Morgunblaðið - 11.06.2009, Page 44
Ekki mun það vera alls kostar
rétt, eins og sagt var frá í gær, að
Páli Óskari hefði verið kippt inn á
þjóðhátíð í Eyjum eftir fésbók-
arþrýsting. Tilkynning um að Páll
myndi koma þar fram barst í upp-
hafi vikunnar en þó var búið að
ganga frá samningum fyrir einum
og hálfum mánuði. Fésbókin er
yndisleg, ó já, en mikið ólíkindatól
um leið.
Páll Óskar átti alltaf
að fara til Eyja
44 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2009
Kvikmyndin Home var heims-
frumsýnd í 87 löndum síðasta föstu-
dag, m.a. hér. Um er að ræða heim-
ildarmynd eftir Yann Arthus-
Bertrand en varpað er ljósi á stöðu
jarðar í dag og skemmdir þær sem
mannskepnan hefur valdið henni.
Áhrifarík mynd en það sem stendur
samt upp úr er að fjölþjóðakeðjan
McDonalds, sem hefur verið sökuð
um margvísleg umhverfisspjöll,
auglýsti fyrir og eftir myndina eins
og ekkert væri. Mammon verður
seint sakaður um smekkvísi og hér
var í raun hnykkt á því að við erum
vitandi vits að grafa eigin gröf.
McJörð
Fólk
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@mbl.is
BORGARFULLTRÚI Samfylkingarinnar,
Oddný Sturludóttir, leikur með Ensími á hljóm-
borð í fjórum lögum á NASA í kvöld þegar sveit-
in skríður úr skel sinni til að leika Kafbátamúsík
í heild sinni. Framtakið er fyrsti hluti nostalg-
ískrar tónleikaraðar er kallast Manstu ekki eftir
mér? og fær sveitir til að leika eldri plötur sínar í
gegn.
„Þetta verður mjög nostalgíst kvöld,“ segir
Oddný. „Ég á eflaust eftir að hitta fólk sem ég
hef ekki séð lengi. Þetta verður örugglega svip-
að og að fara á ættarmót.“ Oddný valdi sér fjög-
ur lög af plötunni til þess að leika með í en þau
segir hún að séu í sérstöku uppáhaldi. Þetta eru
„Atari“, „Conga“, „Gaur“ og „Hrúgald“. „Það
vill svo til að lögin eru öll í röð en sveitin ætlar
að taka lögin í sömu röð og þau koma fyrir á
plötunni. Þannig að ég kem upp á svið, klára mig
af og fer svo að hlusta. Ég þurfti bara eitt rennsli
með strákunum og þetta small.“
Oddný yfirgaf sveitina árið 1999 og var því
ekki með á annarri breiðskífunni, BMX, er kom
út það ár. „Ég fylgdi sveitinni út þessa plötu og
hætti svo á toppnum eftir að við unnum verðlaun
á Íslensku tónlistarverðlaunum. Eftir það ákvað
ég að þetta væri orðið gott.“
Eftir að Ensími lýkur við að leika Kafbáta-
músík í kvöld verður talið í aðra útvarpsslagara
af annarri og þriðju plötu sveitarinnar.
Oddný Sturludóttir spilar með Ensími í kvöld
Ljósmynd/Bjarni Gríms
Oddný og Ensími Segist hafa hætt á toppnum.
Orðspor Ólafs Arnalds dýpkar
með hverjum mánuði erlendis og
næstu plötu hans er beðið með
óþreyju víða um heim. Platan kem-
ur út í haust, í síðasta lagi í febrúar
á næsta ári. Enn er ekki vitað um
útgefanda en Ólafur var á „ein-
hverjum“ fundum í London fyrir
stuttu. Í apríl samdi Ólafur eitt lag
á dag í viku og gaf á Twittersíðu
sinni. Lögunum var hlaðið niður
70.000 sinnum og lögunum verður
safnað saman á vínylplötu sem
kemur út í ágúst. Ólafur heldur svo
tónleika hérlendis í haust ásamt
For a Minor Reflection
Ólafur Arnalds
gefur út nýjar plötur
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@mbl.is
TENÓRINN Garðar Thór Cortes
mun syngja fyrir framan 40 þúsund
manns í Hyde Park-garði Lund-
únaborgar þann 12. september
næstkomandi. Þar kemur hann
fram á lokakvöldi Proms-tónlist-
arhátíðarinnar. Framkoma Garðars
verður einnig í beinni útsendingu á
útvarpsstöðinni BBC3 auk þess sem
hægt verður að fylgjast með tón-
leikunum í sjónvarpi í gegnum staf-
rænar rásir Sky. Á meðal annarra
flytjenda á sömu tónleikum eru
Katherine Jenkins og Barry Mani-
low.
„Ég syng þarna fjórar óper-
íuaríur og kem bara fram sem ég …
það er að segja sem sólólistamað-
ur,“ segir Garðar Thór en þetta
mun vera stærsta mannhaf tón-
leikagesta sem hann hefur sungið
fyrir. Hann hefur þó sungið fyrir
fleiri í einum rykk. „Ég hef aldrei
sungið fyrir svona marga á tón-
leikum en ég hef sungið á fótbolta-
leikjum þar sem um 80 þúsund
manns eru samankomnir. En það
eru náttúrlega ekki tónleikar þar
sem fólk er komið til þess að horfa á
fótboltaleik. Þarna safnast fólk sam-
an fyrir tónlistina auk þess sem
margir eiga eftir að fylgjast með í
gegnum útvarp og sjónvarp. En
þetta er nú svo sem ekkert merki-
legt … en það er gaman að þessu
samt.“ Garðar á enn eftir að taka
ákvörðun um hvaða óperuaríur
hann syngur á tónleikunum.
Viðskiptaferðir í sumarfríinu
Garðar er nýkominn frá Finn-
landi þar sem hann var með tón-
leika en segist nú vera komin í sjálf-
skipað sumarfrí. Eða eins nálægt og
hann mögulega kemst því að eiga
eðlilegt frí. Á dagskránni næstu vik-
urnar eru viðskiptaferðir til Banda-
ríkjanna, Bretlands og Þýskalands
en Garðar ítrekar að þetta séu ekki
söngferðir.
Garðar hefur gefið út tvær plötur
á ferli sínum en sú síðari fór í efsta
sæti sölulistans yfir klassíska tónlist
í Bretlandi sem samsvaraði 27. sæti
heildarlistans. Platan var gefin út af
Believer Music sem var íslenskt út-
gáfufélag stýrt af Einari Bárðarsyni
sem þá starfaði einnig sem umboðs-
maður Garðars. Plötunni var dreift
um Evrópu af Universal.
Tvö ár eru liðin frá því að Garðar
gaf út plötu og miðað við velgengni
síðustu skífu hlýtur að teljast líklegt
að söngvarinn sé að reyna tryggja
sér nýjan plötusamning við einn af
útgáfurisunum. Aðspurður hvort
viðskiptaferðirnar tengist undirbún-
ingi fyrir þriðju breiðskífu hans á
heimsvísu gerir hann lítið úr því.
„Nei, ég er ekki að gera plötu
eins og er. Tvær plötur eru nóg í
bili. Ég er að minnsta kosti ekki að
vinna í því sem stendur, en það er
aldrei að vita hvað gerist.“
Garðar undirbýr einnig tónleika
hér á landi í ágúst og svo hefur
hann ráðið sig til þess að syngja í
Íslensku óperunni í haust.
Cortes í Hyde Park
Garðar Thór syngur á lokatónleikum Proms-hátíðarinnar í Hyde Park í sept-
ember Búist er við 40 þúsund gestum Syngur á undan Barry Manilow
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Garðar Thór Cortes Undirbýr stærstu tónleika ferils síns sem fara fram
undir berum himni í Hyde Park í miðri Lundúnaborg um miðjan september.
NÝR veitinga- og skemmtistaður
verður brátt opnaður að Austur-
stræti 7 og mun hann bera nafnið
Austur. Athafnamennirnir Hallur
Dan Johansen og Valgarð Þ.
Sörensen eru eigendur staðarins og
munu standa að daglegum rekstri
hans en fjölmiðlamaðurinn góð-
kunni, Ásgeir Kolbeins, er einnig í
hópi fjárfesta. „Við erum að fara að
opna veitingastað með smá-partí-
ívafi líka,“ segir Hallur, brattur í
kreppunni. Húsnæðið er á þremur
hæðum en Hallur segir ætlunina að
opna fyrstu tvær hæðirnar í lok
júní, þann 26. eða 27. „Við ætlum
að vera með hádegismat, kaffi og
kvöldmat og svona „lounge“ með
smá-partí um helgar. Við ætlum
ekkert að vera með opið langt fram
eftir nóttu, eins og margir staðir
eru, ætlum ekki að vera með
lengra leyfi,“ segir Hallur, um
helgar verði lokað kl. 3. Þeir fé-
lagar reikni með gestum á aldr-
inum 25-40 ára.
Staður með sál
„Við ætlum að vera afskaplega
skynsamir í verðlagi og vera með
fjölbreyttan matseðil. Stefnum að
því að opna stað með sál og karakt-
er, “ segir Hallur og nefnir að yfir-
kokkurinn sé Hinrik Karl Erlings-
son en hann hefur m.a. kokkað á
Radisson SAS í Noregi og Rauð-
ará.
Hallur er ekki óreyndur í brans-
anum, fyrrum eigandi Players í
Kópavogi en seldi þann stað árið
2007. Iðnaðarmenn vinna nú hörð-
um höndum að því að innrétta
Austur svo hægt verði að opna í
lok mánaðarins en um hönnun stað-
arins sáu arkitektarnir Björgvin
Snæbjörnsson og Hrafnhildur
Hólmgeirsdóttir.
helgisnaer@mbl.is
Austur í Austurstræti
Morgunblaðið/Kristinn
Austurstræti 7 Veitinga- og skemmtistaður verður brátt opnaður í húsinu.
Ásgeir Kolbeins opnar veitingastað, bar og skemmtistað
á tveimur hæðum ásamt félögum sínum í lok júní
Proms-tónlistarhátíðin fer fram
árlega um allt Bretland og er
ein stærsta klassíska tónleika-
hátíð heims, a.m.k. hvað um-
fang varðar. Í ár fer hún fram
dagana 17. júlí – 12. september
og er samansett af um 80 uppá-
komum og fjöldi tónleika verður
síðan gefinn út á geisladiskum.
Í ár koma m.a. fram Nigel Ken-
nedy, Sir James Galway, Sir
David Attenborough, Sarah
Connolly, Jennifer Pike og The
Ukulele Orchestra of Great
Britain svo eitthvað sé nefnt.
Proms 2009