Morgunblaðið - 11.06.2009, Page 22

Morgunblaðið - 11.06.2009, Page 22
22 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2009 LYKILRÍKI í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna hafa náð samkomulagi um ályktun, sem felur í sér hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu. Er það svar ríkjanna við nýjum til- raunum N-Kóreustjórnar með kjarnorkuvopn og langdrægar eld- flaugar. Að samkomulaginu standa ríkin fimm, sem eiga fastafulltrúa í örygg- isráðinu, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland, og Japan og Suður-Kórea. 15 ríki eiga fulltrúa í öryggisráðinu og ætluðu þeir að ræða samkomulagsdrögin í gær en til stóð að greiða um þau at- kvæði á morgun, föstudag. Var talið víst, að þau yrðu samþykkt. Bandaríkjamenn og Japanir hafa beitt sér fyrir mjög hörðum refsiað- gerðum gegn N-Kóreu en Kínverjar og Rússar voru lengi tregir til. Bandaríkin útiloka að beita N- Kóreu hervaldi en stjórnvöld þar hóta kjarnorkustríði verði á landið ráðist. svs@mbl.is Sátt um aðgerðir gegn N-Kóreu Í HNOTSKURN » N-Kóreustjórn sprengdisína fyrstu kjarnasprengju í tilraunaskyni í október 2006 og síðan aftur í maí sl. » Ræður hún yfir flug-skeytum, sem draga 2.500 km, og er með önnur lang- drægari í smíðum. LEIGUBÍLAR eru af ýmsum stærðum og gerðum í Afg- anistan en þessi tegund, sem kölluð er „reksha“, er al- geng í borginni Kandahar. Eru þrjú hjól undir far- artækinu og trúlega ganga farþegarnir inn að aftan. Kandahar er í rúmlega 1.000 metra hæð yfir sjávarmáli og íbúarnir nokkuð á fjórða hundrað þúsund. Reuters Á ÞREMUR HJÓLUM Í HARKINU Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is RANNSÓKNIR í Bandaríkjunum benda til, að þar hafi dregið allnokk- uð úr vindstyrk síðustu 35 árin eða svo. Á það einkum við um austur- hlutann og Miðvesturríkin eða nokk- urn veginn landið fyrir austan Miss- issippi. Umhverfisverndarmenn binda miklar vonir við vindorkuna í baráttunni við gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar en talið er, að þær séu einmitt ástæðan fyrir minni vindstyrk. Eugene Takle, prófessor í lofts- lagsfræðum við ríkisháskólann í Iowa, segir, að sums staðar í Mið- vesturríkjunum hafi vindstyrkurinn minnkað til jafnaðar um 10% á ein- um áratug og Sara Pryor, sem stýrði rannsókninni, segir, að þar hafi logn- værum dögum og hægviðrisdögum fjölgað mikið. Pryor segir, að mælistöðvar um- hverfis Vötnin miklu hafi sýnt mestu breytingarnar og segir hún, að hugs- anlega hafi það áhrif, að ísmyndun á vötnunum er miklu minni en áður var en vindurinn nær sér meira upp yfir ís en vatni. Minni blástur í Evrópu og Ástralíu Rannsóknaskýrslan verður birt í ágúst en höfundar hennar segja, að vissulega sé mörgum spurningum enn ósvarað. Hún vekur hins vegar athygli á þessum hugsanlegu afleið- ingum loftslagsbreytinganna en þeim hefur lítill gaumur verið gefinn. Pryor segir, að það hafi raunar komið fram við athuganir í Evrópu og Ástralíu, að þar hafi dregið úr vindstyrk en ekki hafi verið mikið gert með það. Þær mælingar auki samt líkur á, að bandarísku niður- stöðurnar séu réttar. Tackle segir, að minni vindstyrkur sé rökrétt afleiðing hlýnunar. Hún sé mest við heimskautin og þegar munurinn milli kaldra og heitra loft- massa minnki, dragi einnig úr vindi. Er vindurinn að lognast út af?  Loftslagsbreytingum er kennt um að dregið hefur úr vindstyrk víða um heim Not Lítil not verða fyrir vindmyllur ef framtíðin verður eilíft koppalogn. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is TVÍSÝNT er um úrslit forsetakosn- inga sem fram fara í Íran á morgun og baráttan stendur á milli Mahm- ouds Ahmadinejads forseta og Mirs Hosseins Mousavis, fyrrverandi for- sætisráðherra landsins. Barátta þeirra einkenndist af rógburði og óvenju-heiftúðugum rimmum, meðal annars í sjónvarpskappræðum. Auk þeirra tveggja fengu tvö önn- ur forsetaefni að bjóða sig fram til forseta, þeir Mehdi Karoubi, fyrr- verandi forseti þingsins, og Mohsen Rezai, fyrrverandi yfirmaður Bylt- ingarvarðarins, úrvalssveita hersins. Karoubi er eini klerkurinn á meðal forsetaefnanna fjögurra og þykir hófsamur í pólitískum skoðunum. Rezai þykir aftur á móti íhalds- samur, eins og Ahmadinejad forseti. Kjörsóknin gæti ráðið úrslitum Karoubi og Rezai eru ekki taldir eiga mikla möguleika á sigri en sér- fræðingar í málefnum Írans spá mjög tvísýnni baráttu milli Mousavis og Ahmadinejads forseta. Mousavi var forsætisráðherra þegar Íran háði stríð við Írak 1980-88 og hann þótti þá standa sig vel í efnahags- málum. Hann lýsir sér sem „um- bótasinna“ og segist hafa ákveðið að bjóða sig fram gegn Ahmadinejad til að afstýra því að hann steypti land- inu í glötun með efnahagslegri óstjórn. Í kosningabaráttunni hamr- aði Mousavi á því að Ahmadinejad hefði leitt efnahagslegar þrengingar yfir þjóðina þrátt fyrir miklar olíu- og gaslindir landsins. Ahmadinejad bar sigurorð af klerkinum Akbar Hashemi Rafsanj- ani í forsetakosningum fyrir fjórum árum. Ahmadinejad var þá til- tölulega lítt þekktur og sigur hans kom mörgum á óvart. Umbótasinnaður klerkur, Mo- hammad Khatami, hafði þá gegnt forsetaembættinu í átta ár. Khatami hafði ekki tekist að koma á miklum umbótum, enda eru völd forsetans takmörkuð. Ali Khamenei erkiklerk- ur er æðsti embættismaður landsins. Khatami og fleiri umbótasinnar styðja Mousavi. Andstæðingar Ah- madinejads hafa hvatt Írana til að flykkjast á kjörstaði þar sem þeir telja að mikil kjörsókn auki líkurnar á því að forsetinn bíði ósigur. Mousavi hefur ekki vakið jafn- mikla hrifningu og Khatami árið 1997 en talið er að margir vilji kjósa hann af ótta við að Ahmadinejad nái endurkjöri. STJÓRNKERFIÐ Í ÍRAN Íranar ganga að kjörborði á morgun, föstudag, til að kjósa tíunda forseta Írans frá íslömsku byltingunni 1979 Verndararáðið lagði blessun sína yfir fjögur forsetaefni Sérfræðingaráð Kosnir til fjögurra ára 88 klerkar Þing Til fjögurra ára 290 fulltrúar Afgreiðsluráðið 51 fulltrúi Ríkisstjórn 22 ráðherrar Lög Kjósendur Ali Khamenei erkiklerkur Æðsti leiðtoginn þjóðhöfðingi ævikjörinn Mahmoud Ahmadinejad Forseti Til fjögurra ára (hámark tvö kjörtímabil) Verndararáðið 12 fulltrúar 6 klerkar 6 lögfræðingar Yfirmaður dómstóla Æðsta þjóðar- öryggisráðið Yfirmaður ríkis- útvarps og sjónvarps Her Írans kjósa setur túlkar, hefur neitunarvald skipar skipar stjórnar skipar klerka samþykkir frambjóðendur staðfestir skipar skipar sam þykkir sam þykkir mælir með lögfræðingum sker úr um ágreiningsmál þegar verndararáðið hafnar lögum sem þingið samþykkir kjósa kjósa Forsetaefnin þurfa að vera af írönskum ættum og íranskir ríkisborgarar Þurfa að teljast til virtra og valinkunnra stjórnmálamanna eða klerka Þurfa að vera með flekklausa fortíð í trúmálum og hollustu við íslamska lýðveldið Ráðið hafnaði 475 öðrum sem buðu sig fram til forsetaembættisins, m.a. 42 konum Mir Hossein MousaviMehdi KaroubiMahmoud Ahmadinejad Mohsen Rezaie Talinn sterkasti keppinautur Ahmadinejads forseta Var forsætisráðherra er Íran háði stríð við Írak 1980-88 Embættið var lagt niður 1989 og eftir það hefur Mousavi ekki verið í pólitískri forystusveit Írans Boðar utanríkisstefnu sem gæti stuðlað að sáttum við Vesturlönd Þykir hófsamur klerkur og hefur gagnrýnt Ahmadinejad hart Hefur áréttað loforð um að allir Íranar yfir 18 ára aldri fái hluta af olíutekjum landsins Vill bæta tengslin við Bandaríkin Tók þátt í íslömsku byltingunni, gekk til liðs við umbótasinna á árunum 1997 til 2005 Sigraði í forsetakosningunum árið 2005 Fyrsti forsetinn í rúm 25 ár sem kemur ekki úr röðum klerka Var í Byltingarverðinum, úrvalssveitum hersins. Harðorðar yfirlýsingar hans um Ísrael og kjarnorkuáætlun Írans hafa vakið ugg á Vesturlöndum Stjórnaði Byltingarverðinum í stríðinu við Írak á árunum 1980-88 Er nú ritari Afgreiðsluráðsins Gæti fengið atkvæði margra íhaldssamra kjósenda sem eru óánægðir með Ahmadinejad, þannig að atkvæði þess kjósendahóps dreifðust Stefnir í mjög tvísýnar forseta- kosningar í Íran Óhróður og heift einkenndu baráttuna Í HNOTSKURN » Kosið verður aftur millitveggja efstu forsetaefn- anna 19. júní ef enginn fær meirihluta atkvæða í kosning- unum á morgun. » Bíði Ahmadinejad ósigurverður það í fyrsta skipti sem sitjandi forseta tekst ekki að ná endurkjöri. » Um 46,2 milljónir mannaeru á kjörskrá og um helmingur þeirra fæddist eftir íslömsku byltinguna árið 1979.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.