Morgunblaðið - 29.06.2009, Síða 14

Morgunblaðið - 29.06.2009, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Heilbrigðis-ráðherragetur verið maður röggsamur. Honum er hins vegar líka lagið að tefja mál og reyna að drepa þeim á dreif, hugnist honum ekki hvert þau stefna. Hugsanleg meðhöndlun er- lendra sjúklinga í Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja er eitt þeirra mála þar sem erfitt virð- ist að fá Ögmund Jónasson til að taka af skarið. Einkarekna heilbrigðisfyrirtækið Nordhus Medical hefur hug á að nýta vannýttar nýjar skurðstofur á Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja. Þar myndu t.d. sjúk- lingar frá Noregi og Svíþjóð fara í aðgerðir, niðurgreiddar af heimaríkjum sínum. Þar að auki hefur Nordhus Medica hug á að skoða nýtingu sjúkra- hússins á gamla varnarliðs- svæðinu. Nordhus Medica hefur tölu- verða reynslu af rekstri heil- brigðisstofnana víða um heim. Í viðtali við Morgunblaðið sl. föstudag furðaði stofnandi fyr- irtækisins, Otto Nordhus, sig á viðbrögðum íslenska heilbrigð- isráðherrans, sem virðist gefa lítið fyrir hugmyndirnar og ekki telja ástæðu til að fjalla málefnalega um þær næstu 6-7 vikurnar. Svara er fyrst að vænta 15. ágúst. Á undanförnum árum hefur hver fréttin rekið aðra um bága fjárhagsstöðu Heilbrigðisstofnunar Suð- urnesja. Þjónustan hefur ver- ið skert og sjúklingar neyðst til að leita annað. Tvær glæ- nýjar skurðstofur hafa staðið lítt ónotaðar og því stefnt í að sú mikla fjárfesting færi að hluta forgörðum. Nordhus Medica fer ekki fram á annað en að leigja þessa aðstöðu fyrir aðgerðir á borð við mjaðmaliðaskipti, magaminnkun og hjarta- og æðasjúkdómaaðgerðir. Þann- ig myndu sértekjur sjúkra- hússins aukast verulega og fjöldi starfa skapast. Ráðherra svaraði engu um málið á þingfundi á föstudag, en var umhugað um að koma á framfæri að hér væri um „bis- ness“ að ræða. Ráðherrann má ekki láta óbeit sína á viðskiptum villa sér sýn. Í þessu tilviki virðist „bisness“ geta styrkt Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. Í almannaþágu. Fleiri störf og sértekjur HSS} Viðskipti í almannaþágu Vandséð erhvernig bæjarfulltrúarnir í Kópavogi, þeir Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, ætla að snúa sig út úr fullri þátt- töku sinni í ákvörðunum um lánveitingar frá Lífeyrissjóði Kópavogs til Kópavogsbæjar. Á forsíðu Morgunblaðsins á laugardag var frétt þar sem fram kom að stjórnarmönnum í Lífeyrissjóði Kópavogs var kunnugt um hverjar lánveit- ingar sjóðsins voru til Kópa- vogsbæjar. Jafnframt að stjórnarmönnum hafi verið kunnugt um að farið hefði verið út fyrir lagaheimildir í lánveitingum til Kópavogs- bæjar. Vitnað var í tölvu- póstsamskipti framkvæmda- stjóra lífeyrissjóðsins við alla stjórnarmenn sjóðsins, þar á meðal þá Flosa Eiríksson og Ómar Stefánsson. Því var það illskiljanlegt þegar Flosi Eiríksson sagði í frétt á bls. 2 í Morgunblaðinu í gær, sunnudag: „Ég stend við það sem ég hef sagt í minni fyrri yfirlýsingu og það hafa ekki komið fram neinar nýjar upplýsingar í mál- inu.“ Eru það ekki nýjar upplýsingar að Flosi tók þátt í að semja þá greinargerð sem fram- kvæmdastjóri sjóðsins sendi til Fjármálaeftirlitsins hinn 15. janúar sl.? Flosi hafði áður haldið því fram að gögn hefðu verið „matreidd“ sérstaklega fyrir stjórn sjóðsins en aðrar upp- lýsingar síðan verið kynntar í greinargerð til FME. Undir þennan málflutning hafði Óm- ar Stefánsson tekið. Það var augljós ásetningur bæjarfull- trúanna að láta Gunnar I. Birgisson, fráfarandi bæj- arstjóra og Sigrúnu Braga- dóttur, framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, axla alla ábyrgð af því að lánveit- ingar til Kópavogs höfðu farið fram úr leyfilegu hámarki. Ábyrgð þeirra Flosa og Ómars er ekki minni en hinna. Þeir eru kjörnir bæj- arfulltrúar og þeir sitja í stjórn Lífeyrissjóðs Kópa- vogs. Þeir þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum. Þeir þurfa að axla ábyrgð. Ábyrgð Flosa og Ómars er ekki minni en hinna } Bæjarfulltrúar axli ábyrgð K onungsbók Arnaldar Indr- iðasonar er áminning um hvaða verðmæti eru Íslendingum dýr- ust – skrifuð þegar lífsgæða- kapphlaupið stóð sem hæst. Lífið er lagt að veði fyrir nokkrar rifur úr Konungs- bók; pappíra sem ekki missa verðgildi sitt á þúsund árum. „Það er allt saman satt,“ segir langamma Stefanía Ósk Júlíusdóttir um Íslendingasög- urnar. „Það þýddi ekkert fyrir kennarann að berja ofan í mig að þetta væri hugarburður gamalla munka í klaustrum. Ég sagðist trúa hverju einasta orði, las þær sem krakki – þetta voru mínir reyfarar.“ Orð hennar koma upp í hugann þegar rústir bæjarins á Stöng eru skoðaðar. Nú geyma veggirnir minningu Gauks Trandilssonar, ekki Þjórsdæla sem talið er að hafi verið til á bókfelli fram á 14. öld. Um miðja 19. öld sagðist Vígfús „víðförli“ reyndar hafa eignast skræðu af henni og týnt, en ekki lögðu allir trúnað á frá- sögn hans. Í Njálssögu er Gaukur sagður sá sem „fræknastur mað- ur hefur verið og best að sér görr“. Illa hafi orðið með þeim Ásgeiri Elliða Grímssyni fóstbróður hans, því Ás- grímur hafi orðið banamaður Gauks. Af lýsingunni má ráða að litið hafi verið á Gauk sem hetju sambærilega við Gunnar á Hlíðarenda. Uppi eru sögusagnir um að Gaukur hafi verið drepinn við Gauks- höfða, en Brynjólfur frá Minna-Núpi hefur greint frá því að á öndverðri 19. öld hafi fundist þar bein og spjótsoddur. „Það er allt saman satt,“ segir langamma. Fyrir neðan Stöng eru steinar í Rauðá svo stikla má yfir þegar lítið er í ánni. Er þaðan ör- stutt til Steinastaða, eins og vísan segir: Önnur var þá öldin er Gaukur bjó í Stöng; þá var ei til Steinastaða leiðin löng. Vart leikur vafi á því að Gauki hafi orðið tíð- förult til Steinastaða og gefið er í skyn í vísunni af hverju. Vigfús „víðförli“ sagðist hafa lesið í Þjórsdælu að Gaukur hefði fíflað Þuríði hús- freyju á Steinólfsstöðum og hún verið skyld Ásgeiri, „þar af óx óþokkinn milli þeirra er dró til þess að Ásgeir drap Gauk.“ Og Matthías Þórðarson dregur sömu álykt- un: „En sennilegast er að töfrar Þuríðar á Steinólfsstöðum hafi ekki verið annars eða verra eðlis en nöfnu hennar á Fróðá og margra annarra kynsystra þeirra fyrr og síðar, andans atgjörvi, ástúðlegt viðmót og heillandi fegurð, hæfileikar, sem nutu sín því betur og höfðu því sterkari áhrif, því meiri maður og því betur „at sér görr“ sem sá var, sem reyndi.“ Annarri ástar- og harmsögu lauk með eiðrofum fóst- bræðra. „Þeim var ég verst er ég unni mest,“ mælti Guð- rún Ósvífursdóttur í Laxdælu. Stefanía langamma kom nýlega að leiði Guðrúnar, sem hefur verið gert upp norðan við gaflinn á kirkjunni að Helgafelli. Ef til vill býr þar svarið við spurningunni sem vaknar við ummæli hennar, því þessi tvö standast á, Guðrún og Kjartan, horfast í augu yfir fjöll og firnindi, annað fyrir norðan og hitt fyrir sunn- an. Annars snúa ýtar austur og vestur. Þannig togast á ástir og harmur í menningararfi þjóð- arinnar. „Það er allt saman satt.“ Eftir Pétur Blöndal Pistill Ástir og harmur togast á Gífurlegt afl liggur ónýtt í fallvatninu Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þ ótt raunhæft sé að tvö- falda rafmagnsfram- leiðslu með vatnsafli á næsta áratug eða svo mun hlutur þessa um- hverfisvæna orkukosts í heildar- raforkuframleiðslu heimsins ekki aukast að ráði. Ástæðan er einföld: nýjar virkjanir ná ekki að halda í við kolaorkuverin sem spretta upp eins og gorkúlur í Kína. Eins og staðan er hefur um þriðj- ungur vatnsaflsins í heiminum verið nýttur og því svigrúm til að þrefalda núverandi framleiðslugetu. Ekki verður þó hægt að virkja allsstaðar. Það liggur í augum uppi. Aðrar þjóðir eiga sinn Gullfoss. Það má hins vegar auka nýtni nú- verandi innviða með tækni sem við fyrstu sýn virðist mótsagnakennd. Orka vatnsins er sótt í fallþunga þess, þegar það knýr hverflana og með því að dæla því upp í uppistöðu- lón má því auka hagkvæmni margra virkjana verulega frá því sem nú er. Mikið svigrúm í Asíu og Afríku Vikið var að þessum valkosti á heimsþingi Alþjóðlegu vatnsafls- samtakanna (IHA) í Reykjavík fyrir helgi en þar kom fram að hlutur vatnsorkunnar í heildar-raforku- framleiðslu heimsins er nú um 17%. Þegar er búið að nýta um 75% vatns- orkunnar í Evrópu og er hlutfallið áætlað 70% í Norður-Ameríku, 33% í Suður-Ameríku, 22% í Asíu og að- eins um 7% í Afríku. Svigrúmið er langmest í Asíu þar sem virkjun ónýttra virkjunarkosta myndi tvöfalda núverandi raforku- framleiðslu úr vatnsafli. Eftirspurnin er gífurleg. Risa- virkjunin í Þriggja gljúfra stíflunni í Kína jók hlut vatnsaflsins í landinu aðeins tímabundið, enda eru að jafn- aði opnuð tvö kolaorkuver á viku eða svo í þessu fjölmennasta ríki heims, þrátt fyrir að virkjunin, sem er um 32 sinnum öflugri en Kárahnjúka- virkjun, sé stærsta vatnsaflsvirkun sögunnar. Kallar á sterkari stíflur Breytingar á loftslagi og úrkomu- mynstri hafa eins og gefur að skilja mikil áhrif á vatnsbúskap virkjana og mun aukin úrkoma á einstökum svæðum vegna hlýnunar kalla á styrkingu núverandi stíflumann- virkja, að sögn Richard M. Taylor, framkvæmdastjóra Alþjóðlegu vatnsaflssamtakanna. Vatnsaflið sækir orku í hverfla- tæknina, tækni sem áratuga reynsla er komin á, og segir Taylor nýtnina yfirleitt um 90%. Aukning umfram það kalli á útgjöld sem ekki sé víst að muni skila sér í auknum arði. Taylor segir að stöðugt sé verið að uppgötva nýja virkunarkosti og hag- kvæmni virkjunarkosta sem áður voru taldir óarðbærir. Hann segir jafnframt að margar virkjanir í Evrópu séu komnar á ald- ur og því verði brýnt að lengja líf- tíma þeirra um leið og þær verði lag- aðar að hlýnun og breyttum markaðsaðstæðum þar sem þörf krefur. Meðalaldur stíflna í Bret- landi, svo dæmi sé tekið, sé yfir hundrað ár. Margar endist mun lengur. Til hliðsjónar megi reikna með að hverflarnir endist í um þrjá til fjóra áratugi eða svo. Reuters Meginstíflan Þriggja gljúfra stíflan í Yangtze-fljóti í Kína. Samanlagt er afl virkjananna 22,5 gígawött, um það bil 32-falt afl Kárahnjúkavirkjunar. Hægt er að þrefalda núverandi raforkuframleiðslu með vatns- afli. Svigrúmið til að auka fram- leiðsluna er mest í Asíu þar sem rúmur fimmtungur mögulegs vatnsafls hefur verið nýttur. „Alþjóðlegu vatnsaflssamtökin eru stofnuð af Menningar- málastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og er megintilgangur þeirra að vinna að sjálfbærni vatnsafls. Þing- ið í Reykjavík var líklega það þing samtak- anna sem flestir áhrifamenn hafa sótt fram að þessu,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Lands- virkjun Power og stjórnarmaður í Alþjóðlegu vatnsaflssamtökunum. Bjarni segir alþjóðasamtök á borð við Oxfam, World Wildlife Fund og Nature Conservancy í Bandaríkjunum koma að starfi samtakanna, auk Alþjóðabankans og fleiri banka. Þá taki ýmsar ríkisstjórnir og ráðherrar nokk- urra Afríkuríkja þátt í starfinu, að frátöldum vatnsorkugeiranum. Meginmarkmið samtakanna sé að vinna að sjálfbærni vatnsafls- ins, enda fari þar einn besti orku- kosturinn nú um stundir sem bjóði upp á mun ódýrari orku en sólar- og vindorkan sem eigi þó framtíðina fyrir sér. FUNDAÐ Í REYKJAVÍK Bjarni Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.