Morgunblaðið - 08.06.2009, Side 28
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2009
HHH
“... FÍNASTA SPENNUMYND
MEÐ FLOTTUM HASARATRIÐUM...”
- V.J.V., FBL
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK
JENNIFER ANISTON ER FRÁBÆR Í ÞESSARI RÓMANTÍSKU GAMANMYND ÞAR SEM
WOODY HARRELSON OG STEVE ZAHN FARA Á KOSTUM SEM TVEIR ÁSTFANGIR MENN SEM ERU
REIÐUBÚNIR AÐ BERJAST UM ÁST HENNAR MEÐ EINKAR FYNDNUM AFLEIÐINGUM.
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
HHH
„STÓRBROTINN HASAR.“
SV MBL
/ ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI
MANAGEMENT kl. 6 - 8:10 - 10 10
GOTT SILFUR GULLI BETRA kl. 6D - 8D L DIGITAL
ADVENTURELAND kl. 8:10 - 10:20 12
CORALINE 3D m. ísl. tali kl. 63D L 3D DIGTAL
CORALINE 3D m. ensku tali, ótextuð kl. 10:203D L 3D DIGTAL
TERMINATOR SALVATION kl. 8D - 10:30D 12 DIGTAL HANNAH MONTANA kl. 5:50 L
MANAGEMENT kl. 5:50 - 8 - 10:20 10 STAR TREK XI kl. 8 - 10:30 10
ADVENTURELAND kl. 5:50 - 8 - 10:20 12 STAR TREK XI LÚXUS VIP kl. 5:30 - 8 - 10:30
CORALINE 3D m. ísl. tali kl. 5:503D L STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN kl. 6 m. ísl. tali L
THE LAST HOUSE ON THE LEFT kl. 8 - 10:30 16 3D DIGTAL
Management, með sínumkostum og göllum, erfjarri því að fara lang-troðnar slóðir sumaraf-
þreyingarinnar, er kærkomin til-
breyting frá formúlumyndunum sem
einkenna árstíðina. Hún er fyrir
margra hluta sakir óvenjuleg; róm-
antísk gamanmynd um miðaldra, ein-
mana sálir sem mætast fyrir ein-
skæra tilviljun. Sue (Aniston)
endasendist um Bandaríkin þver og
endilöng í söluferðum á klessuverk-
um sem hanga uppi á flestum ódýrum
vegahótelum landsins. Ekki mjög
uppbyggileg atvinna, en þó er hún
skár sett en Mike (Zahn), næt-
urvörður á móteli foreldra sinna í
Kingman við þjóðveg 66 í Arizona, –
ekki beint í alfaraleið lengur.
Þessar niðurníddu persónur eiga
lítilfjörlegt ástarsamband nóttina
sem Sue gistir á mótelinu í Kingman,
það vindur upp á sig því Mike eltir
draumadísina sína stranda á milli en
játar sig sigraðan þegar Sue gengur
að eiga Jango (Harrelson), fyrrver-
andi ræflarokkara, nú jógúrtfram-
leiðanda í Oregon. En það er ekki öll
nótt úti.
Ótrúverðug og hallærisleg á köfl-
um en ósmeyk við að ramba eigin
vegvillur og nær landi að lokum. Ekki
ber að þakka handritinu eða sögu-
þræðinum heldur frábærri frammi-
stöðu tveggja aðlaðandi leikara sem
vekja hjá manni óvænta vænt-
umþykju. Zahn stendur sig einkar vel
sem miðaldra mömmudrengur sem
rífur sig loksins undan pilsfaldinum
og freistar gæfunnar, sem hann telur
fólgna í ást sinni á farandsölukon-
unni. Ljón í veginum eru mörg og
misjöfn og baráttan við fyrrverandi
ræflarokkarann er fáránlegur kafli
sem skaðar heildarmyndina. En svo
lengi sem þau tvö, Sue og Mike, glíma
við sín samskiptavandamál og Mike
braggast úr hornreku í eitthvað öllu
skárra er Management hlý og full af
fyndnum og mannbætandi augnablik-
um, þökk sé aðalleikurunum. Ward,
sem hefur ekki sést í áratugi, fær lítið
að spreyta sig, líkt og Harrelson.
James Liao hressir upp á framvind-
una sem þjónn á austurlensku veit-
ingahúsi sem vingast við Mike og
kynnir hann fyrir dásemdum búdd-
ismans. Auðgleymd en öðruvísi og
tónlistin er flott.
saebjorn@heimsnet.is
Ástin bætir og kætir
Sambíóin
Management
bbmnn
Leikstjóri: Stephen Belber. Aðalleikarar:
Jennifer Aniston, Steve Zahn, Woody
Harrelson, Fred Ward. 100 mín. Banda-
ríkin. 2009.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Management „Ekki ber að þakka handritinu eða söguþræðinum, heldur
frábærri frammistöðu tveggja aðlaðandi leikara [...],“ segir m.a í dómnum.
Allt frá því að Steve Zahn bar
fyrir augu í Reality Bites (́94),
hefur maður velt fyrir sér líftíma
hans á tjaldinu. Hann er kunn-
astur fyrir leik í aulagrínmyndum
(Dr. Dolittle, Strange Wilderness,
Employee of the Month, osfrv.)
sem er veikburða undirstaða far-
sæls langlífis í kvikmyndaheim-
inum. En það eru nú þegar 15 ár
að baki og Zahn gerist sprækari
með ári hverju. Ástæðan sú að
hann hefur ákveðna persónu-
töfra og á sér vissulega framtíð í
dramatískari myndum í framtíð-
inni. Leikur hans á móti hinni
viðkunnanlegu og snjöllu An-
iston, færir heim sanninn um að
við eigum eftir að njóta einlægr-
ar nærveru hans önnur 15 ár,
a.m.k.
SEIGLA Í ZAHN
Gellulegt
Strandkjóll sem
yrði flottur í
Nauthólsvík.
Augnakonfekt
Mikið var um liti
og munstur hjá
Maria Bonita.
SUMARIÐ er nýhafið á Ís-
landi en samt ekki seinna
vænna að fara að huga
að sumartísku næsta árs.
Tískusýning með vor-
og sumartískunni 2010
var haldin í Rio de Jan-
eiro í Brasilíu á laug-
ardaginn.
Litagleðin virð-
ist ætla að verða
allsráðandi
næsta sumar
eins og nú svo
það er eins gott
að henda ekki
sumardress-
inu 2009 þeg-
ar hausta tek-
ur.
ingveld-
ur@mbl.is
Litríkt Sum-
arlegur klæðn-
aður eftir
Maria Bonita.
Sætur Sundbolur
hannaður af Salinas.
Sumar og
sól á tísku-
pöllunum
Reuters
2010 Dökkblá
stuttbuxnadragt,
klassísk og töff.
Sælgæti Þessi
klæðnaður Maria
Bonita á eftir að
sóma sér vel á göt-
um Rio de Janeiro.