Morgunblaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 159. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Lengi lifir í gömlum
glæðum
Pistill: Bragðið af Íslandi
Staksteinar: Ógnvaldurinn Dalai
Lama
Forystugreinar: Myndin skýrist |
Lýst eftir afstöðu ráðherra
Heitast 13° C | Kaldast 6° C
Hæg, suðlæg eða
breytileg átt og víða
skýjað og súld af og til,
einkum um landið
vestanvert. » 10
Ingvar hefur þá
sterku nálægð og út-
geislun sem nauð-
synleg er til að halda
utan um heilan sal í
eintali. »25
LEIKLIST»
Ingvar í
Djúpinu
TÍSKA»
Sumartískan 2010 í Bras-
ilíu er litrík. »28
Við borgum ekki er
bráðfyndinn sum-
arsmellur sem léttir
lund á tímum óvissu
og efnahagsþreng-
inga. »25
LEIKLIST»
Bráðfyndinn
smellur
FLUGAN»
Flugan var á ferð og flugi
um borg og bæ. »24
KVIKMYNDIR»
Óvenjuleg rómantísk
gamanmynd. »28
Menning
VEÐUR»
1. Stærsta svikamál frá stríðinu
2. Fundu lík úr flugslysinu
3. Í uppnámi vegna ljósmynda
4. Obama var með smakkara
»MEST LESIÐ Á mbl.is
ÞAÐ borgar sig að spyrja um verð
áður en ákveðið er að kaupa vöru –
jafnvel þótt það sé jafn hvers-
dagsleg vara og brauð.
Um daginn stóð ég mig að því að
hafa borgað 525 krónur í Bak-
arameistaranum fyrir hvítlauks-
brauð. Þetta var ekki stórt brauð,
né nokkuð merkilegra en önnur
hvítlauksbrauð.
Í Krónunni í sama húsnæði fæst
hveiti í tveggja kílóa pokum, sem
kosta 189 krónur. Það mætti því fá
tæp sex kíló af hveiti fyrir verð eins
brauðs. Ef ég léti mér fjögur kíló af
hveiti duga, og léti mismuninn milli
þess og brauðsins dýra upp í ger,
olíu og hvítlauk, telst mér til að
hægt væri að baka átta til tíu sam-
bærileg brauð í eldhúsinu heima.
Það munar um minna. begga@mbl.is
Auratal
ALDREI hefur verið jafngóð sæta-
nýting á Listahátíð í Reykjavík og í
ár. Uppselt var á nánast hvern ein-
asta viðburð að sögn Hrefnu Har-
aldsdóttur, listræns stjórnanda há-
tíðarinnar. „Við höfðum úr minna
að spila nú en í fyrra og hitteðfyrra,
en við vinnum hátíðina hverju sinni
inn í þann ramma sem fyrir liggur.
Heildarvelta Listahátíðar á ári er í
kringum 100 milljónir,“ segir
Hrefna en hátíðin missti marga af
sínum dyggustu stuðningsaðilum í
haust. | 23
Góð aðsókn að
Listahátíð í ár
SJÓMENN flykktust í land til þess að halda upp á hátíð-
isdag sinn, sjómannadaginn, í gær. Víða um land var
boðið upp á fjölbreytta dagskrá í tilefni dagsins og tók
almenningur virkan þátt í hátíðahöldunum. Í Hafn-
arfirði var fólki meðal annars boðið í útsýnissiglingu og
tóku margir því boði fegins hendi. | 13
Öllum boðið í siglingu
Sjómannadagur með fjölbreytta dagskrá
Morgunblaðið/Golli
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„ÉG er mjög kátur með silfrið, þótt
ég hefði viljað fá gullið, en ég verð
stundum að sætta mig við að tapa,“
segir Gunnar Nelson, sem varð í
öðru sæti í millivigt á heimsmeist-
aramótinu í brasilísku jiu-jitsu í
Los Angeles um helgina.
Þrenna í ár
Í apríl sl. vann Gunnar til gull-
og bronsverðlauna á Opna New
York-meistaramótinu í jiu-jitsu og
bætti nú silfri í safnið. Rúmlega 40
keppendur voru í millivigt með
brúnt belti og segir Gunnar að
hann hafi verið mjög nálægt sigri í
úrslitaglímunni, en á leiðinni þang-
að hafði hann meðal annars betur
gegn heimsmeistaranum Ryan
Beauregard. Hann tapaði hins veg-
ar fyrir honum í opnum flokki.
„Það munaði engu að ég næði hon-
um í lás, þegar um hálf mínúta var
eftir af glímunni, en hann komst úr
lásnum, fékk tvö stig og vann á
þeim,“ segir Gunnar um úrslita-
glímuna við Brasilíumanninn Gabr-
iel Goulart.
Gunnar segir að árangurinn opni
sér nýja möguleika og þá ekki síst
á mót, þar sem keppt sé í blandaðri
bardagalist (MMA). „Ég hefði gam-
an af því að keppa á heimsmeist-
aramótinu næsta ár en takmarkið
hjá mér er að verða heimsmeistari
í blandaðri bardagalist,“ segir
hann.
„Kátur með silfrið“
Bardagalistaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson vann til silfur-
verðlauna á heimsmeistaramótinu í jiu-jitsu í Los Angeles
Silfurdrengur Gunnar Nelson bætti
silfri í verðlaunasafnið sitt.
Í HNOTSKURN
» Brasilískt jiu-jitsu á upp-runa sinn í kodokan-júdói
og flokkast undir bardagalist.
» Gunnar Nelson, sem ertvítugur, var í karate og
kynntist íþróttinni á Íslandi
fyrir um fjórum árum, en hef-
ur æft og keppt í New York
frá áramótum. Hann vill sjá
íþróttina á Ólympíuleikum.
TVEIR liðsmenn hljómsveitarinnar
Rökkurróar láta ekki atvinnuleysi
sumarsins plaga sig. Þau nýta at-
vinnuleysisbæturnar sem lista-
mannslaun og eyða dögunum í að
hljóðrita lög eftir þekkta erlenda
listamenn, taka upp myndbönd og
setja á YouTube í von um að gleðja
aðdáendur og eignast nýja.
Liðsmenn sveitarinnar semja nú
einnig lög af kappi með það í huga
að hljóðrita aðra breiðskífu Rökk-
urróar í lok september. | 26
Rökkurró hljóðritar
þekkt erlend lög
’En nú bregður svo við að þeir semláta í ljós þá skoðun að rétt sé aðskoða vel hvað sé í húfi og hvort eitt-hvað sé að varast í sambandi við rækt-un erfðabreyttra lífvera utan dyra eru
teknir fyrir á persónulegum nótum,
kallaðir mótmælendur, andstæðingar
og jafnvel bendlaðir við kukl. » 16
EINAR BERGMUNDUR ARNBJÖRNSSON
’En hver er galdurinn að bakiþessu pólitíska afreki og hinni við-skiptalegu snilld? Jú, að auðveldaþeim sem höfðu búið við tekjur semstaðið höfðu í stað síðan 1980 að auka
neyslu sína með aukinni lántöku, þ.e.
með yfirdráttarheimildum, kred-
itkortum, húsnæðislánum, endur-
fjármögnun húsnæðis og ýmsum öðr-
um snilldarlegum nýjungum
fjármálaiðnaðarins. » 16
SIGURBJÖRG SIGURGEIRSDÓTTIR
’Um er að ræða órökstuddar ograkalausar ásakanir sem eru ekkieingöngu til þess fallnar að rýra trú-verðugleika allra stjórnarmanna, held-ur er okkur beinlínis gefið að sök sér-
staklega ófyrirleitin háttsemi, ef ekki
refsiverð. » 16
STJÓRNARMENN Í GILDI OG
LÍFEYRISSJÓÐI VERSLUNARMANNA GILDI
’Dollarinn er mun öflugri en evranog sést það best á krepputímumþegar dollarinn styrkist gegn evrunni.Það er auðveldara að taka upp dollara,þar sem ekki þarf að ganga í ESB, auk
þess sem við gætum tekið aftur upp
krónuna þegar öldurnar lægir. Ekkert
er því til fyrirstöðu að ganga í ESB með
dollara sem gjaldmiðil. » 17
SVERRIR GARÐARSSON OG
BRYNJAR VALDIMARSSON
’Það mun sannast að vogskorinstrandlengja Íslands er gósenlandfyrir siglingafólk. Djúpivogur hefurstaðsetninguna og aðstöðuna. Þaðkostar tiltölulega litla fjármuni að
bæta hana frekar. Höfnin í Gleðivík
býður upp á að gera þar fyrsta flokks
þjónustuaðstöðu fyrir skemmtibáta-
þjónustu. » 18
PÉTUR RAFNSSON
’Síðar í sömu grein hefur Stein-grímur áhyggjur af lýðræðishallainnan ESB, þar sem reynt væri að kom-ast hjá því ef þess væri nokkur kosturað spyrja almenning álits. Það er hugg-
un harmi gegn að Vinstrihreyfingin –
grænt framboð hefur ekki breytt sinni
grundvallarstefnu í Evrópumálum, eins
og formaður hreyfingarinnar staðfesti
í ræðustól Alþingis fyrir stuttu. » 18
VIGDÍS HAUKSDÓTTIR
Skoðanir
fólksins