Morgunblaðið - 11.06.2009, Side 14

Morgunblaðið - 11.06.2009, Side 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2009 Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerna@mbl.is HJÚKRUNARHEIMILIÐ Fells- endi í Dölum hóf nú í vor, fyrst ís- lenskra hjúkrunarheimila, eigin grænmetisræktun. Ætlunin er að virkja bæði heimilisfólk og starfs- fólk. Gróðurreitir og fiskikör „Það er kominn stór garður og við settum í hann kartöflur og blað- grænmeti,“ segir Anna Margrét Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri Fellsenda. „Við eigum síðan eftir að skipta honum upp. Svo ætlum við að gróðursetja í fiskikör fyrir þá sem ekki geta beygt sig,“ segir Anna. Mikill áhugi hefur verið á verkefninu á heimilinu og áætlar hún að um fjórðungur heimilismanna eigi eftir að taka í því virkan þátt, en þar búa 26 manns. Fyrsta verkefnið hérlendis „Að því er ég best veit er svona ræktunarverkefni einstakt hérlendis þótt það sé orðið mjög vinsælt til dæmis í Svíþjóð,“ segir Anna. Verið er að íhuga dýrahald og eru íslensk- ar hænur á óskalistanum sem og gæludýr. „Við erum með mikla kattakonu hérna sem væri mjög til í að taka að sér kött.“ Á Fellsenda er mikil áhersla lögð á að hlutirnir séu vistvænir. „Við erum úti í sveit og í miklum tengslum við náttúruna. Allt í kring eru kindur, lömb, kýr og kálf- ar og við förum mikið út,“ segir Anna. Tengsl við héraðið Á heimilinu er talið mikilvægt að tengjast menningu héraðsins, en heimilisfólkið kemur alls staðar að af landinu. „Það er því mikilvægt að fólk finni hér rætur og fái þá tilfinn- ingu að það eigi heima hér.“ Í því skyni hefur verið bryddað upp á ýmsu, svo sem kórtónleikum, versl- unarferðum í Búðardal og kaffi- húsadögum. Anna segir að allt starfsfólkið taki þátt í uppbygging- arstarfinu sem byggist á húm- anískum hugsunarhætti og hospice- meðferð. Manneskjan sem ein- staklingur sé í fyrirrúmi og sjálfræði hvers og eins sé virt. Hjúkrunarheimili með eigin grænmetisgarð Grænmetisrækt Kartöflur og grænmeti sett niður á Fellsenda í vor.  Fyrsta íslenska hjúkrunarheimilið með eigin ræktun  Vistvæn hugsun í fyrirrúmi  Dýrahald íhugað Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is „ÞETTA er gagnrýni sem við verð- um að taka alvarlega,“ segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra um ummæli Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksóknara, í Kastljósinu í gær- kvöld. Þar sagði hún m.a. að hún vildi ekki leggja nafn sitt við rann- sóknina yrði umgjörð hennar ekki bætt, og gefa fólki þannig falskar hugmyndir um að hún væri í lagi. Joly gagnrýndi harðlega að Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari sæti enn en hann væri vanhæfur þar sem son- ur hans er annar tveggja forstjóra Exista. Í gær tilkynnti Ragna um að Valtýr hefði sjálfur ákveðið fyrir nokkru að víkja sæti í öllum málum er varðar bankahrunið vegna þessa og að hún hygðist skipa Björn Bergsson í hans stað í þeim málum. Joly sagði hins vegar í þættinum í gær að hún teldi ekki nægjanlegt að Valtýr viki að hluta. „Ríkissaksókn- ari er æðsti handhafi ákæruvaldsins og hann ákveður hvort hann er van- hæfur eða ekki. Það er ekki ég sem get ákveðið það,“ segir Ragna um þetta. Spurð hvort Valtýr hafi verið beðinn um að víkja að fullu segist hún þurfa að skoða málið betur. Fimm sinnum stærra en Elf málið Í þættinum lýsti Joly rannsókn- inni sem mikilvægustu rannsókn allra tíma í Evrópu. Hún væri fimm sinnum mikilvægari en rannsóknin sem hún stýrði á Elf málinu svokall- aða, einu stærsta spillingarmáli í Evrópu á síðari tímum. Engar líkur væru þó á að árangur næðist ef um- fang embættis sérstaks saksóknara væri ekki stækkað. „Þá munum við enda uppi með einhver leyst mál en það er mikilvægt að ná heildar- myndinni.“ Fjölga þyrfti lögfræðingum úr fimm í tíu auk þess sem þörf væri á að fá endurskoðendur til starfa fyrir embættið. Hún vill að skipaðir verði þrír sjálfstæðir saksóknarar til að rannsaka þau mál sem tengjast hverjum banka fyrir sig. Joly sagðist hafa áætlað að þrjár milljónir evra þyrfti árlega til rann- sóknarinnar en embættið hefði ein- ungis fengið þriðjung þeirrar upp- hæðar. Yrði ekki úr því bætt væru litlar líkur á að með rannsókninni fengist heildarmyndin upp á borðið. „Það gengur ekki. Auðvitað verð- ur rannsóknin að vera með fullnægj- andi hætti,“ segir Ragna og að málið þurfi að taka upp í ríkisstjórn. „Ég tel að undir núverandi aðstæðum í ríkisfjármálunum sé erfitt að fara fram með slíkar bónir, en auðvitað fagna ég því ef ríkisstjórnin tekur slíka ákvörðun.“ Auki líkur á að ná földu fé Hún tekur undir að rannsóknin þurfi að hafa forgang. „Við getum ekki frestað henni og það er auðvitað algjört forgangsatriði að hún sé með fullnægjandi hætti og gott betur.“ Ragna bætir því við að Joly bendi á ákveðna þætti sem þurfi að laga. „Ég hef fulla trú á að það verði hægt. Mín afstaða er sú að vanda- málin eru til að leysa þau.“ Loks lagði Joly áherslu á að með því að setja meiri kraft í rannsókn- ina ykjust líkur á því að hafa hendur á fjármunum sem hefðu verið faldir, stolið eða komið undan með öðrum hætti. Þannig myndi rannsóknin skila aftur þeim kostnaði sem við hana yrði, og meira til. Stærsta mál Evrópu  Getum ekki frestað rannsókninni, segir dómsmálaráðherra  Ríkissaksóknari þarf sjálfur að ákveða hvort hann víkur Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is NÁTTÚRUSTOFA Suðurlands tel- ur að rétt sé að banna lundaveiðar í Vestmannaeyjum þar sem veið- arnar geti ekki orðið sjálfbærar vegna bágrar stöðu stofnsins. Hann hefur dregist saman um 25% síðast- liðin fjögur ár og veiðistofninn, 2-4 ára fuglar, er nánast horfinn vegna lélegrar nýliðunar. Er þetta talið vera vegna ætis- skorts, en sandsíli, sem er aðalfæða lundans, hefur átt erfitt uppdráttar við Eyjar undanfarin ár. Miðað við tölur bjargveiðifélaga í Eyjum sem ná allt aftur til ársins 1944 hefur viðkomubrestur aldrei verið eins mikill og langvinnur. Þetta kemur fram í bréfi Nátt- úrustofu til Vestmannaeyjabæjar. Í því segir einnig að lundaveiðar í Eyjum séu ekki sjálfbærar eins og málum sé nú háttað. Er veiðum við núverandi aðstæður líkt við rán- yrkju og lagt til að þær verði bann- aðar frá og með þessu ári. Einnig er mælst til að veiðar verði ekki teknar upp aftur fyrr en „eftir að tveir árgangar yfir meðallagi að stærð hafi náð tveggja og þriggja [ára] aldri og að veiðin verði þá háð takmörkunum“. Reiknar síður með banni Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ, segir að ekki hafi verið ákveðið hvernig brugðist verði við bágri stöðu lundastofns- ins. Þó segir hann ljóst að nú stefni í enn frekari hömlur á veiðunum, en undanfarin sumur hefur veiðin verið miklum takmörkuðum háð. „Lundaveiði í Vestmannaeyjum er í rauninni ekki á veiðiforsendum, hún er á menningarlegum for- sendum, [...] það er enginn sem lifir á þessu og þetta er ekki spurning um tekjur af veiðinni,“ segir Elliði. Segir hann að reynt verði að sætta hina vestmanneysku hefð og sjón- armið um vernd lundastofnsins. Hann reiknar ekki með að veiðum verði hætt eins og Náttúrustofa Suðurlands telur rétt. Lundinn verði þó að fá að njóta alls vafa. Hræðist algert veiðibann „Það þarf enginn að segja okkur hér í Vestmannaeyjum að ástandið sé ekki eins og það á að vera,“ segir Magnús Bragason lundaverkandi í Eyjum. „Þess vegna fórum við út í það sjálfir, veiðimennirnir, að draga verulega úr veiðum í fyrra.“ Magnús telur vel koma til greina að veiðimenn í Eyjum taki sig sam- an, sýni ábyrgð og dragi enn frekar úr veiðunum eða hætti þeim alveg um tíma. Honum hugnast ekki al- gert veiðibann að ofan og segist ótt- ast að erfitt væri að fá því aflétt þegar lundinn hefði náð sér á strik. Byggir hann það á því að friðun lundans hafi verið orðið mönnum tilfinningalegt baráttumál áður en vísindalegar rannsóknir á stofn- inum hófust. Mælt með algeru lundaveiðibanni í Vestmannaeyjum Stofninn hefur dregist saman um 25% Morgunblaðið/Ómar Lundinn Veiðin er hluti ríkrar menningarhefðar Eyjamanna. Í HNOTSKURN » Í Vestmannaeyjum erstærsta einstaka varpstöð lunda í heiminum. » Lundastofninn í Eyjumuppfyllir skilyrði veru á válista Alþjóðanáttúruvernd- arsamtakanna undir skilgrein- ingunni „í yfirvofandi hættu“. » Lundaholufjöldi í Vest-mannaeyjum er 1.136.000 ±253.000. » Hlutfall varphola í ábúð2008 var 62%, en sam- kvæmt því er varpstofninn 704.000 ±127.000 lundapör. Í ljósi slæmrar stöðu og ískyggi- legrar þróunar lundastofns Vest- mannaeyja vill Náttúrustofa Suð- urnesja banna lundaveiðar í Eyjum. Bæjarstjóri telur hæpið að veiðum verði með öllu hætt. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir sjálf- sagt að skoða hvort auka þarf útgjöld vegna rann- sóknar sérstaks saksóknara eins og Eva Joly fer fram á. „Ég vona að við njótum hennar krafta áfram. Það var mjög mikilvægt að fá hana og það hefur þegar skilað sínu,“ segir Steingrímur. „Við tókum í vetur ákvörðun um að stórefla rannsóknirnar, meðal annars á grund- velli tillagna hennar, en ef það er mat hennar og ann- arra núna að það þurfi að gera betur, þá bara skoðum við það,“ segir hann. „Þó það sé hart í ári þá finnst mér að þetta megi ekki stranda á fjárskorti,“ bætir hann við. „Ég er því alveg tilbúinn að skoða þetta þó ég sé nú ekki mikið á þeim buxum í fjár- málaráðuneytinu þessa dagana að skrifa upp á aukin útgjöld. En í þessu til- viki finnst mér það gegna alveg sérstöku máli. Þegar upp er staðið er þetta ekki bara spurning um peninga, þó það megi í sjálfu sér réttlæta það þann- ig að kannski mun rannsóknin skila fjármunum ef hún leiðir til þess að það endurheimtast fjármunir. En þetta er líka spurning um réttlæti. Ég held að við hljótum að hafa efni á réttlætinu og ef þarf meira til þá verður það skoðað,“ segir fjármálaráðherra. Við hljótum að hafa efni á réttlætinu Steingrímur J. Sigfússon Morgunblaðið/Ómar Íhugar að hætta Eva Joly segir litlar líkur á að rannsóknin á bankahruninu beri árangur verði hún ekki efld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.