Morgunblaðið - 11.06.2009, Page 4

Morgunblaðið - 11.06.2009, Page 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2009 LÖGREGLAN verst allra frétta af framgangi rannsóknar á umfangs- miklu fíkniefnamáli og peningaþvætti sem teygir anga sína til þrettán landa. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar, sagði í samtali við Morgunblaðið að nokkrir dagar gætu liðið þar til frekari upp- lýsingar um málið verður að fá. Fleiri handtökur hafa þó ekki farið fram. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa mennirnir þrír sem sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins allir verið dæmdir áður fyrir stór- felldan fíkniefnainnflutning. Einn þeirra var stjórnarmaður Vélasöl- unnar – R. Sigmundssonar þar til í gær er hann vék úr stjórninni. Hann er einnig einn eigenda fyrirtækisins, en hann keypti fyrirtækið ásamt þremur öðrum í desember síðast- liðnum. Í yfirlýsingu frá Vélasölunni kem- ur fram að rannsókn lögreglu beinist ekki á nokkurn hátt að fyrirtækinu heldur persónulegri starfsemi mannsins sem hafði skrifstofu til af- nota í húsi fyrirtækisins. Stjórnarmaðurinn hefur verið um- svifamikill á fasteignamarkaði hér á landi og erlendis um árabil og rekur nokkur eignarhaldsfélög. Þá er hann skráður fyrir fatamerkjunum Crim- inal Record, Inmate og Bastille sem tengjast fyrirhugaðri atvinnu- starfsemi fanga á Íslandi. Fötin átti að hanna og framleiða í íslenskum fangelsum undir merkinu Made in Jail. Fleiri mál í uppsiglingu? Reynist grunur lögreglu réttur um að mennirnir hafi stundað pen- ingaþvætti með fíkniefnagróða hefur mat greiningardeildar ríkislög- reglustjóra verið rétt. Deildin metur reglulega umfang skipulegrar glæpa- starfsemi hér á landi og hættu á hryðjuverkum. Eftir því sem heim- ildir Morgunblaðsins herma má telja víst að fleiri mál af svipuðum toga – en öðru umfangi – séu einnig til rann- sóknar. Vék úr stjórn vegna rannsóknar lögreglu  Fyrirtæki stjórnarmanns tengt fyrirhugaðri starfsemi fanga Lögregla rannsakar meðal annars tengsl mannanna við alþjóðleg glæpa- samtök. Þar hefur tengifulltrúi ríkislögreglustjóra hjá Europol, löggæslu- stofnun Evrópusambandsins, reynst ómetanlegur – líkt og í öðrum stórum fíkniefnamálum sem upp hafa komið undanfarin misseri. Staða tengi- fulltrúans hefur verið í uppnámi vegna mikils kostnaðar sem henni fylgir en að sögn Friðriks Smára hefur staðan verið tryggð út þetta ár. Þá verður aftur tekið stöðumat. Staða tengifulltrúa í uppnámi Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fíkniefni Rannsókn lögreglunnar teygir anga sína til þrettán landa. Stjórnarmaðurinn sem grunaður er um fíkniefnainnflutning hefur verið umsvifamikill á fasteigna- markaði hér á landi og erlendis um árabil. Hann rekur einnig nokkur eignarhaldsfélög. Eftir Andra Karl andri@mbl.is Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is UNNAR hafa verið strangar siða- reglur á vettvangi Alþýðu- sambands Íslands um starfsemi lífeyrissjóða og fjárfestingarstefnu þeirra. Verða þær kynntar á ráð- stefnu ASÍ um hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna í sjóðunum í dag. Fjallað var sérstaklega um trú- verðugleika þátttöku fulltrúa launamanna í lífeyrissjóðunum á aukaársfundi ASÍ í mars sl. í framhaldi af fréttum af þátttöku fulltrúa sjóða í boðsferðum. Í framhaldi af því samþykkti mið- stjórn ASÍ að óska eftir að Fjármáleftirlitið kannaði sér- staklega hvort lífeyrissjóðir hafi á umliðnum árum starfað eftir lög- um og samþykktum. Þeirri könn- un er ólokið. Jafnframt var ákveð- ið að semja tillögur að siðareglum um fjárfestingar sjóðanna og fyrirmyndarreglur um daglega starfsemi þ.m.t. starfskjör, risnu, gjafir og ferðalög. Eftir því sem næst verður kom- ið er meðal annars lagt til að sett- ar verði skýrar reglur sem í reynd banni fulltrúum launafólks í stjórnum lífeyrissjóðanna að taka þátt í skemmtiferðum í boði ann- arra en viðkomandi sjóðs. Þá eru tillögurnar sagðar fela í sér leið- beinandi reglur um fjárfestingar lífeyrissjóðanna. Bann á boðs- ferðir hjá líf- eyrissjóðunum  Fjárfesting sé samfélagsleg ábyrgð Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ábyrgð Setja á fulltrúum launafólks í lífeyrissjóðunum strangari reglur. Í HNOTSKURN »ASÍ ákvað að afla upplýs-inga, og birta opinberlega, um þátttöku í ferðum og mót- töku gjafa og hvort um skemmtiferðir í boði annarra eða hreinar fagferðir væri að ræða. »Fjallað verður um siðferðií fjárfestingum á ráðstefnu ASÍ í dag og kynntar tillögur um starfsemi sjóðanna. „ÞEGAR tilkynningin barst frá ráðuneytinu á mánudag vorum við búin að innheimta 9 milljónir króna í oftekinn bensínsskatt af okkar viðskiptavinum,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, að- spurður hvers vegna fyrirtækið hafi aðeins greitt 9 milljónir króna til góðgerðarmála vegna oftekins bensínskatts. Kunnáttumenn sögðu að greiðslan ætti að nema um 25 milljónum. „Við erum auðvitað einnig með tugþúsundir af reikningshafandi viðskiptavinum og þeir hafa engan reikning fengið ennþá. Við erum að vinna í því núna að bakfæra og leið- rétta það. Þess vegna var upphæðin ekki hærri – það eru svo margir sem eru með reikning hjá okkur og greiða því eftir á. Það verður lag- fært. Aðeins 9 milljónir voru inn- heimtar á mánudaginn. Það er prinsippmál að það verði ekki ein króna af ofteknum gjöldum eftir hjá félaginu.“ haa@mbl.is Upphæðir verða bakfærðar Í SVEITARSTJÓRN Borg- arbyggðar hefur nú verið myndaður nýr meirihluti allra flokka. Sjálf- stæðisflokkur og Borgarlisti mynd- uðu áður sveit- arstjórn en hafa nú boðið Fram- sóknarflokki að ganga til liðs við stjórnarsam- starfið og mynda þannig nokkurs konar „þjóð- stjórn“. „Það hefur verið ágætt samstarf milli meirihluta og minnihluta í sveitarstjórn. Við höfum jafnframt unnið vel saman frá áramótum að því hvernig við getum brugðist við nýjum aðstæðum. Við teljum að við séum með þessu að sýna ábyrgð með því að leggja hið pólitíska þjark til hliðar og standa þétt saman,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar. haa@mbl.is „Þjóðstjórn“ allra flokka mynduð í Borgarbyggð Björn Bjarki Þorsteinsson RÚM 76 prósent landsmanna vilja þjóðaratkvæði um hvort sótt skuli um aðild að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýrri skoðana- könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Heimssýn. Samkvæmt könnun- inni leggja tæp 18 prósent litla áherslu á að gengið verði til þjóðar- atkvæðis um hvort sækja eigi um að- ild, en tæp 6% taka ekki afstöðu. Spurt var: „Hversu miklu eða litlu máli finnst þér skipta að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ís- land eigi að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu?“ Af þeim 76,3% sem töldu það skipta miklu máli sagðist 61,1% telja það skipta mjög miklu máli. 13% töldu það skipta mjög litlu máli. Könnunin var gerð 28. maí til 4. júní og var úrtakið 1.264 manns. Svarhlutfall var 62,3%. ben@mbl.is Vilja kjósa um umsókn HVALVEIÐAR UNDIRBÚNAR Morgunblaðið/Kristinn ÁHÖFNIN á Hval 9 lagði á haf út í æfingarferð í gær. Ekki er talið að veiðar hefjist fyrr en í fyrsta lagi eftir viku eða 10 daga enda er samningum um fast kaup milli útgerðar og sjómanna ennþá ólokið. VIÐSEMJENDUR í Karphúsinu vilja fá nánari upplýs- ingar frá ríkisstjórninni um forgangsröðun aðgerða í ríkisfjármálum sem ráðast á í. Þeir vilja að ríkis- stjórnin opni meira á það ferli sem í gangi er í ráðu- neytum. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir margar hugmyndir uppi en ríkisstjórnin hafi ekki sett þær fram sem tillögur. „Mér finnst að ríkisstjórnin eða hvert ráðuneyti ætti að vinna svona lista og það eigi einfaldlega að birta þá á heimasíðum þeirra, þannig að landsmenn geti séð hvað verið er að skoða. Það er al- veg ljóst að sumt er viðkvæmara en annað.“ Gylfi Arnbjörnsson Vilja nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.