Morgunblaðið - 11.06.2009, Síða 2

Morgunblaðið - 11.06.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HAFNSÖGUBÁTNUM Auðuni var lyft frá botni inn- siglingarinnar til Sandgerðishafnar á flóðinu í gær- kvöldi og hann dreginn að bryggju. Þar var unnið við að dæla úr honum sjó og til stóð að hífa hann upp á bryggjuna. Auðunn sökk við björgun Sóleyjar Sigurjóns GK 200 í síðustu viku. Köfunarþjónusta Sigurðar keypti belgi erlendis frá til að lyfta bátnum frá botni og björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein dró það þannig að bryggju. Stór krani var á staðnum til að hífa skipið upp á þurrt. Skemmdir verða kannaðar næstu daga. helgi@mbl.is SJÓ DÆLT ÚR AUÐUNI Morgunblaðið/Reynir „Gleður alla að sjá hestvagn“ SÉRA Arnaldur Bárðarson í Glerár- kirkju á Akureyri er heltekinn hestakarl, að eigin sögn. Hann hefur verið í hestamennsku í nærri 30 ár, haldið reiðnámskeið fyrir börn mörg sumur og ætlar nú að bjóða upp á ferðir um Akureyri í hestvögnum. „Sveinn í Kálfsskinni kom að máli við mig fyrir þremur árum og vildi endilega lána mér vagn til þess að bjóða upp á svona ferðir. Ekkert varð úr því þá, en nú ákvað ég að vinda mér í þetta; ég geri þetta ekki síst til þess að útvega nokkrum ung- mennum verkefni,“ sagði séra Arn- aldur við Morgunblaðið. Ungmennin munu stjórna vögn- unum en þrír slíkir verða á ferðinni um höfuðstað Norðurlands. Arn- aldur hyggst ekki síst höfða til gesta á skemmtiferðaskipum; vagnarnir verða á bryggjunni þegar skipin leggja að landi og boðið verður upp á ferðir þaðan; annars vegar um Odd- eyrina og hins vegar inn í elsta bæj- arhlutann, að Minjasafninu. Svo get- ur auðvitað hver sem er tekið sér far með vagninum í sumar. Ferð af bryggjunni inn að Minjasafni kostar 5-6 evrur, um 1.000 krónur. „Það gleður alla að sjá hestvagna. Þeir hafa þegar vakið mikla lukku og ég gleðst yfir því hve aðrir í ferða- þjónustu eru jákvæðir gagnvart þessu,“ segir Arnaldur. skapti@mbl.is  Séra Arnaldur Bárðarson í Glerárkirkju býður upp á ferðir í hestvögnum um gömlu bæj- arhlutana á Akureyri í sumar  Heltekinn hestakarl og vill skapa ungmennum verkefni Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Glæsilegir Séra Arnaldur Bárðarson með fólk í vagninum í Aðalstræti í gær, á leið inn að Minjasafni. Hesturinn sem dregur þennan gamla, glæsilega vagn heitir Bylur. Sonur Arnaldar, Arnaldur Vilmar, stjórnaði aftari vagninum. Eftir Sigtrygg Sigtryggsson og Andra Karl NÚ sitja 27 einstaklingar í gæsluvarðhaldi hér á landi og hafa aldrei verið fleiri, að sögn Páls Winkels, forstjóra Fangelsis- málastofnunar. Á Litla-Hrauni eru 10 einangrunarklefar og þeir hafa verið fullnýttir um langa hríð. Þurft hefur að grípa til þess ráðs að vista 5 gæslu- varðhaldsfanga í fangaklefum í lögreglustöð- inni í Reykjavík þar sem allir klefar á Litla- Hrauni hafa verið fullsetnir. íkveikjur og kynferðisafbrotamál. Flestir þeirra sem nú sitja í gæsluvarðhaldi eru Ís- lendingar. Fangelsin yfirfull Öll fangelsi á Íslandi eru nú fullsetin. Páll Winkel segir að bið eftir afplánun sé alltaf að lengjast því fangelsisplássum hafi ekki fjölgað í takt við fleiri dóma og þyngri refsingar. Bið eftir afplánun geti tekið mánuði og allt upp í ár. Segir Páll að segja megi að þessi bið sé aukarefsing fyrir þá sem hlotið hafa dóma. Menn vilji skiljanlega taka út refsingu sína sem fyrst svo þeir hafi svigrúm til að bæta sig. Búið var að setja 350 milljónir inn á fjárlög til að stækka fangelsið á Litla-Hrauni en þeg- ar kreppan skall á var þessi upphæð tekin af fjárlögum. Páll segir að mörg mál hafi komið upp á síð- ustu vikum, þar sem gæsluvarðhalds- úrskurðum hafi verið beitt. Nefnir hann fjöl- mörg stór fíkniefnamál, líkamsrárásarmál, Aldrei fleiri í gæsluvarðhaldi  Fjórir erlendir fangar sendir til síns heima til að ljúka afplánun frá árs- byrjun 2008  Einangrunarklefar fullnýttir  Bið eftir afplánun lengist Morgunblaðið/Brynjar Gauti Afplánun Öll fangelsi á Íslandi eru fullsetin. BÆJARSTJÓRINN í Kópavogi leggur til að skipuð verði viðræðu- nefnd Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks um framhald meiri- hlutasamstarfs flokkanna. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri gagnrýnir harðlega skýrslu endur- skoðunarstofunnar Deloitte um við- skipti Kópavogsbæjar við Frjálsa miðlun ehf. Hann vekur athygli á því að höfundar skýrslunnar virðast ekki hafa áttað sig á því að ákvæði laganna sem þeir vitna til um hugs- anleg lögbrot gilda ekki um sveit- arfélög. | 17, 29 Vill ræða framhald samstarfs RÁÐSTEFNA um ábyrgar veiðar Íslendinga var haldin í sendiráðinu í London í gær. Þátttakendur voru rúmlega 60 og meðal þeirra voru fulltrúar fiskkaupenda í Bretlandi og hagsmunaaðilar í breskum sjáv- arútvegi. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ávarpaði ráð- stefnuna og fjallaði um ábyrgar fisk- veiðar Íslendinga. Hann hefur jafn- framt undanfarna daga heimsótt fiskmarkaðina í Grimsby og Hull svo og íslensk fyrirtæki á Humber- svæðinu og segist hvarvetna hafa mætt vinarhug í garð Íslendinga. Ábyrgar veiðar Íslendinga Skipulega var byrjað að senda erlenda fanga úr landi, þ.e. áður en þeir ljúka afplánun með reynslulausn, í ársbyrjun 2008. Síðan þá hafa fjórir fangar verið sendir til síns heima, þrír Litháar og einn Hollendingur. Að sögn Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra verða tveir Litháar til viðbótar sendir út á næst- unni þar sem samþykki hefur fengist frá litháískum yfirvöldum að taka við þeim. Spurð hvort undirbúningur sé hafinn vegna fleiri fanga, s.s. vegna pólskra karl- manna sem réðust á samlanda sína í mars á síðasta ári og hlutu fyrir þunga dóma, segir Ragna almennt, að ef öll skilyrði eru uppfyllt verði áreiðanlega skoðað að óska eftir því við pólsk yfirvöld að þau taki yfir afplán- unina. Ragna bendir á að ferillinn sé gríð- arlega tímafrekur, þýða þurfi öll gögn auk þess sem stjórnsýslan erlendis geti gengið hægt fyrir sig. Ennfremur vilja fangarnir yf- irleitt ekki fara til síns heima og þá þarf að vísa þeim úr landi og tæma allar kæruleiðir. Erlendir fangar sendir heim ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 42 04 0 04 .2 00 8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.