Morgunblaðið - 11.06.2009, Síða 37
Minningar 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2009
✝ Sigurlaug ArndísJóhannesdóttir
fæddist að Miðfelli í
Þingvallasveit 30.
ágúst 1916. Hún lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 2.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jóhannes Krist-
jánsson, bóndi í Mið-
felli, f. 18. sept.
1857, d. 18. nóv.
1918 og Kristbjörg
Kristjánsdóttir, f. 4.
maí 1879, d. 9. júní
1921. Arndís var yngst 6 systk-
ina, en þau voru Vilhjálmur Hin-
rik, f. 1904, Kristján, f. 1905, Jó-
hann Kristbjörg, f. 1908,
Valgerður, f. 1909 og Magnús
Gísli, f. 1914, en þau eru öll látin.
Arndís giftist Guðmundi Ein-
arssyni, f. 17. sept. 1913, þann 6.
október 1934, en hann lést 25.
nóv. 1996. Foreldrar hans voru
Einar Guðmundsson, f. 21. des-
ember 1868, d. 17. nóvember
1934, og Guðríður Guðmunds-
dóttir, f. 18. október 1869, d. 1.
Einar og Stellu sem er í sambúð
með Jóni Þór Magnússyni, dóttir
þeirra er Guðrún María. b) Guð-
mundur, hann á 2 syni, Pedro og
Andra. c) Kjartan sem á dóttur
og son, Tuvu og Bjarka. 4) Örn
Guðmundsson, f. 21. janúar 1947,
kvæntur Margréti Ellertsdóttur
og eiga þau 3 dætur. a) Elín Lind
gift Trevor C. Hodgson og eiga
þau 2 dætur, Esju May og Sólu
May. Þau búa í Englandi. b) Arn-
dís Dögg. c) Tinna Björk, í sam-
búð með Pete David Clark.
Arndís var send í fóstur eftir
lát foreldra sinna. Var hún fóstr-
uð af Guðríði Ófeigsdóttur, hálf-
systur föður síns, sem bjó ásamt
manni sínum Pétri Fjeldsted
Kristjánssyni á Guðnabakka í
Borgarfirði. Þegar Arndís var 10
ára brugðu þau búi og fluttu til
Reykjavíkur. Þar gekk hún í Mið-
bæjarskólann og vann ýmis störf
fram að giftingu.
Guðmundur og Arndís byrjuðu
sinn búskap í Reykjavík en 1951
fluttu þau í Kópavog og bjuggu
þar síðan, fyrst að Nýbýlavegi 18
en síðar í Furugrund 73. Arndís
var alla tíð heimavinnandi hús-
móðir en vann við sauma og um
tíma á saumastofu og svo í heim-
ilishjálp í Kópavogi.
Útför Sigurlaugar verður gerð
frá Digraneskirkju í dag, 11. júní,
og hefst athöfnin kl. 15.
apríl 1959. Börn
Arndísar og Guð-
mundar eru: 1) Jó-
hanna Kristbjörg
Guðmundsdóttir, f.
16. febr. 1937, gift
Magnúsi Guðmunds-
syni. Þeirra börn: a)
Magnús, kvæntur
Auði Margréti Sig-
urðardóttur og eiga
þau 3 börn, Jóhönnu
Kristbjörgu, Magnús
Ingva og Sigurð
Heiðar. b) Guð-
mundur, kvæntur
Elísabetu Ármannsdóttur og eiga
þau 2 börn, Ármann og Hildi. 2)
Auður Guðmundsdóttir, f. 4 apríl
1941, gift Sumarliða Ingvarssyni,
sonur þeirra er Hlynur Sum-
arliðason, í sambúð með Michellie
Steller. Hlynur á soninn Michel
Jóhann. Eldri sonur Auðar er
Arnar Bernhard, kvæntur Jacqi-
lien Bernhard og búa þau öll í
Kanada. 3) Einar Guðmundsson,
f. 11. mars 1944, kvæntur Ólöfu
Maríu Kjartansdóttur og eiga þau
3 börn: a) Elín og á hún 2 börn,
Við sjáumst ekki í sumar – og
þó sé ég þig:
er blómin horfa himins til
og hneigja sig
þá yfir í þinn huliðsheim
þú heillar mig.
Því vetrarstríð á enda er
nú undrumst við
hve dauðinn veitir dýra hvíld
og djúpan frið
og heyrum lífið líða hjá
sem lækjarnið.
Og allt það sem var auður þinn
og yndi þitt
það leitar eins og lóukvak
í ljóðið mitt
er signir þig hin breiða byggð
við brjóstið sitt.
Og allir þeir sem unnir þú
og unnu þér
þeir sjá hvar logi lífs þíns rís
og lyftir sér
í þessa lygnu líknarnótt
sem ljómar hér.
Er birtan sendir bláan draum
í bæinn inn
og geislaflugið fellur létt
á fagurkinn
það vermir litlar ljúfur þrjár
sem lófi þinn.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Elsku amma, hafðu þökk fyrir
allt, Guð geymi þig.
Magnús Magnússon.
Okkur systurnar langar með
nokkrum orðum að minnast ömmu
okkar sem lést fyrir stuttu. Amma
Dísa var alveg ótrúleg kona, hún
var langt á undan sinni samtíð
hvað varðar hugmyndir um heilsu-
far, heilsuvörur og hollustu. Hún
og afi voru reyndar vön að blanda
hóstasaft og hin ýmsustu meðul
við kvillum barna sinna og barna-
barna í gegnum tíðina, allt úr ís-
lenskum jurtum og grösum en
mjög mis-gott á bragðið þó. Í
seinni tíð bakaði hún úr spelti,
hrásykri, kókosfeiti, heilhveiti og
öllu því sem hollast var og heil-
brigðast. Hver man ekki eftir heil-
hveitivöfflum, speltpönnsum og
ótrúlega undarlega útlítandi
ávaxtakökum sem þó allt bragð-
aðist ljómandi vel!
Amma og afi ræktuðu grænmeti,
tré, runna og blóm þar sem þau
bjuggu á Nýbýlaveginum um langt
skeið og eru einhverjar skemmti-
legustu minningar okkar og
frændsystkina okkar þegar við
lékum okkur í skóginum sem um-
lék húsið. Amma var dugleg að
gefa smáfuglunum og hröfnunum á
veturna og án þess að láta nokk-
urn vita laumaði hún stundum
smáræði að köttunum í hverfinu
líka. Hún hélt áfram að gefa fugl-
unum á svölunum sínum í blokk-
inni þegar þau afi fluttu í Furu-
grundina. Amma var mikil
handavinnu- og saumakona og
saumaði, prjónaði og heklaði ým-
islegt fatakyns á ástvini sína, háa
sem lága, auk þess sem hún
prjónaði lengi vel dásamlega fal-
lega dúka til styrktar dvalar-
heimilinu Sunnuhlíð í Kópavog-
inum. Það var alltaf gaman að
taka upp gjafir frá ömmu Dísu
því í þeim leyndist oftast eitthvað
fallegt handgert sérstaklega ætl-
að manni sjálfum og því einstakt
í alla staði, enginn annar átti til
dæmis eins fallegar lopapeysur
og við systur en amma tók upp
saumamunstur og prjónaði í þær
sérstaklega handa okkur. Eins
áttu ýmsar dúkkur og bangsar
hátískuföt sem engin önnur börn
gátu státað af, allt handgert af
ömmu. Alltaf gat maður sagt
henni nokkurn veginn hvað mann
langaði í og hún án undantekn-
ingar töfraði fram eitthvað aðeins
betra en maður gat ímyndað sér.
Amma studdi líka alltaf vel við
bakið á okkur í öllu sem við tók-
um okkur fyrir hendur og mun-
um við sakna mest spjallsins í
eldhúsinu yfir kaffi eða tebolla og
kannski einum kapli eða svo. Guð
geymi ömmu Dísu um alla tíð,
hennar er sárt saknað.
Elín Lind, Arndís Dögg
og Tinna Björk
Amma mín er farin til guðs og
til afa á himnum – til drauma-
landsins. Á meðan hún var á
meðal okkar markaði hún líf okk-
ar allra. Hún var góð og ljúf
kona, sem alltaf hugsaði fyrst um
aðra. Mörgum árum eftir að ég
fluttist til Kanada sýndi vinur
minn mér vers úr Biblíunni á
þessa leið:
Kærleikurinn er langlyndur, hann
er góðviljaður; kærleikurinn öfund-
ar ekki; kærleikurinn er ekki raup-
samur; hreykir sér ekki upp; hann
hegðar sér ekki ósæmilega, leitar
ekki síns eigin; hann reiðist ekki,
tilreiknar ekki hið illa; hann gleðst
ekki yfir óréttvísinni, en sam-
gleðst sannleikanum; hann breiðir
yfir allt, trúir öllu, vonar allt, um-
ber allt. Kærleikurinn fellur aldrei
úr gildi. (1. Korintubréf 13. kafli
4.-8.vers).
Þetta lýsir ömmu minni eins og
hún var. Uppáhaldsminningar
mínar um ömmu og afa eru um
hinar mörgu helgarferðir, sem ég
fór með þeim í uppvexti mínum.
Oft fórum við afi líka tveir niður
á höfn til að skoða skipin og
kanna sjávarföllin. Þá seildist
hann oft í hanskahólfið á bílnum
og náði sér í sígarettu, skrúfaði
niður gluggann og átti það til að
reykja eina eða tvær sígarettur í
bíltúr okkar. Svo stakk hann upp
í sig fullt af piparmintu á heim-
leiðinni í von um, að amma fyndi
ekki lyktina. Stundum, þegar við
amma vorum ein átti hún til með
að spyrja hvort afi væri stundum
að reykja. Ég hafði lofað að
kjafta ekki frá, en svipurinn kom
upp um mig og þá hristi hún höf-
uðið og sagði: hvenær skyldi
hann læra að þetta gerir bara
astmann verri. Ég man líka hvað
ég eyddi oft löngum tíma í
saumaherberginu hennar ömmu,
þar sem hún kenndi mér að
sauma og alls konar föndur, sem
hefur komið sér vel á lífsleiðinni;
bæði get ég gert við fötin mín og
lagað ýmislegt bæði í leik og
starfi. Ég mun sakna ömmu, en
allt það sem hún kenndi mér um
lífið, kærleikann og virðingu fyrir
öðrum mun fylgja mér allt mitt
líf.
Arnar.
Elsku amma mín. Ég vildi óska
að ég hefði getað átt fleiri stundir
með þér, en sá tími sem ég átti
með þér mun aldrei gleymast. Þú
varst besta amma í heimi, ávallt
svo góð og blíð og jafnframt kát
og glöð, og brosið þitt var eins og
sólskin. Ég mun alltaf muna
faðmlögin þín og snertingu handa
þinna, þegar þú straukst mér um
kinn. Ljúfar eru minningarnar
þegar ég kom í heimsókn til ís-
lands og fékk hjá þér kókó og
snúð eða vínarbrauð í eldhúsinu.
Ég mun sakna þess að fá það
ekki aftur, en ég mun aldrei
gleyma þeim stundum. Ég vildi
að ég hefði átt fleiri stundir með
þér, en nú ert þú farin til afa.
Þakka þér fyrir að hafa verið
hluti af lífi mínu. Ég mun ávallt
geyma það í hjarta mínu.
Hlynur.
Sigurlaug Arndís
Jóhannesdóttir
Kvaddur er einstak-
ur drengur, Kristján
Falur Hlynsson, er
fékk kallið hinn 20. maí
sl.
Elsku Kristján, mig
langar til að þakka þér
fyrir þær góðu stundir sem við áttum
saman í hestamennskunni. Ekki
varstu hár í loftinu þegar þú varst far-
inn að koma í hesthúsið og kominn á
hestbak með pabba, mömmu og
Kristjáni föðurafa og fljótlega bættist
Ragnar yngri bróðir þinn í hópinn og
var þá öll fjölskyldan komin á fullt í
hestamennskuna. Svona minnist ég
Kristjáns Fals, alltaf á fullu, glaður,
hlæjandi og stutt í sprellið.
Einkunnarorð hans voru: „Já ekk-
ert mál ég redda þessu“ ef hann var
beðinn um eitthvað eða þegar hann sá
að þörf var á hjálp. Ófáar hestaferð-
irnar höfum við fjölskyldurnar farið
Kristján Falur
Hlynsson
✝ Kristján FalurHlynsson fæddist
í Keflavík 15. janúar
1991. Hann lést af
slysförum 20. maí síð-
astliðinn og var jarð-
sunginn frá Keflavík-
urkirkju 29. maí.
saman ásamt fleiri fé-
lögum úr Mána, enda
voru hestaferðirnar
hans yndi og var hægt
að treysta honum al-
gjörlega í öllu er við-
kemur hestaferðum,
hvað varðar með rekst-
urinn á hrossunum, eða
þegar eitthvað bjátaði
á hjá einhverjum þá
var hann kominn til að
hjálpa, enda var Krist-
ján með 10 fyrir vilja,
fjölhæfni og geðslag.
Eitt er víst að á þeim
stað sem þú ert á núna hefur örugg-
lega þurft að taka til hendinni með
þinni einstöku jákvæðni, brosi, dugn-
aði og skemmtilega hlátri þínum.
Hvíl í friði, elsku Stjáni.
Ljósið á himnum lýsi þér
litli fallegi drengur.
Í hjarta mér og fleiri hér
brostinn er einn strengur.
(Höf. ók.)
Elsku Hlynur, Helga og Ragnar,
við fjölskyldan vottum ykkur samúð
og megi guð varðveita og gefa ykkur
styrk á þessum erfiðu tímum.
Lárus, Hrönn og fjölskylda.
Jóhann Friðrik
Sigurbjörnsson
✝ Jóhann FriðrikSigurbjörnsson
fæddist á Akureyri
30. október 1932.
Hann lést á heimili
sínu 25. maí 2009
og fór útför hans
fram frá Dalvík-
urkirkju 5. júní.
ingnum“ í okkur hin-
um og sagðist ekki
skilja að við hefðum
áhuga á að þvælast til
útlanda því á Íslandi
væri best að vera. Það
var alltaf stutt í stríðn-
isglottið þó hann gæti
staðið mjög fast á
skoðunum sínum.
Það hefur alltaf ver-
ið gott að koma til
ömmu og afa í sveit-
inni og það verður erf-
itt að venjast því að afi
verði ekki þar líka til
að taka á móti okkur.
Hans er sárt saknað.
Lena Rut, Kristbjörn Elmar,
Sandra Björk, Fannar Smári,
Ásgrímur Örn, Heba Karítas og
Birgir Orri.
Okkur langar að
minnast afa okkar í ör-
fáum orðum. Við erum
svo lánsöm að hafa al-
ist upp við að eiga afa
og ömmu í sveit og
dvalist þar mörgum stundum og þá
sérstaklega Kiddi sem var þar í
mörg sumur.
Afi var heimakær og leið best
heima í Svarfaðardalnum. Hann átti
það til að hrista hausinn yfir „þvæl-
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
SIGURJÓN INGÓLFSSON
frá Skálholtsvík,
Sléttuvegi 13,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti fimmtu-
daginn 4. júní.
Kveðjuathöfn verður í Grensáskirkju föstudaginn
12. júní kl. 13.00.
Jarðsungið verður frá Prestbakkakirkju laugardaginn 13. júní kl. 15.00.
Sigfríður Jónsdóttir,
Þorgerður Sigurjónsdóttir, Gunnar Benónýsson,
Anna Sigurjónsdóttir, Guðjón Jóhannesson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn,
FRANCH MICHELSEN
úrsmíðameistari,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn
12. júní kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningar-
sjóð Franch Michelsen til uppbyggingar skáta-
heimilis Skátafélags Eilífsbúa á Sauðárkróki, bankareikningur
0161-15-380156,kt. 640288-3379.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Guðný Jónsdóttir.