Morgunblaðið - 11.06.2009, Side 8

Morgunblaðið - 11.06.2009, Side 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2009 Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is SALA áfengis í maí jókst um 3,6% miðað við sama mánuð í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Áfeng- is- og tóbaksverslun ríkisins. Í kjölfar samþykktar Alþingis 28. maí síðastlið- inn um hækkun á áfengisgjaldi, var mikil sala í Vínbúðunum dagana 29. og 30. maí, en hækkunin tók ekki gildi fyrr en 1. júní. Þessa tvo daga seld- ust 403 þúsund lítrar af áfengi eða sem nemur 21% af sölu mánaðarins. Mest jókst salan á hvítvíni um 20,8% en næst kom rauðvín með 11,9% aukningu miðað við maí 2008. Sala á lagerbjór, sem er uppistaðan í vínsöl- unni, jókst um 3,4%. Athygli vekur að sala á öðrum bjórtegundum, þá væntanlega dýrari tegundum, dróst saman um 45,2% í maí. Sala á blönduðum drykkjum dróst saman um 39,3%, á brandí og koníaki um 13,4%, freyðivíni um 6,8% og brennivíni og vodka um 6,7%. Úrslitin í Eurovision-söngvakeppninni voru 16. maí. Fyrir þá helgi var áfengisalan mikil sem endranær. Salan fyrir þessa helgi var 35% meiri en helgina á undan. Þar af jókst sala á hvítvíni um 38% milli helganna og salan á lagerbjór um 37%. Sala áfengis fyrstu fimm mánuði ársins jókst um 1,7% miðað við sama tímabil í fyrra. Sala hvít- víns jókst um 9,2%, rauðvíns um 1,1% og lager- bjórs um 2,9%. Sala áfengis í mars dróst saman um 11% í lítrum talið miðað við sama tímabil í fyrra. Þá héldu menn að áhrifa kreppunnar væri farið að gæta. En apríl- tölurnar sýndu söluaukningu sem nam 14,7% mið- að við sama mánuð í fyrra. Þess ber þó að geta, að páskarnir voru í apríl á þessu ári en þeir voru í mars árið 2008. Hækkun ýtti undir sölu áfengis  Rúmlega 400 þúsund lítrar af áfengi seldust á tveimur dögum eftir að tilkynnt var um hækkunina  Salan þessa tvo daga nam 21% af allri sölu maímánaðar » Mest aukning á sölu hvítvíns » Lagerbjórinn er að vinna á » Annar bjór á undanhaldi » Blandaðir drykkir að dala » Eurovisionhelgin var drjúg Vinnur á Sú þróun hefur verið áberandi á undanförnum mán- uðum að sala á hvítvíni hefur far- ið vaxandi.                         !" Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu var ekki búin undir þau miklu mótmæli sem brutust út við Alþing- ishúsið í janúar, lögregluliðið var fá- mennt og búnaði ábótavant. Þegar óeirðarseggir veittust sem harka- legast að lögreglumönnum aðfara- nótt 22. janúar mátti minnstu muna að fáliðuð sveit lögreglumanna yrði ofurliði borin, en á þeim tímapunkti voru birgðir lögreglu af piparúða nánast á þrotum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri BA-ritgerð Vilborgar Hjörnýjar Ívarsdóttur í félagsfræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin heit- ir „Að baki skjaldborgarinnar“ og er að mestu byggð á viðtölum við fimm lögreglumenn í óeirðasveit lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Málið er Vilborgu skylt, því eiginmaður hennar er einn af liðsmönnum sveit- arinnar. Rætt er við lögreglumenn undir nafnleynd og í ritgerðinni er að finna áhrifamikla lýsingu á aðstæð- unum sem lögregla stóð frammi fyr- ir. Aðgerðarstjórnendur hjá lög- reglu lýstu því að í upphafi hefði verið tekin sú ákvörðun að vera mjúkir og tillitssamir. Það hafi einn- ig skipt máli að aðdragandinn var stuttur og lögregla fáliðuð. Ekki voru allir lögreglumenn sammála um kosti þessarar stefnu og töldu að lögregla hefði átt að marka skýrari stefnu. Allir höfðu þeir fullan skiln- ing á að þeir hefðu verið alltof fá- mennir til að takast á við svo stóran hóp mótmælenda ef upp úr syði. Ástandið hefði verið vandmeðfarið og aðferð lögreglu, að vera róleg, hefði orðið henni til tekna eftir á. Viðmælendur voru flestir sammála um að lögregla hefði verið of lin við mótmælendur sem sumir veittust hart að þeim við störf með andlegu og líkamlegu áreiti ýmiss konar. Glæpamenn bættust í hópinn Vanbúnaður og fámenni lögreglu kom berlega í ljós þegar mótmælin, eða öllu heldur óspektirnar sem þeim fylgdu, náðu hámarki aðfara- nótt fimmtudagsins 22. janúar. Fram kemur í ritgerðinni að þá hafi stór hluti lögregluliðsins verið send- ur heim eftir að hafa verið stans- laust á vakt í 16-30 klukkustundir. „Það sem gerðist þá nótt og byrj- ar að byggjast upp þarna um kvöld- ið áður er að þá fara að koma inn í hóp mótmælenda glæpamenn. Þarna komu fíkniefnaneytendur, harðir glæpasnúðar sem við höfum verið með í vinnunni, handtaka og annað, þarna sáu þeir sér leið til að þess að blanda sér í hópinn, ná sér niður á lögreglumönnum og jafnvel einstökum lögreglumönnum.“ Haft er eftir aðgerðarstjórnanda að lögregla hafi nánast verið að lenda undir í átökunum við vestur- gafl Alþingishússins. Þjarmað hafi verið svo óþyrmilega að þeim og þeir grýttir með hundruðum grjót- hnullunga að þeir hefðu nánast verið komnir að því að flýja. „Menn voru við það að brotna á þessu augna- bliki,“ sagði einn lögreglumaðurinn. Úrræði lögreglumanna hafi ekki verið mörg. Birgðir lögreglu af pip- arúða hafi næstum verið uppurnar og lögreglumenn höfðu fengið veður af því að ekki hafi tekist að ná í nýj- ar birgðir. Þeir hafi því neyðst til að beita táragasi, í fyrsta skipti frá 1949. Hinn valkosturinn hefði verið að beita kylfum, sem þeir vildu forð- ast í lengstu lög. Ritgerðina má nálgast á vefnum www.skemman.is. Piparúði á þrotum þegar átökin náðu hámarki Morgunblaðið/Júlíus Táragas Tveir lögreglumenn slösuðust illa þegar óeirðaseggir köstuðu í þá grjóthnullungum aðfaranótt fimmtu- dagsins 22. janúar sl. Fáliðuð og vanbúin sveit lögreglumanna varð nánast undir í hörðum átökum.  Lögreglumenn ákváðu þegar mótmælin hófust að vera mjúkir og tillitssamir við mótmælendur  Skilningur á stefnunni hjá lögreglumönnum en þykir þó sem lögregla hafi verið of lin LÖGREGLUMENNIRNIR höfðu all- ir sterka skoðun á framgöngu fjöl- miðla við mótmælin og á sam- skiptum lögreglu og fjölmiðla almennt. Þeim þótti flestum að að- ferðafræði fjölmiðla væri röng þar sem athygli þeirra beindist að mestu leyti að lögreglunni. Mörgum þótti fjölmiðlar ekki nægjanlega hlut- lausir og að þeir gerðu ekki nóg af því að sýna atburði frá sjónarhóli beggja aðila. Skoðanir voru þó skiptar og einn sagði að umfjöllunin væri bæði sann- gjörn og ósanngjörn. Hann kvaðst ósáttur við hvað fjölmiðlar hefðu bú- ið til mikinn æsing út þessu. Mikil áhrif beinna útsendinga Nokkrir töldu að fjölmiðlar hefðu átt stóran þátt í hvernig mál þróuð- ust og þá sér í lagi beinar útsend- ingar frá Austurvelli. Þegar ástand- ið hefði verið við að róast hefði fjölda manns drifið að til að taka þátt í stemningunni sem fjölmiðlar greindu frá. Mörgum þótti mikið vandamál hve illa fjölmiðlamenn væru merkt- ir. Einn sagðist hafa heyrt það frá mótmælendum að það væri þjóðráð að dulbúa sig sem fréttamann til að komast nær lögreglunni og inn á hennar athafnasvæði. Margir töluðu um þörfina á að lögreglan fengi fjöl- miðlafulltrúa. Gagnrýndu framgöngu fjölmiðla LÖGREGLUMENNIRNIR sem rætt var við sögðu það bara tímaspurs- mál hvenær lögreglumaður léti lífið við skyldustörf hér á landi. „Það er ekkert öðruvísi, það eru skotvopn í gangi hérna, við tökum mjög mikið af skotvopnum og fólk hótar með þeim,“ sagði einn þeirra. Of litlar áherslur væru lagðar á forvarnir innan lögreglunnar. Menn fengju ekki öryggisfatnað, t.d. hnífavesti, skotvesti og slíkur búnaður sé sjaldan í bílunum. Fram kemur í ritgerðinni að í mótmæl- unum höfðu lögreglumenn t.d. ekki öryggisskó en eins og kunnugt er var þungum hnullungum og hellum ítrekað kastað að þeim. Kemur að því að lögreglu- maður láti lífið Morgunblaðið/Júlíus Ógn Fólk hótar að beita skotvopn- um, segir einn lögreglumaðurinn. Lögreglumenn í óeirðasveit ’Það var tekin ákvörðun hjá yf-irstjórninni að við ætluðum aðvera mjúkir sko, að við ætluðum aðvera mjúkir og tillitssamir. Svo erannað sem skiptir máli líka að þetta gerðist með litlum fyrirvara og þá vorum við oft fámennir og þá þurft- um við að sjá fram á að geta klárað það sem við vorum komnir út í líka. AÐGERÐASTJÓRNANDI HJÁ LÖGREGLU ’ ... Það var í rauninni betra aðleyfa fólki að grýta alþingishúsiðmeð eggjum og öðru heldur en aðfara út í handtökur sem sæi ekki al-veg fyrir endann á, það var skárri kostur að láta hreinsa húsið á eftir. AÐGERÐASTJÓRNANDI HJÁ LÖGREGLU ’ En náttúrlega voru allir rosalegahræddir um hvað væri í gangi,bara þjóðin og náttúrlega ég líka, égmeina: ég er með mín erlendu lán ogauðvitað stóð manni ekkert á sama. „EÍRÍKUR“ ’… nokkrir í hópnum … reynduað ögra lögreglunni talsvert,vildu spila inn á það að lögreglanmyndi láta til skarar skríða og berjaþá. „HELGI“ ’Menn nota ekki kylfu nemaþeim sé sagt að nota kylfu og efeinhverjir eru kannski að fara aðhlaupa útundan sér er tekið í öxlina áþeim … þannig að við höfum mjög mikið taumhald hver á öðrum. AÐGERÐASTJÓRNANDI HJÁ LÖGREGLU ’Ástandið í miðbænum um helg-ar er smækkuð mynd af því semgerðist í mótmælunum … Munurinner hins vegar kannski sá að um helg-ar losnar þú við … að vera grýttur. En „taktíkin“ er alltaf sú sama, þú ert með fullt af fólki fyrir framan þig en um helgar ertu minna varinn og við erum fáir niðri í miðbæ í einu, við er- um kannski tveir og upp í átta í einu með kannski 200 manns á okkur. „ÞÓRÐUR“ ’Fyrstu árin sem ég var í löggunniþá bara lagði fólk ekki hendur áokkur og reifst ekki við okkur ennúna bara hjólar fólk í okkur, rífurkjaft við okkur og lemur okkur þess vegna.“ Hann sagði það almenna kenningu meðal eldri lögreglumanna að hægt væri að rekja aukið virðingarleysi til breytinga á búningnum upp úr 1995. „SÆMUNDUR“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.