Morgunblaðið - 11.06.2009, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.06.2009, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 1. J Ú N Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 . tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF DR. BARRIE ER EKKI TALS- KONA SKOTTULÆKNINGA «MENNING GERPLA DREGUR LEIKARA MILLI HÚSA Eftir Bergþóru Njálu Guðmunds- dóttur og Ómar Friðriksson STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir að ef það sé mat Evu Joly að meira fjármagn þurfi til rannsóknar sérstaks saksóknara á bankahruninu, þá verði að skoða það. „Þó það sé hart í ári þá finnst mér að þetta megi ekki stranda á fjárskorti,“ segir hann. Ragna Árnadóttir dómsmála- ráðherra segist einnig taka gagn- rýni Joly á rannsóknina mjög alvar- lega, en í Kastljósi Sjónvarps í gær sagðist Joly telja að þrjár milljónir evra þyrfti árlega til að rannsóknin bæri árangur. Aðeins hefði verið lagður til þriðjungur þeirrar upp- hæðar. „Ef hún segir þetta hlýtur að vera eitthvað til í því,“ segir Ragna um þetta. Ríkisstjórnin þurfi þó að taka ákvörðun um aukið fjármagn til embættisins, en slíkar bónir séu erfiðar um þessar mundir. „En það er auðvitað algjört forgangsatriði að þessi rannsókn sé með fullnægjandi hætti og gott betur.“ Varðandi vanhæfi Valtýs Sigurðs- sonar ríkissaksóknara, sem Joly vill að víki að fullu, segir Ragna: „Rík- issaksóknari er æðsti handhafi ákæruvaldsins og hann ákveður hvort hann er vanhæfur eða ekki. Það er ekki ég sem get ákveðið það.“ Hún muni þó skoða málið frekar, en í gær greindi hún frá því að Valtýr hefði sjálfur ákveðið að víkja í öllum málum er varða banka- hrunið. Má ekki stranda á fjárskorti  Ráðherrar segja rannsóknina á bankahruninu þurfa að hafa forgang  Stærsta mál Evrópu | 14 Eitt af öðru risu þau á örskömmum tíma, glerhýsin í Borgartúninu og leystu af hólmi fyrirtæki á borð við Sindrastál og Vöruflutningamiðstöð- ina. Samhliða varð hrokinn og hraðinn á fólki meiri í götunni þar sem mannlífið gleymdist á teikniborðinu. Hvorutveggja stendur þó til bóta. Eft- ir fjármálahrunið er eins og fólkið sé orðið auðmýkra og nýtt skipulag fyr- ir götuna bíður þess að verða að veruleika. ben@mbl.is | 18 FRAMTÍÐIN Í FJÁRMÁLAHVERFINU Morgunblaðið/Heiddi  MINNSTU mátti muna að fáliðuð sveit lögreglumanna yrði ofurliði borin í þeim miklu mótmælum sem brutust út við Alþingishúsið aðfara- nótt 22. janúar. Á þeim tímapunkti voru birgðir piparúða lögreglu næstum á þrotum og hún neyddist því til að beita táragasi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri BA-ritgerð Vilborgar Hjörnýjar Ívarsdóttur í félagsfræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið „Að baki skjaldborgarinnar“ og er að mestu leyti byggð á viðtölum við fimm lögreglumenn í óeirðasveit lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. »8 Lögreglan var ekki búin undir mótmælin miklu  FYRRUM ráðuneytisstjórar í fjármála- og forsætisráðuneytinu, Baldur Guðlaugsson og Bolli Þór Bollason, neituðu að láta af störfum þegar ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við nema að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, skv. heimildum Morgunblaðsins. Þeir voru heldur færðir um set fremur en að greiða þeim full laun í takt við samningsbundin réttindi. »16 Ráðuneytisstjórar neituðu að láta af störfum  KOSIÐ verður í dag um tíunda forseta Írans frá íslömsku bylting- unni sem gerð var árið́ 1979. Heiftúðugri kosningabaráttu lauk í gær og átti sitjandi forseti, Mahmoud Ahmadinejad, síðasta skotið. Á kosningafundi í gær- kvöldi sakaði hann keppinauta sína um að hafa rekið rógs- herferðir gegn sér, svipaðar þeim sem reknar voru af áróðursmeist- ara Adolfs Hitlers. Talið er að baráttan um forsetaembættið verði hörð og hún er talin munu standa á milli Ahmadinejads og Mir Hossein Mousavi, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. »22 Íranar ganga til forseta- kosninga í tíunda sinn Fjármálaeftirlitið (FME) mun á næstunni vísa viðskiptum tengdum Stím til viðeigandi ákæruvalds vegna grunsemda um markaðs- misnotkun. VIÐSKIPTI Stím á leið til ákæruvalds Fjölskylda sjeiksins sem keypti hlut í Kaupþingi hefur tengsl við spill- ingu og peningaþvætti. Sjeikinn er sagður hafa skotið skjólshúsi yfir eiginkonu Saddams Husseins. Skaut skjóli yfir konu Husseins Þorvaldur Gylfason kvartaði við forsætisráðuneytið vegna hæfnis- mats í stöðu seðlabankastjóra. Nefndin hefur tíma út vikuna til að svara athugasemdum. Kvartaði við for- sætisráðuneytið E N N E M M / S ÍA / N M 3 7 3 7 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.