Morgunblaðið - 11.06.2009, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2009
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
A
ðeins er rúmur áratugur frá
því að Borgartúnið var
heimavöllur trukkabílstjóra,
iðnaðarmanna, bifvélavirkja
og dekkjaviðgerðarmanna.
Smám saman hurfu bygg-
ingar eins og Vöruflutn-
ingamiðstöðin, Sögin, Sindri
og Bílanaust en í staðinn komu Höfðatorg og
Höfðaborg og aðrar háreistar nýbyggingar
sem hýsa fjármálafyrirtæki, lögfræðistofur,
opinberar stofnanir og ráðgjafarfyrirtæki.
Þar er vinnuklæðnaðurinn jakkaföt og stíf-
pressuð skyrta en ekki olíublautir vinnugall-
ar.
Samhliða hafa sprottið upp fyrirtæki sem
þrífast á viðskiptum við jakkafatafólkið –
veitingahúsum hefur fjölgað ört í götunni á
allra síðustu misserum, þarna er að finna
snyrti- og hárgreiðslustofur, fatahreinsun og
bílþvottastöð svo eitthvað sé nefnt. Fast-
eignafélög og byggingafyrirtæki sátu um lóð-
ir við götuna þar sem reisa mætti enn fleiri
nýbyggingar í miðri hringiðu góðærisins.
Ekkert virtist sparað við byggingu og inn-
réttingar þessara húsa – menn hvískruðu sín
á milli um flatskjái sem hurfu ofan í gólf þeg-
ar enginn var að horfa og tilkomumikla inn-
anhússfossa. Síðasti minnisvarðinn, og ótví-
rætt sá hæsti, 19 hæða turninn á
Höfðatorginu við Borgartún 12-14, var í
miðri uppsteypu þegar allt breyttist.
Og hvað gerist svo þegar grunnurinn fyrir
starfsemina í götunni, fjármálakerfið, hrynur
eins og það leggur sig í einni svipan? Hvern-
ig er umhorfs þar sem miðja skjálftans var,
ef marka má fiðrildakenningu spekinganna?
Berjast við að lifa af
Segja má að nýbyggingaraldan í Borg-
artúninu hafi byrjað fyrir áratug, þegar haf-
ist var handa við byggingu Höfðaborgar,
8000 fermetra stórhýsis við Borgartún 21, á
lóðinni þar sem Vöruflutningamiðstöðin og
Sendibílastöðin höfðu áður verið. Á svipuðum
tíma reis hús Nýherja austar í götunni eða
við Borgartún 37 og í framhaldinu spruttu
nýbyggingarnar upp ein af annarri við Borg-
artún 17-19, 23, 25, 26, 27, 30A og B, 35, 39
og loks Höfðatorgið og turninn við Borgartún
12-14. Því fer þó fjarri að þessar byggingar
standi auðar, þótt vissulega hafi umsvifin í
þeim minnkað nokkuð frá því fyrir hrun. Þótt
engin starfsemi sé í Höfðatorgsturninum enn
eru einhver fyrirtæki væntanleg þangað í
haust og ýmis svið og stofnanir borgarinnar
nýflutt í Höfðatorgið sjálft. Þá eru hlutar
Borgartúns 26 auðir og sjá má skilti með
áletruninni „Til leigu“ víðar í götunni.
Þar með er sagan þó ekki öll sögð því ljóst
er að starfsemi í mörgum öðrum byggingum
er ekki nema hluti þess sem var þegar góð-
ærið reis sem hæst. Þannig reisti Kaupþing
sínar aðalstöðvar í Borgartúni 17-19 og menn
þekkja þá fækkun starfsmanna sem þar varð
við bankahrunið í haust. Spron var með útibú
í götunni en eftir stutta lokun þess í kjölfar
falls bankans í apríl hefur MP banki opnað
þar útibú á sama stað. Þá er fjárfesting-
arbankinn Straumur Burðarás, sem hefur
verið til húsa í Borgartúni 25 (niðri við Sæ-
braut), í greiðslustöðvun. Eignarhaldsfélagið
Gnúpur, sem áður var meðal stærstu eigenda
í FL Group og hugðist hafa aðsetur sitt í
Borgartúni 26, er gjaldþrota og flutti aldrei
inn í húsið.
Sviptivindar hafa blásið um starfsemi fleiri
fyrirtækja í götunni. VBS fjárfestingarbanki,
sem einnig er til húsa í Borgartúni 26, fékk í
mars síðastliðnum aðstoð frá ríkissjóði í
formi 26 milljarða króna láns, trygginga-
félagið Vörður, sem er til húsa að Borgartúni
25, starfar á undanþágu frá Fjármálaeftirlit-
inu og óljóst er hvað verður um eignarhald
Icelandic Group, sem áður var Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna. Fyrirtækið er í eigu
Grettis, fjárfestingarfélags Björgólfs Guð-
mundssonar, sem rambar á barmi gjaldþrots,
að eigin sögn. Þá má ekki gleyma Byr spari-
sjóði, sem er með höfuðstöðvar sínar í Borg-
artúni 18 og glímir einnig við mikla erf-
iðleika.
Ýmis fyrirtæki tengd bygginga- og verk-
takastarfsemi eru einnig til húsa í Borg-
artúninu en horfur í þeim atvinnuvegi eru
síður en svo bjartar. Í Borgartúni 31 eru höf-
uðstöðvar Byggingafélags Gylfa og Gunnars
sem í haust sagði upp nálega öllum sínum
starfsmönnum. Að sögn annars eigandans,
Gunnars Þorlákssonar, er ekkert útlit fyrir
að verkefnastaðan sé að glæðast en starfs-
mönnum fyrirtækisins hefur fækkað úr tæp-
lega 300 í 37. Eignarhaldsfélagið AV sem er
til húsa í Borgartúni 28, er eigandi annars
stórs verktakafyrirtækis, Íslenskra að-
alverktaka, en rekstur fyrirtækisins er í járn-
um, og er það nú í endurskipulagningarferli
hjá Kaupþingi.
Þar sem hallir
kaupahéðna risu
Fiðrildið sem hratt af stað
þeirri ógnarsveiflu sem nú ríð-
ur yfir hagkerfi heimsbyggð-
arinnar með vængjablaki sínu
átti heima á Íslandi, segja
sumir efnahagsvitringar í fjöl-
miðlum – og brosa út í annað.
Sé þetta rétt má kannski leiða
að því líkum að lögheimili þess
hafi verið í Borgartúninu, „Wall
Street Íslands“ eins og það
hefur verið kallað; götunni
sem breyttist á örskömmum
tíma úr sundurleitu
iðnaðarhverfi í glerglansandi
fjármálamiðstöð.
Borgartúnið