Morgunblaðið - 29.06.2009, Síða 12

Morgunblaðið - 29.06.2009, Síða 12
12 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2009 ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 46 31 1 05 /0 9 • Orkuveitan niðurgreiðir vatn til sundlauganna í Reykjavík. www.or.is Sögur og sagnir í Elliðaárdal Gengið neðan Árbæjarstíflu. Þriðjudags- kvöldið 30. júní verður farin göngu- og fræðsluferð í Elliðaárdal undir leiðsögn Stefáns Pálssonar s a g n f r æ ð i n g s . Dalurinn á sér merka sögu, allt frá komu Ketilbjarnar gamla landnámsmannsins þangað. Gengið verður um og sagðar sögur. Gangan hefst kl. 19.30 við Minjasafnið í Elliðaárdal. FRÖKEN Ellie keppti á dögunum um titilinn Heimsins ljótasti hundur og vann til verðlauna í flokki hunda af göfugum ættum. Ellie litla, sem er blind og orðin 15 ára gömul, er hárlaus kínverskur faxhundur. Faxhundar þykja góðir félagar, ljúfir, líflegir og trúir eigendum sínum. jmv@mbl.is AP EINN SÁ LJÓTASTI „VIÐ höfum kraftinn til að leiða landið okk- ar út úr krepp- unni, sem er sú dýpsta sem Sambandsríkið hefur litið. Við höfum einnig kraftinn til að gera það öflugra en það var fyrir kreppuna,“ sagði Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, við fréttamenn í gær. Kristilegir demókratar (CDU/ CSU) í Þýskalandi tilkynntu í gær um stefnu sína fyrir komandi þing- kosningar sem haldnar verða í september. Stefnuskrá kristilegra demó- krata leggur áherslu á lækkun skatta um 15 milljarða evra þrátt fyrir versta samdrátt í þýsku efna- hagslífi í áratugi. Búist við versnandi efnahag Helsta hitamálið í komandi kosningabaráttu verður efling efnahagslífsins en þrátt fyrir ný- legar örvunaraðgerðir upp á sam- tals 70 milljarða evra er búist við að efnahagurinn taki 6% dýfu á árinu og atvinnuleysi fari vaxandi. Sósíaldemókratar (SPD) sem nú sitja með kristilegum demókrötum í ríkisstjórn hafa komið illa út úr skoðanakönnunum nýlega og er kanslarakandídat þeirra, utanrík- isráðherrann Frank-Walter Stein- meier, langt að baki Merkel í skoðanakönnunum. Í niðurstöðum skoðanakönnunar ríkissjónvarpsins ARD í gær fékk SPD 14% atkvæða en CDU/CSU 42%. Merkel hefur lýst yfir vilja til að taka upp ríkisstjórnarsamstarf við frjálslynda demókrata (FDP) sem stendur kristilegum demókrötum hugmyndafræðilega nær en núver- andi samstarfsflokkur (SPD). Merkel vill lækka skattana Þýsku kosningarnar snúast um efnahag Angel Merkel Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is ÞINGIÐ í Hondúras útnefndi í gær Roberto Micheletti, forseta þings- ins, nýjan forseta landsins eftir að Hæstiréttur hafði fyrirskipað að for- setinn, Manuel Zelaya, yrði sendur í útlegð. Valdarán hersins fór fram skömmu áður en þjóðaratkvæða- greiðsla átti að hefjast sem hefði getað gefið Zelaya heimild til að endurskoða stjórnarskrána, en and- stæðingar hans sögðu að það myndi tryggja honum setu sem forseti. Höfuðborgin lömuð „Þeir eru að skapa skrímsli sem þeir munu ekki geta hamið,“ sagði Zelaya við fjölmiðla þegar flogið hafði verið með hann til Kostaríka. Stór hluti höfuðborgarinnar var án rafmagns í gær, skriðdrekar óku um stræti og herflugvélar sveimuðu í lofti. Hermenn gættu helstu stjórn- arbygginga og dreifðu sér á mik- ilvæg gatnamót borgarinnar. Mót- mælendur fóru út á götur, hentu grjóti að hermönnum og kölluðu „svikarar!“ Óttast er að átökin geti farið vaxandi á næstu dögum. Aukin spenna hefur verið í land- inu síðustu vikur vegna atkvæða- greiðslunnar en í síðustu viku úr- skurðuðu Hæstiréttur og þingið að hún stríddi gegn stjórnarskránni. Eftir að yfirmaður hersins, Ro- meo Vazquez, hafði sagt að herinn tæki ekki þátt í framkvæmd kosn- inganna var hann rekinn af forset- anum, en Hæstiréttur úrskurðaði brottvikninguna ógilda. Zelaya er bandamaður Hugos Chávez, forseta Venesúela, og eftir þriggja ára setu hans á forsetastóli hefur andstaða millistéttarinnar og ríkra viðskiptamanna við hann auk- ist. Þeir óttast að Zelaya hafi í hyggju að taka upp sömu sósíalísku stjórnarhætti og Chávez í Vene- súela. Óttast óeirðir í Hondúras Valdarán hersins og skipan nýs forseta sætir gagnrýni alþjóðasamfélagsins Reuters Ólga Stuðningsmenn Zelaya hafa mótmælt valdaráni hersins. Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is ÞÚSUNDUM mótmælenda lenti saman við óeirða- lögreglu á götum Teheran, höfuðborgar Írans, í gær og hrópaði fjöldi þeirra: „Hvar er atkvæðið mitt?“ Að sögn vitna notaði lögreglan táragas og kylfur til að dreifa hópi allt að 3.000 mótmælenda sem höfðu safnast sam- an við Ghoba-moskuna í norðurhluta borgarinnar. Þetta eru fyrstu mótmælin á götum Teheran í fjóra daga, en öflug mótmæli höfðu átt sér stað allt frá því að niður- stöður forsetakosninganna voru birtar hinn 13. júní síð- astliðinn. Að sögn AP-fréttastofunnar lýstu vitni átökunum sem ofbeldisfullum, mótmælendur hafi beinbrotnað auk þess sem lögreglan hafi barið eldri konu. Erfitt er að staðfesta slíkar fréttir þar sem starfsfrelsi erlendra fréttamanna í Íran er mjög takmarkað. Basij-sveitirnar berja fólk til hlýðni á næturnar „Á meðan augu heimsins beinast að átökum á götum Írans að degi til gera Basij-sveitirnar hrottalegar árás- ir á heimili fólks á næturnar,“ segir Sarah Leah Whit- son, yfirmaður mannúðarsamtakanna Human Rights Watch í Mið-Austurlöndum. Íbúar í norður Teheran segi að meðlimir Basij-sveita yfirvalda reyni að kveða niður mótmælahróp íbúa af þökum heimila sinna með því að sparka niður hurðum og berja heimilismenn. Orðrómur um viðlíka árásir hafi heyrst úr öðrum hlut- um borgarinnar. Þá hafa mannúðarsamtök sagst hafa heimildir um í það minnsta 2.000 handtökur í landinu „ekki aðeins [fólk] sem hefur verið handtekið og síðan sleppt, heldur sem er lokað í fangelsum,“ sagði tals- maður Alþjóðasamtaka um mannréttindi (FIDH) í sam- talið við AP. Írönsk yfirvöld handtóku í gær átta íranska starfs- menn breska sendiráðsins í Íran og vöktu reiði breskra yfirvalda. Að sögn írönsku Fars-fréttastofunnar voru starfsmennirnir handteknir fyrir að hafa „átt töluverð- an þátt“ í uppþotum undangenginna vikna. Utanríkisráðherra Bretlands, David Miliband, sagði að lausn starfsmannanna væri forgangsatriði breskra stjórnvalda. Evrópusambandsþjóðirnar hétu því, að sögn Milibands í gær, að svara öllum ofsóknum dipló- mata í Íran „sameiginlega og af festu“. Mótmæli, handtökur og táragas í Teheran Handtökur sendiráðsstarfs- manna Breta vekja reiði ESB AP Stuðningur Íranir um allan heim hafa haldið uppi mót- mælum til stuðnings málstað Mir Hossein Mousavi. Um hvað átti að kjósa? Zelaya var kosinn til fjögurra ára árið 2005 en hafði fyrir nokkrum vikum beðið þjóðina að samþykkja frum- varp sem heimilaði honum að vera aftur í framboði í forsetakosningum í nóvember. Af hverju er Zelaya í útlegð? Þingið og Hæstiréttur úrskurðuðu atkvæðagreiðsluna ólöglega en for- setinn hafði þegar dreift kjörkössum og ætlaði að halda kosningunum til streitu. Hann var sakaður um að vinna gegn lýðræðinu. Voru fleiri handteknir? Talið er að í það minnsta átta úr rík- isstjórninni séu í haldi, þ. á m. utan- ríkisráðherrann Patricia Rodas. S&S

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.