Morgunblaðið - 29.06.2009, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2009
Nei Mótmælt var á Austurvelli á laugardag og að þessu sinni var spjótunum einkum beint gegn Icesave-samningnum. Þessi kona var líklega alveg með það á hreinu hver hennar afstaða var.
Ómar
HRUN efnahagslífs-
ins og harmkvælin, sem
fylgt hafa í kjölfarið,
hafa yfirskyggt allt ann-
að í þjóðfélagsumræð-
unni seinustu misserin.
Veruleikinn hefur neytt
íslensku þjóðina til að
horfast í augu við þá
staðreynd, að for-
ystumenn hennar í við-
skiptalífi og stjórn-
málum reyndust ekki vandanum
vaxnir. Sjálfhælnin brotlenti undir
meðalmennskunni.
Nýjustu fréttir af skólakerfinu
gefa okkur tilefni til að spyrja: Er líkt
komið fyrir skólakerfinu og efnahags-
kerfinu? Er kominn tími til að horfast
í augu við það, að skólakerfið rís ekki
undir væntingum okkar og að sjálf-
hælni undanfarinna ára um ágæti ís-
lenskrar menntunar sé innistæðulítil
þegar á reynir?
Flest bendir til, að margir grunn-
skólar, sem búa nemendur undir
framhaldsnám, séu þungt haldnir af
„einkunnaverðbólgu“. Allt í einu var
samræmdu prófunum varpað fyrir
róða. Fram að því höfðu prófúrslit í
þeim verið sá mælikvarði á náms-
hæfni, sem framhaldsskólarnir tóku
mið af. Í staðinn komu kennara-
einkunnir skólanna sjálfra. Fjár-
hagur skólanna er beintengdur við að
þeir útskrifi sem allra flesta, án af-
falla. Þeir hagnast á einkunnaverð-
bólgu en tapa á brottfalli. Skólarnir
hafa því innbyggðan hvata í kerfinu
til einkunnaverðbólgu. Reynslan virð-
ist staðfesta að svo sé.
Opnar dyr
Þetta vekur upp margar spurn-
ingar. Var það fyrirhyggjulaus
skyndiákvörðun að fella niður sam-
ræmdu prófin? (Svona ámóta gáfu-
legt og þegar Davíð Oddsson lagði
niður Þjóðhagsstofnun af því að hon-
um líkaði ekki við þjóðhagsspár?) Var
ekkert hugsað fyrir því, hvað ætti að
koma í staðinn? Er það meðvituð og
yfirlýst stefna menntamálayfirvalda
að ýta undir örfáa elítuskóla á höf-
uðborgarsvæðinu, sem fá að velja sér
úrvalsnemendur (að vísu með verð-
bólgueinkunnir) en hafna hinum?
Viljum við þetta?
Viljum við skólakerfi
sem flokkar nemendur
þegar á unglingsaldri í
fyrsta, annan og þriðja
flokk? Og afganginn í
eins konar ruslakistu,
svona eins og matsfyr-
irtækin eru að flokka
lánshæfismat íslenska
ríkisins? Eigum við að
trúa því, að framhalds-
skólarnir hafi synjað
meira en eitt þúsund
nemendum um skóla-
vist? Ætlar þjóðfélagið að dæma
þetta æskufólk á vergang? Er líkt á
komið með skólakerfinu og efnahags-
kerfinu?
Hefur ekki fjöldi vel menntaðs
fólks misst vinnuna á síðastliðnu
misseri? Standa ekki heilu skýjakljúf-
arnir auðir sem minnismerki um sól-
und og bautasteinn yfir brjálsemi
græðgiþjóðfélagsins? Hvernig væri
að menntamálaráðherrann og borg-
arstjórinn í Reykjavík legðust á eitt
um að slá tvær flugur í einu höggi
með því að opna þessu unga fólki dyr
nýs framhaldsskóla og breyttu þann-
ig minnismerki fortíðar í mennta-
stofnun til framtíðar?
Ég hélt, satt að segja, að grund-
vallarforsenda ríkjandi skólastefnu
væri jöfn tækifæri til náms án tillits
til efnahags foreldra, búsetu, hverfa-
skiptingar o.s.frv. Var það kannski
bara sýndarveruleiki? Er veruleikinn
allur annar?
Finnska leiðin
Þessi þrjú ár sem ég bjó með Finn-
um kynntist ég skólakerfi, sem kerf-
isbundið uppfyllti þær kröfur, sem
verður að gera í verki, vilji menn
standa við grundvallarregluna um
jöfn tækifæri til náms. Kannski er
ástæða til að rifja hér upp aðalatriðin:
Upphaf og endir málsins felst í
þeim ströngu kröfum sem gerðar eru
til kennaramenntunar. Allir kennarar
þurfa að lágmarki að hafa tvöfalt
meistarapróf, eitt í kennslugrein og
annað í uppeldisfræðum. Mennta-
málayfirvöld framfylgja þeirri stefnu
að tryggja öllum skólum, hvar svo
sem þeir eru á landinu, hvort heldur
er í „fínni“ hverfum höfuðborg-
arinnar eða afskekktari byggðum úti
á landi, vel menntaða kennara.
Það eru gerðar sömu kröfur alls
staðar og þeirri stefnu er fylgt eftir í
verki. Það eru engir elítuskólar.
Hverfaskipting ræður inntöku nem-
enda í grunn- og framhaldsskóla.
Skólarnir eru allir taldir jafngóðir.
Reynist þeir ekki standa undir því, þá
er eitthvað gert í málinu. Stefnunni er
framfylgt, ekki bara í orði heldur í
verki.
Þeir hafa eins konar landspróf í
lykilgreinum. Tilgangur þessara
prófa er ekki sá að stimpla nemendur
í gæðaflokka. Tilgangurinn er sá að
veita skólunum sjálfum aðhald og að
gera skólayfirvöldum kleift að hlutast
til um starf einstakra skóla, ef þörf
krefur. Þess vegna eru prófúrslitin í
einstökum skólum ekki birt almenn-
ingi. Þau eru stjórntæki fyrir skóla-
yfirvöld til að framfylgja stefnunni
um jöfn tækifæri allra til náms.
Nú er eins og ég heyri einhvern
spyrja: Er þá ekki allt flatt út í með-
almennsku í nafni jafnaðar í svona
skólakerfi? Það vill svo til að þessari
spurningu hefur verið svarað hvað
eftir annað með þeim alþjóðlegu sam-
anburðarkönnunum á gæði skóla-
starfs, sem kennt er við PISA. Og
hver er niðurstaðan? Finnskir grunn-
og framhaldsskólanemendur hafa ár
eftir ár skilað toppárangri. Lélegustu
nemendur Finna eru fyrir ofan með-
allag hinna. Brottfall úr finnskum
skólum er óverulegt. Ef þess sjást
merki, að nemandi ráði ekki við verk-
efni sín í tiltekinni grein, fær hann
sérstaka aðstoð.
Svona á að fara að því að tryggja
öllum jöfn tækifæri til náms. Sá ár-
angur næst ekki með því að draga
nemendur í dilka í elítuskóla annars
vegar og einhvers konar ruslakistu
hins vegar. Ég fæ ekki betur séð en
að nú þurfi Katrín Jakobsdóttir að
sýna, hvað í henni býr. Meina
Vinstri-græn það sem þau segja um
jöfn tækifæri allra til náms? Þá ber
að sýna það í verki.
Eftir Bryndísi
Schram »Er líkt komið fyrir
skólakerfinu og
efnahagskerfinu?
Bryndís Schram
Höfundur var einu sinni skólameist-
ari við Menntaskólann á Ísafirði.
Hvers konar skólakerfi?
Í SL. viku var tilkynnt að for-
sætisráðherra hafi skipað nýtt
Vísinda- og tækniráð til næstu
þriggja ára. Vísinda- og tækni-
ráð hefur það hlutverk skv. lög-
um að „efla vísindarannsóknir,
vísindamenntun og tækniþróun í
landinu í því skyni að treysta
stoðir íslenskrar menningar og
auka samkeppnishæfni atvinnu-
lífsins. Ráðið markar stefnu
stjórnvalda í vísinda- og tækni-
málum til þriggja ára í senn.“
Þetta er stórt og mikilvægt hlut-
verk, sérstaklega nú þegar horfa
þarf til framtíðar og end-
urskipuleggja á allt vísinda-,
tækni -og menntunarstarf lands-
ins þannig að það skili árangri
til framtíðar. Því skyldi ætla að
ríkisstjórnin myndi skipa í ráðið
þungavigtarfólk úr íslensku vís-
inda- og tæknistarfi, fólk með al-
þjóðlega reynslu af vís-
indastörfum eða farsælan feril í
stjórnun vísindamála. Þótt sumir
af þeim sem nú hafa verið skip-
aðir í ráðið hafi góða vísinda-
eða nýsköpunarreynslu er hins
vegar ljóst að þekking margra
ráðsliða er lítil og jafnvel engin.
Hér er auðvitað ekki við viðkom-
andi einstaklinga að sakast; þeir
eru sjálfsagt hið vandaðasta fólk
sem skorast ekki undan þegar
ráðherra kallar það til verka.
Metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar
vekur hins vegar undrun okkar
og jafnframt spurningar um
áhuga og skilning stjórnvalda á
málaflokknum.
Þegar Vísinda- og tækniráði
var komið á fót á Íslandi var
notast við fyrirmyndir frá Finn-
landi. Það er því áhugavert að
skoða hvernig sambærilegt ráð
er skipað þar í landi. Fyrir utan
þá ráðherra sem sitja í ráðinu
(líkt og hér á landi) er ráðið
skipað forstjóra Nokia, forstjóra
VTT, sem er mikilvægt
tækniþróunarfyrirtæki, fram-
kvæmdastjóra European Science
Foundation, forseta finnsku
Akademíunnar, forstjóra Finnzy-
mes, en það er eitt stærsta og
öflugasta líftæknifyrirtæki
Finna, framkvæmdastjóra frá
SEK (launþegasamtökum), að-
alritara TEKES (hliðstæðu
tækniþróunarsjóðs), rektor
Central Ostrobothnia University
of Applied Sciences, prófessor
frá Háskólanum í Helsinki og
rektor Háskólans í Turku.
Nefndin hefur auk þess 5 fasta
sérfræðinga til ráðgjafar og eru
þeir flestir starfsmenn ráðu-
neyta.
Finnar fara þá leið að skipa
sitt Vísinda- og tækniráð leið-
andi aðilum úr akademíunni og
einkageiranum en ríkisstjórn Ís-
lands ekki. Við sjáum ekki
hvernig reynslulitlir ein-
staklingar eiga að geta markað
stefnu til framtíðar hvað þennan
málaflokk varðar. Við Íslend-
ingar eigum ýmislegt ólært í vís-
inda- og tæknimálum. Eitt það
mikilvægasta sem hér þarf að
læra er að notast við hæfasta
fólkið til starfa sem þessara. Ef
ekki er nóg af slíku fólki á Ís-
landi er vel hægt að leita til Ís-
lendinga sem starfa að vísinda-
málum erlendis eða jafnvel til
erlendra aðila sem eru leiðandi í
vísinda- og tæknimálum á al-
þjóðavísu.
Niðurstaða okkar er að rík-
isstjórn Íslands skynji engan
veginn alvöru þessa málaflokks
né hlutverk Vísinda- og tækni-
ráðs. Það er miður.
Vanþekking
eða áhugaleysi?
Eiríkur Steingrímsson, prófessor, HÍ
Einar Steingrímsson, prófessor, HR
Þórarinn Guðjónsson, dósent, HÍ
Pétur Henrý Petersen, sérfræðingur,
HÍ
Karl Ægir Karlsson, lektor, HR
Anna Ingólfsdóttir, prófessor, HR
Sveinn Arnórsson, framkvæmdastjóri
Cowbell ehf.
Guðmundur Hrafn Guðmundsson, pró-
fessor, HÍ
Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor, HR
Sigurður Brynjólfsson, prófessor, HÍ.