Morgunblaðið - 29.06.2009, Page 2

Morgunblaðið - 29.06.2009, Page 2
Vilja ekki tjá sig um póstinn Allir stjórnarmenn í Lífeyrissjóði Kópavogs fengu tölvupóst frá framkvæmda- stjóra sjóðsins þar sem hann kvaðst óttast að FME vildi fá að skoða bókhaldið Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is HVORKI Flosi Eiríksson, bæjar- fulltrúi Samfylkingarinnar í Kópa- vogi og stjórnarmaður í LSK, né Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi og jafnframt stjórnarmaður í Lífeyris- sjóði Kópavogs, LSK, vildu í gær tjá sig um tölvupóstsamskipti milli stjórnarmanna LSK sem Morgun- blaðið fjallaði um á laugardag. Í frétt Morgunblaðsins á laugar- dag kom fram að tölvupóstur sem Sigrún Bragadóttir, framkvæmda- stjóri LSK, sendi Sigrúnu Guð- mundsdóttur, stjórnarmanni í LSK, hefði verið sendur öllum stjórnar- mönnum. Í honum stóð: „Ég hitti Hjalta endurskoðanda hér niðri áðan og sagði honum frá þessu. Hann er hræddur um að þeir birtist og heimti að skoða bókhaldið á þessu ári og þá erum við í vanda.“ Pósturinn var ein- göngu sendur til Sigrúnar Guð- mundsdóttur en ekki til annarra stjórnarmanna og biðst Morgun- blaðið velvirðingar á þessum mistök- um. Á hinn bóginn sendi Sigrún fram- kvæmdastjóri annan tölvupóst, þennan sama dag, til allra stjórnar- manna LSK með drögum að grein- argerð til FME um hvort fjárfest- ingar sjóðsins samræmdust lögum. Í póstinn skráði framkvæmda- stjórinn jafnframt „vangaveltur“ í fjórum liðum og fjórði töluliðurinn var svohljóðandi: „Ég er pínulítið hrædd um að þeir birtist óvænt og heimti að skoða bókhaldið. Það er allt rétt sem kemur fram í bréfinu nema að þann 6. janúar síðastliðinn lánuðum við bænum aftur 330 millj- ónir. Heildarskuld bæjarins er því 580 milljónir.“ Flosi sagði í yfirlýsingu frá 21. júní að gögn hefðu verið „matreidd“ sérstaklega fyrir stjórn sjóðsins en aðrar upplýsingar síðan kynntar Fjármálaeftirlitinu. Ómar Stefáns- son tók undir þá gagnrýni. Ómar Stefánsson Flosi Eiríksson „Vangaveltur: 1. Hvers vegna þessi skammi frest- ur? 2. Góður punktur hjá Ómari, af hverju er þetta svo óformlegt? Það koma alltaf svo formleg bréf frá þeim og tveir starfsmenn undirrita. 3. Eigum við Gunnar að fara aftur og hitta þá? 4. Ég pínulítið hrædd um að þeir birtist óvænt og heimti að skoða bókhaldið. Það er allt rétt sem kemur fram í bréfinu nema að þann 6. janúar 2009 lánuðum við bæn- um aftur 330 milljónir. Heildar- skuld bæjarins er því 580 millj- ónir.“ Úr pósti til stjórnar 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HJALTI Sæmundsson, aðalvarð- stjóri á Vaktstöð siglinga, segir að strandveiðar muni hafa í för með sér mikið álag á hans fólk. Í stað þess að fjölga vaktmönnum þar sé fyrirhugað að fækka fólki. „Við erum björgunar- miðstöð hafsins í kringum Ísland og því er þetta stórhættulegt.“ Ráð- herrar og stjórnmálamenn segist e.t.v. bera ábyrgð en álagið hvíli á starfsmönnum Vaktstöðvarinnar. Þeir taki ástandið mjög nærri sér. Enginn sjómaður fórst í fyrra Hjalti bendir á að mikill árangur hafi náðst í öryggismálum á hafi úti og á síðasta ári hafi það gerst, líklega í fyrsta sinn í Íslandssögunni, að eng- inn sjómaður hafi farist. Margvíslegir þættir hafa stuðlað að þessum góða árangri eins og stórbættur búnaður og menntun, forvarnir, framlag björgunarsveita og Landhelgis- gæslu ásamt starfinu á Vakt- stöðinni. „Við erum með miklu meira eftir- lit með bátum og skipum en flug- stjórn í kringum flugið. Að meðal- tali eru um 400 skip og bátar á sjó og verða vænt- anlega 5-600 þegar strandveiðar komast í gang. Við þurfum að fylgjast náið með öllum þessum flota. Hér eru eingöngu þrír menn á vakt og nú á að fækka þeim um einn. Það segir sig sjálft að ef Vaktstöð siglinga getur ekki unnið af fullum krafti og einurð mun eitthvað undan láta.“ svanbjorg- @mbl.is Öryggi á hafi í hættu Hjalti Sæmundsson Strandveiðar auka álagið en fyrirhugað er að fækka fólki á Vaktstöð siglingaBaldur Jónsson pró-fessor og málfræð- ingur lést í gær í Reykjavík eftir frem- ur skammvinn veik- indi. Baldur fæddist 20. janúar 1930 á Efri-Dálksstöðum á Svalbarðsströnd, S-Þingeyjarsýslu, son- ur Elínbjargar Bald- vinsdóttur húsfreyju og Jóns Þorlákssonar bókbindara. Baldur lauk stúdentsprófi frá MA 1949 og meist- araprófi í íslenskum fræðum frá HÍ 1958 með málfræði sem kjörsviðsgrein. Þá hélt hann utan og lagði stund á nám í germönskum málvísindum við Uni- versity of Michigan. Að loknu námi starfaði Baldur lengstum sem kennari og prófess- or í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Hann stjórn- aði fyrstu máltölvunar- rannsóknum hér á landi á árunum 1973 til 1980 og stóð fyrir tölvuvinnslu orð- stöðulykla að nokkr- um íslenskum ritum; þar á meðal eddu- kvæðum Konungs- bókar 1984 og ís- lensku Biblíu- útgáfunni frá 1981. Baldur beitti sér fyrir stofnun Íslenskrar málstöðvar 1985 og Málræktarsjóðs 1991 og veitti hvoru tveggja forstöðu. Auk fræði- starfa var honum umhugað um ís- lenskt málfar og málrækt almennt og mörgum eru minnisstæðir út- varpsþættir hans um daglegt mál. Baldur er höfundur fjölmargra ný- yrða, m.a. í flugmáli, málfræði og tölvutækni, og beitti sér fyrir stofnun og starfsemi orðanefnda í ýmsum starfsgreinum. Hann gegndi fjöldamörgum félags- og trúnaðarstörfum og eftir hann liggja fjölmargar ritgerðir, grein- ar, bækur og þýðingar á alþýðleg- um fræðiritum. Baldur var íþróttamaður á yngri árum og stundaði einkum frjálsar íþróttir með Þór á Akureyri og fimleika við Háskóla Íslands. Hann gekk við fjórða mann á skíðum norður Kjöl páskana 1951 en á þeim árum voru slíkar ferðir fátíð- ar. Hann hlaut ýmsar viðurkenn- ingar og var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir málrækt 17. júní 1991. Eftirlifandi maki Baldurs er Guðrún Stefánsdóttir fjölmiðla- fræðingur. Þau eignuðust þrjá syni, Jón, lækni, Stefán, látinn og Ólaf, lækni. Andlát Baldur Jónsson prófessor ÖKUMAÐUR kastaðist út úr bíl sínum eftir bílveltu á Þingvallavegi á Mosfellsheiði í gær. Slysið varð skammt vestur af Gljúfrasteini á sjö- unda tímanum. Ökumaðurinn virtist ekki hafa verið í bílbelti og kastaðist því út úr bílnum. Hann var töluvert slasaður en þó með meðvitund þegar lögreglu og sjúkralið bar að. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Þingvallavegi var ekki lokað vegna slyssins en töluverðar tafir urðu á umferð vegna þess. Bílvelta varð á Þingvallavegi ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, lenti á bílastæði kirkjunnar í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Að sögn talsmanns Gæslunnar tafðist þyrlan við vegaeftirlit og vegna slæms skyggnis yfir Hellisheiðina var ákveðið að lenda á bílastæði kirkj- unnar um stund. Tíminn var notaður til að bæta bensíni á þyrluna áður en haldið var áfram til Reykjavíkur. jmv@mbl.is Þyrla lenti á kirkjuplani HINN árlegi Tungufljótsróður Kayakklúbbsins fór fram um helgina. Sextán ræðarar tóku þátt að þessu sinni og var keppt í fjórum riðlum. Ragnar Karl Gústafsson sigraði, Aðalsteinn Möller lenti í öðru sæti og Thomas Altmann í því þriðja. Á myndinni má sjá Ragnar Karl taka fram úr Aðalsteini Möller á síðustu metrunum og tryggja sér þannig sigurinn í úrslitarimmunni. BARIST VIÐ STRAUM Í BLÍÐSKAPARVEÐRI Ljósmynd/Guðmundur Tómasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.