Morgunblaðið - 29.06.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2009
Skipaviðgerðir færast heim er fyr-irsögn á frétt á bls. 2 í Morgun-
blaðinu í gær. Þar er rætt við Hilmar
Kristinsson, verkstjóra hjá Stál-
smiðjunni.
Hilmar segir aðmikill upp-
gangur hafi verið
í skipaviðgerðum
að undanförnu en
verkefnin voru
áður send úr
landi. Verkfræð-
ingar, vélfræðingar og hönnuðir
komi að smíðunum.
Hilmar hefur lög að mæla. Þróunsem þessi er ljós í því efnahags-
lega myrkri sem nú grúfir yfir Ís-
landi. „Við tókum ekki þátt í fjaðra-
fokinu undanfarin ár og því er
kreppan ekki að þjaka okkur,“ segir
Hilmar.
Það er ánægjulegt að Stálsmiðjanskuli að undanförnu hafa aug-
lýst eftir starfsfólki og ráðið nánast
alla umsækjendur. Hér er vaxtar-
broddur sem okkur ber að örva.
Skipasmíðar er ein þeirra atvinnu-greina sem okkur ber að hlú að.
Fjöldi hæfileikaríkra manna hefur
starfað við greinina og Íslendingar
hafa verið í fremstu röð við hönnun
og smíði fiskiskipa. Tækifærin eru
fyrir hendi í skipasmíðum og við-
gerðum og nauðsynlegt er að
tryggja atvinnugreininni fjármagn.
Hilmar lagði áherslu á að styðjaverði við bakið á iðnaðar- og
framleiðslufyrirtækjum sem séu
hreinlega í sárum eftir „pappírs-
góðærið“. Það séu þau sem skapi
gjaldeyri.
Orðrétt sagði Hilmar: „Við megumekki gleyma því að uppruni okk-
ar er í sjávarútvegi og landbúnaði
og við búum yfir gríðarlegri þekk-
ingu á þessum sviðum.“
Hilmar Kristinsson
Í sárum eftir „pappírsgóðærið“
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 14 alskýjað Lúxemborg 24 léttskýjað Algarve 25 léttskýjað
Bolungarvík 5 rigning Brussel 24 skýjað Madríd 27 léttskýjað
Akureyri 12 skýjað Dublin 19 skýjað Barcelona 25 léttskýjað
Egilsstaðir 19 heiðskírt Glasgow 20 skýjað Mallorca 27 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. 13 alskýjað London 24 heiðskírt Róm 28 léttskýjað
Nuuk 8 heiðskírt París 27 heiðskírt Aþena 28 skýjað
Þórshöfn 19 heiðskírt Amsterdam 23 léttskýjað Winnipeg 19 léttskýjað
Ósló 30 heiðskírt Hamborg 20 léttskýjað Montreal 21 skýjað
Kaupmannahöfn 23 léttskýjað Berlín 21 skýjað New York 23 skýjað
Stokkhólmur 29 heiðskírt Vín 19 skúrir Chicago 24 léttskýjað
Helsinki 24 heiðskírt Moskva 27 skýjað Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
29. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3.18 2,8 9.33 1,5 15.48 3,2 22.09 1,3 3:03 24:00
ÍSAFJÖRÐUR 5.19 1,5 11.29 0,8 17.43 1,8 1:37 25:37
SIGLUFJÖRÐUR 1.11 0,6 7.43 1,1 13.29 0,7 19.34 1,2 1:20 25:20
DJÚPIVOGUR 6.19 0,8 13.01 1,7 19.13 0,9 2:19 23:44
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á þriðjudag
Fremur hæg austlæg eða
breytileg átt. Skýjað og lítils
háttar væta með köflum á vest-
anverðu landinu. Bjartviðri
austantil en víða þokuloft við
ströndina. Hiti 10 til 23 stig,
hlýjast í innsveitum NA-lands.
Á miðvikudag, fimmtudag,
föstudag og laugardag
Suðaustanátt og rigning með
köflum S- og V-lands en úr-
komulítið norðaustan til. Hiti 10
til 23 stig, hlýjast í innsveitum
NA-lands.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Austlæg eða breytileg átt, 3-8
m/s. Lítilsháttar væta á vest-
anverðu landinu. Annars skýjað
með köflum en víða þokuloft
við norður- og austurströndina.
Hiti 10 til 22 stig, hlýjast í inn-
sveitum NA-til.
SVEITARSTJÓRN Skeiða- og
Gnúpverjahrepps telur ekki að fram
hafi komið neinar upplýsingar á
íbúafundi sem leiði til þess að taka
þurfi upp ákvarðanir um breytingar
á aðalskipulagi.
Skipulaginu var breytt til að koma
fyrir virkjunum í Þjórsá. Umhverf-
isráðuneytið treysti sér ekki til að
staðfesta breytinguna þar sem láðst
hefði að kynna málið á íbúafundi. Á
fundinum sem boðað var til fyrr í
mánuðinum og í kjölfar hans komu
fram nokkrar athugasemdir. Meiri-
hluti sveitarstjórnar taldi ekki
ástæðu til að taka málið upp en sam-
þykkti að óska eftir staðfestingu
ráðuneytisins á skipulaginu. Tveir
fulltrúar vildu fresta afgreiðslu. „Við
teljum okkur hafa gert það sem
ráðuneytið fór fram á og málið sé nú
í höndum stjórnvalda,“ segir Gunnar
Örn Marteinsson oddviti.
helgi@mbl.is
Skipulag vegna virkj-
ana verði staðfest
Morgunblaðið/RAX
Þjórsá Tvær nýjar virkjanir eru áformaðar fyrir landi Skeiða- og Gnúp-
verjahrepps, samkvæmt óstaðfestu skipulagi, Hvamms- og Holtavirkjun.
AUÐUR Hauksdóttir, dósent í
dönsku við Háskóla Íslands, fékk í
gær 1,7 milljóna króna styrk til að
rannsaka sögu Dana á Íslandi á
fyrstu sex áratugum síðustu aldar.
Sjóður Selmu og Kay Langvads veit-
ir styrkinn en verkefnið nefnist Á
mótum danskrar og íslenskrar
menningar, Danir á Íslandi 1900-
1970. Verkefnið hefur áður hlotið
styrk frá Rannís til þriggja ára.
Aðstandendur rannsóknarinnar
eru Stofnun Vigdísar Finn-
bogadóttur í erlendum tungumálum,
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands
og Stofnun Norrænna fræða og mál-
vísinda (Institut for Nordiske Stu-
dier og Sprogvidenskab) við Kaup-
mannahafnarháskóla.
Könnuð verður saga Dana sem
hér bjuggu og hvaða áhrif þeir höfðu
á menningu, efnahag og samfélag.
Einnig verður gaumgæft hvernig ís-
lenskt samfélag mótaði þá og hvern-
ig þeir ræktuðu menningu heima-
lands síns og tungu. Sérstök áhersla
verður á að ræða við Dani sem hér
hafa búið lengi. skulias@mbl
Styrkveiting Í aftari röð eru (f.v.) Christina Folke Ax, Þóra B. Hjartar-
dóttir, Íris Ellenberger, Hafliði P. Gíslason. Fremri röð: Guðmundur Jóns-
son, Auður Hauksdóttir, Kristín Ingólfsdóttir og frú Vigdís Finnbogadóttir.
Styrkja rannsókn á
sögu Dana á Íslandi