Morgunblaðið - 11.06.2009, Síða 25
Daglegt líf 25ÚR BÆJARLÍFINU
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2009
Oft birtast skemmtilegar sendingar
í pósthólfi tölvunnar minnar. Mér
finnst t.d. alltaf jafn gaman að ljúka
lestri orðsendinga frá einum kenn-
ara VMA: „Bara átta kveðjur. Guð-
jón Ólafsson forfallinn framhalds-
skólakennari.“
Hermann Jón Tómasson tók við
starfi bæjarstjóra á þriðjudaginn af
Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, eins og
fram kom í blaðinu í gær. Nokkur
fjöldi fólks mætti til að fylgjast með
fundinum. Yngsti áhorfandinn var
aðeins fjögurra mánaða; Dagbjört
Bára Hallgrímsdóttir, dótturdóttir
Hermanns Jóns.
Nýi bæjarstjórinn fæddist árið 1959
og ólst upp á Dalvík, eins og sá næst
síðasti. Hann varð stúdent frá MA
og stundaði síðan nám við Háskóla
Íslands og í Texas Tech University.
Hermann er kvæntur Báru Björns-
dóttur leikskólakennara og eiga þau
þrjú börn; Tómas er fæddur 1981,
Harpa 1988 – móðir Dagbjartar
Báru, sem nefnd var hér að framan –
og Bjarki 1996.
Fulltrúar VG og Framsóknarflokks-
ins gagnrýndu að skipt væri um
bæjarstjóra nú, eins og ástandið
væri í þjóðfélaginu. Handboltaþjálf-
arinn Jóhannes Bjarnason, bæjar-
fulltrúi Framsóknar, sagði ekki
skynsamlegt að skipta leikstjórn-
anda handboltaliðs út ef hann stæði
sig vel, jafnvel þó annar góður væri
á varamannabekknum.
Jóhannes og Kristín Sigfúsdóttir,
VG, sögðu að gagnrýni þeirra sner-
ist ekki um persónur Hermanns
Jóns og Sigrúnar. Jóhannes sagði
Sigrúnu hafa vaxið í starfi eftir tölu-
verða ágjöf í upphafi og hefði komið
erfiðum verkefnum frá með sóma.
Og Jóhannes tók fram að hann hefði
mikið álit á Hermanni Jóni; nýi bæj-
arstjórinn væri heiðarlegur stjórn-
málamaður.
Þegar Sjálfstæðisflokkur og Sam-
fylking mynduðu meirihluta eftir
síðustu kosningar var samið um að
sjálfstæðismenn skipuðu bæjar-
stjóra fyrstu þrjú árin en samfylk-
ingarmaður settist í stólinn síðasta
árið.
Kristján Þór Júlíusson hélt starfi
bæjarstjóra eftir kosningarnar en
eftir að hann ákvað að fara í framboð
til Alþingis, tók Sigrún Björk við af
honum. Bæjarstjórarnir verða því
þrír á kjörtímabilinu.
Bæði Hermann Jón og Sigrún Björk
afsöluðu sér biðlaunum sem þau
munu hafa átt rétt á. Þó það nú væri!
Mér finnst ekki einu sinni þurfa að
taka það fram.
Shoeboxtour er hópur heims-
þekktra sirkuslistamanna sem nú er
á ferð um landið og kemur fram í
Verksmiðjunni á Hjalteyri á laug-
ardagskvöld kl. 21. Hópurinn sýnir
ljóðrænan, spennandi sirkus eins og
það er orðað í tilkynningu. Með í för
eru sirkuslistamenn frá Finnlandi
sem taka þátt í spunanum og tveir
alíslenskir töframenn koma einnig
fram. Aðgangur er ókeypis.
Nú eru til sýnis á Amtsbókasafninu
gömul skólaspjöld úr Gagnfræða-
skóla Akureyrar. Sýningin stendur
út mánuðinn og tengist útgáfu bókar
um sögu skólans.
Forvitnilegt er að kíkja á spjöldin;
fyrir okkur sem aldrei vorum í
Gagganum er gaman að sjá hvernig
hinir og þessir voru í den tid og fyrir
aðra getur verið fyndið að rifja upp
hvernig skólafélagarnir litu út, nú
eða fyrsta kærastan...
Hverfishátíð Naustahverfis verður
haldin í dag frá kl. 17 til 19 í Nausta-
borgum ofan Sómatúns. Íbúar
hverfisins grilla saman og boðið
verður upp á margs konar skemmt-
un fyrir unga sem aldna.
Í dag verður einnig opið hús í hinum
nýja Naustaskóla frá kl. 18.30 til 20
þar sem fólki gefst kostur á að skoða
bygginguna.
Á kaffihúsinu Bláu könnunni, í húsi
sem kallað er París, stendur nú yfir
ljósmyndasýningin Flandur um Par-
ís. Þar sýnir Einar Jónsson, blaða-
maður og ljósmyndari, mannlífs-
myndir frá höfuðborg Frakklands.
AKUREYRI
Skapti Hallgrímsson
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Stoltur afi! Hermann Jón Tómasson ásamt Hörpu dóttur sinni og fjögurra
mánaða afastelpu, Dagbjörtu Báru Hallgrímsdóttur. Mæðgurnar komu á
bæjarstjórnarfundinn á þriðjudag þegar Hermann Jón varð bæjarstjóri.
Bónus
Gildir 11. jún - 14. jún verð nú áður mælie. verð
K.f grill grísarif ........................... 498 598 498 kr. kg
K.f grill grísalærisneiðar.............. 798 898 798 kr. kg
Frosnar grísalundir, innfluttar ...... 1.198 1.398 1.198 kr. kg
K.f kofareykt sveitabjúgu ............ 398 449 398 kr. kg
Móa grill kjúklingalæri ................ 539 698 539 kr. kg
Bónus ferskar kjúklingabringur .... 1.498 1.998 1.498 kr. kg
Bónus ferskar kjúklingalundir...... 1.598 1.798 1.598 kr. kg
Grandos instantkaffi, 100 g........ 359 398 3.590 kr. kg
Euroshopper bitakökur, 150 g..... 129 139 860 kr. kg
Egils kristall plús, rauður ............ 98 139 98 kr. ltr
Fjarðarkaup
Gildir 11. jún - 13. jún verð nú áður mælie. verð
Nauta-innralæri ......................... 2.395 2.995 2.395 kr. kg
Lambafille m/fitu....................... 2.898 3.498 2.898 kr. kg
Hamborgarar, 80 g, 4 stk í pk. .... 456 548 114 kr. stk.
Ofnafugl kjúklingur..................... 748 890 748 kr. kg
Fjallalamb fjallalæri kryddað....... 1.583 2.473 1.583 kr. kg
Kjarnafæði grillpylsur ................. 799 1.041 799 kr. kg
FK grill svínakótelettur ................ 1.198 2.098 1.198 kr. kg
Ali svínakótelettur jurtakryddaðar 1.574 2.098 1.574 kr. kg
BBQ læri/leggur ........................ 582 831 582 kr. kg
Krónan
Gildir 11. jún - 14. jún verð nú áður mælie. verð
Grísakótelettur lúxus, beinlausar . 1.199 1.998 1.199 kr. kg
Lambalæri kryddað.................... 1.189 1.798 1.189 kr. kg
Grísahnakki úrb. sneiðar............. 849 1.698 849 kr. kg
Ungnautasnitsel ........................ 1.489 2.298 1.489 kr. kg
Ungnautagúllas ......................... 1.489 2.198 1.489 kr. kg
Krónu kjúklingur, ferskur heill ...... 498 698 498 kr. kg
Grillborgarar með brauði, 4 stk.... 499 569 499 kr. pk.
Krónu vanilluís........................... 299 299 299 kr. pk.
Vínber rauð ............................... 229 449 229 kr. kg
Nóatún
Gildir 11. jún - 14. jún verð nú áður mælie. verð
Grísalund krydduð að eigin vali ... 1.439 2.398 1.439 kr. kg
Lambalærissn. m/aðalbláberjam 1.749 2.498 1.749 kr. kg
Ungnautalund heil/hálf ísl. ......... 3.749 4.998 3.749 kr. kg
Steinbítsflök krydduð/marineruð. 1.189 1.698 1.189 kr. kg
Ísl m. kjúklingabr. skinnlausar..... 1.698 2.698 1.698 kr. kg
Goða vínarpylsur, 10 stk............. 359 599 359 kr. pk.
SS kryddlegnar lærissneiðar ....... 2.158 2.698 2.158 kr. kg
Melónur cantalópe .................... 449 489 449 kr. kg
Tómatar kirsuberja ísl. ................ 249 338 249 kr. pk.
Pepsi, 2 ltr. ............................... 149 193 149 kr. stk.
helgartilboðin
Grillkjöt fyrir helgina
Morgunblaðið/ÞÖK
RÍKISVÍXLASJÓÐUR
Þér býðst ekki meira
öryggi en ríkisábyrgð
Kynntu þér Ríkisvíxlasjóð á www.kaupthing.is,
hafðu samband við Ráðgjöf Kaupþings í síma
444 7000 eða komdu við í næsta útibúi.
Víxlar og stutt skuldabréf með ábyrgð
íslenska ríkisins. Sjóðnum er heimilt að
fjárfesta allt að 10% í innlánum.
Hentar þeim sem vilja fjárfesta í þrjá mánuði
eða lengur.
Litlar sveiflur í ávöxtun og enginn binditími.
Lágmarkskaup aðeins 5.000 kr.
Hægt að vera í mánaðarlegum sparnaði.
Ríkisvíxlasjóður er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrar-
félag sjóðsins er Rekstrarfélag Kaupþings banka hf. Vakin er sérstök athygli á að almennt fylgir áhætta
fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Fyrri
ávöxtun verðbréfasjóða gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarávöxtun þeirra. Nánari upplýsingar
um sjóðinn, þ.á m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum þeirra, má finna í
útboðslýsingu eða útdrætti úr útboðslýsingu sjóðanna sem nálgast má á www.kaupthing.is/sjodir.
Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta tryggir innlán að lágmarki fjárhæð sem samsvarar EUR
20.887. Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 6. október 2008 eru „innstæður í innlendum viðskiptabön-
kum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi tryggðar að fullu“. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er ekki
kveðið á um gildistíma, en yrði hún felld úr gildi þá tæki við lágmarksvernd samkvæmt lögum nr. 98/1999,
sem greinir frá að ofan. Tryggingarsjóðurinn tryggir ekki tjón sem verður vegna taps á undirliggjandi
fjárfestingum verðbréfasjóða s.s. skuldabréfum eða víxlum. Sjá nánar lög nr. 98/1999, um innstæðutryggingar
og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, og heimasíðu sjóðsins, www.tryggingarsjodur.is.
10% innlán
90% ríkisvíxlar og
ríkisskuldabréf
Nýr og traustur kostur fyrir einstaklinga,
fyrirtæki og aðra fjárfesta.