Morgunblaðið - 11.06.2009, Page 17
Fréttir 17INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2009
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
ÓMAR Stefánsson, oddviti framsóknarmanna,
kveðst hafa gert sjálfstæðismönnum grein fyr-
ir hver næstu skref eigi að vera vegna skýrslu
Deloitte um viðskipti Kópavogsbæjar við
Frjálsa miðlun. Hann mun gera fulltrúaráði
Framsóknarflokksins grein fyrir stöðunni á
fundi í kvöld. Ómar sagðist í samtali við Morg-
unblaðið ekki vilja ræða um það sem fór hon-
um og sjálfstæðismönnum á milli í fjölmiðlum,
fyrst vildi hann ræða stöðuna við fulltrúaráðið.
Fundurinn í fullltrúaráðinu hefst klukkan
20. Ungir framsóknarmenn í Kópavogi sendu í
gær frá sér yfirlýsingu um að ekki væri leng-
ur grundvöllur eða traust til að starfa með
forystu sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Kópa-
vogs. Í ályktun frá stjórn Ungra framsókn-
armanna í Kópavogi segir, að augljós hags-
munatengd viðskipti bæjarins við Frjálsa
miðlun séu líklega gróft brot á stjórn-
sýslulögum eða í það minnsta frávik frá eðli-
legum viðskiptaháttum og auk þess siðlaus
með öllu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, neitaði að tjá sig um málið
fyrr en bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks hefðu lokið sínum fund-
arhöldum.
„Tilfallandi hér og þar“
Í skýrslu Deloitte eru m.a. gerðar athuga-
semdir við að reikningar frá Frjálsri miðlun
fyrir ýmis konar útgáfustörf séu færðir á
ranga bókhaldslykla, m.a. eru 2,8 milljónir
færðar á lykilinn „Styrkir vegna menningar-
mála“ og 1,8 milljónir á lykilinn „Aðrir styrkir
og framlög“. Alls séu 17 reikningar bókaðir
með þessum hætti og er í skýrslunni útilokað
að um tilfallandi mistök sé að ræða. Þessar
misfærslur komu ekki í ljós við innri endur-
skoðun bæjarins en hún er í höndum stjórn-
sýslu- og fjármálasviðs Kópavogsbæjar. Ing-
ólfur Arnarson, fjármála- og hagsýslustjóri,
benti á að þessir reikningar hefðu borist á um
sex ára tímabili. Á hverju ári væru um 70.000
reikningar afgreiddir, auk þeirra sem af-
greiddir eru með rafrænum hætti. „Það er
óhjákvæmilegt að eitthvað gerist sem þarf að
leiðrétta,“ sagði hann. „Þetta er tilfallandi hér
og þar. Bæði hjá okkur og hjá öðrum getur
mönnum sést yfir einstaka færslur.“
Í skýrslu Deloitte um málið er m.a. gagn-
rýnt að ekki hafi verið gerðir skriflegir verk-
samningar eða verðkannanir vegna verka sem
FM vann fyrir Kópavogsbæ. Að sögn tveggja
sviðsstjóra eru verkefni af þessu tagi of smá
til að það borgi sig að halda útboð. Á hinn
bóginn séu alloft gerðar verðkannanir.
Næstu skref rædd á fulltrúaráðsfundi
Sviðsstjóri hjá Kópavogsbæ bendir á að um 70.000 reikningar séu samþykktir á hverju ári
Gunnar Birgisson Ómar Stefánsson
39 MILLJÓNIR
Á SEX ÁRUM
»Í skýrslunni kemurfram að lausleg skoðun
gefi til kynna að Kópa-
vogsbær hafi verið stærsti
viðskiptaaðili Frjálsrar
verslunar. Fyrirfram
áprentuð númer á reikn-
ingum félagsins gefi til
kynna að á umræddu tíma-
bili, 2003-2008, hafi félagið
notað í allt 294 reiknings-
eyðublöð, þar af séu 185
gjaldfærð í bókhaldi Kópa-
vogsbæjar. Þá eigi eftir að
taka tillit til eyðablaða sem
hafa verið ógilt á einhvern
hátt. Alls námu viðskiptin
rúmum 39 milljónum
króna á sex ára tímabili.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
„NIÐURSTAÐA forsætisnefndar á
fundi í dag [8. júní innsk. blm.] var
að í ljósi eðlis og sjálfstæðis rann-
sóknarnefndarinnar sé það ekki
hlutverk forsætisnefndar Alþingis
að meta hæfi nefndarmanna í rann-
sóknarnefndinni og sendir því málið
á ný til nefndarinnar.“
Svona svaraði forsætisnefnd Al-
þingis erindi rannsóknarnefndar Al-
þingis um bankahrunið vegna kröfu
Jónasar Fr. Jónssonar, fyrrverandi
forstjóra Fjármálaeftirlitsins
(FME), um að dr. Sigríður Bene-
diktsdóttir víki úr rannsókn-
arnefndinni. Rannsóknarnefndin og
forsætisnefndin eru ekki sammála
um hvor nefndin eigi að taka
ákvörðun um hvort Sigríður eigi að
víkja. Páll Hreinsson, formaður
nefndarinnar, segir stjórnsýslulög
segja til um að sá sem skipi í rann-
sóknarnefndina, sem er Alþingi, eigi
að taka ákvörðun um slíkt, en for-
sætisnefndin vill að rannsókn-
arnefndin geri það sjálf. Í byrjun
mánaðarins sendi forsætisnefnd er-
indi þess efnis aftur til rannsókn-
arnefndarinnar. Boltanum hefur því
verið kastað aftur til rann-
sóknarnefndinnar, og málið bíður
umfjöllunar þar öðru sinni.
Viðtal við skólablað
Krafa Jónasar byggist á orðum
sem Sigríður lét falla í viðtali við
skólablað Yale-háskólans 31. mars.
Þar sagði Sigríður: „Mér finnst sem
þetta [hrunið innsk. blm.] sé niður-
staðan af öfgakenndri græðgi
margra sem hlut eiga að máli og
tómlátu andvaraleysi þeirra stofn-
ana sem hafa áttu eftirlit með fjár-
málakerfinu og sjá áttu um fjár-
málalegan stöðugleika í landinu.“
Jónas telur með þessu að Sigríður
hafi gert sig vanhæfa til þess að
fjalla um málefni er varðaði störf
eftirlitsstofnana, þar á meðal FME.
Í greinargerð segist Sigríður engan
persónulegan hag hafa af því að
komast að einhverri ákveðinni nið-
urstöðu í skýrslunni sem rannsókn-
arnefndin vinnur að. „Því síður hef
ég hag af því, starfsframa míns
vegna, þar sem það eina sem skiptir
máli í fræðilegu rannsóknar-
umhverfi er að nýta fyrirliggjandi
gögn til að komast að hlutlægum
niðurstöðum.“
Í greinargerðinni segist Sigríður
ekki hafa lesið yfir það sem eftir
henni var haft í skólablaðinu áður en
það birtist. Sigríður segir margar
augljósar rangfærslur vera í því, en
hún hafi strax tekið afstöðu um að
rökræða ekki hvort það væri rétt
eftir henni haft, þar sem nemendur
hennar hefðu tekið viðtalið við hana.
Hún standi við það sem komi fram í
viðtalinu.
Byggð á lögfræðiáliti
Sú afstaða forsætisnefndar Al-
þingis, sem stýrt er af Ástu R. Jó-
hannesdóttur, forseta Alþingis, að
láta rannsóknarnefndina sjálfa um
að ákveða hvort Sigríður sé hæf til
þess að sitja í nefndinni byggist á
lögfræðiáliti Ragnhildar Helgadótt-
ur og Margrétar V. Kristjánsdóttur.
Í áliti þeirra segir: „Við erum þeirr-
ar skoðunar að ummæli Sigríðar séu
svo almenn að meiri vafi leiki á því
hvort þau valdi vanhæfi hennar á
grundvelli þessa lagaákvæðis held-
ur en minnisblaðið gefur til kynna.“
Er þar vitnað til minnisblaðs sem
Ásmundur Helgason, aðallögfræð-
ingur Alþingis, vann, en þar kemur
fram að forsendur fyrir því að Sig-
ríður sé vanhæf séu fyrir hendi.
Í samtali við Morgunblaðið í gær
sagði Ásta að hún teldi nauðsynlegt
að halda afskiptum Alþingis af starfi
nefndarinnar í algjöru lágmarki.
Hún þyrfti að vera sjálfstæð og
starfa án afskipta stjórnmálamanna.
Þess vegna væri mikilvægt að rann-
sóknarnefndin sjálf gæti tekið af-
stöðu til hæfis nefndarmanna.
Kasta boltanum á milli
Aðallögfræðingur Alþingis telur Sigríði Benediktsdóttur ekki hæfa til að sitja í
rannsóknarnefnd Forsætisnefnd Alþingis vill að rannsóknarnefndin meti hæfi
Morgunblaðið/Ómar
Rannsóknarnefndin Rannsóknarnefnd um bankahrunið tók til starfa í byrjun árs og mun skila skýrslu sinni 1. nóvember nk.
Deilt er um hvort Alþingi eigi að
meta hæfi nefndarmanna rann-
sóknarnefndar um bankahrunið.
Orð Sigríðar Benediktsdóttur í
skólablaði Yale-háskóla eru upp-
spretta deilna.
VEGNA styrkveitingar úr Velferð-
arsjóði barna lækkar gjaldið fyrir
vikunámskeið á vegum Íþrótta- og
tómstundasviðs Reykjavíkur, ÍTR,
úr 5.130 krónum í 2.130 krónur.
Ekki var búið að senda út reikninga
fyrir sumarið áður en styrkveit-
ingin barst, að sögn Soffíu Páls-
dóttur, skrifstofustjóra tómstunda-
mála hjá ÍTR.
Heilsdagsnámskeið á vegum
Íþrótta- og tómstundaráðs Kópa-
vogs, ÍTK, lækka úr 7.000 krónum í
3.500 krónur vegna styrkveitingar
úr Velferðarsjóði barna. Gjald fyrir
hálfsdagsnámskeið lækkar einnig
um helming. Þeir sem þegar hafa
greitt ÍTK fá endurgreitt. Senda á
skriflega beiðni um endurgreiðslu
en berist ekki slík beiðni verður
málinu fylgt eftir, að sögn Örnu
Margrétar Erlingsdóttur, verkefn-
isstjóra tómstundamála hjá ÍTK.
ingibjorg@mbl.is
Helmingslækk-
un sumarnám-
skeiðsgjalda
FUNDUR verður
í kjarnorkumála-
nefnd NATO á
ráðstefnu
varnar-
málaráðherra
aðildarríkjanna,
sem haldin er í
Brussel í dag og
á morgun.
Össur Skarp-
héðinsson utan-
ríkisráðherra fer ekki á fundinn, en
að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upp-
lýsingafulltrúa í utanríkis-
ráðuneytinu, mætir Þorsteinn Ing-
ólfsson, fastafulltrúi Íslands hjá
NATO, á fundinn í hans stað.
Samkvæmt dagskrá á fundurinn
að standa í um klukkustund og er
þar ekki gert ráð fyrir að fulltrúar
annarra ríkja en kjarnorkuvelda
taki til máls.
Er því ekki búist við að vænt-
anleg friðlýsing Íslands fyrir kjarn-
orkuvopnum verði rædd þar. Frið-
lýsingin er á stefnuskrá ríkis-
stjórnarinnar, en vafamál er
hvernig hún samræmist stefnu
NATO í málefnum kjarnorkuvopna.
Ekki hefur verið vikið frá því á
vettvangi kjarnorkumálanefnd-
arinnar að vopnin þjóni þeim til-
gangi að viðhalda friði og koma í
veg fyrir valdbeitingu og hvers
kyns hernað. Ekki náðist tal af ut-
anríkisráðherra við vinnslu fréttar-
innar.
onundur@mbl.is
Friðlýsing Íslands
ekki rædd á kjarna-
vopnafundi NATO
Þorsteinn
Ingólfsson
Hvað rannsakar rannsókn-
arnefndin?
Rannsóknarnefndinni um banka-
hrunið er að ætlað að draga upp
heildstæða mynd af því, hvað leiddi
til þess að bankakerfið í landinu
hrundi í byrjun október í fyrra. Hún
mun skila skýrslu um málið af sér 1.
nóvember á þessu ári. Nefndin hefur
víðtækar heimildir til þess að fá er-
lenda og innlenda sérfræðinga til
þess að skoða einstaka þætti rann-
sóknarinnar.
Hver er menntun þeirra sem sitja
í nefndinni?
Í rannsóknarnefndinni um banka-
hrunið eru þrír fulltrúar, Tryggvi
Gunnarsson, Páll Hreinsson og Sig-
ríður Benediktsdóttir. Tryggvi og Páll
eru lögfræðingar að mennt. Sigríður
er með doktorspróf í hagfræði frá
Yale-háskóla, en hefur auk þess BS-
próf í tölvunarfræði.
Þau skipta með sér verkum eftir
ákveðnum sviðum. Páll er formaður
nefndarinnar.
S&S