Morgunblaðið - 29.06.2009, Síða 4

Morgunblaðið - 29.06.2009, Síða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2009 Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 19.990 Netverð á mann. Flugsæti aðra leið með sköttum til Alicante. Sértiboð 1., 8., 15. og 22. júlí. Aðeins örfá sæti. Allra síðustu sætin! Alicante í júlí frá kr. 19.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina við Alicante í júlí á hreint ótrúlegu verði. Gríptu tækifærið og tryggðu þér flugsæti á frábærum kjörum. FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is Á MÓTI niðurskurði á framlögum ríkisins til samgöngumála koma út- boð tveggja verka í einka- framkvæmd, en um er að ræða Vaðlaheiðargöng og samgöngu- miðstöð í Reykjavík. Kristján Möller samgöngu- ráðherra segir að þessi tvö verk séu til skoðunar því þau hafi verið komin mun lengra en til dæmis áframhaldandi tvöföldun Suður- lands- og Vesturlandsvegar. „Skipulagsmál og undirbúningur vegna Suðurlands- og Vesturlands- vegar er ekki kominn eins langt,“ segir Kristján spurður hvers vegna áherslan sé lögð á þessi tvö verk- efni, en nokkur krafa hefur verið um tvöföldun Suðurlandsvegar með það fyrir augum að auka umferð- aröryggi. Grunnvinnu lokið „Við búum að því varðandi Vaðlaheiðargöng að fyrirtækið Greið leið [einkahlutafélag á Ak- ureyri] hefur unnið að undirbúningi undanfarin fimm til sex ár. Það var búið að kosta jarðvegskannanir og alla vinnu varðandi skipulag vegna Vaðlaheiðarganga,“ segir Kristján. Hann segir að af hálfu Flugstoða hafi verið unnin ákveðin þarfa- greining og grunnvinna vegna sam- göngumiðstöðvar í Reykjavík. „Við bíðum bara eftir grænu ljósi frá borginni varðandi skipulag, hvar við megum byggja og hvernig.“ Kristján segir að það sama gildi um samgöngumiðstöðina og Vaðla- heiðargöng, ríkið búi þar að ákveð- inni grunnvinnu sem hafi verið unnin. Lífeyrissjóðirnir munu líklega koma að fjármögnun þessara verk- efna, en að sögn Arnars Sig- urmundssonar, formanns Lands- samtaka lífeyrissjóða, eru lífeyrissjóðirnir tilbúnir að leggja 90-100 milljarða króna á næstu fjórum árum í opinberar fram- kvæmdir með lánum til ríkisins eða lánum til einkaaðila með rík- isábyrgð. Lífeyrissjóðirnir líta á þetta sem verðuga fjárfestingu, en um er að ræða mikla örvun fyrir atvinnulífið. Fjármálaráðuneytið hefur skipað sérstaka nefnd sem á að annast viðræður við lífeyrissjóðina vegna aðkomu þeirra að opinberum fram- kvæmdum. Kristján segir að þrátt fyrir nið- urskurð verði árið í ár „annað mesta framkvæmdaár Íslandssög- unnar“. Kristján vísar til þess að útgjöld til vegamála í ár verði 1,6 prósent af vergri landsframleiðslu. Af stórum verkefnum sem unnið er að má nefna Bolungarvíkurgöng og Héðinsfjarðargöng, en þeim á að ljúka um mitt næsta ár, að sögn Kristjáns. Af stórum vegafram- kvæmdum má nefna framkvæmdir á Vopnafjarðarheiði, við Ísafjarð- ardjúp, Hófaskarðsleið, Suður- strandaveg og Bræðratunguveg með nýrri Hvítárbrú. Niðurskurður árið 2010 Á næsta ári á að skera framlög til samgöngumála niður um rúma átta milljarða. „Miðað við þessar tölur verður úr tæpum tíu millj- örðum að spila á næsta ári,“ segir Kristján. Hann segist bjartsýnn á að ljúka undirbúningi, hönnun og skipulagsmálum vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar á næsta ári. Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Umferðaröryggi Samgönguráðherra segist bjartsýnn á að ljúka undirbúningi, hönnun og skipulagsmálum vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar á næsta ári, en þá á að skera framlög til samgöngumála niður um rúma átta milljarða. Göngin framar í röðinni en tvöföldun þjóðvega Þar sem grunnvinnu vegna jarð- ganga og samgöngumiðstöðvar er lokið hafa þau verkefni for- gang. Framlög til samgöngumála verða skorin niður um átta millj- arða króna á næsta ári. Vaðlaheiðargöng fara í einkaframkvæmd en ekki tvöföldun Suðurlandsvegar UNGI pilturinn sem lenti ofan í sprungu í Geitlandsjökli á laugardag handarbrotnaði í slysinu og lunga féll saman. Hann liggur enn á sjúkrahúsi en er að jafna sig. Pilturinn, sem er fimmtán ára gamall, var í skemmtiferð með fjöl- skyldu og vinum og var við annan mann á vélsleða. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi, sem rannsakar slysið, er ekki enn að fullu ljóst hvers vegna sleð- anum var ekið á undan öðrum sleð- um og inn á sprungusvæði. Rannsaka tildrögin Slysið átti sér stað rétt hjá kletti í jöklinum sem heitir Hamarinn, en hann er um fjóra kílómetra frá skál- anum á Kaldadal þar sem venjulega er lagt upp á jökulinn. Lögregla seg- ir margt enn óljóst um tildrög þess að drengurinn féll ofan í sprunguna. Þá sé ekki ljóst hvort pilturinn hafi ekið snjósleðanum, en hann er ekki nógu gamall til að öðlast réttindi á slík tæki. Ásgeir Sæmundsson björgunar- sveitarmaður sem tók þátt í björg- uninni segir piltinn hafa gert rétt með því að stíga af sleðanum og kanna umhverfið þegar hann upp- götvaði að hann var kominn inn á varhugavert sprungusvæði. Svo virðist sem hann hafi bara gengið nokkur skref áður en jökullinn gleypti hann. Gangi í línu Ásgeir segir að fólk sem gengur á jökli eigi að sjálfsögðu að binda sig saman, í því felist mikið öryggi. Falli einn ofan í sprungu geti hinn varið hann falli og jafnvel bjargað honum aftur upp úr. Hann segir jökulinn hafa verið blautan og erfiðan enda sólbráð mikil. „Staðreyndin er hins vegar sú að jöklar eru alltaf var- hugaverðir og það eru vélsleðar líka.“ svanbjorg@mbl.is Handarbrotnaði og lunga féll saman við fall í sprungu Var á vélsleða sem var ekið inn á varasamt sprungusvæði Til bjargar TF-LÍF náði í piltinn af jöklinum á laugardaginn. LÖGREGLAN á Suðurnesjum handtók á laugardag karlmann sem hafði veist að lögreglumönnum eftir að þeir tóku hund úr hans vörslu. Eigandinn hafði farið í útilegu á föstudag og skilið hundinn eftir í bílskúr í Reykjanesbæ. Er lög- reglan kom í bílskúrinn blöstu við ömurlegar aðstæður. Hvorki var fóður né vatn hjá hundinum og hland og saur á gólfi en hundurinn mun alltaf hafa verið hafður í bíl- skúrnum og honum lítið sinnt, sam- kvæmt upplýsingum lögreglu. Lögreglan tók hundinn í vörslu sína en er eigandinn kom heim úr útilegunni kvartaði hann við lög- reglu um að hundurinn hefði verið fjarlægður. Reynt var að útskýra málið fyrir honum en hann brást ill- ur við og réðst á lögregluna. Tveir lögreglumenn meiddust í átök- unum og þurftu að leita læknis. Manninum hefur verið sleppt en héraðsdýralæknir og Umhverfis- stofnun hafa málið til rannsóknar. Hundeigandi van- rækti hund sinn og réðst á lögreglu KARLMAÐUR á þrítugsaldri var handtekinn í fyrrinótt eftir að lögreglu tókst að stöðva slagsmál. Maðurinn hafði þá sparkað í mann er lá í jörð- inni. Atburð- urinn átti sér stað á Sólseturshátíðinni í Garði. Að sögn lögreglu var manninum sleppt eftir yfirheyrslu. Fórn- arlambið hlaut minniháttar meiðsl og þurfti ekki á aðhlynningu að halda eftir árásina. Handtekinn eftir áflog í Garði MIKIL ölvun var í umdæmi Selfoss- lögreglu í fyrrinótt. Slagsmál brut- ust m.a. út á Eyrarbakka og Hvols- velli og gistu tveir fangaklefa á Selfossi vegna þeirra en einn á Hvolsvelli. Tildrög slagsmála eru ekki ljós en að sögn varðstjóra var mikið um að fólk hafi verið að atast í næsta manni. Líkamsárás var kærð í kjöl- far slagsmálanna á Eyrarbakka. Sá sem kærði reyndist hinsvegar stjórnlaus í skapinu og var hann annar þeirra sem fékk að sofa úr sér í fangaklefa lögreglunnar á Sel- fossi. Pirringur á Eyrar- bakka og Hvolsvelli Í upphafi ársins var gert ráð fyrir 20,9 milljarða króna framlagi rík- isins til stofnkostnaðar í vegagerð. Vegna niðurskurðar lækkaði upp- hæðin í 17,5 milljarða króna. Vegagerðin var búin að bjóða út 12 verk vegna vegaframkvæmda á þessu ári. Áætlaður verktaka- kostnaður vegna þessara útboða var 5,2 milljarðar en samanlögð upphæð verksamninga var 3,2 milljarðar króna. „Verk sem við vit- um að voru komin í ferli voru til dæmis Arnarnesvegur, Reykjar- braut í Húnavatnssýslu. [...] Á þessu ári voru komin á dagskrá í útboðsröð fyrsti áfanginn við tvö- földun Suðurlandsvegar, seinni áfangi Suðurstrandarvegar og ým- is fleiri verkefni,“ segir Kristján Möller samgönguráðherra. Þremur verkefnum í útboðsferli, sem búið var að opna tilboð í, verður líklega að fresta vegna sparnaðar. „Það er Álftanesvegur, Laxárdalsvegur og ný brú á þjóð- vegi 1 á Ystu Rjúkanda [Norður- Múlasýslu]. Það er ekki klárt hvort af þeim verkefnum verður,“ segir Kristján. Hvaða verkefnum verður frestað?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.