Morgunblaðið - 29.06.2009, Page 1
M Á N U D A G U R 2 9. J Ú N Í 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
174. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«MENNING
TÓNLISTIN STUDD
Á STOKKALÆK
«FLUGAN
Útgáfuteitin eru
á ýmsum hæðum
ÞUNG umferð og tilheyrandi umferðartafir voru á Suðurlandsvegi í átt að
höfuðborgarsvæðinu allt frá því snemma síðdegis í gær og fram á tíunda
tímann í gærkvöldi. Umferð var einnig þung á Vesturlandsvegi en tafir
voru ekki nándar eins miklar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var
umferð á Suðurlandi óvenjumikil miðað við síðustu helgi í júní og líktist
ástandið fremur því sem skapast á mánudegi um verslunarmannahelgi.
Einna mestu tafirnar voru milli Hveragerðis og Selfoss þar sem þessi
mynd var tekin síðdegis í gær. Í umferðaröryggismati frá október 2008
kemur fram að tvöföldun Suðurlandsvegar myndi fækka slysum verulega.
Í öryggismatinu kemur fram að öll banaslys á veginum árin 2002-2006
urðu við það að ökutæki úr gagnstæðri átt mættust. Horfur eru á að fyrr
verði ráðist í gerð Vaðlaheiðarganga en tvöföldun Suðurlandsvegar.
TVÖFÖLDUN AFTAR Í RÖÐINNI EN JARÐGÖNG
Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson
ALÞJÓÐASAMFÉLAGIÐ hefur
gagnrýnt harðlega valdarán hers-
ins í Hondúras og hvatt til þess að
innanríkisdeilur verði leystar á yf-
irvegaðan hátt. Stuðningsmenn for-
setans, Manuels Zelaya, fóru út á
götur og mótmæltu í nágrenni for-
setahallarinnar í gær.
Zelaya hafði reynt að breyta
stjórnarskrá landsins svo hann gæti
tekið þátt í kosningum í haust. Slík-
ar stjórnarskrárbreytingar hafa
verið tíðar hjá leiðtogum í Róm-
önsku Ameríku, m.a. hjá banda-
manni Zelaya, Hugo Chávez í Vene-
súela, og Evo Morales í Bólivíu. »12
Forseti Hondúras sendur í
útlegð við valdarán hersins
Völd Herinn hrakti Zelaya úr landi.
STJÓRNVÖLD í
Katar munu taka
sjálfstæða afstöðu
til beiðni embættis
sérstaks saksókn-
ara um vitnisburð
sjeiks Mohameds
Bin Khalifa Al-
Thanis í tengslum við rannsókn á
kaupum á hlutabréfum hans í
Kaupþingi fyrir bankahrunið.
Sjeikinn hefur ekki verið yfirheyrð-
ur en hann er bróðir valdamesta
manns í Katar. Sem kunnugt er
leikur grunur á að um sýndar-
viðskipti hafi verið að ræða. »8
Hægara sagt en gert að
yfirheyra sjeikinn Al-Thani
ÓTTAST er að allt að fimm
manns hafi látið lífið eftir að tveir
bílar rákust saman í jarðgöngum
undir Eiksund á Sunnmøre í Noregi
í gærkvöldi. Eldur kviknaði í bíl-
unum í kjölfarið og segir lögregla
að enginn hafi komist lífs af. Ekki
er vitað með vissu hve margir voru
í bílunum tveimur.
Eiksundgöngin eru dýpstu neð-
ansjávargöng í heimi og liggja á
milli eyjanna Eika og Yksnøya og
Berknesskaga.
Eldur í jarðgöngum
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
LÍFEYRISSJÓÐIRNIR eru tilbúnir að setja 90-
100 milljarða króna í fjármögnun opinberra fram-
kvæmda á næstu fjórum árum, að sögn Arnars Sig-
urmundssonar, formanns Landssamtaka lífeyris-
sjóða.
Í þessu samhengi hafa verið nefnd einstök verk-
efni, eins og Vaðlaheiðargöng, bygging samgöngu-
miðstöðvar í Reykjavík, tvöföldun Hvalfjarðarganga
og bygging nýs Landspítala – háskólasjúkrahúss.
Kristján Möller samgönguráðherra segist fagna
aðkomu lífeyrissjóðanna að samgöngufram-
kvæmdum enda sé hún afar mikilvæg fyrir at-
vinnulífið.
Gangagerð fljótlega á næsta ári
Að sögn Kristjáns eru gögn vegna samgöngu-
miðstöðvar og Vaðlaheiðarganga „svo gott sem
tilbúin“ og gætu framkvæmdir hafist fljótlega á
næsta ári, að loknu forvali og útboði. Kristján seg-
ir að þessi tvö verk séu til skoðunar því þau hafi
verið komin mun lengra en áframhaldandi tvöföld-
un Suðurlands- og Vesturlandsvegar, en nokkuð
hávær krafa hefur verið uppi um að halda áfram
tvöföldun þeirra til að auka umferðaröryggi.
Lífeyrissjóðirnir líta á aðkomu sína að þessum
verkefnum sem verðugan fjárfestingarkost til þess
að ávaxta fé sjóðfélaga. Á sama tíma væri aðkoma
þeirra til þess fallin að skapa ný störf og örva at-
vinnulífið. Miðað við þær upphæðir sem nefndar
eru legðu lífeyrissjóðirnir 20-25 milljarða króna á
ári í opinberar framkvæmdir. Í þessu samhengi má
benda á að gert er ráð fyrir að framlög ríkisins til
stofnkostnaðar í vegagerð samkvæmt fjárlögum
þessa árs verði 17,5 milljarðar króna.
Lífeyrissjóðir setja 100
milljarða í framkvæmdir
Undirbúningur Vaðlaheiðarganga lengra kominn en tvöföldun Suðurlandsvegar
Göngin framar í röðinni | 4
Morgunblaðið/Ómar
Fundur Beatrice Ask hitti Rögnu Árnadóttur og Árna
Þór Sigurðsson á fundi með utanríkismálanefnd í gær.
Eftir Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
BEATRICE Ask, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, segir
að umsókn um aðild að Evrópusambandinu frá Íslend-
ingum verði að berast eins fljótt og auðið er vilji þeir
leita aðstoðar Svía í umsóknarferlinu.
Svíar verða í forsæti Evrópusambandsins frá og með
1. júlí næstkomandi og munu gegna því hlutverki næsta
hálfa árið. „Afstaða Svía er alveg ljós; við viljum fá fleiri
Norðurlandaþjóðir inn í Evrópusambandið og stuðning-
ur Norðurlandanna getur reynst Íslendingum mikil-
vægur.“ Ask segir jafnframt að ríkisstjórn Svíþjóðar
hafi fylgst vel með vandræðum Íslendinga og hún leitist
við að aðstoða Íslendinga eftir fremsta megni.| 8
Svíar vilja fleiri Norðurlönd inn í Evrópusambandið
Umsókn berist hið fyrsta
FH vann öruggan sigur á ÍBV, 3:0, í
úrvalsdeild karla í knattspyrnu í
gærkvöld og hefur náð átta stiga
forystu á næsta lið. Þetta var níundi
sigur Íslandsmeistaranna í röð.
Fjórir leikir fóru fram í gærkvöld.
Íþróttir
FH er komið með
átta stiga forystu
Signý Arnórsdóttir vann sinn ann-
an sigur í röð á mótaröð Golfsam-
bands Íslands. Í karlaflokki sigraði
vallarstjórinn á Bakkakotsvelli og
setti vallarmet á fyrri hringnum.
Signý og vallar-
stjórinn sigruðu