 þúsund manns horft á það. Þannig myndi fólk sem myndi annars aldrei hlusta á Rökkurró heyra þetta á netinu og vita þá af okkur. Þá yrði kannski einhver hluti þeirra sem myndi vilja heyra okk- ar eigin lög líka. Þetta verður vonandi stærra og stærra því sem líður á.“ The Knife og Blink 182 næst Bon Iver-ábreiðsla þeirra á You- Tube er þannig tengd við upp- runalega lagið sem mótsvar við þeirri uppfærslu. Því hlýtur að teljast nokkuð líklegt að einhverjir aðdáendur bandaríska trúbadúrs- ins kynni sér útgáfu þeirra. Myndböndin eru svo mjög hug- ljúf með skemmtilegum texta- innskotum um allt og ekki neitt sem gerir áhorfið skemmtilegra. Ábreiðsluserían verður ekki gef- in út annars staðar en á YouTube en í vinnslu eru ábreiður af lögum hljómsveita á borð við The Knife, Patrick Watson og Blink 182. Einnig má sjá myndböndin á rjo- minn.is og á facebook síðu sveit- arinnar. Liðsmenn Rökkurróar eru nú staddir í sumarbústað við laga- smíðar. Stefnan er að hljóðrita aðra breiðskífu sveitarinnar í lok september. Sveitin kemur einnig fram á Rósenberg á franska menning- ardeginum og svo á listahátíðinni Lunga, listahátíð ungs fólks á Austurlandi, sem haldin verður á Seyðisfirði um miðjan næsta mán- uð. Gefa út tökulög í atvinnuleysinu  Liðsmenn Rökkurróar nýta sér YouTube á nýstarlegan hátt til að kynna hljómsveitina á netinu  Stefna á að hljóðrita aðra breiðskífu sína í haust Morgunblaðið/Eggert Rökkurró Fá útrás fyrir sköpunargleði sína í atvinnuleysinu og setja ábreiðslur af lögum á YouTube. www.myspace.com/rokkurro www.rjominn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.